Vísir - 22.07.1978, Síða 27

Vísir - 22.07.1978, Síða 27
VTSIR Laugardagur 22. júll 1978 27 að Grétan var ekki beinlinis sak- leysiö i hvitum sokkum, þegar Dylan hitti hana fyrst, heldur „kanina” á Playboy-klúbbi, sömuleiðis var Fástinn ekki þurr fræðaþulur, heldur hafði hann „been around”. Slúöursögurnar skipta þarna samt litlu máli. Aðalatriðið var flutningurinn i mjög hægu og tregafullu tempói, þar sem Dylan sá mestmegnis sjálfur um undirleika á Fenderinn með Paqua i bakgrunni og Douglas i flautusólói. Rödd Dýlans vár „lemstraöri” en nokkru sinni fyrr, manni dettur i hug Caruso, sem ældi blóði i siðasta skipti sem hann kom fram, eða rödd Megsar þar sem einnig má telja skrámur og holsár. Egninn uppgerðar „karlmennssku”- gorgeir i stil fjórtán Fóstbræðra. Helblá lýsing undirstrikaði bluesinn. Gamalt lag af „þjóðlagatima- bili” Dylans, „I Don’t Believe You, (She Acts Like We Never Have Met)”, var rokkað upp og textanum greinilega beint til Söru. t öðru „Sörulagi” „The Man in Me” hafði Dylan breytt textanum til að geta imprað á skilnaðinum i stað „The man in me will do nearly any task”, söng hann núna: „The man in me will pay nearly any sum....” Dýrt að skilja i Kaliforniu. Dylan kafaði á ný til botns i blá- hylnum með „I Want You”! Á Blonde on Blonde er þetta áhyggjulaust greddulag i hröðum „The Show Must Go On" Sá Dylan, sem birtist á þessum hljómleikum, var fyrst oe frpmct flytjandi, „performer”, sem f'iutti þrautætt „snow og leyioi sei engar kenjar. Undanfariö hefur hann marglýst því yfir, að hann liti fremur á sig sem hljómlistar- mann en ljóðskáld. Ekkert pip um að hann sé að reyna að ná til fleira fólks en honum tækist með ljóðabók.... Siðasta lag fyrir hlé var „Go- ing, Gone”, þar sem Dylan skipti snögglega um tempó i miðju kafi eins og til að leggja áherslu á það, að hann hyggöist hverfa á braut. Eftir hlé byrjaði hljómsveitin á Intróinu úr „Rainy Day Women” og þeir áhorfenda, sem þekkja siðvenjurnar af Dylan-konsert- um, köfuðu i vasana eftir vafn- ingum til að veifa með viðlaginu: „Everybody Must Get Stoned”. En þeir sátu uppi með þá eins og nátttröll, þar sem lagið reyndist T vera skilnaöarlag af nýju plöt- unni, „True Love Tends To For- get”. Sérhver dagur með henni er eins og rússnesk rúlletta. Þriðja lagið af þessari plötu var „Senor (Tales of Yankee Power)”, eins lagið á tónleikunum, þar sem Dylan fékk sér reglulega neöan i þvl á Tequila og sem segir allt sem legja þarf um „leadership” Bandarikjanna i þeirri merkingu sem Kissinger lagði i orðið: „Can you tell me what we’re waiting for, Senor”. Þau tvö lög, sem Dylan flutti af Desire”, „One More Cup of Coffee” og „Oh, Sister”, voru hinsvegar meira i ætt við alþjóð- legt diskótek en Mexikó. „Oh, Sister”, sem ku vera ort til Joan Baez, (hún hefur svarað meö lagi, sem heitir „Oh, Brother”), var flutt án nokkurrar viðkvæmni. „Just Like a Woman”. Thank vou. Merci, Chaplin. „All Along the Watchtower” með geggjuðu fiðlusólói hjá David Mansfield. „Blowin’ in the Wind” var flutt með nýjum erindum og næstum i myrkri, allir fylltust trúarlegri andakt. I siðustu lögunum, óðnum til vináttunnar, „All I Really Want to Do”, og þeiþeiogróró-lag- inu til barnanna „Forever Young”, voru kveikjarar og kerti komin á loft. Dylan stakk af til málamynda og lét tiuþúsund manns ea.rga á sig i fimm minút- HF: „í?.??18*11 stelpurnar létu tár- in renna niður vandlega sólbrúnt andlit. Sfðan komu tvö „encore”: „I’U Be Your Baby Tonight” og „The Times They Are A- Changin’ ” Nixon bauð Johnny Cash i Hvita