Vísir - 15.09.1978, Síða 11

Vísir - 15.09.1978, Síða 11
11 1 Sl Rl Föstudagur 15. september 1978 Haldin er mikil veisla þegar Jói kemur heim með milljónamæringinn Kap vin sinn. Það er Erlingur Gislason sem fer með hlutverk hans. Stúlkan hinum megin af hnettinum — Edda Guðmundsdóttir leikur Flör „011 ER SER A BÁTI" — segir Emil Gunnar Guðmundsson um hlutverk sitt Það er Edda Guðmundsdóttir sem leikur stúlkuna sem er frá einhverjum stað hinum megin á hnettinum. Hún er kölluð Flör i leiknum. „Þetta er skemmtilegt hlut- verk, en það er erfitt að leika það og þetta er ekki hlutverk sem maður gengur inn i og hefur ein- hverjar fyrirfram ákveðnar hug- myndir um,” sagði Edda. ,,Ég hef aðeins verið á sviðinu i Lindarbæ, en samt sem áður finn ég ekki mikinn mun á þvi og að leika hér. Ég kviði alveg eins fyrir sýningum þar og hér. Eini munurinn er kannski sá að hér þarf maöur að brýna röddina.” Tókað sér hlut- verkið að ósk höfundar - Kristín Bjarnadóttir leikur Dísu Kristin Bjarnadóttir leikur nú I fyrsta sinn á sviði hér á landi. Hún fer með hlutverk DIsu, eða dóttur bakarans og reyndar er hún einnig kona lyfsalans. „Það er miklu betra að leika á sinu eigin móðurmáli tslenskan er miklu dramatiskara mál”, sagði Kristin þegar við litum inn til hennar þar sem hún var að undirbúa sig undir æfingu. Kristin stundaði leiklistarnám i Óðinsvéum og hefur starfað i Kaupmannahöfn s.l. 2 ár. Hún hefur leikið i sjónvarpskvik- myndum og á sviði i Danmörku. Kristin tók að sér hlutvferk dóttur bakarans að ósk höfundar leik- ritsins Jökuls Jakobssonar. —KP. „Óli, eða ólafur eins og hann heitir réttu nafni er dálitið sér á báti, hann er ekki eins og hinir þorpsbúar”, sagði Emil Gunnar Guðmundsson sem stendur nú i fyrsta sinn, á sviðinu i Þjóðieik- húsinu. Hann er nýútskrifaður úr Edda Guðmundsdóttir leikur Flör. Leiklistarskóla tslands. „Ég hafði gert mér litla hugmynd um þaö hvernig starfið væri hér i leikhúsinu, en ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum,” sagði Emil. —KP. Emil Gunnar Guömundsson leikur óla. Myndir Jens Alexandersson. Sjálfstæðisflokkurinn myndi fylgja eftir miklum kosningasigri meö sterkum aðgerðum ermiðuðu að þvi að kyrra efnahagslifið. Meðan sú stjórn haföi vinnufrið gerðist þó næsta litið i þvi efni, enda sannast mála að sú stjórn hélt sig einkum innan ramma viðureignar við verðbólgu og stundaði prósentureikning kvölds og morgna, án þess að verulegur árangur næðist i einangruðum dæmum. Sú rikisstjórn hafði enga forustu um allsherjar endur- skoðun efnahagsmála og engar tillögur voru uppi um nýjar leiðir, sem hefðu með nokkrum fórnum getað aflað henni virðingar og viðurkenningar almennings. Hún tók við miklum ófarnaði og hún hvarf á braut i rykmekki mikilla ósigra. Haldi menn enn að mestur hluti stjórnmála sé að koma sér i haganlega aðstöðu milli kosn- inga, til þess eins aö geta unnið mikla kosningasigra, þá má a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn hafa það i huga, að hann endurtekur ekki leikinn frá 1974 á næstunni, enda hefur tekist á timabilinu frá 1974—78 að gera hann meðábyrg- an um búksorgir þjóðarinnar. Nýir gapuxar komu til sögunnar. Nýir gapuxar komu til sögunn- ar fyrir siðustu kosningar, beint úr stjórnarandstööu, og þeir unnu kosningarnar fyrirhafnarlitiö. Það virðist þvi enn við lýði, að al- mennur kjósandi fylgi fyrst og fremst hávaðanum i pólitikinni, þótt vitað mál sé að mesta slysið i islenskum stjórnmálum, og orsök á ófarnaði okkar, sé sústaðreynd að þjóðarhagur kemur stjórn- málaglimunni ekkert við, nema að þvi leyti sem hún getur heyrt undir floWishagsmuni. Viö höfum siðan 1971 ekki séö framan i nokkurn mann, sem hefur þorað að risa yfir kröfurnar. Aftur á móti höfum við haft nóga stjórn- málamenn, sem stynja og kvarta bæði i ræðu og riti yfir þvi að hér