Vísir - 22.07.1978, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 22. júli 1978
VÍSIR
’Rœtt við Ómar
Ragnarsson um
heima og geima,
— í háloftum og
að tjaldabaki
Viðtal: Sveinn Guðjónsson
Myndir: Þórir Guðmundsson
Að upplagi er ég
bœði feiminn
og daufgerður
ég hef bara verið svona heppinn
,/Viö fáum mikinn mótvind strákar, um 50 hnúta," — segir ómar um leið og
,,Frúin" sleppir flugbrautinni og viö svífum upp yfir bæinn. — „Ef þetta helst
f júkum við til baka í nótt." ómar lítur á okkur, gleiðbrosandi og er greinilega í ess-
inu sínu. Síðan hallar hann vélinni og tekur stefnu í norð-vestur.
Það er nánast útilokað að fá viðtal við ómar Ragnarsson eftir venjulegum leið-
um. Hann er á eilífu flakki út og suður, ýmist í hlutverki fréttamannsins eða
skemmtikraftsins. Þess utan eru áhugamálin svo mörg að maður furðar sig á
hvernig honum endist sólarhringurinn til að sinna öllu þessu.
Það er því ekki um annað að ræða en að fylgja honum eftir á f lakkinu og freista
þess að festa á blað einhver gullkorn sem kunna að hrjóta af vörum hans við
stjórnvölinn í f lugvélinni eða á meðan hann skiptir um buxur að tjaldabaki þar sem
hann á að skemmta að þessu sinni.
„Það jafnast ekkert á við
flugið"
Viö erum sem sagt á leiö vestur
á Stykkishólm og meö I förinni
eru j>eir Bessi Bjarnason leikari
og Jón Sigurösson, hljómiistar-
maöur. Áöur en viö fórum I loftiö
haföi Bessi haft á oröi aö Ómar
væri afbragðs flugmaður, — ,,ein-
hver sá besti hér á landi. Hann
tekur aidrei áhættu og svo þekkir
hann landiö svo vel,” segir Bessi
og þaö eru orö aö sönnu. Aiia leiö-
ina er Ómar aö benda okkur á
staöi sem hann nafngreinir og svo
virðist sem hann þekki hverja
þúfu sem viö fljúgum yfir:
,,Ég hef haft áhuga á landa-
fræöi frá blautu barnsbeini en þaö
byrjaði þannig aö pabbi gaf mér
landakort eitt sinn þegar ég lá
veikur. Þetta hefur fylgt mér alla
tiö siöan og varð m.a. til þess að
ég fór út i flugið fyrir 12 árum. Og
raunar blandast inn i flugdelluna
enn eitt áhugamálið sem er
veðurfræði. Það má eiginlega
likja þessu við skemmtilega
þraut;til dæmis þegar ég þarf að
komast á milli landshorna til aö
skemmta á einum og sama degin-
um. Það getur verið mikil kross-
gáta að koma þessu öllu heim og
saman og þá spilar þetta allt inn i,
landafræðin, veðurfræðin og svo
náttúrulega ástand vélarinnar og
vallarins á hverjum stað.
Ég er óskaplegur dellukarl en
af öllum þeim dellum sem ég hef
fengið er flugið i sérflokki. Það
jafnast ekkert á við þaö. Biladell-
an sem ég var lengi illa haldinn af
hefur þokað fyrir fluginu.
En hvaö meö rall-kappakstur-
inn?
,,Jú, þaö er gaman af rall-
akstrinum. En hvorki er það holl
iþróttagrein né það aö hún sé
númer eitt fyrir mér. Sennilega
hefðum við bræðurnir hætt nema
af þvi að okkur gekk svo illa i
fyrsta rallinu að við urðum að
halda áfram þess vegna. Svo i
öðru, þriðja og fjóröa rallinu gekk
okkur svo vel að viö gátum ekki
heldur hætt. Þetta er eins konar
vitahringur.”
„Siðasta spölinn á reið-
hjóli"
„Flugið hefur komið sér mjög
vel fyrir mig i þessum skemmti-
bransa. Ég get komið viðar viö og
þaö er mun þægilegra fyrir mig
aö skipuleggja skemmtanirnar og
það hvernig ég á að komast á
milli.
En þetta hefur oft staðið tæpt og
stundum mikið kapphlaup að
komast i tæka tið. Þeir hafa ekki
alltaf verið rólegir strákarnir i
Sumargleöinni að sjá mig
kannski i sjónvarpsfréttunum
klukkan hálf niu og skemmtunin á
aö byrja norður á Siglufirði
klukkan niu. En þetta hefur allt
blessast einhvern veginn.
Ég man eftir einni verslunar-
mannahelgi sem ég held að hafi
slegið öll met hvað þetta varðar.
Ég átti að vera i Vaglaskógi að
kvöldi og svo i Hallormsstað fyrir
hádegi daginn eftir og svo aftur i
Vaglaskógi eftir hádegið. Strax á
eftir þvi fór ég i Galtalæk og siöan
að Laugarvatni. Svo þurfti ég að
koma viö i sjónvarpinu og henda
þar inn filmum sem ég hafði tekið
á þessum stööum og fara aftur
austur að Laugarvatni og enn til
Reykjavikur til að skipta um
undirleikara og fá mér hraö-
skreiðari flugvél þvi ég þurfti að
koma við i Húsafellsskógi áður en
ég fór norður á Raufarhöfn.
A þessum sólarhring dundi yfir
mig alls konar veður og þær voru
fimm flugvélarnar sem lágu eftir
þessa törn þvi ég þurfti að skipta
um vélar bæði vegna bilana og