Vísir - 15.09.1978, Side 3

Vísir - 15.09.1978, Side 3
;MÍ ’ . í.l Föstudagur 15. september 1978 Fulltrúar meirihlutans fólu mér áfram störf — segir Aðalsteinn Ingólfsson Aldrei róðið Aðalstein Vilja selja ferska síld til útlanda „Gengur ekki vel að selja saltsíld", segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ „Það sem fyrir okkur vakir er fyrst og fremst að hægt verði að selja sildina”, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, við Visi i morgun, en útgerðarmenn vilja fá leyfi til að sigla með ferska sild til Danmerk- ur. „Það virðist ekki ætla að ganga vel að selja saltsildina og verður þá að gripa til annarra ráða”, sagði Kristján. „Aframhald samninga- viöræöna um sölu á saltsild til RUsslands áthii aö fara fram i Moskvu i þessum mánuöien óvist erhvaö úr þeim veröur. Aöeins er búiö aö selja lltinn hluta fyrir- fram af þvi sem leyft er aö veiöa og viö viljum fá einhverja trygg- ingu fyrir þvi aö hægt veröi aö selja sildina”. Kristján sagöi aö allar likur bentu til þess aö hægt yröi aö fá betra verö fyrir einhvern hluta fersksildarinnar i Danmörku en fæst fyrir saltsfld. Fundur meö samstarfsnefnd. sem skipuö er fulltrúum Sildarútvegsnefndar, LIÚ, sjómanna og sildarsaltenda kom saman I sjávarútvegs- ráöuneytinu til þess aö ræöa sölu- horfur á sild. —KS — segir Guðrún Helgadóttir Aðalsteinn Ingólfsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Listráðs Kjarvalsstaða, efndi til blaðamannafundar að Kjarvalsstöðum i gær, þar sem hann skýrði af- stöðu sina til brottvikn- ingar hans úr starfi framkvæmdast jóra. Aðalsteinn hefur gegnt starfinu frá þvi i byr jun árs 1976, og rann samningur við hann út i febrúar s.l. Var hann þá beðinn um aö gegna áfram störfum fram yfir kosningar. Skömmu eftir kosn- ingar segir Aöalsteinn.aö Guörún Helgadóttir, borgarf ulltrúi Alþýðubandalagsins og Þorbjörn Broddason, varaborgarfulltrúi sama flokks, hafi farið þess á leit viðsig, aö hann héldi áfram störf- um, — enda væri góöur andi fyrir þvi, aö hann yröi áfram i þessu starfi. Kvaöst Aðalsteinn þvi hafa haldiö ótrauöur áfram störfum fram i byrjun ágústmánaöar, aö hann fékk vitneskju um aö nafn hans heföi veriö tekið út af launa- skrá. Nokkru siöar barst honum siöan afrit af bréfi formanns stjórnar Kjarvalsstaöa, Sjafnar. Sigurbjörnsdóttur, til launadeild- arinnar, þar sem stjórnin óskaöi eftir þvi, aö hann yrði tekinn út af launaskrá. „Mér haföi ekki veriö tilkynnt um þessar aögeröir. og vann áfram i' góöri trú. Þaö var ekki fyrr en 4. ágúst, sem ég fékk formlega aö vita, aö ég væri kom- inn af launaskrá, sem þýöir þaö, aö frá mánaöamótum haföi ég unnið kauplaust, þar eö laun min eru greidd eftirá.” Sagöist Aöalsteinn siöan hafa þurftað standa I stappi til þess aö fá a.m.k. laun fyrir unnin störf og hafi borgarráð loks samþykkt aö veröa við þeirri beiöni. A fundinum lýsti Aöalsteinn megnri óánægju sinni meö skipulagiö á rekstri Kjarvals- staða. Þar væru tvær stjórnir, stjórn Kjarvalsstaða og Listráö, sem hvor um sig heföi fram- kvæmdastjóra á sinum snærum. Samkomulag milli þeirra fram- kvæmdastjóranna heföi veriö af- leitt. Visir haföi tal af Guörúnu Helgadóttur, sem nú á sæti I stjórn Kjarvalsstaöa, og bar und- ir hana ummæli Aðalsteins. „Þetta er ekki rétt frá skýrt”, sagöi Guörún. Éghef aldrei ráöiö Aðalstein Ingólfsson til aö gegna áfram starfi framkvæmda- stjóra, enda haföi ég ekki til þess neitt umboð. Ég hef heldur ekki komið á fund Aðalsteins, eins og hann lætur að liggja.” Annars kvaöst Guðrún sem minnst vilja tjá sig um mál þetta, þar sem hún byggist við, aö stjórnin myndi senda frá sér umsögn um málið. —GBG Myndin sýnir fslensku sendinefndina ásamt bæjarstjóra og bæjarritara Angmagssalik. Tiu manna sendinefnd frá Kópavogi fór nýlega i heimsókn til vinbæj- arins Angmagssalik á Grænlandi. Þaö voru Norræna félagiö I Kópavogi og bæjarstjórnin, sem áttu hlut aö þessari heimsókn. A sameiginlegum fundi sveitarstjórnarmanna I Angmagssalik og bæjarstjóra, bæjarfulitrúa og formanns Norræna félagsins komu fram hugmyndir um nánara samstarf þessara aöila, segir i frétt um þetta fyrsta vinabæjarmót á Austur-Grænlandi. Þessar hugmyndir veröa nánar ræddar I Kópavogi og Angmagssalik. —ESJ. DREGID I KVOLD HjortQvemd

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.