Vísir - 15.07.1978, Page 27

Vísir - 15.07.1978, Page 27
27 VISIR Laugardagur 15. júll 1978 litið. Þetta var tilraun hjá plötu- útgáfunni. Hvort það væri hægt að taka upp plötu á svona stuttum tima. Það var ekkert slór á okkur. Við djöfluðumst áfram eins og skrattinn væri á hælunum á okkur. Enda er platan dálitiö hrá. Það er ekki gott að segja nema sú plata hefði selst svolitið betur ef við hefðum unnið hana eins og þá nýju”. Steinar gaf annaö tækifæri „Þessi nýja er tekin upp á 160 timum og þar er ekkert sparað. öll aukahljóðfæri sem við þurft- um að nota, svo sem saxafóna, flautur og þvilikt fengum við og allir voru ákveðnir að gera þetta að góðri plötu. Það var ekkert sett inn á bandið fyrr en við vorum ánægðir.” ,,Af þvi hin platan gekk ekki nógu vel kom hálfpartinn upp sú staða áð við værum búnir að vera. En Steinar vildi gefa okkur annað tækifæri og ráðlagði okkur að hafa megnið af efninu erlend þekkt lög til að ná til fólksins. Við viljum að það komi skýrt fram, að það er ekki eina ástæðan fyrir þvi að við erum með erlend lög. Við teljum það mjög lærdómsrikt að glima við lög eftir aðra. Reyna að ná hverjum tón i frumútgáf- unni ef henni er fylgt en hins veg- ar að útsetja upp á nýtt ef þess er talin þörf. Þetta eru allt lög sem við höfum gaman af sjálfir og völdum þau úr hópi 40 til 50 laga sem komu til greina.” — Hverjir aðstoða ykkur á plöt- unni? „Eini fasti kjarninn voru Asgeir Óskarsson og Jóhann Þórisson,sem áður voru i Fjörefni en koma þarna fram sem sessionmenn. Nú og svo Þórður Árnason, sem sá um gitarleik og stjórnaði upptöku. Auk þeirra spilar á plötunni fjöldi annara Hvað er...? eftir Jón. Textinn við Hvað er...? er eftir Pál og á rætur að rekja til Simon Kierkegaard.sem er forfaðir tilvistarstefnunnar. Þ.e. að sá ,sem lifir i endurminningunni sé sama sem dauður og væri miklu nær að endurtaka hlutina.” A fyrri plötunni vorum við að rifast. Núna erum við að reyna að hafa ofan af fyrir fólki. Við kom- um ekki við neina auma bletti er- um ekki að hnýta i neinn. Við telj- um að þessi plata muni falla bet- ur i kramið hjá fólki, að á henni sé meira fyrir alla. Hins vegar telj- um við að vandamál æskunnar sem við fjölluðum um á A+ komi öllum við. Æskan i dag er tsland á morgun eins og maðurinn sagði. En það að platan seldist ekki gæti gefið visbendingu um að fólk hafi ekki áhuga á vandamalum ung- lingana.” Um vinnubrögð — Við höfum nú hlustað á lögin Dansað á dekki. Við fyrstu heyrn virðist þetta hressileg og vel lukkuð plata og likleg til vinsælda. Hljómgæði og vinnu- brögð talsvert betri en á A + . Hverju þakkið þið þetta? „Áður en viö tókum upp A + æfðum við eins og við værum að spila á balli, sem auðvitað eru vitlaus vinnubrögð. Fyrir þessa plötu æfðum við það sem við get- um kallað stúdiólega. Þannig skapast allt önnur viðhorf til lags- ins, enda verða menn að gera sér ljósa grein fyrir möguleikunum i sambandi við stúdió. Það þarf að taka upp grunninn fyrst og bæta svo ofan á eftir þvi sem manni finnst henta. ’Eins og hjá list- málara verða að vera einhverjir ákveðnir drættir til að fara eftir. Það byrjar enginn, sem ætlar að mála mynd á þvi að búa til stafina rita. Það getur allt farið i vaskinn i pressun og skurði. Það eru mýmörg dæmi um þaö að þessi atriði hafi eyðilagt islenskar plöt- ur. Svo oft hefur þetta skeð að mann fer að gruna að þetta séi unnið i kaffitimunum eða notað sem byrjendaverkefni. Sjá þessir menn sér ekki bara leik á borði að ná i aura með þvi að vinná þetta illa og i léleg efni en skrifa svo allt annað á reikninginn? Við verðum að treysta þessum mönnum en það getum við bara ekki gert. Ég man eftir Mandala. Hliðar eitt og tvö stóðust ekki á. Nálin á sjálf- virkum plötuspilara hefði lent á bakinu á hinni hliðinni. Litil plata sem kom út fyrir nokkrum árum varð ónýt eftir að hún hafði verið spiluð tiu sinnum. Þá var allt horfið, heyrðist ekki tónn fyrir urgi og surgi. Það er eins og að kaupa sér hús og eftir að hafa bú- ið i þvi i mánuð er það farið að leka. Orðið óibúðarhæft.” Framtíöin — Hvað er framundan hjá hljómsveitinni? „Ef Dansað á dekki gengur vel reiknum viö með þvi aö taka fljótlega upp aðra plötu og þá með frumsamið efni i meiri mæli en á þessari.” „Við fengum einu sinni það skot að við værum stúdióhljóm- sveit Steinars Berg. Ég veit ekki hvernig það var meint en við get- um glatt eða svekkt þann sem þetta skrifaði með þvi að frá