Vísir - 19.06.1978, Síða 10

Vísir - 19.06.1978, Síða 10
10 Mánudagur 19. júni 1978 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjórí: Davið Guómundsson Ritstjbrar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson . Ritsfjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utiit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simarBóóll og82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Jlitstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Málefnasamningur án borgarmálastefnu Síöustu þrjár vikur hefur athygli manna óneitanlega beinst að nýja borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykja- vík. Sannast sagna hefur valdatakan verið lítið eitt kauðaleg og að sumu leyti brosleg eins og áhyggjur nýja borgarstjórnarforsetansyfir því að hann fái ekki öll þau laxveiðiboðog skálaræðutækifæri sem stöðu hans eigi að fylgja. Kjarni málsins er þó hin pólitíska stefnumörkun. Eftir þriggja vikna samningaviðræður (þar sem mynda- tökur voru jafnvel bannaðar) hefur verið birtur mál- efnasamningur án borgarmálastefnu. Eina samkomu- lagið sem f lokkarnir hafa gert er um skiptingu embætta og stofnun sérstaks sjömanna framkvæmdaráðs yfir borgarverkfræðingi. í stað stjórnar veitustofnana á einnig að setja pólitískt framkvæmdaráð. Þá hafa flokkarnir gert um það samkomulag að í veislum og við hátíðleg tækifæri skuli Sigurjón Péturs- son koma fram fyrir hönd borgarinnar. Að öðru leyti er ekki um að ræða stefnumörkun í málefnasamningnum. Yfirlýsingar um það að meirihlutinn ætli að gera fjár- hagsáætlanir, hafa samvinnu við borgarbúa og vinna að velferð borgarbúa í atvinnu- og félagslegu tilliti teljast ekki til pólitískrar stefnumörkunar. Þær eru lýsing á lögákveðnu verksviði sveitarstjórna. Ástæðan fyrir því að í málefnasamningnum, sem svo er nefndur er ekki að finna borgarmálastef nu, er sú að Framsóknarflokkurinn vill hafa alla þræði lausa þannig að sérhver ákvörðun verði samningsatriði. Þetta er eina leiðin fyrir Framsóknarflokkinn til þess að komast hjá því að verða kaffærður i samstarfinu þegar til lengdar lætur. Þá hef ur það vakið athygli að nýi meirihlutinn lét Lúð- vík Jósepsson formann Alþýðubandalagsins tilkynna á f ramboðsf undi á Neskaupstað að ákveðið væri að hækka verðbætur á laun í áföngum og Verkamannasambandið myndi aflétta útflutningsbanni gagnvart Bæjarútgerð Reykjavíkur, þó að samningarnir tækju ekki gildi að f ullu og öllu eins og kraf ist var fyrir kosningar. Framsóknarf lokkurinn hef ur lagt á það mikla áherslu eftir tilkynningu Lúðvíks Jósepssonar á Neskaupstað, að borginni verði ekki stjórnað þaðan. En eigi að siður er það staðreynd að ákvörðunin um verðbótagreiðslurnar var fyrst opinberuð í Neskaupstað. Þetta hefur þegar valdið togstreitu á milli meirihlutaflokkanna. Athyglisverðast er þó að Alþýðubandalagið skuli ekki hafa treyst sér til að greiða í launaverðbætur nema þriðjung af því sem þeir fyrir kosningar kölluðu kauprán og hétu að greiða að fullu og öllu fengju þeir völdin." Fyrir liggur að Framsóknarf lokkurinn hefði ekki staðið í vegi fyrir slíkri ákvörðun. Reyndar er komið á daginn að borgarf ulltrúar Alþýðu- bandalagsins eru farnir að deila innbyrðis um það hvort greiða eigi fullar verðbætur eða takmarkaðar eins og meirihlutinn hefur samþykkt. Aðalatriðið er þó að þeir sem fyrir kosningar töldu að verðbætur samkvæmt kjarasamningum ættu ekki að ráðast af efnahagslegum aðstæðum hafa nú viðurkennt að f járhagsgetan hlýtur að hafa úrslitaáhrif i þessu efni. Nýi meirihlutinn hef ur sett það í málef nasamning sinn sem hverri sveitarstjórn er rétt og skylt að ákveða ekki útgjöld nema samhliða sé ákveðið hvernig á að mæta þeim. Þessa grundvallarreglu hefur meirihlutinn hins vegar brotið nú þegar með því að slaka á lögákveðnum verðbótatakmörkunum án þess að mæta þeim útg jöldum með tekjuöflun. Fyrir utan laxveiðarnar sem borgarstjórnarforsetinn missti af er hin pólitíska byrjun meirihlutans fremur ógæf uleg. GÖMLU FLOKKARNIR