Vísir - 22.07.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 22.07.1978, Blaðsíða 5
ITTCiTD ________ _____ „Það eru margar gullnar reglur I fluginu... ein er að taka skjótar ákvarðanir þegar eitthvað fer úrskeiðis..” „Ég komst á mjög ódýran og þægilegan hátt inn i Crash- klúbbinn.” svo vegna aðstæðna á suraum þessara staða. Og siðasta spölinn á Raufarhöfn fór ég á reiðhjóli sem ég geymi alltaf samanbrotið hér i vélinni. Ég spyr ómar hvort honum hafi aldrei hlekkst á I fluginu á öllum þessum þeytingi við mis- góðar aðstæður: „Jú, ég er meðlimur i „Crash- klúbbnum”, sem svo er kallaöur, en það eru þeir menn sem hafa brotlent i flugvél. Ég komst að visu á mjög ódýran og þægilegan hátt inn i þann ágæta klúbb. Þetta var fljótlega eftir að ég byrjaði að fljúga en þá lenti ég i misvindi við lendingu á túni og endaði úti i kartöflugarði. Nefhjólið brotnaði og það bognaði spaði þannig að skemmdirnar voru tiltölulega litlar og þetta þótti afar vel slopp- ið. Siðan hef ég ekki lent i neinu svona...” — segir ómar og bank- ar þrjú högg i tré að gömlum og góðum sið. „En þetta var dýrmæt reynsla sem kom sér mjög vel mánuði seinna þegar ég lenti i svipaðri aðstöðu. Það eru margar gullnar reglur I fluginu og ein þeirra er sú, að taka skjótar ákvarðanir þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og t.d. i lendingu en þá er hættan einna mest. 1 fyrra skiptið hafði ég gert þá skyssu að fara að brjóta heilann um möguleikana og þvi fór sem fór. 1 seinna skiptið hafði ég reynsluna og gaf um- hugsunarlaust i botn og reif vél- ina upp og það bjargaði mér.” //Vantaði einhvern með hraði" Flugkunnátta Ómars hefur einnig komið sér vel i frétta- mannsstarfinu og talið berst að starfi hans hjá sjónvarpinu: „Ég byrjaði hjá sjónvarpinu fyrir hálfgerða tilviljun. Sigurður Sigurðsson var veikur og það vantaði einhvern alveg með hraöi. Fréttastjórinn kannaðist við mig frá fornu fari og auk þess var vitað að ég hermdi mikiö eftir Sigurði og gæti þvi alla vega lýst leik. Ég var þá eingöngu i skemmtibransanum, — og reynd- ar með litilsháttar flugkennslu suður á Keflavikurflugvelli. I framhaldi af þessu fór ég svo I skrifstofustarf hjá sjónvarpinu og siðan var ég fþróttafréttaritari I sex ár. Þaö var ótrúlega langur timi.” Ber að skilja það svo að þér hafi leiðst að vera i iþróttunum? „Nei, ég get ekki sagt það bein- linis. Það var gaman að fást við þetta fyrstu tvö til þrjú árin. En maður þarf að hafa gifurlegan áhuga fyrir iþróttum til aö geta notið sin I Iþróttafréttamennsku og þótt ég hafi áhuga fyrir iþrótt- um er hann ekki svo mikill að það heföi getað gengið til lengdar. En þaö sem mér fannst leiðinlegast siðari árin i Iþróttafréttamennsk- unni var það að þar var ekki um neinar tæknilegar framfarir að ræða.” „Myndin segir meira en þúsund orö" ,,Að visu er ég alltaf að suða i þessu en ég held að það megi vel koma fram, að mesta áhugamál mitt var og er að fá svokallaðan „link”, þ.e.a.s. endurvarpsspegil. Þetta er áhald sem við höfum stundum fengið lánað hjá Norð- mönnum þegar á hefur þurft að halda en er þó tiltölulega ódýrt. Það gefur auga leið hversu mikil framför það er að geta sýnt beint og ekki siður i almennum fréttum en iþróttum. Sem dæmi má nefna atburðinn þegar þotunni var rænt i fyrra og lent á Keflavikurflug- velli. Það er gott dæmi, og reynd- ar „klassiskt” dæmi, um atburð sem er einskis virði nema þegar hann er að gerast. Bein lýsing i útvarpi er litils virði miðað við myndina sem I þessu tilfelli hefði sagt meira en þúsund orð.” En hver er ástæðan fyrir þvi að þetta tæki hefur ekki fengist? „Sjónvarpsnotendur hafa þrýst á aðra hluti t.d. að fá betra endur- varp og meira i lit. Yfirmenn út- varps og sjónvarps eru náttúru- lega háðir pressu frá almenningi og þegar fjárráðin eru takmörkuð eru peningarnir notaöir til að full- nægja þeim óskum sem eru há- værastar. En ég held aö ef almenningur „Mér datt ekki i hug að nokkur kvenmaður kærði sig um svona vitleysing...” geröi sér grein fyrir þeim mögu- leikum sem þetta áhald býður upp á sæti það i fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Að minum dómi er þetta hið eina sanna