Vísir - 22.05.1978, Qupperneq 7

Vísir - 22.05.1978, Qupperneq 7
 '. ■ PAPPIRSBLEIUR MEÐ ÁFÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir nœst hörundinu, en rakinn dreifist í pappírslög sem taka mikia vætu. Ytrabyrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxur eru því ávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Limbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. hm'rrtsl italska lögreglan bjargaði 25 ára stúlku úr höndum fimm Mafiu- bófa með áhlaupi á felu- stað mannræningjanna. Þeir voru handteknir. Ahlaupið stóð ekki nema i tiu miniítur og náði lögreglan Eriku Ratti heilli á hiifi frá ræningjun- um. Þeir höföu numið hana á brott, þegar hún var i verslunar- ferö 4. april, og hafa haft hana á valdi sinu siðan, meöan þeir reyndu að þvinga föður hennar, auðugan fataframleiðanda I Milanó, til aö greiða lausnar- gjald. Ræningjarnir reyndu ekki aö sýna lögreglunni mótþróa. Bar fangi þeirra þeim vel söguna og sagði, að þeir heföu hugsað vel um hana i fangavistinni. Þetta er fimmta mannránið á þessu ári, þar sem lögreglunni tekst að bjarga fórnarlambinu úr klóm ræningja. Nitján mannrán hafa verið framih á Italiu það, sem af er árinu. Kirkjuþak- ið hrundi í messu Kirkjuþak hrundi meðan á messugjörð stóð á sunnudags- morgun i Dallas i Texas. Um 100 manns voru i kirkjunni þegar slysiö vildi til. Niu ára gömul telpa beið bana og fimmtiu og átta kirkjugestir aðrir slösuðust. Fimm þeirra eru hættulega slasaöir. — Þrir lögreglumenn sem unnu að þvi að bjarga fólkinu undan brakinu urðu einnig fyrir meiðslum. búa og einn Belgiumann, þegar þeir gátu ekki framvisað per- sónuskilrikjum. Varnarmála- ráöuneytið i Paris vill ekki við neitt slikt kannast. Belgisku f allhlifaher- mennirnir leita nú i hverju húsi að eftirlifandi eða föllnum. Bjuggust þeir við að ljúka björgunarleiöangri sinum i dag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort uppreisnarliðið hafi verið upp- rætt eða hrakið á óstöðvandi flótta. Fólk sem bjargað var burt segist hafa séö marga þeirra bregða sér I föt óbreyttra borgara og kasta vopnum og einkennisbúningum um leið og franska fallhlifaliðið kom á vettvang. Kunna þeir að leynast einhverjir enn i bænum. Ibúðahverfi hvitra I Kolwezi er nú eins og draugabær. Vatns- veitur og rafveitur hafa verið rofnar og farsóttarhætta yfir- vofandi. Margir blökkumenn hafa einnig yfirgefið bæinn en þeir óttast aö uppreisnarmenn snúi aftur um leið og fallhlifa- hermennirnir hverfa á braut. Uppreisnarmennirnir hafa veitt vatni i koparnámur Kol- wezi en þær eru hornsteinninn I efnahagslifi Zaire. Þörf er hvitra tæknimanna til þess að koma námunum I gagnið aftur, enósennilegt þykir, að þeir fáist til starfa, nema erlent herlið verði þeim til varnar I bænum. Enginn þeirra ber lengur traust til stjórnarhers Zaire. Kúbuþjálfaöir hermenn I Angóia, en undir verndarvæng þeirra halda uppreisnarmenn Zaire upp árásum á Shaba- námuhéraðiö I Zaire. „Hefðum öll verið drepin, ef herinn hefði ekki komið..." Frá Kinshasa berast þær fréttir að franskir fallhlifaher- menn kembi skógarkjarrið um- hverfis Kolwezinámabæinn i Zaire i leit að ieifum árásarliðs uppreisnarmanna sem i viku- tima höfðu námabæinn á valdi sinu til morða, nauðgana og gripdeilda. Það er haldið að uppreisnar- menn hafi á flótta stnum tekið með sér tólf hvita menn úr bæn- um. Ekkert hefur frétst af ör- lögum þessara gisla. — Ein- hverjir uppreisnarmenn verjast á undanhaldinu, norðan og vest- an viö bæinn. Frönsku fallhlífahermenn- irnir (úr útlendingaherdeild- inni) komu til Kolwezi á föstu- dag en strax f kjölfar þeirra komu belglskir fallhlifaher- menn. I örvæntingu var gripiö til þess að senda þetta lið til aö reyna að bjarga hvitum Ibúum sem störfuðu i Kolwezi. Meira en 2.000 hvitum mönn- um hefur verið bjargað frá Kol- wezi ýmist til Kinshasa eða Brussel. Kunna margir þeirra aðsegjafrá villimannlegum að- förum uppreisnarmanna, hóp- morðum, nauðgunum og ein- stökum aftökum. Eftir þvi