Vísir - 15.07.1978, Qupperneq 13

Vísir - 15.07.1978, Qupperneq 13
vism Laugardagur 15. júli 1978 13 í köflóttum, gjarnan fjórlitum bux- um, bleikum skóm, grænum sokkum, skyrtu i fánalitunum, heiðgulum jakka, og finnst hann ofsa smart. Nú er þetta auövitaö ýkt og afbökuð mynd og þar af leiðandi ósanngjörn. En sundur- gerð, samsull æpandi andstæðna virðistengu að siður vera umtals- verteinkenni Ameriku. Þannig er matsalurinn á Sheraton LaGuardia, þar sem fyrrnefnd menningarumræða fer fram, að reyna að vera allt i senn — gamaldags aristókratiskur dinnerstaður með enskum blæ, nútimalegur straumlinustaður, eftirlikifig á heimilislegri borð- stofu meö bókaskápum og þvium- liku, ameriskur bjálkakofi, og vafalaust sitthvað fleira. Mesta furða hvað maturinn smakkast vel. Einhvern veginn svona verk- ar Amerika á mann i ófullkomn- um skyndikynnum. Þar ægir öllu saman, en samt er mesta furða hve útkoman er góð. Morguninn eftir kveikir maður auðvitað á litativiinu. Þar streymir sjónvarpsefni eftir nán- ast ótal rásum allan sólarhring- inn. Þar er ekkert fri á fimmtu- dögum svo saumklúbbar fái séns og ekkert sumarfri i júli svo þjóð- in komist i sólbað. Mönnum er vist treyst til að kunna sjálfir að nota takkann til að slökkva og kveikja. Með morgunkaffinu horfa amerikanar gjarnan á skringileg blönduprógröm, þar sem teflt er saman fréttum, skemmtiatriðum, auglýsingum og eiginlega hverju sem vera skal. Ég staðnæmist t.d. við þátt rmr sem heitir „Góðan daginn Amerika” á meðan ég bursta tennurnar. Þar er fyrst sagt frá réttarhöldunum yfir Syni Sáms, David Berkowitz, þá kemur stjarnan Elliott Gould og greinir frá þvi hversu honum hafi fundist gaman að fá nú einu sinni að leika i mynd fyrir alla fjölskylduna, og svo er fólki leiðbeint um hvernig megi losna við of háan blóðþrýst- ing. Alveg er það furðulegt hvað svona kokkteill kemur vel út. Vérna dæmi um skrýtilega samsett hugmyndaflug Amerík- ana er omelettan sem ég fæ i Washington siðar i ferðinni. Hún heitir rúsinuomeletta. Hugsa sér Rúsinuomeletta! Mesta furða að hún var ekki verri en hún var. Um Pusa Þar sem ég er að virða fyrir mér manninn sem er svo likur séra Dave Allen við morgun- verðarborðið kemur til okkar vörpulegur ungur maður sem heilsar hress i bragöi. Þetta er James C. Botticelli, pé-err-maður fyrir Pusa Mórris, sem veröur fararstjóri okkar i ferðinni. Hann er ungur maður á uppleið. Og nú er lagt i hann. Ekki skal langlundargeð lesenda þreytt með nákvæmri feröalýsingu, enda ástæðulaust. Þetta er hrað- ferð: Frá LaGuardia til Rich- mond i Virginiufylki að skoöa risasigarettuverksmiðjur Pusa þar; daginn eftir frá Richmond til Washington að ræða við forsvars- mann Tóbaksstofnunarinnar, sem tóbaksiðnaðurinn starfrækir málstað sinum til stuðnings og kynningar’, og daginn eftir til New York á ný að hitta yfirmenn Pusa i aðalstöðvunum þar. Pusi Morris Incorporated er móðurskip sex undirfyrirtækja, sem eru i ýmsum rekstri, en um 70% veltunnar velta á framleiðslu Pusafólk og islensk pressa á rölti I New York: f.v. Jim Botticelii, ungur maður á uppieift, Axel Doileris, ágætu fulltrúi Glistrups, Ómar Vald. og Viggibjörn (Ljósm H.E.) Svona maskinur, sem púa sigarettur á vift tugi manns, hefur Pusi Morris til aft tékka á aft varan sé i lagi. eðas Sá dé í reyk sem reykinn seldi (fslenskt spakmeeli) — Punktar wr hraðferð til Ameríku Textis Árni Þérarinsson og sölu sigarettna um allan heim og starfsmenn eru um 53.000 tals- ins. Það er dælt i okkur endalaus- um tölum, fróöleik og áróðri um þetta ágæta fyrirtæki. 