Tíminn - 25.09.1969, Síða 9
WflVIMTUDAGUR 25. september 1969.
TIMINN
9
Útgefondi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
t l'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl
G. Þorsteinsson. FuUtrúl ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrtmur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur t Eddu-
tiúsinu. símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 1. —
Afgreiðsluslmi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mánuði, Innanlands. —
í iausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hJ.
Er landgrunnsstefnan
gleymd ?
Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flutti ræðu á þingi
Sameinuðu þjóðanna í fyrradag og minntist meðal ann-
ars á fiskveiðar og verndun fiskstofna og kvað þróunina
í Norður-Atlantshafi svo ískyggilega, að vá væri fyrir
dyrum, ef ekki yrði komið á skynsamlegri stjóm og
eftirliti með þeim veiðum. Hann kvað það eðlilegt, að
þjóðir, sem ættu efnahagsafkomu sína að mestu undir
fiskveiðum eins og íslendingar, væra uggandi og teldu
sanngirnismál að fá sérstök forréttindi á fiskimiðunum,
sem liggja utan núverandi fiskveiðilögsögu þeirra, því
að þær stæðu andspænis efnahagslegu hruni að öðrum
kosti.
Þótt ráðherrann ræddi ekki berum orðum um nauð-
syn á stækkun fiskveiðilandhelgi, verður að telja spor
í rétta átt, að hann skyldi vikja að þessum málum á
allsherjarþinginu, eftir að hafa þagað um þau i
ræðum síðustu ára. Hitt hlýtur að teljast, furðulegt að
ráðherrann skyldi ekki túlka og lýsa yfir berum orðum,
skýrt og skorinort, hver stefna Alþingis íslendinga er
í þessu máli, og þá vonandi ríkisstjómarinnar líka, og
mætti hver íulltrúi allsherjarþingsins því ætla það af
ræðu ráðherrans, að stefna íslands væri aðeins sú, að
vinna að alþjóðlegum friðunarráðstöfunum utan núver-
andi fiskveiðilögsögu og að örfáar fiskveiðiþjóðir fengju
sérréttindi til veiðá utan þeirrar lögsögu og einhverjar
undanþágur frá settum friðunarreglum, vegna þess hve
háður efnahagur þeirra væri fiskveiðum.
Vonandi vita þó flestir íslenzkir menn, að yfirlýst
stefna Alþingis er allt önnur. Hún er landgrunnsstefnan
svonefnda, þ.e. að vinna beri að viðurkenningu á rétti
íslendinga til landgrunnsins alls, og í samræmi við það
hlýtur meginkjarni stefnunnar á alþjóðavettvangi að
vera sá, að unna öðrum fiskveiðiþjóðum, sem svipað
stendur á um, sama réttar. Nokkur ríki, svo sem Chile,
hafa hreinlega lýst yfir fullveldi sínu á landgrunninu,
hafsbotninum, jafnt sem auðæfum í hafinu yfir honum,
lífrænum sem ólífrænum.
Alþingi setti sem kunnugt er lög um vísindalega
verndun fiskimiða á landgrunninu 1948. Eftir Genfar-
ráðstefnuna, þar sem íslendingar kváðust aðeins fáan-
legir til að samþykkja tiltekna tólf mílna landhelgi, ef
tillaga þeirra um sérréttindi strandríkja til veiða
utan hennar yrði samþykkt, færðist landhelgisbarátta
íslendinga út fyrir 12 mílna mark. Þá varð yfirlýst mark-
mið landgrunnið allt. Landgrunnsstefnan hefur síðan ver-
ið yfirlýst stefna íslands í landheigismálinu. Þetta stað-
festi Alþingi með einróma yfirlýsingu 1959, þar sem seg-
ir að vinna beri að því, „að afla viðurkenningar á rétti
þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt er að með
íögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns-
ins frá 1948“. Þessi stefnuyfirlýsing er enn í fullu gildi,
enda hefur hún verið ítrekuð síðan og aldrei frá henni
vikið í síðari samþykktum þingsins. Þessi stefnuyfirlýs-
ing hlýtur að móta stefnu ríkisstjórnar á alþjóðavett-
vangi í þessum málum, því að íslendingar hljóta að unna
cðrurn sama réttar og sjálfum sér. Þessari landgrunns-
stefnu — rétti strandríkja og fiskveiðiþjóða til land-
grunnsins og miða á því — ber utanríkisráðherra því
að halda fram á vettvangi Allsheriarþingsins, skýlaust
og skorinort og leggja til að samtökin beiti sér fyrir
því að koma þeirri skipan á. Annars hefur hann ekki
túlkað yfirlýstan vilja Alþingis í málinu og hefur gleymt
hinni yfirlýstu landgrunnsstefnu.
r-1 ■■■■'* —ni
DON COOK:
Pólverjar sætta sig nokkurn
veginn við stjórn kommúnista
Þeim er Ijóst, aÓ tilvera þeirra sem þjóðar væri í voða að öðrum kosti,
enda er kommúnisminn framkvæmdur þar með öðrum hætti en víða
annars staðar. Ríkisstjórnin lætur kaþólsku kirkjuna að mestu í friði,
samyrkjubúskap hefur ekki almennt verið komið á og einkarekstur er
leyfður innan vissra marka.