HRÆDDIR VID FRAM- BOÐ SAMTAKANNA Þeim áróðri er nú beitt í ríkum mæli af and- stæðingum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, aðatkvæði greidd Samtökunum falli dauð, þau haf i ekki möguleika á að fá mann kjörinn hér í Reykjavík. Þetta er göm- ul áróðursbrella, sem nú* er vakin upp að nýju. Ástæðan fyrir þessu er sú, að gömlu flokkarnir eru logandi hræddir við framboð Samtakanna. Það liggur alveg Ijóst fyrir eftir byggðakosn- ingarnar, að Samtökin eiga vaxandi fylgi að fagna. Það sýndu úrslit- in, þar sem Samtökin buðu framein eða í félagi við aðra vinstri menn Það liggur einnig Ijóst fyrir að það verður ekki mynduð sterk stjórn eftir kosningar nema Samtökin hafi þar áhrif. Um hvað stendur baráttan? Baráttan stendur þvi um þaö fyrst og fremst hvort Magnús Torfi nær kosningu hér i Reykjavik eöa ekki. Störf Magnúsar Torfa á Alþingi þekk- ir öll þjóöin. Hann er viöur- kenndur af öllum, jafnt sam- herjum sem andstæöingum, sem einn mikilhæfasti þing- ’maöur, sem setiö hefur á Alþingi undanfariö. Hann er annálaöur fyrir drengskap og fyrir aö láta málefnalega af- stööu ráöa gjöröum slnum. Slika fulltrúa þarf þjóðina aö eiga sem flesta á Alþingi tslendinga. Ég spyr þvi þig, kjósandi góður: Vilt þú tryggja Magnúsi Torfa Ölafssyni áframhaldandi setu á Alþingi lslendinga? Ef svo er, þá kýst þú F-listann 25. júni. Um leiö og Magnúsi er tryggt þingsæti hér i Reykjavik er einni skeleggustu forystu-konu i baráttumálum kvenna og verkalýðshreyfingar, Aðalheiöi Bjarnfreðsdóttur einnig tryggö þingseta, auk þeirra uppbótar- sæta sem Samtökin fengju. Athugiö, aö hvert atkvæöi greitt Samtökunum kemur aö notum, ekkert þeirra fer til ónýtis. Magnús Torfi á þing fyrir Reykvikinga á að vera kjörorð hvers þess sem óskar eftir sterkri stjórn aö kosningum loknum. Magnús Torfa á þing. Óskar Lindal Arnfinnsson. UM PÓUTÍSKA INNRÆTIN6U í SKÓLUM Skólinnerein af mikilvægustu stofnunum samféiagsins. Hann á aö vera einn af hornsteinum lýö- ræöisins. A timum örrar tækni- þróunar ekki hvaö sizt I rafeinda- tækni, sem gerir fjöimiöiun svo auövelda.aö undrum sætir, veröur hlutverk skólans æ ábyrgöar- meira. Almenningur hefur vax- andi tilhneigingu til aö láta mata sig & einföldum staöreyndum, I sjónvarpi viröist skipta meira máli hvaö menn sjá en ekki þau rök, sem fram eru færö Þetta kallar á ný vinnubrögö inn-. an skólans. Hann þarf fyrst og fremst aö þjálfa og örva nem- endur til aö leita sér Itarlegri upplýsinga I ýmsum málum, og kenna þeim heiöarlega gagnrýni i afstööu sinni til mála. t þessu reynir á aukna ábýrgö kennar- ans. Hann má aldrei lita á sig sem trúboöa ákveöinna kenninga. Nemendur hafa hvorki þroska né þekkingu eða kjarktil að andmæla. Er þaö z'étt aö kommúnistar misnoti aöstööu sina innan skól- anna til aö innræta sósíaliskar kenningar? Viö vitum að yfirleitt er erfitt aö festa hendur á þeim, sem beita pólitiskum áróöri i skólum, einkum vegna þess aö nemendur hafa hvorki þroska né þekkingu eöa kjart til aö andmæla sllku. Skólinn sinnir ekki þeirri skyldu aö upplýsa for- eldra um námsefni barna sinna. Foreldrar eiga hér og nokkra sök á, þeir hafa veriö og eru mjög andvaralausir. Þaö ætti aö vera grundvallrskylda þess foreldris sem ann lýöræöi og kristnu siö- gasöi aö fylgjast náiö meö náms- efni barna sinna frá upphafi skólagöngunnar. ,, Teiknaðu hann þá á töfluna” Hvaö finnst mönnum um þaö, þegar nemandi á grunnskólastigi á Stórreykjavikursvæöinu, kemur heim til sin og spyr for- eldra si'na. „Af hverju eru vondu mennirnir, sem stjórna landinu aö ræna af okkur kaupinu?” Eöa ungi kennarinn, sem var yfirlýst- ur kommúnisti og kenndi ferm- ingarbörnum úti á landi einn vet- ur. Hann bað þá aö rétta upp hönd, sem tryöu á guö. Siöan valdi hann einn úr hópnum fékk honum krft og sagöi: „Teiknaöu hann þá á töfluna”. Er þetta sú meðferð sem viö viljum aö kristin trú fái I skólum landsins. Kristin- fræöi er ein mikilvægasta náms-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.