og með deginum i dag erum við ekki bara stúdióhljómsveit. Næstu þrjár vikurnar munum við ferð- ast um landið og spila með aðstoð hljómsveitarinnar Tivoli. Við komum fram á tiu skemmtunum og ljúkum þessu þriggja vikna hljóðfæraleikara. Við syngjum allar raddir sjálfir nema hvað góð vinkona okkar Helga Möller aðstoðar okkur i tveimur lögum. Svo bregður þarna fyrir Siggu skræku. Við teljum að hún vinni i frystihúsi á Suðurnesjunum en annars þekkjum við hana ekki neitt. Hún bara hljóp inn i miðri upptöku. Það skyldi ekki vera að þetta væri hún Sigga Vigga hans Gisla.” útópía rokkaranna — Hvað með efnið á plötunni? „Titillagið Dansað á dekki (Dancing with the captain) fjallar um rokkóðan skipstjóra sem er kominn með dallinn eitthvert langt út i hafsauga. Um borð er gifurlegt parti, Útópia rokkaranna. Textinn er brot af hugmyndum okkar um þjóðskipulagið. Ég og þú heitir á frummálinu Dance with me. SumarfritDi dú rann rann) er eft- ir Phil Spector,upptökumeistara Bitlatimabilsins. Og sólin skein, textinn fjallar um veldi tilfinning- anna, þetta sama og var bannað á Listahátið. Við viljum tileinka lagið Thor Vilhjálmssyni og baráttu hans fyrir þvi að rasssár- ar skrifstofublækur geti ekki sett kvikmyndalistinni stólinn fyrir dyrnar á Islandi.” „Frumsömdu lögin eru Vorblót eftir Pál og Lampi Aladins og sina i einu horninu og mála svo út frá þvi. Hljómsveit, sem hefur spilað inn á plötu, þarf margar æfingar til að geta spilað þetta sama efni á sviði.” „Sándið kemur að miklu leyti frá upptökumanninum, að visu með ábendingum frá öðrum. Sá sem tók upp Dansað á dekki heitir James Kay og við teljum útkom- una að miklu leyti honum að þakka. Þetta er fyrsta platan, sem hann tekur upp hér, og má reikna með þvi, að hann hafi lagt sig sérstaklega fram um að sýna hvað hann gæti. Við viljum sömu- leiðis leggja áherslu á að það að við erum mjög ánægðir með hlut Þórðar Árnasonar, bæði sem hljóðfæraleikara og stjórnanda upptöku. Hvað okkur sjálfa varð- ar þá reyndum við að vera eins góðir og við gátum. Sem dæmi um það þá glimdum við lengi við sönginn i einu laginu og loksins i siðasta erindinu komúmst við i rétta stemningu. Þá byrjuðum við upp á nýtt og sungum allt lag- ið inn aftur.” isl. plötur unnar í kaffi- timunum „En það er ekki alltaf nóg að liggja yfir hlutunum uppi i Hljóð- spilverki á Rauöhettu. Astæðan fyrir þvi að við erum ekki si - starfandi hljómsveit er sú gamla tugga að það er ekki grundvöllur fyrir þvi. Það þarf að byrja á þvi að kaupa hljóðfæri fyrir fleiri milljinir en hallinn á rekstrinum er svo hlutfallslega meiri en hjá frystihúsunum. En þjóðfélagið er ekki enn orðið það rokkað að það taki tillit til þess.” „Jafnvel unglingarnir vita varla hvernig hljómsveit er nema á útiskemmtunum. Þeir eyða unglingsárunum i kúluspil niðri á Jóker og eru músiklega aldir upp á diskótekum. Sú hug- mynd að loka Tónabæ en koma i staðinn upp félagsmiðstöðvum i hverju hverfi er ekki til annars en þrengja sjóndeildarhring krakkanna. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðarsálina að hafa a.m.k. einn stað eins og Tónabæ. Að þaö sé ekki sagt: Þú ert úr Breiðholt- inu. Vertu þar. Þú ert af Sel- tjarnarnesinu. Vert þú þar. Ef ekki verður breyting á ástandinu verður Island framtiðarinnar al- gert hallærisplan. — Eitthvað i lokin? „Við heitum Fjörefni. Ekki Fjörefni A + — Og sem „spes” lokaorð handa útsendaranum lofa þeir aö senda honum nýju plötuna meö fyrstu ferð. Hann er strax farinn að hlakka til. ÓÞH BÍLAVARAHLUTIR Ókeypis myndaþjónusto. Ekkert innigjald. Opið fró kl. 9—19. Chevrolet Seville '65 Hilman Hunter '68 Moskwitch '72 Fiat 125 '72 Peugeot 204 '68 Dodge Charger árg. '73 8 cyl 400 cub. sjálfskiptur, 2ja hólfa blondungur.Loftdemparar, tvöf alt púst. Innfluttur í iúlí '78. Verð tilboð. Dodge Dart árg. '65. 6 cyl sjálfskiptur. Verð 600 þús. útborg- un samkomulag. Opið BÍLAGARÐUR lougordago BlLASALA — BORGARTÚNI 21 —S 29480 & 29750 fro 10-19. Skodia Amigo árg. '78, ekinn 10.500 km. Litur grænn. Sumardekk. Útvarp. Verð kr. 1.400 þús. Chevrolet Townsman station árg. '71 ekinn 80 þús m!lur, sjálfskiptur 350 cub. Gott útlit, ný rýjateppi horn i horn. Verð kr. 2 millj. Chevrolet Malibu árg. '73, ekinn 100 þús. km. 6 cyl beinskiptur Power styri og bremsur. Sumardekk. Verð tilboð. Pólskur Fiat árg. ‘71, ekinn 10 þús. km. Verð kr. 1.500 þús.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.