húsið, Carter býður Dylan. A hljómleikaupptökunni Before the Flood, sem fór fram I miðju Watergate-máli, má heyra gifur- leg óp áheyrenda, er Dylan syng- ur: „Jafnvel forseti Bandarikj- anna verður stundum að standa nakinn” („But even the president of the United States — Sometimes must have — To stand naked”). Carter vitnaði hinsvegar sýknt og heilagt i þessa setningu i kosn- ingabaráttu sinni. Timarnir eru að breytast.... Þegar islenskir stjórnmála- menn fara að vitna i Megas, (td. „Afsakiði meöan aö ég æli”), verður oröin gagnger breyting á islenskum stjórnmálum. Hvað Dylan varðar, telja ýmsir þetta merki þess, að kerfið sé búið að gleypa hann. Flutningurinn á „The Times”, sem var i sama takti og bjórkrúsum er sveiflað eftir, virtist ekki boða breytingar nema þá til hins verra. Sama er upp á teningnum i „Varðmanna- skiptunum”, („Changing of the Guards”) á nýju plötunni, þar sem dómsdagur er boðaður og að siðan verði helviti hlutskipti allra. Lóðið er það að taka þessari skýrslu af hugrekki. Svarsins er enn að leita i vind- inum.... DREGIÐ25.JUU Eina lagiðsem Dylan flutti upp á gamla móðinn, þ.e. með kassagítar og munn- hörpu, án aðstoðar hijóm- sveitarinnar var „It Ain't Me, Babe". takti, en núna var það flutt i „Grave horrible” (sbr. Megas) á svipaðan hátt og „Tangled Up”. Viðlagið blandaðist saxófónleikn- um: „I want ypu so baaaaad!” Eina lagið, sem Dylan flutti upp á gamla móðinn, þ.e. með kassa- gitar og munnhörpu, án aðstoðar hljómsveitarinnar, var „It Ain’t Me, Babe”. Gitar- og munn- hörpuleikurinn var aðeins litið eitt frábrugðinn útgáfunni á Another Side of Bob Dylan, sem kom út fyrir 14 árum. Þá var þetta lag svar við „She Loves You” Bitlanna, þegar Bitlarnir sungu yeah, yeah, yeah, svaraði Dylan no, no, no. Enda lét hann aldrei þar við sitja að syngjá I Wanna Hold Your Hand.... 1 milli- tiöinni hafði hann rokkað upp lag- iö á Before the Flood.En nú stóð hann svo að segja i sömu sporum ogá frumútgáfunni. Ekkert hafði breyst, textinn gat hafa verið saminn deginum áður: „You say you’re looking for someone — Who’ll pick you up each time you fall, — To gather flowers con- stantly — An’ to come each time you call, — A lover for your life an’ nothing more, — But it ain’t me, babe, No, no,....” Fyrir skilnaðarrétti bar Sara það, að Dylan hefði boðið dular- fullri hjákonu, Mölku að nafni, að búa I húsi þeirra hjóna, sem hefði skelft börnin við morgunverðar- borðið. Dylan færði sér það til af- sökunar, að hann sé fæddur i tvi- buramerkinu og þvi aldrei sami maðurinn. En gegnum skáldskap sinni verður hann ætið jafn ánetj- aður Söru og Þormóður Kol- brúnu. cumpHMLiMS-t: LEIÐITAMUR VILDARVAGN Vísir fer nú af stað með glæsilega ferðagetraun fyrir áskrifendur sína. Fyrsti vinningurinn af fjórum er forláta Camptourist tjaldvagn frá Gísla Jónssyni og Co. að verðmæti 700 þ. krónur. Camptourist tjaldvagninn veldur byltingu í fer$a!ögum hérlendis því stálgrindarbygging hans, 13 tommu dekkin og frábær fjöðrun, gefur veðri og vegum landsins langt nef þegar mest á reynir. Camptourist er léttur (270 kg.) og svo leiðitamur að þú getur flakkað með hann hvert sem hugurinn ber þig hverju sinni, við erfiðustu vegaskilyrði. Eftir að hafa valið heppilegan næturstað, reisir þú þér 17 fermetra ,,hótelherbergi“ á 15. mín. og pantarsíðan þjónustu úr innbyggða eldhúsinu, ef sá gállinn er á þér. Svefnpláss er fyrir 5-7 manns með samkomulagi. SANNKALLAÐUR VILDARVAGN GÆTI ORÐIÐ ÞINN MEÐ ÁSKRIFT. SÍMINN ER 8 66 11. vísm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.