sem frétst hefur, hafa þeir myrt um 150 hvita og hundruö blökku- manna. Af franska fallhlifaliðinu hefur frétst, að það hafi fellt um 200 uppreisnarmenn, þegar það hrakti þá úr bænum. — „Frakkarnirtöfðu sigekki á þvi að spyrja spurninga,” sagði einn sjónarvottur. — Liðsfor- ingjar i beigiska fallhlff aliðinu bera frönsku ..legionerunum' á brýn að hafa skotið sex hvita menn til bana, fimm Ródesiu- Til Brússel komu I morgun þrjár flugvélar hlaðnar flótta- fólki frá Kolwezi, og eru þeir nú orðnir 1170, sem þangað hafa verið fiuttir beint frá náma- héraðinu. Margt af þessu fólki beið áfram á flugvellinum I von um, að með næstu vélum kæmu ást- vinir þeirra eða kunningjar, sem það hafði misst sjónar af 1 martröðinni siðustu viku. Fleiri flugvéla er von I dag, og búist við þvl, að alls verði um 1700 manns bjargað frá Kolwezi til Brússel. Fjöldi fólks beið komu þess- ara flóttamanna og fékk hjá þeim sorgarfréttir af ættingjum sinum, sem myrtir höfðu verið af uppreisnarmönnum. Frá- sagnirnar lýstu hinum villi- mannlegustu aðförum. Einn maður horfði á uppreisnarmenn rista upp kvið barnshafandi konu, sem komin var átta mán- uði á leið. Annar sá fimm manna griska fjölskyldu tekna af lifi á heimili hennar. Það hefur sætt nokkurri gagn- rýni, hve rækilega var auglýst, að fyrir dyrum stæði að senda franskt fallhlifaherlið til Zaire. Flestir flóttamanna luku þó lofsorði á framkvæmd björgunaraðferðanna. Enginn þeirra var sömu skoðunar og vinstrisinnar i Belgiu, sem gagnrýndu belgisku stjórnina fyrir að senda herliðið i stað þess að bjarga lifum glslanna með þvi að semja við upp- reisnarmennina. — „Við hefö- um öll verið drepin, ef þeir hefðu ekki komið og bjargað okkur,”.sagði ein konan. Bjargað úr höndum mann- rœmngio Vikumartröð í Kolwezi á encffa FLUG BYRJAD FRÁ HARITA-FLUGVELLI Fyrsta farþegaflugvélin frá hinum nýja Naritaflugvelli Tókió lagði upp I morgun en áður þurfti lögreglan að ná niður loftbeig, sem ofstækismenn höfðu sent á -loft yfir flugbrautina. Nokkur hundruð þessara and- stæðinga flugvallarins (sem eru taldir vera um 20 þúsund) voru áhorfendur að þvi aö fyrsta far- þegaþotan hóf sig á loft af flug- vellinum. Um 7.000 lögreglumenn héldu vörð um flugvöllinn um helgina en hann var formlega vigður á laugardag. A áætlun I dag voru um 100 flugtök og lendingar á vellinum. 23 flugvélar komu til Narita I gær. Flugvöllurinn er eins og viggirt virki að sjá. Hann er umkringdur hárri girðingu og gaddavirs- hindrunum. Lögreglan geröi áhlaup á fjóra kofa sem and- stæöingar flugvallarins hafa komið sér upp fast við völlinn. Lagði lögreglan hald á 100 Ikveikjusprengjur og stálpipu- barefli. Andófsmenn unnu skemmdar- verk á háspennulínum skammt frá flugvellinum og urðu um 19.000 heimili rafmagnslaus á tima en rafmagnsleysið náði ekki til flugvallarins og kom þar ekki að sök. RUSSAR MJA S.Þ., TEKNIR FYRIR NJOSN- IR í BANDARÍKJUNUM Tveir sovéskir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna i New York sem handteknir voru fyrir njósnir á laugardag, munu koma fyrir rétt 30. mai. — Þriðji Rússinn sem bendlaður er við njósnamál þetta slapp við handtöku vegna þess að hann haföi diplómata- vegabréf, en honum hefur verið vísað úr iandi. Alrikislögregla Bandarikjanna (FBÍ) hefur greint frá þvi aö Rússarnir þrir hafi nokkrum sinnum fariö i ágóst siðasta haust til Woodbridge og annarra staða I New Yersey til að sækja upp- lýsingar um varnartækni Banda- rikjanna gegn kafbátahernaði. Þeir höfðu greitt 16.000 dollara I mútur til þess að komast yfir þessar upplýsingar. I tiu mánuöi hafði FBÍ sérstakt eftirlit með njósnum þessara þrimenninga og naut til þess aðstoðar bandarisks- borgara sem Rússarnir höfðu reynt að bera fé á til þess aö fá hjá honum hernaöarlegar upp- lýsingar. Einn Rússanna starfaði hjá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóöanna, annar á vegum öryggisráösins en sá þriðji var fulltrúi i sendinefnd Sovétrikj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.