1 verk- smiðjunum i Richmond sem kváðu vera til fyrirmyndar hvað varðar tæknilega fullkomnun og aðbúnað starfsfólks fáum við að sjá ferli tóbaks frá mold aö munni neytandans. Við sjáum rannsókn- arstarfsemi sem beinist t,d. að gæðaeftirliti og tilraunum með sigarettur með lægra tjöruinni- hald. I Washington ræða tóbaks- stofnunarmenn um andróðurinn gegn sigarettureykingum, og það kemur islenskri pressu mest á óvart að i Ameriku eru menn enn að deila um skaðsemi reykinga. A íslandi, og trúlega viðast i Evrópu, er þessum deilum eigin- lega lokið og reykingamaðurinn vart talinn með fúlle femm. Tóbaksiðnaðarmenn i Ameriku berjast afturámóti með kjafti og klóm gegn yfirgangi andreyk- ingasinna með sjálfan heil- brigðisráðherránn Joseph Cali- fano i broddi fylkingar. Og full- trúar Pusa eru stoltir af sér og velgengni sinni, þvi þrátt fyrir allt og allt vex sigarettusalan, bæði i Ameriku og annars staðar, þ.á.m. á íslandi. En aukningin verður minni frá ári til árs. Á meðan unnt er að græða á þvi að fólk hagar sér eins og gufuskip af einhverjum óútskýrðum ástæð- um,(og Pusi Morris er með her- sveit sálfræðinga og annarra fræðinga á sinum snærum til að reyna að komast að þvi, af hverju iósköpunum mennreykja) þá eru tóbaksmenn kátir. Peningar Sigarettur, tóbak, sigarettur.... Við stöndum á blistri af öllum upplýsingunum um þetta fáfengi- lega fyrirbæri sem samt er jafn stór partur af lifi mannkynsins og raun ber vitni. Þær veröa ekki endurprentaðar hér‘,allt er þetta hið þekkilegasta fólk sem fer ósköp pent og þægilega i að reyna að heilaþvo okkur. Og það má Pusafólk eiga, að okkur er hjálp- að til að rétta okkur af milli fræðslufunda með munaðarmikl- um aðbúnaði, sem fyrr er vikið að i þessum punktum. Amerikumenn eru, eins og allir vita, heimsmeistarar i þeirri iþrótt að græða peninga;i þvi efni er þeim fátt heilagt. Það kemur okkur þvi á óvart á hótelinu okkar i Washington, sem heitir Water- gatehótelið og er i þeirri nafn- kunnu risabyggingu, að ekki er búið að ramma inn staðinn þar sem innbrotsþjófar Nixons gerðu garðinn frægan og setja þar upp minjagripasölu. Þar er bara skrifstofa núna. En á skoðunar- ferð okkar milli minnismerkja, — á meðan ömiVald fer að sjá Cart- er forseta á blaðamannafundi, og hyggst spyrja hann hvort hann hafi orðið fyrir áhrifum af Njálu, — veitum við þvi athygli að vart er svo byggt hýsi yfir lik einhvers stórmennisins aft ekki sé þess gætt aö þar sé litill gluggi sem hægt er að selja aðgang að. Þetta heitir að hafa bissnisvit. Háir og lágir á Plaza A hóteli okkar I New York, sem heitir Plaza og á vist að vera svakalega fint, er hins vegar grætt á því að alls kyns stjörnur úr poppi og biói sækja i að búa þar. Þannig eigra þar um ganga innanum lúða úr isl. blaða- mannastétt frægar stjórnur eins og Keith Richard úr Rolling Stones, Chuck Berr; , Peter Frampton og Olivia Newton- John. Og nú getur maður sagt: Gvöð og jeminn, ég hef gengið á sama teppi og hún Olivia Newton- John. Svoerþaðá tröppunum á Plaza sem Dracula stendur um