UM þessar mundir er á
kreik] í Varsjá saga, sem hljóin
ar eins og pólsk skrítla, en er
eigi að síður dagsönn. Þessi
saga er að því leyti táknræn,
að hún lýsir vel ástandinu í
Póllandi og hugarfari Pólverja
hiversdagslega.
Snecnma á þessu ári kom til
stúdentauppþota í Varsjá um
stundar sakir. Sveit lögreglu-
þjióna sundraði hópi stúdenta,
sem hafði safnazt saman til
fundar við háskólann i Varsjá,
og allmargir úr stúdentahópn-
uim flýðu sem fætur toguðu inn
í stóra, kaþóiska dómkirkju,
sem stendur við háskólahverf-
ið. Ungir lögi'egiuiþjónar í borg
aralegum klæðum vogu á hæl-
um stúdentanna. Margir voru
á aldiur við þá og áþekkir
þeim, enda höfðu þeir komið
sér fyrir innan um aðra fund-
armenn.
Prestar, sem staddir voru i
kirkjunni, sáu á augabragði
hivað var á seyði. Þeir bentu
stúdentunum á felustaði eða
skuggsæla ganga og leynidyr
sem þeir gátu komizt út um.
Einn prestanna var síðar að þvi
spui'ður, hvernig þeir hefðu
farið að því að þekkja stúd-
entana frá lögregluþjónunum
ungu, Og hann svaraði:
„Það var afar auðvelt. Lög-
regluþjónamir námu staðar og
gerðu krossmark fyrír sér þeg
ar þeir komu inn í kirkjuna“.
KOMMÚNISTAFLOKKUR-
INN hefur auðvitað öll völd
í Pótlandi í hendi sér, enginn
býður honutn byrginn, enda er
þar lögregluifki. Yfirvöld
kommúnista geta hert á lög-
regJuvaldinu eða slakað á þvi
hivenær sem þelm sýnist. En
diaglegt líf í Varsjá er kyrr-
látt og eðlilegt innan þess
ramma. Þar verður hvoiki vart
spennu eða sérstakrar gæzlu,
og ekki ber á neinuim Ótta
heimamanna í samskiptum eða
samtali við erlenda menn.
Matur er mikill og þar á
meðal innflutt matvæli, sem
koma á óvart, eins og olívuolía
fiá Spáni og tómatasafi frá
Ítalíu. Veitingahiúis eru mjög
mörg og þjónusta er þar alls
ekki slæm, og bezti maturinn,
sem fram er borinn, er satt að
segja mjög göður. í verzlunum
er mikið um hvers konar
neyzluvarning, meðal annars
snyrtivörur frá Frakiklandi.
Stuttu pilsin í Póllandi gefa
pilsunum í París og London
ekkert eftir, og ungu stúikurn-
ar eru vei snyrtar og vel klædd
ar.
FerðamaSur getur átt í erfið-
leifcum með að útvega sér Le
Monde eða International Her
ald Tribune í Varsjá, en hann
á au'ðvelt með að ná í Vogue
og franska kvennablaðið - Elje.
Ungu stúlkurnar viiðast hafa
notfært sér betta í Varsjá ber
mi'kið á erlendum bílum með
Gomulka
pólsku númeri, og eru þeir af
ýimsum gerðum, svo sem Fiat,
Peuigeot, Opel, Ford, Volks-
wagen, Mercedes og Austin.
Svo viiðist sem Pólverjar bú-
settii erlendis, hafi keypt
flesta þessa bíla, ekið þeim til
Varsjár og gefið þá ættmenn-
um sínum þar í borg.