sé verið að eyða meiru en aflast. Framkvæmdir til að ráða bót á þessum ósið hafa aftur á móti verið lagðar fyrir róða. Málsvarar flokka og þrýstihópa eru litlir í ráðherrastólum Og enn er komin rikisstjórn sem vill „stefna að” og „endurskoða”. Sú vinstri sam- steypa, sem nú situr við völd hefur engum peningum að eyða, eins og stjórnin frá 1971. Hún er lika alveg úrræðalaus, eins og stjórn Geirs Hallgrimssonar. Þaö eina, sem hún hefur framyfir er einskonar friður við verkalýðs- hreyfinguna og launþega al- mennt, þótt komið sé i ljós, að NeðanmáU Indriði G. Þorsteins- son skrifar: Almenningur sér að hann hefur verið svikinn um þær úr- lausnir, sem hann óskaði eftir, þ.e. frið fyrir verðbólgu, frið fyrir stöðugum verð- hækkunum og frið fyrir stöðugu rikis- kvaki út af afgangin- um af þvi einka- framtaki, sem enn stendur halt og meitt við biðstofur rikis- bankans og þykist vera i útgerð. > efnahagslögin frá þvi i febrúar s.l. hafi verið fjölda launþega hagstæöari en friðþægingarsúpa núverandi stjórnar. Um leið og ein rikisstjórn miðar stefnu sina i efnahagsmálum við þarfir verka- lýðshreyfingar, er hún að lýsa þvi yfir að hún sé aðeins rikisstiórn eins hluta þjóðfélags. Kemur það alveg heim við lýsinguna hér á undan á þvi hvernig forustu- menn þjóðar eru flokkspólitiskir fyrst og leiðtogar númer tvö. En þótt þessir flokksleikir séu uppi virðist nú ganga misjafnlega að láta þá skila hagnaöi i kosning- um, enda ersannast mála, að þeir menn eru ósköp virðingarlitlir, sem sitja sem málssvarar flokka og þrýstihópa i ráöherrastólum og þykjasta vera að stjórna þjóð- féla gi. Sömu reiknimeistararn- ir sitja enn við að reikna prósentur Úrræði núverandi rikisstjórnar eru engin. Stefnumið hennar er aðeins framhaldsskák á vondum reikningsdæmum, sem þegar hafa veriö þrautreiknuð allt frá þvi að þrautagangan mikla hófst ásumardögum 1971. Sömureikni- meistararogáöur sitja enn við að reikna prósentur . Grundvellirn- ir, sem reikningurinn byggist, á, fara brátt að lenda i kennslubók- um fyrir aldurs sakir. Engin ný hugsun hefur verið hugsuð um efnahagslif þjóðarinnar hvorki i þjóöhagsstofnun eða i rikisstjórn, og heldur ekki hjá „fööur stjórnarinnar”, hinum fyrrver- andi barnakennara á Noröfirði. Um núverandi rikisstjórn er vert að vitna til orða úr Sverrissögu, en þar stendur á þessa leið: Variö ykkur á umrenningum konungs. Þeir sjá ekki lengi i augu mönnum og vopn þeirra eru ekki ættfróð. Og þessi aumingjatimi hlýtur einhverntima að enda Hin nýja rikisstjórn verður far- in að verða niðurlút á næstu vor- dögum. Almenningur mun bráð- lega heimta kosningar að nýju, vegna þess aö hann sér að hann hefur verið svikinn um þær úr- lausnir, sem hann óskaði eftir, þ.e. frið fyrir veröbólgu, friö fyrir stöðugum verðhækkunum og frið fyrir stöðugu rikiskvaki út af af- ganginum af þvi einkaframtaki, sem enn stendur halt og meitt við biðstofur rikisbáknsins og þykist vera i útgerð. Innflutningsversl- unina verður aö gera normala. Visitöluna veröur aö leggja niður að mestu. Og einkareksturinn verður að skilja þaö, aö hætti hann ekki að liggja eins og bón- bjargamaður viö hvers manns dyr þýðir það þjóönýtingu fyrr eða siðar. Skattheimtan og niöur- greiðslan er ekki annað en lausn handa pólitiskum aumingjum, sem hugsa bara um helminginn af þjóðinnieða svo. Og þessi aum- ingjatimi hlýtur einhverntima aö enda. Sé máliö I raun og sannleika svo vaxið, að allir flokkar lands- ins séu s vo bundnir af itökum, að þeir geti engar lausnir fundið, verður að fara að efla þjóðar- flokk, sem gerir kröfu til að vit- leysunni ljúki. IGÞ — Sú vinstri samsteypa, sem nú situr við völd hefur engum peningum að eyöa eins og stjórnin frá 1971. Hún er Ilka alveg úrræðalaus eins og stjórn Geirs Hallgrimssonar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.