Vísir - 27.06.1978, Qupperneq 9
9
SigtryKKur Jónsson, verslunar-
maóur, skrifar:
Tilefnifi aö þessum llnum er
þátturinn ,,Setiö fyrir svörum”
siöastliöiö þriöjudagskvöld. Aö
honum loknum fór undirritaöur
aö hugsa um eigin pólitisku þró-
un, sem auövitaö er mjög
merkilegt fyrirbæri frá eigin
bæjardyrum séö.
Fyrstu minningarnar frá
þessum merkilega þróunarferli
eru liklega frá sjö ára aldrinum,
en þá var undirritaöur gallharö-
ur framsóknarmaöur þvi þeir
,,sóttu fram” Er timar liöu varö
þessi rökáemdafærsla helst til
einföld en þá var fint aö vera i
Heimdalli, svo þangaö á lá leiö-
in. Bestu pólitísku minningarn-
ar frá þessum sældarárum eru
frá hinum stórskemmtilegu
kosningaböllum Heimdallar
fyrir átján ára og yngri I
Glaumbæ sáluga, Þaö var
maöur alltént vissum, aö stelp-
urnar voru miklu sætari á böll-
unum hjá Heimdalli en hjá hel-
vitis kommunum. i þá einföldu
daga var auðvelt að halda sig
við Heimdallarlinuna, einfald-
,,Nú er þaö auövitaö Ijóst, aö prófessorar geta eins og aörir menn
veriö góöir liösmenn Alþýöubandalagsins, en einhvernveginn finnst
mér, aö Aiþýöubandaiagsmenn hafi veriö hálfóheppnir meö sinn
prófessor” segir Sigtryggur.
Er félagsfrœði-
prófessor Alþýðu-
bandalagsins
leynivopn Sjálf-
stœðisflokksins ?
lega vegna þess að kommarnir
virtust yfirleitt ófriöari, há-
vaöasamari og einhvernveginn
svo voðalega ódannaðir. að
aldrei gat komið til mál. að
styðja þá, — maður hafði á
jafnvel grunaða um að fara
aldrei i bað. Þó hafði undirrit-
aður ávallt tilhneigingu til að
vera sammála siðasta ræðu-
manni, þannig að ef kommarnir
voru siðast á mælendaskrá gátu
komið upp efasemdir um ágæti
ihaldsins.
Mátti alltaf rifja upp
þegar Krutschev fór úr
skónum.
Seinna á þróunarferlinum
hvarf þetta haldreipi um ðfrið-
leika kommanna, og i ljós kom
við nánari athugun, að þarna
voru margir álitlegir menn og
vel máli farnir, en þá hafði
ágæti einkaframtaksins og ein-
staklingsfrelsisins náði svo
sterkum tökum á huganum,
ásamt með hjálp frá Ungverja-
landi, Tékkóslóvakiu og auðvit-
að hæfilegum skammti af Morg-
unblaðinu, að þessi uppgötvun
sneri ekki huga undarritaðs frá
ihaldinu. Enda mátti alltaf rifja
upp, að Krutschev hafði farið úr
skónum á Allsherjarþinginu
forðum.
Við að hlýða og horfa á
kommana, nú nefndir alþýðu-
bandalagsmenn,hefur undirrit-
aður oft dáðst að málsnilli
manna eins og Lúðviks,
Magnúsar Kjartanssonar, Guð-
mundar J. og fleiri góðra
manna. Þegar þeir segjast vera
að tala fyrir hönd alþýðunnar
getur maður vel fallist á, að
hugur fylgi máli, enda verður
yfirleitt ekki vart hroka eða
stærilætis i málflutningi þeirra.
Ekki sakar heldur að geta þess,
að það er hrein unun að horfa á
Lúðvik og Guðmund J. gera
sjónhverfingar með gleraugun-.
um, sveifla þeim i hringi, taka
virðulega niður, setja hægt upp
aftur, renna niður á nefið og
rýna ásakandi yfir spangirnar á
andstæðinginn. Svona eiga póli-
tikusar að vera.
Vonaöist eftir fleiri gler-
augnalistum
En þetta álit á forystusveit
Alþýðubandalagsins beið alvar-
legan hnekk á þriðjudagskvöld.
Þar sátu fyrir svörum af hálfu
Alþýðubandalagsins gamal-
kunningi okkar, Ragnar Arn-
alds og við hlið hans ungur og
myndarlegur maður, ljóshærð-
ur með gleraugu, svo maður
beið spenntur eftir að sjá hvort
hann kynni einhverjar nýjar
listir að leika með sin gleraugu.