mið- næturbilið. En Dracula heitir öðru nafni George Hamilton, súkkulaðisætt Hollywood- smá- stirni sem á frægð sina einkum þvi að þakka að hann bauð dóttur Johnsons sáluga Bandarikjafor- seta út að borða nokkrum sinn- um. Það er sumsé verið að kvik- mynda þarna þegar við komum heim á hótel. Myndin er enn eitt guðlastið um Dracula, — gaman- mynd sem heitir „Ast viö fyrsta bit” (Love at First Bite). Nógu fróðlegt er að fylgjast með þvi hvernig amerisk biómynd verður til. Og það er ekki seldur aðgang- ur. Mest gaman hef ég þó af þvi að lesa viðtal við ungfrú Olivia New- ton-John i blaði daginn eftir. Við- talið er tekið við stjörnuna i her- bergi hennar á þessu fina hóteli. Þar kvartar hún sáran yfir þvi að hún sé búin að biða I þrjú korter eftir að fá ismola upp á herberg- ið. Ég buríti aðeins að biða einu k.orteri lengur eftirmorjunmatn- um minum. Þetta sýnir glöggt hversu sterktameriskt lýðræði og jafnrétti stendur, þrátt fyrir allt. Hér er sko látið eitt yfir alla ganga. Island Amerika er sifellt að koma mafmi á óvart. A þessum fáu dög- um ber margt fyrir augu sem geymist en gleymist ekki. En þessir sundurlausu ferðapunktar eru þegar orðnir of margir. Þegar við ökum i litlu, sætu limósinun- um okkar um rikmannleg hverfi og áfram um fátækleg og subbu- leg stræti til Kennedyflugvallar er ljóst að þessi margsamsetti ameriski kokkteill er blanda sem er svo áfeng i smáskammti aö hún kallar á framhald. Þótt siðar verði. I flugVélinni finnum við strax tsland. Við höfðum verið aö lesa New York Times og dáðumst að vinnubrögðum ameriskra koll- ega. Svo fáum við islensku blöðin og horfum i spegil. Þar er glóru- laust kosningamoldviðri upp um allar siður. Vika til alþingiskosn- inga. Einkaitlega eru flokksblöðin tryllt. Og elsku hjartans Mogg- ■inn, sem á góðum stundum gælir við þá fmynd að hann sé New York Times tslands, hefur slitiö af sér öll óhlutdrægnistaumhöld og gengur berserksgang i póli- tisku hýsterii. Á kaffiteriu i Washington (þeirri sem bauð upp á rúsinu- omelettuna) var mikill fjöldi manns að snæöingi. Við tökum eftir þvi að við eitt borðið situr gömul spönsk kerling, ásamt fleira fólki, og ryður út úr sér ægi- legri romsu, auðheyrilega óbóta- skömmum. Skömmu siðar stend- ur hitt fólkið upp og fer. Eftir situr kellingin og bölsótast hátt og snjallt. Leiðsögumaður okkar skilur spænsku og segir okkur að hún sé að bölva bandariskum þjóðmálum, veröbólgunni, spill- ingunni, pólitikusunum og svo framvegis. Hún komi þarna á hverjum degi og haldi sömu ræð- una. Og þegar við förum situr kellingin eftir og fér með bölbæn- ir yfir Bandarfkjunum. „Svei mér þá”, segir Ómi Vald, óháður og frjáls, þar sem við er- um að velta fyrir okkur Moggan- um og islensku pólitikinni i flug- vélinni á leiðinni heim, „svei mér þá. Mogginn minnir mann á kellinguna i Washington. Bölsót- ast og skammast, þótt allir séu farnir”. Svo komum við heim frá Ameriku. —AÞ Atrifti kvikmyndaft I „Love at First Bite”: t.v. Stan Dragoti, leikstjóri (fyrir miftju i ljósri skyrtu) ræftir vift aftstoftarmann, og förftunarmeistari bregftur biýanti aft börtum Richard Benjamin, sem fer meft hlutverk gófta mannsins,tii þess afthann takisig veiút. Tilhægri er svo allt komift i„aksjón”. s

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.