Vísir


Vísir - 18.05.1978, Qupperneq 11

Vísir - 18.05.1978, Qupperneq 11
VISIR Fimmtudagur 18. maí 1978 - * Ófeigsson héraðsdómari efsti maður á lista Alþýðuflokksins. Freyr sagði að á sviði félags- mála legðu þeir megináherslu á að á næsta kjörtimabili yrði drifið i byggingu dagvistunar- stofnana. A sviði iþróttamála væru þrjú forgangsverkefni á stefnuskrá Alþýðuflokksins. í fyrsta lagi væri það uppbygging skiðamiðstöðvar i Hliðarfjalli. Þá þyrfti að ljúka við gerð iþróttavallanna sem byrjað væri á. í þriðja lagi yrði að reyna eftir mætti að hraða byggingu nýja svæðisiþrótta- hússins, þeir gerðu sér hins veg- ar litlar vonir um að hægt yrði að ljúka þvi á kjörtimabilinu. Þá sagði Freyr að sér væru skipulagsmál bæjarins mjög hugleikin. Þauhefðuekki verið i nógu góðu lagi og þyrfti að koma þeim i betra horf. Freyr hefur setiö i bæjar- stjórn fyrir Alþýðuflokkinn sið- asta kjörtimabil. Hann hafði haft afskipti af bæjarmálum áð- ur. Freyr er fæddur á Norður- firði i Árneshreppi á Ströndum árið 1937 og flutti til Akureyrar 1952. —KS Samvinna og ein- staklingsfrelsi fer vel saman á Akureyri" „Sem fyrsti maður á listanum segi ég, að öll sæti séu bar- áttusæti, mitt sæti lika þvi að sá sem vill að ég sitji i bæjar- stjórn, verður að sjá til þess, að éghafifleirimeð mér. Éghef þá trú á Akureyringum, að þeir telji eðlilegt, að félagshyggju- flokkur eins og Framsóknar- flokkurinn sem á i raun miklu meiri þátt i mótun Akureyrar heldur en hlutfall okkar í bæjar- stjórn gefur til kynna, verði efldur, en fyrsti áfanginn á þcirri leið er, að við fáum fjóra menn kjörna i komandi kosn- ingum”, sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari, sem er efsti maður á B-listanum. „Við framsóknarmenn göng- um til kosninga undir kjörorð- unum „Atvinna handa öllum — menntun fyrir alla — jafnrétti allra”. Við teljum öflugt at- vinnulíf undirstöðu menningar- lifs og framfara. Þess vegna munum við beita okkur fyrir aö- gerðum i atvinnumálum, eins og við gerðum á árunum fyrir 1970, þegará þarf að halda. Viö erum sérlega ánægðir með af- komu stórra fyrirtækja, sem bærinn er stór eignaraðili að, þ.e. tJtgerðarfélags Akureyr- inga og Slippstöðvarinnar, og ( viljum vinna að þvi, að þau efl- ist og styrkist. Við stefnum markvisst að þvi að efla iðnað- inn i bænum og teljum, að vaxtarbroddur atvinnulifsins á Akureyri felist i honum. Iðnað- ur, sem vinnur úrhráefnum frá landbúnaði og sjávarútvegi, þarf að þróast áfram, og smiða- iðnaður allskonar á hðr mikla möguleika. Við viljum að sérskólar verði efldir hver á sinu sviði i stað fjölbrautaskólabákns, og telj- um, að með þvi sé unnt að taka tillit til þarfa einstaklingsins og um leið atvinnugreina i héraðinu. Halda þarf áfram með eðli- legum hraða byggingu nýju iþróttahallarinnar. 