Vísir - 09.10.1978, Blaðsíða 20
VÍSIR
1 morgun voru mættir fyrir Verölagsdómi þeir Höröur
Einarsson stjórnarformaöur Reykjaprents h/f og Björn
Þórhallsson, stjórnarformaöur Dagblaösins, og á mynd-
inni sjáum viö ennfremur Skúla Pálmason hæstaréttar-
iögmann, sem er réttargæslumaður Dagblaösins.
MYND:GVA
Siðdegisblöðin kœrð
fyrir verðlagsbrot:
Dýpkunarskipinu
Háki hvoffcfi
Dýpkunarskipinu Háki
hvolfdi á laugardags-
morgun. