Vísir - 31.07.1978, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Otgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Reykjaprent h/f
Davfð Guðmundsson
Þorsteinn Pálsson ábm.
Ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. (Jmsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrfmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónfna Mikaelsdóttir, Katrfn Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
Sfmar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 sfmi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuði innanlands.
Verð f lausasölu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f.
Frjálst
útvarp
Á sama tima og kröfur um frjálst útvarp verða æ
háværari ákveður fráfarandi rikisstjórn að verja nokkr-
um milljörðum króna til þess að byggja yfir ríkisútvarp-
ið. Ákvörðun þessi er ámælisverð aðallega af tveimur
ástæðum.
í fyrsta lagi stangast hún á við þá f járfestingarpólitík,
sem viðurkennd er í orði og ætti að vera ríkjandi í verki. í
annan stað er hér um að ræða yf irlýsingu af hálfu frá-
farandi ríkisstjórnarflokka, að þeir vilji ekki frjálsan
útvarpsrekstur.
Ástæður þessar eru með öllu óskyldar. Onnur tekur að-
eins miðaf núverandi efnahagsástandi, en hin snýst um
grundvallarviðhorftil ríkisfjölmiðlunar í frjálsu þjóð-
félagi. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að verja þremur til
f jórum milljörðum króna til þess að byggja yfir ríkis-
blað og fengið því einokunaraðstöðu til dagblaðaútgáf u
hefði orðið borgarastyrjöld í landinu.
Slík ákvörðun væri brot á stjórnarskrá og færi gegn
öllum hugmyndum um almenn borgaraleg réttindi.
Þessi hugmynd er reyndar svo f jarstæðukennd að hún
fellur ekki undir annað en barnaskap. En í raun og veru
er enginn sá munur á útvarpsf jölmiðlun og dagblaða-
f jölmiðlun að þar um eigi að.gilda gjörólíkar reglur.
Rikisútvarpið býr að vísu við þröngan húsakost. En
áður en ákveðið er að verja mörgum milljörðum króna
til hallarbyggingar yf ir þessa ágætu stof nun verða menn
að gera upp við sig, hvert hlutverk ríkisins á að vera í
f jölmiðlun af þessu tagi. Fráfarandi ríkisstjórnarf lokk-
ar hafa tekið ákvörðun um þetta atriði að því er virðist
án umhugsunar.
í raun og veru eiga menn að hafa sama rétt til útvarps-
reksturs og dagblaðaútgáf u innan þeirra marka, sem
tæknilegar aðstæður leyfa. Stundum er því haldið f ram,
að frjáls útvarpsrekstur leiði til aukins ójafnaðar í þjóð-
félaginu. Vegna kostnaðar við stofnun og rekstur stöðv-
anna. Þessi rök eru þó haldlaus með-öllu.
Það er miklu ódýrara að stof na og reka staðbundna út-
varpsstöðen hef ja útgáfu dagblaðs. Ef þessi kostnaðar-
röksemd ætti að gilda væri óhjákvæmilegt að láta hana
taka til blaðanna einnig. Það dettur hins vegar engum í
hug.
I annan stað er því haldið fram, að frjáls útvarpsf jöl-
miðlun standist ekki menningarlegan samanburð við
rikiseinokunarf jölmiðlun. Frjáls útvarpsf jölmiðlun er
jaf nvel talin afsiðandi. En skyldu ekki gilda alveg sömu
lögmál um frjálsa blaðaf jölmiðlun. Vitaskuld getur hún
orðið lágkúruleg. En við fórnum ekki frelsinu af þeim
sökum.
Okkar þjóðfélag er einfaldlega það menningarlega
sterkt að við þolum fullkomlega frelsi. Ríkiseinokun er
engin trygging fyrir hámenningu, þó að okkar einok-
unarútvarp hafi um margt staðið sig ágætlega i þeim
efnum. Þaðer menningarstig þjóðarinnar sjálfrar sem |
mótar f jölmiðlana.
Ef frjáls útvarpsfjölmiðlun siðspillir þjóðinni geta
frjálsir stjórnmálaf lokkar gert það alveg eins. Ugglaust
mun þaðtaka langan tíma að ryðja f rjálsu útvarpi braut.
En fráfarandi stjórnarflokkar hafa tafið það verk i
hugsunarleysi með því meira að segja að brjóta gegn
stefnu sinni í f járfestingarmálum.
Mánudagur 31. júli 1978 VISIR
„Vafasamt að unnt
verði að tryggja
kaupmótt launa"
gera á þvi.Til þess aö segja um
þaö hvaö miklar breytingarnar
þurfi að verða þyrfti maður að
hafa staðreyndirnar á borðinu.
