Tíminn - 25.09.1969, Page 1
fiiliíll
209. tbl. — Fimmtudagur 25. sept. 1969. — 53. árg.
í kaupiéUtgínt*
Framleiddu fyrir 550
milljónir til ágústloka
Á laugardaginn var rét+aS í Þverárrétt í Vesturhópl I V.-Hún. og tók Gunnar þá þessa mynd í réttinni, og
má siá að þarna hefur verið margt um manninn, eins og víðar í réttuím. Á bis. 6 eru fleiri réttarmyndir úr
V..Hún., Víðidalsrétt og Valdarásrétt.
Emil Jónsson á Allsherj arbinginu:
SAMEINUÐU ÞJOBIRNAR
ÞURFA STERKT FRIDARLID
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Emil Jónsson, utanríkisráðherra,
hélt í gær ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna, og ræddi um
ýmis málefni. Lagði hann m. a.
áherzlu á nauðsyn þess að gera
SÞ sterkari. Benti hann á, að vit
að væri hveruig færi fyrir þeim,
sem framkvæmdir ættu að annast,
en ekkert framkvæmdavald hefðu,
og væru SÞ engin undantekning.
Þurfi þær að hafa framkvæmda-
vald til að koma sínum málum
fram — sterkt löggæzlu- og friðar
lið.
Emil ræddi m. a. um það, hvern
ig hægt væri að rækta með öllum
þjóðum það hugarfar, sem sam-
ræmist stofnskrá SÞ, og sagði þar
um m. a. eftirfarandi:
Næsta ár eru 25 ár liðin frá
stofnun Sameinuðu þjóðanna. Er
ekki að efa, að þe9sa afmælis verð
Framhald á bls. 14
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
í sumar hefur víða verið
góður aíli hjá róðrarbátum,
og mikil vinna í landi við fisk
verkun. Enda þótt aflaskýrsl-
ur sýni, að aflamagnið er
ekk: svo mikið meira í ár en
á sama tíma í fyrra, þá er
framleiðsluverðmæti freð-
fisksins mun meira í ár en
undanfarið, og er það vegna
þess að meira hefur verið
fryst og meira sett í dýrari
umbúðir, en ekki eins mikið
í blokkir og áður. í viðtali
við Guðjón B. Ólafsson fram-
kvæmdastjóra sjávarafurða-
deildar SÍS í dag, kom fram,
að hjá Sambandsfrystihúsun-
um hefur orðið 31% aukn-
ing í framleiðslu freðfisks
miðað við ágústlok, og laus-
lega reiknað kvað Guðjón
framleiðsluverðmætið vera
eitthvað í kring um 550 millj-
ónir, gæti verið meira, og
gæti verið minna, en þetta
væri ágizkunartala.
Guðjón B. Ólafisson fraimkvæmda
stjórj sagði, að langmest af freð
fiskinum færi á Bandaríkjamaiik
að, og þar vœri verðið betra
en á Sovétmarkaðinum. Au'kning
in á freðfisfcframleiðslunni hjá
þeim frystihúsum sem sjávaraf-
urðadeild SÍS seldi fyrir vœri úr
10900 tonnum miðað við ágúst-
lok f fyrra og í 14300 tonn miðað
við ®ama táma í ár. Minna væri
saltað af þeim afía sem bærist á
land, en meirá aítur á móti hengt
upp til skreiðarverkunar.
A£ þeim freðfiski sem búið var
að framileiða á ágústlok hjá Sam
bandsfrystiihúsunum var búið að
afskipa 2/3 á samu tíma.
Viðbótin við Harrisburgverksmiðj-
una tekin í notkun 15. okt.
Þá sagði Guðjón, að framleiðsl
Fnamhald á bls. 14
Miklir heyflutningar úr Eyja-
firði til annarra landshluta
— Bændur í Axarfirði hucja á heysölu eftir að hafa keypt hey undanfarin ár
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Hey er nú flutt úr Eyjafirði og
víðar í marga landshiuta. Hefur
m. a. verið flutt hey úr Eyjafirði
alla leið til ísafjarðar, en aðal-
heymagnið er flutt suður í Borg
arfjörð og á Suðurlandsundirlend
ið. í Axarfirði liafa hændur verið
að liugleiða heysölu, vegna fyrjr
spurna, og má segja að það sé
af sem áður var. þegar hey hefur
verið flut að sunnan og i N.-
Þing.
Um síðustu helgi voru ráðu-
nautarnir Bjarni Arason og Guö-
mundur Pétursson ur Borgarfirði i
á ferð í Eyjafirði til að kaupa'
hey. Munu þeir hafa keypt um I
fimm þúsund hesta víða i Eyia
firði, og standa nú yfir flutningar
á því suður i Borgarfjörð Greiða
borgfirskir bændvr 3—4 krónur
fyrir kílóið af heyinu, og um tvær
krónur fyrir flutning á hverju
kílói suður. Allt er heyið vél-
bundið.
Ármann Dalmannsson formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
sagði í viðtali við Tímann í' dag,
að hann hefði í morgun verið á
ferð með þeim Stefáni Jasonar
syni, Vorsabæ, formanní Búnaðar
sambands Suðurlands og Her-
manni Guðmundssyni á Blesastöð
um stjórnai-manni í BSS til hey
Framhald á bls. 14
Fyrri hluti einkavið- •
tals við Svetlönu
Stalínsdóttur er á
blaðsíðu 8. Síðari hlut-i
inn birtist í blaðinu
i
á morgun.
Sjór notaður
við slökkvi- i
starf á Kjal-
arnesi í gær
SB-Reykjavík, miðvikudag.
Siökkvilið Reykjavíkur var
kvafct út kl. 15.14 i dag. Kvikn
að hafði í íbúðarhúsinu að
Hjarðarnesi á Kjalarnesi. Erfið
lega gekk að uá til vatns á
staðnum og tafðist slökkvistarf
ið af þeim sökuni. íbúðarhúsið
eyðilagðist, en sambyggða
hlöðu tókst að verja.
Sjö siökkviliðsmenn fóru á
staðinn á þrem dælubilum. Þeg
ar þeir komu uppeftir, var
íbúðarfhúsið alelda. Fljótlega
tókst að stöðva útbre ðslu elds
ins og hlaða, sem er byggð <nð
íbúðarhúsið skemmdist ekkert.
Fólk, sem hafði drifið þarna
að, hjálpaði cil við slökkvistarf
ið, með því að bera sjó í föt
um að, en erfiðlega gekk fyrir
slökkviliðið að ná í vatn. Far
ið var með dælu út í sjó, en
kvika var sivo mikil, að illat
gekk að dæla upp, þar til einn
slökkviiiösm'aðurinn óð út í
og stóð á slöngunni 1 sjó upp
að mitti góða stund.
Annar maður úr slökkvilið
inu var fyrir slysi og missti
meðvitund, er hani. fékk raf-
straum úr heimtauig hússins.
Framhald á bls. 14. )
y