Maðurinn reyndist vera pró-
fessor i félagsfræðum við Há-
skóla Islands, en um hann hafði
undirritaður einhverntima
heyrt þvi fleygt, auðvitað i
gamni, að hann hefði tekið að
sér það félagsfræðilega verkefni
að rannsaka stjórnmálaflokka á
Islandi með virkri þátttöku i
þeim, og hefði nú þegar lokið við
þrjá fimmtu af verkefninu. En
jþetta er auðvitað bara brandari
i likum dúr og hinn, að prófess-
orinn hefði gerst óþolinmóður i
hinum flokkunum vegna þess að
ekki hyllti nógu fljótt undir
þingsæti.
Alþýðuoröin hljómuðu
hjárænulega
Er nú skemmst frá þvi að
segja, að þegar spurningu var
beint til prófessorsins og hann
svaraði, gat maður ekki varist
þeim tilfinningum, að hér væri
stærilátur jafnvel hrokafullur,
maður á ferð, og ef maður vissi
ekki, að slikt hendir ekki pró-
fessora, hefði maður getað
haldið, aö prófessorinn væri
haldinn hinu leiða fyrirbæri
menntahroka, i rikum mæli. 011
hans framganga stakk alveg 1
stúf við núverandi hugmyndir
undirritaðs um ágæti og hæfi-
lega hógværð alþýðubanda-
lagsmanna.
Hann virtist hafa lært visu-
part, sem fjallaöi um, aö Al-
þýðubandalagið væri brjóstvörn
islenskrar alþýöu, og fór af-
skaplega oft með partinn i ein-
örðum vandlætingartón. Þvi
miður er undirritaður búinn að
týna blaðinu þar sem hann
punktaði hjá sér hvað oft pró-
fessorinn fór með visupartinn,
en málsstillinn og hugmynda-
auðgin gætu hæglega orðið Þor-
steini Gylfasyni tilefni til ann-
arrar Morgunblaðsgreinar. En
ekki gat ég fundið hjá prófess-
ornum hinn hreina og að þvi er
virðist ófalsaða tón alþýðu-
mannsins, sem svo auðveldlega
má finna hjá til dæmis Guð-
mundi J. Sannast að segja
hljómuðu þessi alþýðuorð hálf
hjárænulega af vörðum pró-
fessorsins. Nú er það auðvitað
alveg ljóst, að prófessorar geta
eins og aðrir menn verið góðir
liðsmenn Alþýðubandalagsins
en einhvernvegin finnst mér að
Alþýðubandalagsmenn hafa
verið hálfóheppnir meö sinn
prófessor.
Prófessorinn hefði betur
setið heima
Prófessorinn hampaði mikið
skruddu nokkurri, sem hann
virtist hafa skrifað, og kvað
hana hafa að geyma öll stefnu-
mál Alþýöubandalagsins. Ef
spyrlinum frá flokki undir-
ritaðs, sem maður hélt auðvitaö
með eins og Val i fótboltanum,
varð á að spyrja prófessorinn
spurninga, hastaði hann byrstur
á spyrilinn og hundskammaði
fyrir aö kunna ekki skrudduna
utan að, svo að hann þyrfti ekki
aö vera með svona heimsku-
legar spurningar.
Ef til vill er.þessi háttur hafö-
ur á i kennslu i Félagsfræðideild
Háskólans, þaö er að nemendur
eigi að kunna skruddurnar svo
vel, að það jaðri viö ósvifni að
óska útilistana frá prófessor. En
í slíku tilelli getur nú prófessr-
inn alveg setið heima, og það
var einmitt þaö sem hvarflaði
að undirrituðum aðmargnefndur
prófessor hefði betur gert sé
honum annt um hag flokks sins.
Undirritaður er hins vegar
hæstánægður með þetta óvænta
tillegg i kosningabaráttu Sjálf-
stæðisflokksins. Ekki veitir vist
af, miðað við öll þau ósköp sem
blessaður flokkurinn er skamm-
aður fyrir um þessar mundir.
HREINLÆTISTÆKI
ný deild í Vatnsvirkjanum
Frábœr
stórglœsileg
vísindaafrek
Óskadraumur Ijósmyndarans
er samdóma álit gagnrýnenda Ijósmyndablaða
um allan heim, er þeir dœmdu hina nýju
Canon
Þar sem við höfum fengið sýnishorn af Canon
A-1 munum við sýna hana og útskýra kosti
hennar næstu daga.
Einnig verður tekið á móti pöntunum sem
verða til afgreiðslu um 15. júli.
r- Austurstrœti 7
Sími 10966
Smáauglýsingasími
Vísis er 86611