En verði gengið fellt þyrfti jafn-
hliða að gera aðrar ráðstafanir i
peningamálum, fjármálum og
vísitölumálum, sem komi i veg
fyrir að það sama eigi sér stað
og við fyrri gengisfellingar að
árangur þeirra renni á skömm-
um tima út i sandinn.
Aðalvandinn i dag er vixl-
hækkun verðlags og kaupgjalds”
Um siðustu ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar að ábyrgjast
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
sagði Ólafur, að það væri aldrei
annað en hrein bráðabirgða-
ráðstöfun. Næsta skrefið yrði þá
að tryggja fé til þess. Þetta gæti
ekki leyst vandann nema mjög
skamman tima. ,,Að óbreyttu
ástandi held ég að óhætt sé að
segja að rekstrargrundvöll
m
segir Ólafur Björnsson prófessor
um lausn efnahagsvandans
,,í stuttu máli tel ég að I fyrsta
lagi veröi að koma á jafnvægi i
greiösluviðskiptum okkar viö
útlönd. 1 öðru lagi að tryggja
þaö aö sæmilega rekin út-
flutningsfyrirtæki geti haldið
áfram rckstri sinum. Og svo er
auövitaö nauösynlegt aö stööva
veröbólguvöxtinn. Ef þaö verö-
ur ekki gert má gera ráö fyrir
þvi aö ráöstafanir sem ná fyrr-
nefndum markmiöum veröi
haldlitlar”, sagöi Ólafur
Björnsson prófessor i samtali
við Visi er hann var beöinn aö
segja álit sitt á ástandi efna-
hagsmála þessa dagana.
„Þetta er það sem þarf að
gera”, sagði Ólafur, ,,en siðan
er það spurning um leiðirnar.
Mér finnst aðalatriðið, miðað
við það sem áður hefur verið
gert,að taka peningamálin sér-
staklega föstum tökum. Stöðva
verðbólguaukningu frá þeirri
hlið. Að minnsta kosti þarf að
koma i veg fyrir að raun-
vextir, eins og það er kallað, séu
neikvæðir. Ef það er ekki gert
hlýtur verðbólgan að halda
áfram.”
— En þarf að breyta
skráningu gengisins?
„Mér þykir það ekki óliklegt
að einhverja breytingu þurfi að
Umræöurnar sem fram hafa fariö um stööu Sjálfstæöisflokksins
nú sföustu vikur hafa veriö býsna fróölegar. Þær endurspegla aö
nokkru ólik viöhorf innan flokksins, en þó miklu fremur hugrenn-
ingar einstakra manna og tiifinningahita eins og eðlilegt er á timum
vonbrigöa.
Flestir sjálfstæöismenn hafa taliö þaö nokkra búmannsbót aö
bera sig karlmannlega og heitið þvf aö safna liöi, eins og margvitn-
uö Ólöf rfka, þegar hún spuröi fall Björns bónda sins. Þaö er vissu-
lega vel.
En þrátt fyrir aila karlmennskuna hafa ýmsir sjálfstæöismenn, —
flokksbræöur mfnir — veriö I hefndarhug. — Hver er sökudólgur-
inn? Finnum hann og drepum, þaö er allra meina bót, hafa margir
þeirra sagt i blaðagreinum upp á sfökastiö. Sumir hafa þóst býsna
fundvisir. Geir Hallgrfmsson er hinn slæmi maöur, aö dómi nokk-
urra sjálfstæöismanna.
Skiptar skoðanir
Að visu hafa skoðanir verið
skiptar. Sumir vilja reka hann
úr forystu, aðrir gjarnan lika ,
en sakir þess að þeir sjá engan
meðal sinna sem skárri er, telja
þeir aö best sé aö leyfa Geir að
sitja i formannssætinu, þar til
betri maður finnst.
Niðurstööur sem þessar finnst
mér heldur fáfengilegar og lítt
igrundaðar. Þær lýsa einkar vel
hugarfari þeirra manna sem
slikar skoðanir aðhyllast. Aö
komast að svona niðurstöðum,
er i raun og veru að einfalda svo
hina pólitisku mynd, að engu
tali tekur. Eða hvernig dettur
nokkrum heilvita manni það i
hug að formaður stjórnmála-
flokks beri einn ábyrgð á vel-
gengni eöa tapi flokks sins.
Þar valda margir samverkandi
þættir, sem er alls ekki svo auð-
velt að skýra.
Með kikinn við blinda
augað
Þýski heimspekingurinn
Nietzsche, sagði að guð væri
dauður.og boðaði ofurmennis-
kenningu. Eg efa það ekki, að
væri hann nú á lifi þá fagnaði