1 tengslum við hana þarf að gera viðtæka Siguröur óli Brynjólf sson: ,,Fjóra menn kjörna i komandi kosningum”. áætlun um iþróttamál á Akureyri þannig, að allir eigi athvarf i fjölbreyttu iþrótta- og tómstundastarfi sumar sem vetur. Halda verður áfram upp- byggingu skiðamiðstöðvarinnar i Hliðarfjalli og fegrun útivista- svæða almennt og þá alveg sér- staklega i Hjallaskólgi, þar sem mikið hefur verið gert á undan- förnum árum. Við leggjum áherslu á, að hraðað verði viðbyggingu við fjórðungssjúkrahúsið. Við mun- um beita okkur fyrir byggingu dagvistunarstofnana, og sér- staklega starfsleikvalla, eftir þvi sem aðstæður leyfa. í skipulagsmálum þarf að taka mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtimabili vegna þess, að bærinn hefur vaxið miklu hraðar en gert var ráð fyrir. Við gerðþess skipulags munum við leggja áherslu á, að ekki verði raskað sérkennum Akureyrar eða náttúrufegurð. Viðleggjum áherslu á, að eins og undanfarið verði ávallt til nægar ibúðahúsalóðir. Skipuleggja þarf nýtt svæði fyrir iðnaðinn, og einnig þarf að skipuleggja svæði fyrir nýjan iðnskóla með tilliti til þeirra þarfa, sem skapast hafa vegna verkkennslu i skólunum. Við viljum efla miðbæinn sem þjónustu- og verslunarmiðstöð. Til að svo megi verða þarf að hraða gerð nýs deiliskipulags, sem þegar er farið að vinna að. Verið er að gera mikið átak i gatnagerðarmálum á Akureyri, og þvi verður haldið áfram. Undanfarið hefur verið unnið að undirbyggingu gatna en við væntum þess, að á næsta kjör- timabili getum við einbeitt okk- ur að þvi að vinna við yfirborð- ið, og þá kemurtil aukin áhersla á fragang og snyrtingu yfir- borðsins. Að sjálfsögðu teljum við fram- gang hitaveitunnar mjög mikil- vægan og munum eins og hing- að til leggja áherslu á, að unnið verði að þeim málum með eins miklum hraða og skynsamlegt verður talið. 1 fjölmörgum málum leggjum við áherslu á að hafa góða sam- vinnu við nágrannasveitirnar, og teljum að hagsmunir Akureyringa tengist hagsmun- um fólks á Norðurlandi öllu. Þess vegna styðjum við Fjórð- ungssamband Norðlendinga. Við teljum, að raforkumál landsins séu komin á það stig, að ástæða sé til að endurskoða þau i heild. Bæjarstjórn Akureyrar og önnur sveitar- félög i landinu hljóta að taka þátt i þvi starfi með það i huga að koma á sem hagkvæmustu raforkuverði fyrir landsmenn alla. Einn þáttur i þeirri þróun er að gera landið allt að einu orkuveitusvæði. Nú um alllangt skeið hefur náðst samstaða um það i bæjar- stjórn, að fylgja þvi, sem við köllum framkvæmdastefnu. Sú stefna hefur leitt af sér aukna tiltrú á Akureyri sem fram- tlðarbæ, þar sem samvinna og einstaklingsfrelsi fer mjög vel saman”. Sigurður fæddist á Steinholti við Eyjafjörð 1929. Hann hefur átt sæti i bæjarstjórn frá 1962. —ESJ. Soffla Guðmundsdóttir: „Dagvistunarmálin í brenni- dcpli”. Atvinnurekstur á félagslegum grunni „Við erum núna i miðjum klíðum að birta stefnuyfirlýs- ingu okkar. Þar eru teknir fyrir a&i margir máiaflokkar. Þar eru atvinnumál fyrst á dagskrá, alhliða uppbygging atvinnulifs- ins. Og við teljum að það skapi mest atvinnuöryggi að atvinnu- reksturinn sé á félagslegum grundvelli”, sagði Soffia Guðmundsdóttir kennari á Akureyri efsti maður á