Vísir - 15.07.1978, Qupperneq 3

Vísir - 15.07.1978, Qupperneq 3
VISIR Laugardagur 15. júli 1978 3 Hvað segja íslenskir stgórnmálamenn um Moskvuréttarhöldin? berjast gegn gerræðinu. Svör forystumanna allra íslenskra flokka/ sem eiga sæti á þingi, fara hér á eftir. —H.L. um. Þrátt fyrir Helsinki- sáttmálann er enn verið að fangelsa menn og draga fyrir dómstóla, sem ekki hugsa í takt við stjórnvöld i Sovétríkjun- Nýjasta dæmi þess eru réttarhöldin, þau sem nú standa yfir í Moskvu og Kaluga, yfir andófs- mönnunum Shcharansky og Ginsburg. Þessi réttarhöld hafa vakið mikla athygli um allan hinn vestræna heim og því þótti Vísi tilhlýða að kanna viðhorf ís- lenskra stjórnmála- manna gagnvart slíkum mannréttindabrotum. Einnig að fá fram hvort þeir teldu að við islend- ingar gætum lagt eitthvað á vogarskálarnar til að „Hið kommúníska kerfí þoiir ekki frjálsa hugsun eða gagnrýni" — sogir Benedikt Gröndal „Alþýöuflokkurinn hefur alla tið verið mjög hlynntur mann- réttindum og sett frelsi einstakl- ingsins framar öllu. Þetta hefur komið fram i áratugi og hugur okkar er enn hinn sami. Ég vil lýsa aðdáun á hugrekki andófsmanna i Sovétrikjunum og jafnframt eindreginni andúð á þvi hvernig stjórnvöld þar eystra hafa farið með þá”, sagði Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins. „Það er sýnilegt”, sagði Bene- dikt einnig, ,,að hið kommúniska kerfi þolir ekki frjálsa hugsun eða gagnrýni og á ekkert svar nema valdið. Ég tek þvl undir þær radd- ir út um allan heim sem fordæma þessi réttarhöld”. En geta tslendingar eitthvaö og taka þátt i hverskonar samtök- gert? um sem vinna gegn slikri með- „Ég tel að við íslendingar eig- ferð á andófsmönnum til dæmis um að fylgjast vel með þessum Amnesty International. Þannig málum og læra af þeim. Við eig- veröi nú rödd okkar best heyrð”. um aö láta skoðanir okkar i ljósi —H.L ffVEIT EKKERT UM ÞETTA" — segir Lúflvik Jósefsson „Ég óska ekki eftir því aö segja eitt einasta orð um þetta", sagði Lúðvík Jósefsson formaður Al- þýðubandalagsins. Vísir hafði innt hann eftir áliti á réttarhöldum sovéskra yfirvalda yfir andófsmönnunum Shcharansky og Ginsburg sem nú standa yfir í Moskvu. „Ég hef ekkert fylgst með því og veit ekkert um það", sagði Lúðvík. ÓM/HL „Réttarhöldin vekja menn til umhugsunar um sitt eigið frelsi" .Réttarhöld sem þessi leiöa i ljós hvernig stjórnarfarið I raun og veru er I Sovétrikjunum. Þaö eru mikil vonbrigöi aö þaö sýnist ekki hafa breyst mikiö til batn- aöar eftir að Sovétríkin undirrit- uðu Helsinki-sáttmálann”. Þannig komst Geir Hallgrims- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins að orði. „Mannréttindi og skoöanafrelsi eru fótum troðin og _ segir Geir Hallgrímsson mannhelgi einskis virt”, sagði Geir. „Hérer um fylgju sósíalisks skipulags að ræða. Þar sém sósialskir búskaparhættir rikja kemur frelsisskerðing i kjölfarið. Réttarhöldin þarna austurfrá vekja menn til umhugsunar um sitt eigið frelsi, en einnig hvetur það okkur til þess að leita allra Jeiða til að koma þeim sem nú þjást með einhverjum hætti til styrktar. Oflugt almenningsálit I heimin- um gegn slikum frelsisskerðing- um er vissulega til þess fallið”. —H.L. „JM annréttindabrot af versta tagi" — segir Einar Ágústsson „Eftir fréttum að dæma er hér um aö ræða mannrétlinda- brot af versta tagi. Það sem mönnunum er gefið aö sök er þjóðfélagsgagnrýni. Ef slikar. reglur væru látnar gilda hér á landi væri aö minnsta kosti annarhver lslendingur I þrælk- unarvinnu. Ég harma það að Rússar skuli beita slikum aðferðum”, sagði Einar Agústsson, varaformaður Fr am sók nar f lo kksins. En geta tslendingar eitthvaö gert? „íslendingar eru hvarvetna eindregnir fylgismenn aukinna mannréttinda eins og við höfum þráfaldlega sýnt undanfarin ár og áratugi. Viö munum vafa- laust halda áfram að leggja þeim málum lið. Hvort við get- um breytt gangi mála sem þú spuröir um skal ég ekki segja. En ég er hræddur um aö mót- mæli okkar einna kæmu fyrir litið”, sagði Einar. „Mér viröist helsta málið aö heröa róöurinn á alþjóöa vett- vangi og bind I þvi sambandi miklar vonir við mannréttinda- ráöstefnuna I Madrid 1979”. —H.L

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.