Vísir - 31.07.1978, Qupperneq 14

Vísir - 31.07.1978, Qupperneq 14
14 Mánudagur 3i. júli 1978 VÍSIR Mikið annriki hefur verið við Akraneshöfn að undanförnu. Lagar- Hekla lestar sement út á land en Skeiðfaxi laust sement til foss kom með Grundartangagóss og tók gáma, Suðurlandið lest- Reykjavi'kur. aði saltfisk og togararnir Haraldur Böðvarsson og Krossvik komu Góðar gæftir og mikill afli hafa mikla vinnu i för með sér i fisk- með fullfermi. Nokkrir ioðnu- og fiskibátar liggja i höfninni og verkunarstöðvum og afskipanir verið tiðar Afurðalónin hœkkuð til að losa lónsfé úr birgðum að sögn Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra ,,Við vonunist til, að með þvi að hækka aíurðalánin örvist útflutn- ingurá birgðum i landinu, og eitt- livað af því lánsfé, sem hefur ver- ið bundið i þeim, losni" sagði Jóbannes Nordal seðlabanka- stjóri er Visir innti hann eftir þvi, hvernig bankinn befði haft efni á að hækka lánin, eins og nú er ástatt fyrir honum. Að sögn Jóhannesar hefur safn- ast allmikið af birgðum upp á sið- kastið, meðal annars út af út- flutningsbanninu, og hefur bank- inn lánað út á þær. Með þvi að örva útflutninginn endurheimtir bankinn þetta fé, og kemur það upp á móti hækkun lánanna. —AHO Athugasemd fró stjórn Hjúkrunarfélags íslands: Engin stefnubreyting um félagsaðild B.Sc. hjúkrunarfrœðinga Þriðjudaginn 25. júli sl. birtist i VIsi grein um launamál hjúkr- unarfræðinga frá Háskóla tslands (B.Sc.). Erþar m.a. lýst samskiptum B.Sc. hjúkrunar- fræðinga við stjórn Hjúkrunar- félags tslands (HFt). Þar sem stjórn HFt telur að umrædd blaðagrein, sem byggð er á viðtali við ónefnda B.Sc. hjúkrunarfræðinga, gefi ekki retta mynd af samskiptum B.Sc. hjúkrunarfræðinga við HFt, vill stjórnin taka fram eftirfarandi: 1. A viðræöufundum B.Sc. h júkrunarfræöinga og stjórn- ar HFt vorið 1977 var B.Sc. hjúkrunarfræðingum kynnt kröfugerð HFt að sérkjara- samningi, sem kynnt hafði veriö á fjölmennum félags- fundi 5. mai 1977. Þar var gert ráð fyrir að hið svokailaða námsmat verði fellt niður. M.a. var krafist 19. lfl. fyrir almennan hjúkrunarfræðing, 20. lfl..fyrir hjúkrunarfræöing eftir 4 ára starf og 21. lfl. fyrir h júkruna rf ræöing meö sérleyfi, þ.e. með sérnám eft- ir að almennu hjúkrunarnámi er lokið, ásamt sérfræöileyfi heilbrigðismálaráöuneytís i viðkomandi grein. B.Sc. hjúkrunarfræðingum var þvi kunnugt um kröfugerð HFÍ og þá stefnu að horfið verði frá námsmatinu gamla, sem hafði um árabil staðið þróun launamála hjúkrunar- fræðinga fyrir þrifum. Stjórn HFl fær á engan hátt séð að slikt sé i ósamræmi við grundvallarstefnu HFt i menntunarmálum eins og gefiðer iskyn i greininni. Það var þvi ekki um neina stefnu- breytingu aðræða af hálfu HFt mcðan á viöræðum um félagsaöild B.Sc. hjúkrunar- fræðinga stóð. Skal hér itrek- uðsú skoðun stjórnar HFl, aö rétt er og eðlilegt að allir hjúkrunarfræðingarséul einu og sama stéttarfélagi. 