Vísir - 19.06.1978, Side 4

Vísir - 19.06.1978, Side 4
4 Mánudagur 19. júnl 1978 VISÍR Fyrir börnin aö leika sér og sofa i, og þar geta þau átt litiö heimili útaf fyrir sig. Kanadisk úrvalsvara úr stáli,mjög ódýr. Auöveld uppsetning. Flatarmál 4,60 ferm. Hjálpaö viö uppsetningu ef óskaö er. örfá hús til ráöstöfunar. Léttar afborganir eöa staögreiösluafsláttur. Geymið auglýsinguna Upplýsingar i símum 86497 og 36109 . HNETUSTENGUR Mjip,UAti’" tsss ********-™*.™n»a wr-í'w fWfCTs imSk mí mm OGBRAQÐGOTT! Góð ketlsa gv fjæfa kveps xrhrrs f ‘i** .g 1 .„■■■ í 0 " " - m»Hp: KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Fjöldi þingmanna er verður Alþýðubandalag 11 13 Alþýðuflokkur 5 7 Framsóknarflokkur 17 16 Samtök frjálsl. og vinstrl manna 2 1 Sjálfstæðisflokkur 25 22 Aðrir flokkar og utanflokka 0 1 Samtals 60 60 Baldur Brjánsson-1 „Töframaöur” Kötlufelli 11 Reykjavik. ÉG SPÁI: Svona einfait er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast ALLIR MEÐ! + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Eggert Haukdal 1. sæti D-lista Magnús H. Magnússon 1. sæti A-lista Andrés Sigmundsson 1. sæti F-lista Marklaust jafnteffí Leikur i kosningameistaramótinu 1978 að Hvoli Einn leikur I kosningameistara- mótinu 1978 fór fram aö Hvoli á Rangárvöllum slöastliöinn fimmtudag. Sex liö tefldu fram sinum mönnum og var fyrir- fram búist viö haröri og spenn- andi keppni. Þaö fór þó á aöra ieiö, leikurinn varö aldrei spennandi og marklaust jafn- tefli (0:0) þvi sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Fjölmargir áhorfendur fylgdust meö leikn- um sem fram fór innan veggja samkomuhússins, I logni og bliöskaparveöri, — en nokkrum reykmekki er llöa tók á leikinn. Þau sex liö, sem tóku þátt i leiknum voru þessi: Sjálfstæðis- flokkur (D-listi), Alþýðuflokkur (A-listi), Samtök frjálslyndra og vinstri manna (F-listi), Framsóknarflokkurinn (B-listi) Listi óháðra kjósenda (L-listi) og Alþýðubandalagið (G-listi). Dómarar voru sannkallaðir „heimadómarar” enda báðir frá Holvsvelli. Þeir áttu rólegan dag og verða ekki sakaðir um það sem miður fór. Fyrri hálfleikur: Sé minnisbókinni flett sést að fyrri hálfleikur bauð upp á skemmtileg augnablik og ein- staka leikmenn áttu góða spretti. Eggert Haukdal (D-lista) fór hratt yfir sögu i upphafi leiks- ins og ræddi einkum um sam- göngumál. Einnig ræddi hann um „raunhæfa byggöarstefnu” og skildu eflaust sneiðina þeir sem henni var ætlað. Eggert lék á hægrikanti og svo gerði einnig Guðmundur Karlsson (D-lista) sem tók við knettinum af Egg- ert. Ágúst Einarsson (A-lista) tók upp hanskann fyrir Lúðvlk Jósefsson og taldi hlut hans i sögu landhelgismálsinsmeiri en margir héldu, en landbúnaðar- stefnu Alþýðubandalagsins skil- greindi hann með orðunum „borða meira þá leysist allt”. Helgi Hermannsson (A-lista) boöaði frelsi, jafnrétti og bræðralag, og rámaöi suma I að hafa heyrt þessi orð einhvers staðar áöur. Andrés Sigmundsson (F-lista) lék innarlega á vinstri kanti. Hann sakaði efstu menn D-list- ans, Eggert og Hauk, um ódrengskap með þvi aö koma sér I örugg sæti, en skilja öld- unginn Steinþór Gestsson i þriðja sætinu. „Boluðu gömlum manninum niður til að berjast fvrir Dólitisku lifi sinu”, sagði hann. Lilja Hannibalsdóttir (F-lista) taldi að meö því að kjósa Samtökin væri stuðlað að Gunnar Guómundsson 1. sæti L-lista auknu jafnrétti og minnti á fjölda kvenna á listanum. Gunnar Guðmundsson (L-lista) lék upp meðjan völlinn og geröi aö umtalsefni skulda- söfnunina erlendis og og efna- hagsmálin innanlands. Hann talaði siöan mikið og lengi um landbúnaðarmálin og taldi Al- þýðuflokkinn bændum fjand- samlegan. Að lokum sagði hann skemmtisögur af Framsóknar- flokknum og þótti það kærkomin tilbreyting. Sváfnir