Vísir - 22.05.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 22.05.1978, Blaðsíða 8
8 Umsjón: Edda Andrésdóttir PAUL ANKA OPNAR DISKÓTEK Söngvarinn Paul Anka opnaði um síðustu helgi þriggja milljóna dollara diskótek og veitingastað i Las Vegas. Þykir til þess koma að í anddyri skemmtistaðarins er sjálfvirk vopnaleitar- vél. Bob Marsico, einn af þeim sem á í staðnum með Paul Anka, sagði að vélinni hefði verið komið fyrir, þar sem „þetta er enn villta vestrið, og óvanalega mikill fjöldi fólks i Las Vegas ber byssur á sér, hvort sem það hefur leyfi fyrir þeim eða ekki. Við ætlum ekki að standa fyrir neinum handtökum, en ef vélin gefur til kynna að viðkomandi sé með vopn á sér, verður hann beðinn að sýna leyfi. Hafi hann það ekki, fær hann ekki inngöngu. „J u b i I a t i on " va r staðurinn skírður, eftir frægu lagi Paul Anka, og er sagður einhver sá stærsti sinnar tegundar i öllum heiminum. Iþróttaáhangendur hafa aldrei verið villtari en i dag, segja þeir i Ameriku. Og hegðunar- sérfræðingar þar um slöðir kenna sjónvarp- inu að mestu um. Þeir segja að margir þeirra sem sækja íþróttaleiki, hafi óstjórnlega löngun til að komast á skerminn, og séu því fúsir til að gera næstum hvað sem er á vellinum, bara til þess að sjást á skerminum. Miklu meira virðist um það nú en áður, að áhorfendur taki að kasta tómum f löskum og bjórdósum á vellinum, lendi í áflogum, eða þjóti i hópum inn áleikvanginn sjálfan. Sérf ræðingarnir segja að ef engar sjónvarps- vélar væru til staðar þegar leikir standa yfir, þá efist þeir um að „villimennskan" væri jafn mikil . Hins vegar eru ekki allir tilbúnir til að viðurkenna það að sjónvarpinu sé um að kenna, og telja sumir aðrar ástæður fyrir þvi. 19 ARA STÚLKA - MARGFALDUR JÚDÓMEISTARI Mönnum þykir óviðjaf nanlegt að sjá stúlkuna á meðfylgjandl mynd lyfta tvisvar sinnurn þyngri karl- mönnum en hún er sjálf, og kasta þeim án minnstu sjáanlegrar fyrirhafnar. Hún er 19 ára gömul, aðeins 153 sentimetrar á hæð og 48 kiló að þyngd og er júdó- meistari í Svíþjóð. Árið 1974 þegar hún Var aðeins fimmtán ára, vann hún sænsku meistarakeppnina, þó hún hefði þá ekki náð til- skildum lágmarksaldri. Siðan þá hefur hún m.a. unnið bronsverðlaun i ensku meistara- keppninni, og hún vann v-þýska tltllinn. fólk ALDREI VILLTARI 4 ■ _ . _ ._ . m Mánudagur 22. maf 1978 VTSIK y, / hi Aumingja hann, hann hefðiáttað vita ab hann kemst ekki inn til sin meö nýju Elton John gleraugun á sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.