Vísir - 22.07.1978, Qupperneq 26
Laugardagur 22. júll 1978 VISIR
hvort skriðan myndi leiða til bylt-
ingar eða nirvana. A upptökunni
af hljómleikunum á Isle of Wight,
semvarbirtá Self Portrait.kveð-
ur hinsvegar við annan tón. Hér
talar fjölskyldufaðirinn, sem
rimaði „veiðikofa i Utah” og börn
sem kalli sig ,,Pa” til marks um
það sem máli skipti i lifinu, en
sem ruglast i þessum texta og
spyr góðlátlega og fyrir kurteisis
sakir: „How does it feel?” I út-
gáfunni á Before the Flood er
Dylan stunginn af frá arineldin-
um og „on the road again” og'
meira „swing” I Bandinu en
nokkru sinni fyrr. Hvaö reiðiofs-
ann snertir, var hinn ungi Dylan i
frumútgáfunni aðeins með stút og
stundarfýlu, hér liggur við að
gallið komi upp. How does it feel?
Núna er þessi spurning borin
fram á samskonar hátt og „How
many....” spurningarnar i
„Blowin’ in the Wind”. Með engil-
tærum orgelleik og jafnaðargeði.
Eins og á islenskri útisamkomu,
þar sem vindurinn gleypir ræð-
urnar.
1 „Ballad of a Thin Man” var
hinsvegar augljóst, hver var
skotspónninn. Dylan tók af sér
gitarinn til að vera ennþá mjórri
og ávarpaði siðan tiuþúsund á-
horfendur: „You hand in your
ticket — And you go watch the
geek — Who immediately walks
up to you — When he hears you
speak — And says, „How does it
feel — To be such a freak?” —
And you say, „Impossible” — As
Lót mig gleymo deginum
í dog þor til o morgun"
,,Eg flutti fjöll og falsaði spil", (,,1've moved
your mountains and marked your cards"), syngur
Dylan á nýju plötunni STREET-LEGAL. Eins og
flestir vita visar titillinn til nýrrar reglugerðar um
mótorhjól: þau eru lögleg á strætum úti, ef þau fara
ekki fram úr ákveðnum vélarstyrk, hámarkshraða
o.f I. Semsagt ekki ætlunin að hálsbrjóta sig á því að
fara of geyst eins og Dylan lenti i '66 eftir bremsu
lausan halastjörnuferil.
A hljómleikaferðalaginu, sem
hann hefur verið á að undanförnu,
nýtur hann aðstoðar sömu hljóð-
færaleikara og á Street-Legal.
Það er etv. trygging fyrir þvl, að
ekki sé um helreiö að ræöa og
hryssan Lúsifer, sem Dylan
syngur um á plötunni, endanlega
dauð og grafin. En ,„,ég” er ann-
ar” eins og Rimbaud og Megas
hafa bent á, og margir farið flatt
á þvi að setja hann á bás og telja
hann annaöhvort spámann sem
flytur fjöll eöa blöffara sem fals-
ar spil.
„Það er dýrtað skilja
í Kaliforníu"
Ég fór á fyrstu tónleikana I
Parls sem voru 3. júli. Megnið af
áheyrendum var á aldrinum 25-35
ára. Þetta var fólk, sem hafði
fengiö vitrunina i þann mund sem
það komst á kynþroskaaldur:
tónlistin var þvi svo aö segja
runnin I eistu og snip. Táningarn-
ir, sem þekkja Dylan fyrst og
fremst af „Hurricane” eða eru að
„uppgötva” hann (eins og allir
voru aö „uppgötva” Presley fyrir
ári) höfðu ekki verið eins fljótir á
sér að kaupa miöa.
Þaö eru tólf ár liðin siöan Dylan
var siöast á ferðinni i Evrópu,
(þe. ef Isle of Wight konsertinn er
undanskilinn). Tónleikarnir i
Paris 1966 eru annálaðir fyrir
það, hvaö hann lét viðbrögð á-
heyrenda sem vind um eyru
þjóta. A þessum tima var allt kol-
vitlaust út af Vietnam-striðinu og
allsstaðar verið að brenna dúkkur
af Johnson og ameriska fánann.
