Vísir - 27.06.1978, Blaðsíða 8
Þriftjudagur 27. júni 1978 VISIR
félk
Kvikmyndin
um Jackie og Onassis
Kennedy-f jölsky Idan
er mjög reið vegna
kvikmyndarinnar
„Gríski auðjöfurinn"
sem nú er byrjað að
sýna viða um heim.
Þar er að vísu breytt
nöfnum, en engum
dettur í hug að efast
um að sagan er um
ástarævintýri þeirra
Jackie og Onassis.
Jafnvel leikararnir
voru valdir með það
fyrir augum að í þeim
væri hægt að sjá
persónurnar: Anthony
Quinn leikur Onassis
og Jacqueline Bisset
leikur Jackie.
Myndin hefur fengið
fremur slæma dóma,
en engu að siður
þyrpist múgur og
margmenni til að sjá
hana, eingöngu vegna
auglýsingarinnar sem
hún hefur hlotið út á
Kennedy. og Onassis
f jölskyldurnar.
Kristina Onassis,
einkaerfingi Onassis
auðæfanna reyndi með
öllum ráðum að stöðva
gerð kvikmyndar-
innar, en tókst það
ekki. Jackie skipti sér
hinsvegar ekkert af
kvikmynduninni, vissi
af reynslu að slik mál
fá sjaldan farsælan
endi.
Hinsvegar var henni
allri lokið þegar sýn-
ingar hófust og blaða-
menn þyrptust að
henni til að spyrja um
nektarsenur, rifrildi,
blótsyrði og ýmislegt
fleira sem myndin
byggist á.
Hún fylgdi ráðum
góðra vina og flúði til
fsrael, þar sem hún gat
fengið að vera i f riði —
um stund.
Besta mamman segja Bandaríkjamenn
Allt dettur þeim nú í
hug í henni Ameríku.
Það er ekki nóg með að
þeir útnefni árlega
bæði bestklædda og
verstklædda fólk ver-
aldar heldur gerðu þeir
sér lítið fyrir og völdu
10 bestu mömmur i
heimi.
Að sjálfsögðu lenti
forsetafrúin Rosalyn
Carter í fyrsta sæti og
tengdamóðir hennar
hafnaði í öðru sæti.
Auk þeirra voru
nefndar Sophia Loren,
Diana Ross og Betty
Ford svo eitthvað sé
nefnt.
Við vitum ekki við
hvaða mælikvarða var
miðað en óneitanlega
vekur það athygli
manns þegar þessi
nafnalisti er skoðaður
að allt eru þetta konur
sem hafa haft barn-
fóstrur í þjónustu sinni
til að sjá að miklu leyti
um uppeldi barna
sinna.
—SE
1
T j
A 1
R 1
Z i:
A N 3 c
Þessir þrir
glæpi,r
virtustekkert
tengdir hver
öörum, en
samt var
samband á
milli peirra
„Þegar þú ert spuröur, áttu
alltaf aö segja umbúöa-
lausan sannleikann. . aldrei
segja ósatt”
Náunginn þarna liinumegin'
lss. HANN! Hann er
alltaf a6 reyna afi
koma sár vel vift mig
. Ilann hefur ekkert
vift á fótbolta