TRÚARLÍFIÐ og kaþólska
kirfejan virðist næstum meira
álberandi í Varsjá en áróður
'kommúnista. Ég gefek eitt laug
ai'diagskvöld um gamla borgar-
hlutann í Varsjá, en hann hef-
ur verið reistur úr rústum síð
an að styrjöldinni lauk og lán
ast alveg prýðilega að ná aftur
svip og sértoennum bygginga frá
seytjándu og átjándu öld. Ég
sá, að hjónavígsilur stóðu yfir
í möngum kirkjum og þær voru
troðfullar af vinum og ættingj
um brúðhijónanna. Brezka bibl
íufélagið rekur stóra bókabúíð
við aðal verzlunaTigötuna í
Varsjá, og þar eru einkum á
boðstólum ýmis konar bækur
trúarlegs eðlis.
í stuttu máli sagt eru mjög
margir „öryggisventlar“ á dag
legri tilveru a'lmennings i' Pól-
landi, saman borið við það,
sem gerist í Mosikvu til dæmis.
Pólverji einn sagði til dæmis
við mig, og nokkurs þjóðlegs
stolts gætti í máli hans:
„Finnst þér ekki andrúmsloft-
ið vera alít annað hér en í
Mo'Skvu, til diæmis það, hvern
ig við ræðumst við? Rússar í
Moskvu mega ekki einu sinni
taia við okfcur Pólverja“.
ÞETTA and'rúmsloft virðist
byggjast á nokkurs konar
„þenslU'jafnvægi“ milli almenn-
ings og landsdrottna komm-
únuista, sem virðast hafa eins
föst tök á stjór-n landsins og
pólskir greifar höfðu á undir-
sáum sínum fyrr á tíð. Komm-
únistar krefjast full'kominnar
stjórnimálaMýðni og hollustu af
öllum almenníngi í landinu, en
þeir- hafa í staðinn gert eins
konar vopnahlé við tvö sterk-
ustu öflin í pólsku þjóðlífi,
eða kirkjuna og bændur lands-
ins.
Ennfremur er auðséð, að
kommúnistarnir, sem með völd
in fara 1 Póilandi, geta notfært
sér vel í stjórnmálunum hina
miklu þ'ióðerniskennd pólskrar
alþýðu, en ’iún er miklu mátt-
U'gri en nokkur hollusta viS
kommúnisma eða marxisma.
Pólverjar voxu öldum saman
hraktir sitt á hvað um sléttur
landsins, frá einum sigurvegar
anum til annars. Pólverjar líta
bví svo á. að öryggj þjóðarinn-
ar sé nú meira og tilvera nenn
ar sem þjóðar traustari en þeir
bafa nokkurn tíma áður átt að
venjast.
VERA má að pólskur al-
mienningur hafi ríkisstjórn
kommúnista ekki í neinum sér
stökum hávegum, en hún er
ekki að síður eina stjórnin,
sem getur tryggt honum þjóð-
legt örygigi og tilveru. Innrás
Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu
færði Pólverjum heim sanninn
um þetta. Ríkisstjórnin nýtur
þvi vissrar, þjóðlegrar hollustu
einmitt vegna þess. að ekkí er
um neitt annað „pólskt“ að
„velja“.
Hins vegar er á það að líta,
að pólskum almenningi l'ánað-
ist að koma i veg fyrir tilraun
ir stalinista til að sundra kirkj
unni og knýja bændur til sam
yrikjubúskapar. Kir'kjan býður
ríkinu ekki birginn ef hún er
l'átin í friði, en leiðtogar henn
ar gleðjast vitanlega yfir beirri
staðreynd, að þeir Póliverjar,
sem trúa á Guð og iðka trú
sína, eru mifclu fleiri en hinir,
sem iðka komimúinisma.
AÐ ÞVÍ er landbúnaðinn
varðar þá eru 85% af ræfctar-
iandi P'óllands í eigu einstakr'a
manna og það land gefur af sér
95% af hinni ríkulegu búvöru
framleiðslu PóMands.
Auk þess leyfir hin pólska
úitgáfa kommúnismans einka-
rekstur, sem hefur allt að tíu
manns í þjónustu sinni. Af
þessu leiðir. að hvers konar
þjónusta er mifclum mun betri
í Póllandi en tii dæmis i
Rúmeníu, hvað þá í Rússland'i.
Þrátt fyrir betta er efcfci um
neina pólska „endursk'oðunar-
stefnu11 að "æða, aðeins „pólsk
an komimúnisma“ Vera mi. að
pólskur aimenningur sé ekki
sérlega hriíinn af þessu fyrir-
komulagi. en honum myndi
geðiast enr verr að bersetu
Rússa eða undirokun, sem
stjórnað væri beint frá Moskvu.
Pólverjar hafa pví ekki um
annað að velia en sætta sig við
það. sem þeir eiga kost á. og
lifa síðan í voninni um, aó
Mutskipti þeirr batm með tím
anum, eins og þeir hafa raun
ar gert öld eftir öld.