Aðalsviðskreyting Dylans reynd-
ist hinsvegar vera griöarstór
ameriskur fáni. Þetta hleypti illu
blóði i þá, sem töldu það skyldu
hans að vera „talsmaður” og
„þjóna fólkinu”. Siðan kom i ljós,
að lagavalið miöaðist aðallega
við rokkið af Highway 61 og
Blonde on Blonde, en ekki mót-
mælasöngvana. Og til að bæta
gráu ofan á svart uppgötvaði
hann það skyndilega, þegar hann
fann aö fólk var ekki með á nótun-
um, að gítarinn væri illa stilltur
og tók að eyða óratima milli laga
til að bæta úr þvi. A endanum,
þegar allir voru farnir að baula
og blistra, brosti hann blitt fram-
an i áhorfendur og gjammaði
thank you! merci! eins og hann
gerði sér enga grein fyrir ástand-
inu. Daginn eftir var fyrirsögn
dagblaðs eins helgaö skemmt-
anaiðnaðinum: „Bob Dylan go
home!” Þetta blað er löngu kom-
ið á hausinn.
Siðan þá hefur mikið slagveð-
ursrigningarvatn runnið til sjáv-
ar og i kjölfar þess fiknilyfjaaf-
vötnun, hjónabandssæla meö
Söru og fimm börnum, Istra af
eplakökuáti, („Oh me, oh my —
Love that country þie”). En
Dylan dó samt ekki úr offitu eins
og Presley, heldúr lagöi á ný land
undir fót i tveimur frægum ferða-
lögum um Ameriku, sem breiö-
skifurnar Before the Flood og
Bard Rain eru til vitnis um. Og nú
er hann aftur I Evrópu, nýbúinn
aö skilja við Söru og laus við istr-
una og getur sungið „Ballad of a
Thin Man” þessvegna. Astæður
ku ma. vera peningavandræði,
„þaö er dýrt að skilja i Kali-
forniu” og kvikmyndin Renaldo
og Clara, sem Dylan kynnti i
Cannes i vor, hefur ekki skilaö
hagnaði.
Nallinn í moll
I þetta skipti var ekkert verið
að dunda viö að stilla gítarinn,
heldur hóf Dylan þegar að flytja
lag i hörðu og hröðu rokki, sem
ekki hefur verið gefið út opinber-
lega á plötu, en sem gengur sjálf-
sagt nú i ótal „sjóræningjaútgáf-
um” af konsertinum. Þrátt fyrir
að enginn kannaðist við lagið,
komst boðskapurinn til skila:
„Love her with a feelin’ — Or
don’t love her at all....” Tilfinn-
ingin og „bluesið” er nefnilega
eins og þungi hjá vanfærri stúlku,
þar dugar ekkert „hálftihvoru”,
„iogmeð”, alvegeins”. Annað-
hvort er stúlkan ólétt eöa ekki,
annaðhvort hefur maður „got the
blues” eða ekki. Strax á eftir
svissaði Dylan yfir i eitt af „skiln-
aðarlögunum” af nýju plötunni:
„Baby Stop Crying”.
Það hefur löngum verið siður
hans að breyta snögglega um stil
með hverri nýrri plötu. Desire
var undir sterkum latnesk-ame-
riskum áhrifum með mjög áber-
andi fiðluleik. A ferðalaginu með
„Rolling Thunder Revue” var
rokkið orðið þyngra, en hljóð-
færaskipanin samt mikið til hin
sama, (sbr. Hard Rain).Nú kveð-
ur hins vegar við annan tón, Af-
rika orðin yfirsterkari Mexikó.
Kórstelpurnar þrjár, sem hú-hú-
uöu hver i kapp við aöra tónleik-
ana út i gegn, eru náttúrlega aug-
ljósasta dæmið um áhrifin frá
negrasálmunum, (tvær þeirra
eru svartar, og aðra þeirra kynnti
Dylan sem „ma fiancée”). En
leikur Alan Pasqua á slaghörp-
urnar var og i sama anda, (þótt á
hinn bóginn muni honum umhug-
að um að endurvekja orgelhljóm-
inn af Blonde on BlondeLÞannig
minnti flutningurinn á „Blow-
in in the Wind” eftir hlé á
þessi gömlu þrælalög, þar sem
borin er fram sú spurning, hve-
nær þeir öölist frelsið. Svipað
mætti segja um útsetninguna á
fangalaginu „I Shall Be Releas-
ed”. En i þessu lagi, sem var einn
af hápunktum hljómleikanna og
sem Dylan flutti með nánast ó-
þekkjanlegri laglinu baðaður
grænu hryllingsmyndaljósi, er
næsta litil sannfæring i fullyrð-
ingum fangans um sakleysi sitt
og um þaö, aö senn veröi hann
leystur úr haldi. í kvikmyndinni
The Last Waltz, sem Marin
Scorsese gerði um kveðjutónleika
„The Band”, kemur Dylan fram
sem gestur og flytur ma. þetta
lag. Aðrar gamlar striðskempur
á sviðinu, (Clapton, Neil Young,
Muddy Waters, Joni Mitchell),
taka undir viðlagið með vigamóði
að þvi er virðist. 1 samanburði
var útsetning Dylans á þessu lagi
á eigin tónleikum svipuð þvi sem
Nallinn væri fluttur I moll.
