Vísir - 22.07.1978, Page 13

Vísir - 22.07.1978, Page 13
I ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? Að frumkvæði sænska heiibrigðisráðuneytisins var REN I MUN vísindalega rannsakað í Vipeholms sjúkrahúsinu í Lundi. Árangurinn var svo jákvæður að nú mæla sænskir tann- læknar og sænski tannlæknaskólinn með REN I MUN til enn betri tannhirðu. Gód keilsa ep gæfa feveps iaaRRs FftXAFEbbHF ftN FbÚOR I ftN SblPIEFNft! SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU fýi Austurstrœti 7 Simi 10966 vísm Laugardagur 22. júli 1978 Verk unnið út frá barnaævintýrinu um Hans og Grétu. Dæmigerð nestistaska barns fyllt til helminga af hvitum steinum og brauðmolum. „Steingervingur". Gifsafsteypa af tréklump*. alla aðra. Þessi blandaða tækni býður upp á vissa vidd i túlkun á hugsun og tilfinningu okkar fyrir lifinu og tilverunni. Mér finnst spennandi að fást við hegðunar- munstur okkar og lifshætti út frá þeim hugsunarhætti að ekkert sé sjálfsagt og óbreytanlegt. Finnast þér þær túlkunarað- ferðir sem þú velur þér aðgengi- legar almenningi? Fólk sem vill njóta myndlistar- verka verður að beita tÚ þess at- hygli sinni ogskynjun. öllum sem gera það, vona égað verkmin séu aðgengileg. Mig langar til þess að ná til fléiri með verkum minum en þeirra sem stunda gallerý borgarinnar. Oft vill það verða svo að sýningargestir eru mest- megnis aðrir myndlistarmenn. Það er stór spurning á hvaöa vettvangi hentugast er að koma hugmyndum sinum á framfæri. Hvernig finnst þér búið að is- lenskum myndlistamönnum? Það er sko ekkert búið að þeim. Samféíagið gefur okkur kost á menntun sem það svo hefur mjög takmarkaðan áhuga á að nýta að námi okkar loknu. Leikarar hafa leikhúsin, tónlistarfólk sinfóni- una, en myndlistarmenn eru oft álitnir óþarfur sértrúarhópur, samt er myndlistarfólk oft sá hópur sem fæst hvaö opinskáast við samtimann. Myndlistafólk verður að gripa til alls konar vinnu. Það eitt, að fást við myndlist, krefst mikillar vinnu to tima, en hún er lika jafnframt mitt val, áhugamál sem gerir minar aðstæður ólikar þeim sem flestir lenda i. Innan okkar flóknu þjóðfélagsbyggingar eru hlut- verkin mörg. Hlutverk myndlistarmanns er ekki viðurkennt til jafns við flest önnur hlutverk i krónutölu af þjóðfélaginu. Þótt ég velji jietta hlutverk þrátt fyrir þaö, ber það ekki vitni um leti og ábyrgðar- leysi af minni hálfu heldur óeðli- legt mat fjöldans á myndlist. Svo ég útskýri þetta með dæmi: An efa hefur þú séð að öll sumur er garðurinn hans Asmundar i Laugardalnum fullur af erlendu ferðafólki sem keppist við að skoða stytturnar hans. Við hreykjum okkur af þessum verk- um þvi þau sýna að hér býr sið- menntuð þjóð. Það vekur þó spurninguum hve siðmenntuð við séum þegar hafter i huga að það eru ekki liðin svo mörg árin frá þvi að þessi verk voru miskunn- arlausthædd og fyrirlitin af fjöld- anum, hvað þá að Ásmundi hafi verið umbunað fyrir sköpun þeirra. Það er mjög leiðinlegt að myndlistarmenn sem ekki eru rigbundnir af hefðum séu álitnir tilgangslausir I þjóðfelaginu. Og hver úlitur þú hlutverk þeirra? Margþætt, en það mikilvægasta aðbrjóta niður þá einangrun sem þeir og verk þeirra hafa verið i i samfélaginu til þess að það megi njóta þess að lifa i hugmynda- fræði samtimans. Mér finnst myndlistarverk i dag oft einkennast af leit að sam- hengi á milli manneskja, tilfinn- inga hennar og þeim raunveru- lega tima og þeirri tækni sem hún upplifir. Hugtök eins og fegurð og gæði, og hæfni myndlistarmannsins til að fullnægja i verkum sinum kröfum um slik gildi eru ekki lengur þaðsem mestumáli skipt- ir. Myndlistin er langtum fjöl- breyttari en það. Mér finnst japanski leirkerasmiðurinn Hamada komast vel að orði um þetta þegar hann segist ekki hafa áhuga á árangrinum heldur þvi að halda áfram. Listamaðurinn er ekki að reyna að gera sjálfan sig