sjónvarp, — það er að endurvarpa atburðinum um leið og hann er að gerast. Vitanlega vilja allir fá .fullkomið dreifikerfi og það hefur veriö pressa á þvi. En ég held að fólk t.d. úti á landi hafi ekki gert sér grein fyrir þvi hvað þarna er um að ræða mikla jöfnun á aðstööu. Þú ert sjónarvottur aö þessum merkilega atburði um leið og hann gerist og jafnvel betur á Raufarhöfn en þar sem hann á sér raunverulega stað.” Ómar gerir nú hlé á máli sinu og fer að leita að gati til að kom- ast niður úr skýjunum. Eftir stundarkorn heyrist hann tauta: „Hér er gat og við i þaö”. Siðan snýr hann sér að okkur og til- kynnir að hann muni fara bratt niður og þvi sé vissara að geispa nógu mikið og kyngja hraustlega. Ómar tilkynnir komu sina með þvi að fljúga tvo Hringi yfir sam- komuhúsinu og siðan lendir hann með „elegans”. „Hef ekki efni á að hætta" 1 búningsherberginu er ómar að skipta um föt i fjórða sinn þetta kvöld og ég spyr hann hvort hann sé ekkert orðinn þreyttur á þessu, — hvort hann hafi aldrei hugleitt að hætta I skemmti- bransanum: „Jú, ég hef oft hugsað um að hætta og sú hugsun skaut fyrst upp kollinum þegar ég var aðeins búinn að vera i þessu i fjóra mánuði. Þá fannst mér ég vera búinn að syngja og fara með allt sem mér gæti dottið I hug, — fannst ég vera gjörsamlega þurr- ausinn af hugmyndum. Siðan eru liðin 20 ár. En maður er ekkert spurður að þvi sjálfur hvenær maður hættir. Einn góðan veður- dag fer að halla undan fæti og þá verður það sjálfgert að hætta. Hins vegar hef ég ekki efni á að hætta eins og málin standa i dag. Fjölskyldan er það stór, 7 börn á aldrinum þriggja til sextán ára, að launin hjá sjónvarpinu duga varla fyrir mat, hvað þá öðru. En þetta hlýtur óneitanlega að hafa komið niður á fjölskyldulíf- inu? „Já, það hefur vissilega gert það en þó var þétta ennþá verra þegar ég var íþróttafréttaritari. Þá var ekki nóg með aö ég væri að heiman á helgarkvöldum heldur voru öll hin kvöldin undirlögð lika. Þetta er ekki alveg eins slæmt núna Hvernig tekur konan þessu? „Hún hefur verið afskaplega skilningsrik. Það er vist alveg áreiðanlegt. Það hefðu ekki allar konur tekið þessu með sliku jafnaðargeði. Þær segja það að minnsta kosti þarna niður i sjón- varpi, — þær sem vinna með mér, að þær vildu ekki vera giftar manni eins og mér.” Annars hélt ég alltaf, þegar ég var yngri, aö ég yrði piparsveinn. Ég var alveg klár á þvi að ég gæti aldrei orðið fjölskyldumaður og ég veit varla hvort ég er orðinn það ennþá. Ef ég væri virkilegur fjölskyldumaður þá mundi ég náttúrulega ekki vera á þessum þvælingi. En það segi ég satt, — mér datt ekki i hug aö nokkur kvenmaður kærði sig um svona vitleysing eins og mig.” „Að njóta augnabliksins" Kviðir þú þvi þegar þar að kemur að þú hættir að skemmta? „Nei, ég held aö ég kviöi þvi ekkert. Ég held ég verði bara feg- inn. Þá er þetta búið og ég get farið að gera eitthvað annað. Mér finnst allt of litið um það að fólk hér reyni fyrir sér á nýjum svið- um, skipti um starf. Hérna þykir það æðsta dyggð aö hafa verið sóknarnefndarformaður i 50 ár og hreppstjóri i 60 ár. Sennilega er ég nú þegar búinn að vera allt of lengi i þessum bransa. Annars er aðalatriðið i þessu sem öðru að njóta augnabliksins. Að njóta þess sem maður er aö gera á meðan maður hefur gaman af þvi. Ég hef oft gert mér grein fyrir þvi að það kemur að þvi að ég hætti að skemmta en ég nýt þess á meðan ég geri þaö. Þarna verður maður lika að til- einka sér vissa auömýkt fyrir takmörkunum sinum og auömýkt fyrir þvi að þetta er bara augna- blikið. A morgun er þetta kannski allt búið og þá er ég kominn út I sal en fólkið upp á svið. Þess vegna finnst mér það mikið atriði að fólk reyni að lifa meira fyrir liðandi stund og njóta hvers dags. Það getur allt verið breytt á morgun.” En eins og ég segi þá hef ég engar áhyggjur þó ég hætti að ...og tvistaði svoleiöis að allt ætlaði niður að keyra.” „Mesta áhugamál mitt var og er að fá svo kallaðan link.” „Maður er ekkert spurður að þvi sjálfur hvenær maður hættir...einn góðan veðurdag fer að halla undan fætiog bá veröur það sjálfgert....”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.