2. Vitnað er I bréf stjórnar HFt til B.Sc. hjúkrunarfræöinga, en i greininni segir:,,Þennan sama dag hafði stjórn Hjúkr- unarfelags tslands sent B.Sc. bjúkrunarfræðingum bréf. Þarsagði að stjórmn teldi að nám i hjúkrunarfræðum viö Háskóla tslands skuli ekki metiö lægra til launa en annaö sambærilegt háskóla- nám”. t bréfi þessu felst engin stefnubreyting af hálfu HFt og ekki er félagið heldur aö blanda sér i launamál utan- félagsmanna. Bréf þetta var svar við bréfi hjúkrunarfræö- inga B.Sc. dags. 10. april sl. Með fylgdi samþykkt auka- fulltrúafundar Hjúkrunar- félags tslands 7/9 1977, sem inniheldur m.a. eftirfarandi: Hjúkrunarskóli tslands verði geröur að Hjúkrunarháskóla, allt grunnnám i hjúkrunar- fræði verði þannig samræmt og fært á hásakólastig að nauðsynlegum aðlögunar- tima liðnum. Að próf sem veita tiltekin starfsréttindi skulu metin jafngild án tillits til þess á hvaöa tima þau eru tekin. Að séö verði fyrir simenntun og framhaldsmenntun eftir þörfum hjúkrunarstéttarinn- ar. Bréf þetta var sent B.Sc. hjúkruna rfræðingum 13/6 1978. Stjórn HFt itrekar að nám I hjúkrunarfræöum við Ht skuli ekki metið lægra en sambæri- iegt háskdlanám. Slikt væri hrein vanvirða við hjúkrunar- stéttina i heiid. Sú stefna félagsins sem fram kom i kröfugerðinni og vitnaö er I hér að framan er jafn- framt skýr og að henni mun félagiö vinna. 3. Þá segir i greininni að samkv. námsmati hljóti B.Sc. hjúkr- unarfræðingar 173 stig en aör- ir hjúkrunarfræðingar 87 stig. Rétt er að benda á að i úr- skurði kjaranefndar þ.e. núgildandi sérkjarasamningi IIFter námsmatið fellt niður og heyrir þvi fortiðinni til hvað varðar félagsmenn HFt. Meðþökkfyrir birtinguna Stjórn Hjúkrunarfélags tslands ,ISLENSKIR TOMATAR ERU BRAGÐMEIRI EN ERLENDIR' Hafirðu hvorki bragðað góm- sæta agúrkusúpu né holla og megrandi tómatsúpu þá er sannarlega kominn timi til að þú athugir uppskriftirnar sem koma fram I viðtalinu við Helgu Gott er hér fer á eftir. Viö höfðum spurnir af þvi að Helga kynni að búa til þessar lika geðþekku súpur úr tómöt- um og agúrkum, og fannst okkur fengur að þvi að nálgast þær hjá henni. Helga Gott hefur á undan- förnum árum búið i Grimsby þar sem maður hennar, John Gott, verslar með islenskar fiskafurðir. Og þrátt fýrir að hún hafi dvaliö langtimum erlendis talar hún lýtalausa islensku. „Maður gleymir þd aldrei móðurmáli sinu,” sagði hún, hálfhissa á því að við skyldum hafa orð á þessu. Helga sagði að i Grimsby vær u n ú um þa ö bil 14 islens kar konurog hefðu þær stofnað með sér félag sem þær nefna „Freyja”. Konurnar hittast einu sinni i hálfum mánuöi svona rétt til þess að rabba saman ogfá sér kaffi og Islensk- ar pönnukökur. Helga sagði að sér likaði vel að búa i Grimsby. Það væri kannski ekki svo ýkja mikill munurá því ogbúa hér á islandi en I nokkrum atriðum væri það þó frábrugðið. Meðal annars værigrænmetimun meira notað þar en hér. Var ekki laust við að sér fyndist stórfurðulegt að það þyrfti að henda tómötum á haugana. „islenskir tómatar eru mun bragðbetri en erlendir,” sagð Helga. Það er þess vegna mjög skrítiö að það skuli ekki vera borðað meira af þeim og þeir notaðir meira til matargerðar en virðist gert. Helga hafði búið til agúrku- súpuna sem við höfðum frétt af og gaf okkur að smakka. Hún fullyrti að maöur væri ,,enga stund að búa hana til” og hvað sem þvi liður þá varsúpan alveg ofboðslega góð. Aðvonum varð Helga