Möggukot og skriöuföll
Jafnframt höfðu önnur af eldri
lögum Dylans skipt um ham.
„Mr. Tambourine Man”, sem var
þriðja lagið á tónleikunum, var
flutt I hálfgerðum bassa-nova
takti, með saxófónsólói sem Steve
Douglas sá um. Bara að ég
gleymi deginum i dag þangað til á
morgun með hjálp sýru-bossa-
nova.
Enn furðulegra var þaö form,
sem Dylan valdi beinskeyttari á-
deilulögum sinum. „Nú kemur
lagiö sem ég var hrakinn út af
sviðinu fyrir á Newport-þjóðlaga-
hátiðinni ’65. „Maggie’s Farm” i
diskótek-takti! Sólógitarinn I
höndum Billy Cross umturnast i
loftbor, Ian Wallace, sem áður
var i King Crimson, ber tromm-
urnar eins og hann vilji sprengja
ósýnilegan kraftamæli, haleljúja-
stelpurnar breytast i go-go-
girls.... Maður sér fyrir sér dans-
andi fólk i sumarleyfi um allan
heim, sem strækar á það að vinna
lengur á bænum hennar Möggu.
Sömu meðferð fengu „Masters of
War” og „It’s Alright, Ma”, („lag
sem ég samdi i New York ekki
alls fyrir löngu”), eftir hlé.
Hinar ýmsu útgáfur á „Like a
Rolling Stone” gefa glögga hug-
mynd um það, hversvegna Dylan
breytir i sifellu lögum sinum. Það
er nokkuð klárt mál, aö i þessu
lagi er hann ekki að segja einni
einstakri stelpu til syndanna,
heldur Ameriku eins og hún legg-
ur sig: „You shouldn’t let other
people get your kicks for ypu”.
Frumútgáfan á Highway 61 ber
vitni ungæðingslegum ofsa og
uppreisnaranda þessa timabils,
þegar enginn vissi almennilega,
he hand you a bone”. Frank
Sinatra ku vera svo mjór að hann
hverfur, ef hann snýr hliðinni að
fólki. Dylan hverfur ekki.
Um það leyti, sem Dylan stóð i
skilnaðarmálinu, veitti hann
blaðamanni frá „L.A. Times”
viötal og sagðist vera kominn yfir
allar sálarflækjur þvi viðvikj-
andi: „Ég hef hafið nýtt lif og
pæli ekki lengur I skilnaðinum.
Hann er hættur að valda mér hug-
arangri. Þegar ég stóð i þessu,
samdi ég lög til aö bægja frá ýms-
um tilfinningum, reiði, hatri,
sársauka. Þau hafa gert sitt
gagn, og nú hef ég önnur i poka-
horninu”.
Lögin, sem Dylan á við, eru
auðvitað ástarljóðin á Street-
Legal, sem öll túlka samband á
siðasta snúning. En nýjar útsetn-
ingar á eldri lögum, sem á einn
eða annan hátt eru tengd Söru,
bentu til þess, að þessi merkilega
kona væri ekki enn orðin honum
eins fjarlæg og hann vildi vera
láta.
Eftir „Mr. Tambourine Man”
setti hann upp sólgleraugu og tók
til við aö rafmagna „ævisögu”
sina: „Shelter From The Storm”.
Þessi sirkus með sólgleraugun
virtist hafa ákveðna merkingu:
þau litu út fyrir að vera skýli út af
fyrir sig, sem Dylan brá fyrir sig i
viökvæmustu lögunum eða þar
sem hann átti i höggi við fjand-
menn, („Masters of War”). Þetta
sifellda vonda veður i lögum Dyl-
ans hefur stundum verið útskýrt
út frá dópslangi, þar sem regn
þýðir heróin og snjór kókain. Sú
túlkun er ekki ætið vatnsheld, og
þegar hann syngur: „Ég bað
hana um sáluhjálp, sem hún veitti
mér samkvæmt lyfseðlinum”,
(„I begged her for salvation —
And she gave me a legal dose”),
liggur beinna við aö álykta sem
svo, að þessi „legal dose” sé
hjónabandssáttmálinn. Strætis-
löglegur.
En slikar orðabókarútlistanir á
ljóðmáli hafa litið upp á sig, og
enn siður þegar textinn er sung-
inn. Sara i Sæluhúsinu dúkkaði
upp aftur i „Tangled Up In Blue”.
Þesso lýsing á samskiptum hjón-
anna á Blood on the Tracks ku
hafa bjargað hjónabandi þeirra
um skeið. Reyndar kom þar I ljós,