lista Alþýöuba ndalagsins. Soffia sagði að það þyrfti að renna sem flestum stoðum undir fjölbreytilegt atvinnulif þannig að það verði sem mest atvinnuöryggi sem sé undir- staða allra framfara i einu byggðarlagi. „Hitaveitan ber nú hæst af verklegum framkvæmdum og framkvæmdum við hana verður hraðað eins og nokkur kostur er.” sagði Soffia . Af öðrum mál- um nefndi hún byggingu svæðis- iþróttahúss. Þá þyrfti jafnframt að byggja upp félagslega þjónustu á mörgum sviðum svo sem þjónustu fyrir aldraða I heimahúsum. Sömuleiöis þyrfti að vinda bráðan bug að dagvist- unarmálum sem hefðu verið i brennidepli og væru framkvæmdir þegar hafnar. „Við teljum að annað sætið sé baráttusæti”, sagöi Soffia,” það er fyllilega raunsættað gera ráð fyrir þvi að það sé i sjónmáh”. Soffia hefur setið tvö kjörtimabil i bæjarstjórn Akureyrar. Hún er fædd i Reykjavik árið 1927 og flyst til Akureyrar árið 1954,— KS A-LISTI B-LISTI D-LISTI F-LISTI G-LISTI 1. Freyr Ófeigsson héraös- 1. Sigurður Óli Brynjólfsson, 1. Gisli Jónsson, mennta- 1. Ingólfur Árnason rafveitu- 1. Soffia Guðmundsdóttir dómari kennari skólakennari. stjóri kennari 2. Þorvaldur Jónsson fulltrúi 2. Tryggvi Gislason, skóla- 2. Sigurður J. Sigurðsson, 2. tJlfhildur Rögnvaldsdóttir 2. Helgi Guðmundsson tré- 3. Sævar Frimannsson meistari framkvæmdastjóri. húsmóðir smiður starfsmaður Einingar 3.Sigurður Jóhannesson, 3. Sigurður Ilannesson, 3. Þorsteinn Jónatansson rit- 3. Kristin A ólafsdóttir leik- 4. Pétur Torfason verk- framkvæmdastjóri. byggingameistari. stjóri ari fræðingur 4. Jóhannes Sigvaldason, for- 4. Gunnar Ragnars, fram- 4. Dröfn Friðfinnsdóttir hús- 4. Hilmar Helgason vinnu- 5. Hulda Eggertsdóttir hús- stöðumaður kvæmdastóri. móðir vélastjóri móðir 5. Ingimar Eydal, kennari 5. Tryggvi Pálsson, fram- 5. Ari Rögnvaldsson vélstjóri 5. Guðjón Jónsson kennari 6. Snælaugur Stefánsson vél- 6. Pétur Pálmason, verk- kvæmdastjóri. 6. Björn Hermannsson verk- 6. Saga Jónsdóttir leikari virki fræðingur 6. Ingi Þór Jóhannsson, stjóri 7. Höskuldur Stefánsson iðn- 7. Ingvar Ingvason kennari 7. Valur Arnþórsson, kaup- framkvæmdastjóri. 7. Elin Stefánsdóttir ljósmóð- verkamaður 8. Jórunn Sæmundsdóttir félagsstjóri 7.Margrét Kristins dóttir, ir 8. Ragnar Pálsson vinnu- húsmóðir 8. Haraldur M. Sigurösson, skólastjóri. 8. Gunnar J. Gunnarsson vélastjóri 9. Stefán Einar Matthiasson kennari 8. Björn Jósef Arnviðarson, verkamaður 9. Ragnheiður Garðarsdóttir nemi 9. Þóroddur Jóhannsson, lögfræðingur. 9. Aslaug Hauksdóttir ljós- verslunarmaður 10. Svanlaugur ólafsson verk- skrifstofumaður 9. Rafn Magnússon, húsa- móðir 10. Steinar Þorsteinsson tann- stjóri 10. Þóra Hjaltadóttir, hús- smiðameistari 10. Jón Hjartarson sjómaöur læknir 11. ivar Baldursson skipstjóri móðir. 10. Þórunn Sigurbjörnsdóttir, 11. Kristin Hólm geirsdóttir 11. Bragi Skarphéöinsson 11. Árni Bjarnason, stýrimað- húsmóðir húsmóöir járnsmiður ur. 11. Freyja Jónsdóttir, hús- móðir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.