fúslega við þvi að gefa okkur uppskriftina. „Það sem er m.a. gott við þessa súpu er að hana má með góðu móti frysta. Þá er hægt að búa til stóran skammt og frysta siöan i smáskömmtum. Ein agúrka er flysjuð, skorin eftir endilöngu i fernt og siðan I bita. Gúrkan er siðan soðin i 1/2 potti af vatni sem I er settur einn og hálfur teningur af hænsnasoðkrafti. Litill laukur er brytjaður smátt og soðinn með. Þetta er soðið i um það bil 15 minútur eða þangað til gúrk- an og laukurinn eru orðin meyr. Þá eru gúrkan og laukurinn marin I gegnum sigti. Þessi súpa er bökuð upp. 30 grömm af hveiti og 30 grömm af smjörieruþynnt út meðseyðinu, og soðið I fimm minútur. Súpan er nú tekin af og látin kólna. Ef það á að frysta súpuna er best að gera það á þessu stigi. En súpan er ekki fullgerð fyrr en tveimur eggjarauðum hefur verið bætt út I og dálitlum rjóma. Eftir að það hefur verið gert má súpan ekki sjóða.” Við spurðum Helgu hvar hún hefði iært að búa þessa súpu til. Hún sagði að hún hefði sótt námskeið hjá Cordon Bleu skól- anum en samtals hefur hún verið tvö ár i þeim skóla. „En það er ekki mjög praktiskur skóli,” sagði Helga. „Maður lærir frekarað búa til vcislumat þar. „Og súpansú arna sem við fengum hjá Helgu ber þess sannarlega merki hvaðan hún er komin. En Helga lumar á annarri uppskrift og það af tómatsúpu. Hún sagðist hafa fengið þá upp- skrift hjá heilsuhæli i Suður-Englandi og er mælt með súpunni sem sérstakri megrunarsúpu. „t súpuna notar maður 1 1/2 kg af tómötum og 1 1/2 kg af gulrótum og einn stóran lauk. Gulræturnar eru skafnar og brytjaðar niður og laukurinn er saxaður i smátt. Þetta er síöan látið i svo litið vatn að það rétt fljóti yfir. Þá er tveimur mat- skeiðum af sjósalti og 2 teningum af hænsnasoðkrafti bætt úti. Soðið þangað til verður meyrt. Tómatarnir eru flysjaðir en eina leiðin til þess aö gera það auðveldlega er að hella yfir þá sjóðandi vatniog láta þá standa I þvi I nokkrar minútur. Siöan eru gulræturnar, laukurinn og flysjaðir tómatarnir sett I blöndunarkvörn (liquidizer) i nokkrar minútur og á eftir marið i gegnum siu. Siðan er öllu skellt i pott aftur og bragð- bætt með salti og pipar og 6 dropum af tabasco. Þetta er látið sjóða I fimm mihútur og siöan látið malla i hálftima.” Fyrir þá sem ekki eiga blöndunarkvörn er hægt að nota siu einvörðungu. Eru þá gulræt- urnar marðar i gegnum siu þegar þær eru soðnar, og sömu- leiðis tómatarnir. Það er einnig mjög gott að frysta súpu.” „Venjulega bý ég til stóran skammt af súpu og frysti I smá- skömmtum. Ég set þá hæfilegan skammt i plastpoka. Pokann set ég siðan i skál svo súpupokinn mótist þannig að auðvelt sé að stafla pokunum upp I fryst- inum.” Við þökkum Helgu kærlega fyrir spjallið og súpuuppskrift- irnar. Það er ástæðulaust að draga það að reyna nýjar mataruppskriftir úr svo hollum fæðutegundum sem tómatar og agúrkur eru. IslenskiF tómatar og agúrkur fást ekki hérna nema á vissum árstima og það erþvium aðgeraað notfæra sér þessar grænmetistegundir ineöan þær gefast og sérstak- lega eftir að verðiö á þeim hefur lækkað svo mikið sem raun ber vitni um. ÞJH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.