Sveinbjörnsson (B-lista) vændi Gunnar um lyg- ar og segir minnisbókin ekki meira um hann. Hilmar Rós- mundsson (B-lista) kvað vanta fólk úr atvinnulifinu á þing. Hann benti á að Sjálfstæöis- flokkurinn hefði svo oft verið i stjórn siöustu aratugi, að báknið væri skilgetið afkvæmi þeirra og þvi sætti það furðu að heyra þá kalla á burt meö þaö. Sigurður Björgvinsson (G-lista) lék út viö hliðarlinu vinstra megin og segir fátt af honum. Baldur Óskarsson (G-lista) var atkvæöameiri og sagði, aö þótt landbúnaðar- stefnu Alþýöubandalagsins væri hægt aö skilgreina meö einni setningu væri hún ekki eins klaufaleg og Agúst vildi vera láta. „Við segjum einfaldlega: Etum meira kjet”, sagði Baldur. Siðari hálfleikur Steinþór Gestsson (D-lista) hóf leikinn og tiundaði ágæti Sjálfstæöisflokksins. Hreinn Er- lendsson (F-lista) kvað Karvel Pálmason hafa leitað inngöngu i Alþýðuflokkinn, en snúið við er honum hafi gert að hlita sömu leikreglum og öörum ..Éta sig frá vandanum” voru orð hans um landbúnaöarstefnu Alþýðu- flokksins. Sigmundur Stefáns- son (F-lista) upplýsti um and- vökunætur sínar vegna fram- boös Samtakanna, þar sem ihaldinu væri gerður greiði meö þvi. Um siðir komst hann að annarriniðurstöðu, þeirri, að án Samtakanna væri fjögurra flokka kerfiö allsráðandi. Skúli Agústsson (L-lista) hafði aðeins tvær minútur til umráða. Hann sagði þvi fátt eitt. Þórarinn Sigurjónsson (B-lista) upplýsti að ráðherrar Sjálfstæöisflokks- ins hefðu viljað draga úr vegafé um 1 milljarð. Garöar Sigurðs- son (G-lista) að stjórnarflokk- unum bæri að veita ráðningu, svo þeirhlypu ekkisaman aftur. Framlenging Fáttmarkvert gerðist i fram- Þórarinn Sigurjónsson 1. sæti B-lista lengingunni, en þar töluðu Sigurgeir Björnsson (D-lista), Magnús H. Magnússon (A-lista), Sigmundur Stefáns- son (F-lista), Gunnar Guð- mundsson (L-lista), Jón Helga- son (B-lista) og Baldur Óskars- son (G-lista). Einu ummæiin sem athygli vöktu voru frá Gunnari er hann lét þau orð falla um hiö nýja andlit Alþýðu- flokksins, að svartur hrafn yröi ekki frekar hvitur, þótt þveginn væri. Liðin Enginn einn leikmaður skar sig sérstaklega úr hvað getu snerti i þessum leik. Óum- deilanlega vakti þó nýliöinn mesta athygli, Gunnar Guö- mundsson (L-lista) enda mikill málsvari heimamanna, sem flestir byggja afkomu sina á landbúnaöi. Aörir leikmenn voru nokkuð frá sinu besta. óþarfa spörk milli mótherja settu leiðindasvip á leikinn. Sjálfstæðismenn kenndu Fram- sóknarmönnum um allt sem miður hefur farið i rlkisstjórn- inni, og Framsóknarmenn sneru bara blaðinu við i sinum málflutningi. Alþýðubandalags- menn virtust enn I sigurvimu eftir sigurinn i Reykjavik, hróp- uðu hæst og gagnrýndu allt sem gert hefur verið á sviöi þjóð- mála siðustu fjögur árin. Al- þýðuflokksmennreyndu aö bera af sér það orð að þeir væru fjandsamlegir landbúnaöinum og veifuðu gömlu slagorðunum trekk I trekk. Samtakamenn reyndu mest að réttlæta fram- boð sitt, sem ýmsir töldu koma ihaldinu einu til góða. Einnig veifuðu þeir jafnrétti kynjanna og voru taldir kvensamir fyrir vikið af andstæðingunum, Óháöir sögðu alla stjórnmála- flokkana bera ábyrgð á óreið- unni i efnah agsmálu num, utan- þingsstjórn væri lausnin. Karp um keisarans skegg setti þvl mark sitt á leikinn og minna var um málefnalegan málflutning, en ætla hefði mátt. Töldu sumir að ástæðan væri sú að enginn leikmannanna ætti sæti i landsliðinu og minnst var á Ingólf frá Hellu með lotningu i þvi sambandi. í stuttu máli Félagsheimilið Hvoll 15. júni. Stjórnmálaf lokkarnir gegn hvor öðrum (0:0) Maöur leiksins: Gunnar Guðmundsson (L-lista) Aminning: Engin Ahorfendur: 358. —Gsal Garðar Sigurðsson 1. sæti G-lista

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.