ódauðlegan heldur litur á sig sem þáttakanda i sköpun sam- timans. I dagber mikið að þvi að fólk skortir lifsfyllingu og ég held að það sé af þvi að það hefur van- ist þvi að vera matað á allan hátt en fær ekki útrás fyrir heilbrigöa sköpunarþörf sina. Fólk er hrætt við vankunnáttu á sviði tækni. Fjöldinn kaupir sé frekar hljóm- flutningsgræjur en hljóðfæri þótt t.d. pianó sé átórkostlega skemmtilegt hljóðfæri hvort sem maður KANN að spila eöa ekki. Viðmiðunin er bara röng, spurn- inginer ekki hvort þú spilar betur eða ver en ég, þú spilar öðru visi. Nú ert þú nýkomin úr skóla, heldur þú að það verði ekki erfitt að vinna á óhefðbundinn hátt. Myndlistarmaður sem fer sinar eigin leiöir þarf fyrst og fremst kjark. Ég safna honum. Annars finnst mér framtiðin spennandi þvi ég hef áhuga á henni sem viðfangsefni skilurðu? Hvernig list þér kvenfrelsisbar- áttan? Ég held að það sé smá hié i kvenfrelsisbaráttunni núna, eins konar umhugsunartimi fyrir kon- ur. Það er nefnilega einfaldara að breyta lögum, almenningsálitinu og skoðunum heldur en minni- máttarkennd, hræðslu og óöryggi þvi sem konur þurfa að yfirbuga áður en baráttan heldur áfram á viðara sviöi en hingað til hefur verið. Konur eru afskaplega spé- hræddar þvi þeim hefur verið svo mikið stritt. Það umhverfi sem ég erj' núna virkar hvetjandi á mig til að starfa aö myndlist, en ég finn að ég þarf að vinna á minu eigin vantrausti til þess að geta orðið verulega virkur mynd- listarmaður. Ég hlakka mikið til aö veröa vitni að kvennalist, hver hún er og hvaða braut hún stefnir. Hvað um bein tengsl hug- myndafræði kvenfrelsisbarátt- unnar og nýlistarinnar? Kvenfrelsisbaráttan er ekki eingöngu bundin konum heldur er hún barátta manneskjunnar i dag gegn gildismati og heföum sem eru ekki lengur i takt við þann tima sem við lifum á. Húner bar- átta um rétt til þroska á þeim sviðum sem hver kýs sér án tillits til kynferðis. Þetta tengist mjög þeirri vidd og f jölbreytni sem ný- listin leggur áherslu á. Er ekki einkennilegt hve okkur reynist oft erfitt að fást við eigin framför? Hugsaöu þér t.d. við erum hrædd við að hafa skoðanir vegna þess að við erum enn hræddari við að vera komin með aðrar skoðanir eftir viku. Með þviaðveraforvitn- ar og hugsandi verur hljótum við að skipta oft um skoðun eöa við- horf td hluta og málefna og það finnst mér jákvætt. Er fólk hvatt til forvitni af fjöl- miðlunum? 1 heild eru fjölmiölarmir ofsa- lega spennandi vettvangur fyrir tilraunastarfsemi nýlistamanna, en þeir eru bara svo ótrúlega staðnaðir. T.d. hefur breytingin á efnisskrá hljóðvarpsins ekki stað- ið i neinu hlutfalli við breyttan tima og hugmyndir. Sjálf tæknin tekur stöðugum framförum en ekki það sem varp- að er til fólks. Sama má segja um dagblöðin og sjónvarpið. Hvað hyggst þú gera á næst- unni? Svo sem eðlilegt er hef ég unnið undanfariö undir talsveröum áhrifum frá kennurum minum og mér finnst ekkert neikvætt aö setja mig inn I þeirra hugsunar- hátt, þvi þeir eru mjög góðir myndlistarmenn. Ég er aö reyna að átta mig á þvi hvaða viðfangs- efni höfða til min, hverjir minir möguleikar eru og hverjar tak- markanir, t.d. i sambandi við efni til að vinna i. Ég hef gert mikiðaf þvl að set ja sjálfri mér verkefni og ganga þá út frá ákveðinni hugmynd og glima svo við útfærslu hennar og mér finnst gaman að fást við hug- myndafræðileg efni og oft er út- færslan önnur en texti á blaði ónauðsynleg. Ofter-þaö lika þann ig að ég sé ekki fram á f járrað né nauðsynlega aðstöðu til þess aö framkvæma sumar hugmyndir minar, svo ég læt mér nægja að skrifa þær niður og nýt þess þá baraþegar mérþóknasti einrúmi að hafa íengið góða hugmynd. ER EITTHVAÐ AÐ FOTUM YÐAR? antiseptic foot baim EFSVO ER, ÞA MUNU VORURNAR HJALPA YÐUR FASTINÆSTA APOTEKI KEMIKALIA HF.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.