Vísir - 22.05.1978, Síða 5
5
“VTSIR
Mánudagur 22. mai 1978
Hagkvœmnin í fyrirrúmi
Flestir ef ekki allir Reykvlk-
ingar vita aö fjölmargar heildsöl-
ur eru starfræktar viö Sundaborg.
Margir hafa eflaust dáöst aö þvi
hversu snyrtilegt er i kringum
húsalengjuna sem er hvorki
meira né minna en 40.000 m3. Hitt
vita sjálfsagt færri aö þar eru
starfrækt 32 fyrirtæki sem hafa
meösér samvinnu sem cr algjört
einsdæmi á islandi.
Upphaf þessarar samvinnu var
það að fyrir tilstilli Félags
islenskra stórkaupmanna var
hlutafélagið Heild stofnað 1971 í
þeim tilgangi að byggja skrif-
stofu og vörugeymsluhús. Bygg-
ingu hússins er nú að mestu lokiö
og er brunabótamat þess i dag
1.040 milljónir.
Eftir húsinu miðju, á efri hæð,
er gangur, þar sem inngangengt
er á milli allra fyrirtækjanna i
húsinu.
Arið 1976 var stofnað hluta-
félagið Frum sem er þjónustu-
miðstöö fyrir allt húsið.
Arni Gunnarsson er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins og ný-
lega kynnti hann fréttamönnum
starfsemina I tilefni afmælis
Félags islenskra stórkaup-
manna.
Við Frum h.f. starfa nú 9 manns
og sjá þeir um margvlslega þjón-
ustu viö fyrirtækin i húsinu.
Þrir vörubilar fyrir allt
húsið
Fyrirtækið hefur fyrir þremur
vörubifreiðum að ráða sem sækja
allar vörurfyrir fyrirtækin i hús-
inu og flytja þær I vörugeymslur i
Sundaborg. Húsnæðið er þannig
hannað að á jarðhæð eru allir
vörulagerar og má aka inn I þá á
sendiferðabifreiðum, en á efri
hæð eru siðan allar skrifstofur.
Oilum vörum er dreift til viö-
skiptavina viðsvegar um borgina
og á landflutningamiðstöðvar.
Hjá Frum h.f. eru tvö telextæki
sem þjóna þeim fyrirtækjum i
húsinu, sem ekki þurfa ein á tæki
að halda. Þetta hefur stórlækkað
telexkostnað þeirra.
Eldhús er starfandi I húsinu og
sérþað starfsfólki fyrirmat og er
hádegismat dreift á hinar ein-
stöku skrifstofur.
Þá sér Frum h.f. um að sækja
allan póst á pósthús og dreifa
honum og er Utsendur póstur fri-
merktur og honum komið áleiðis
á pósthús.
Allt rusl er fjarlægt reglulega
eftir fyrirfram settri áætlun.
Fyrirtækið annast umsjón og
gerð toll- og bankaskjala fyrir 11
fyrirtæki auk þess sem verðút-
reikníngur er gerður. 1 þessu
vinna að staðaldri þrir menn.
InnanhUskallakerfi er i húsinu
og fyrirhuguð er uppsetning full-
komins brunaaðvörunarkerfis
sem tengist slökkvistöðinni með
simalinu.
Sameiginleg innbrotsþjófa-
trygging er fyrir allt húsið og
jafnframt er starfrækt nætur-
varsla. Rafreiknir er i notkun
fyrir fyrirtækin við Sundaborg.
Hann annast allt nauösynlegt
fjárhagsbókhald, viðskipta-
mannabókhald með útskrift
reikninga, og vixla- og birgðabók-
hald með innbyggðu pantanaéftir
liti. 1 húsinu eru fjórir sjónvarps-
skermar þar sem hægt er að fá á
mynd stöðu bókhalds og fleira.
Rekstur Frum h.f. á að geta
veriö fyrirmynd annarra fyrir-
tækja um það hvernig spara má
verulegar upphæðir meö sam-
heldni. —BA—
Hér má sjá hluta af þeimhópi sem kynnti sér starfsemi Frum og sam-
starf fyrirtækjanna viö Sundaborg.
Arni Gunnarsson útskýrir þá möguleika sem tölvan I Sundaborgbýöur
upp á.
varanleg
álklæðning, á þök, loft og veggi- úti og inni.
Seltuvaröar álplötur með innbrenndum litum, auðveldar i uppsetningu, þarf aldrei að mála, gott að
þrífa, og gefa fallegt útlit.Tilvaliö á ný hús, gömul hús, stór hús, lítil hús, lek hús og öll hús
sem þorf er á góöri varanlegri klæöningu. Aukin einangrun, sparar hitakostnað.
Vandið valið og setjiö tttwdmcbM á húsið.
Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við íslenskar
aðstæöur. Hafið samband við okkur og fáið upplýsingar, verðtilboð og góð ráð.
INNKAUP HF
ÆGISGÖTIJ 7 ítEYKIAVlK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025
SOLUSTIÓRL HEIMASfMI 71400.
ítalskir leðurskór
nýkomnir
Einnig nýkomið:
Teg. 11468
Litur: Ljósgrár (nánast hvitur)
Verö: kr. 8880.-
Stærðir: 36-41
Teg. 11470
Litur: Bleikur (Rósa)
Verð: kr. 8880.-
Stærðir: 36-41
Teg. 11467
Litur: Ljósgrár (nánast hvítur)
Verð: kr. 8880.-
Stærðir: 36-41
DOMUS MEDICA
Egilsgötu 3,
pósthólf 5050
Slmi 18519
Mikið úrval af MANZ karlmannaskóm
Mikið úrval af margs konar töfflum
Mikið úrval af Berkemann tréskóm
o.fl. o.fl.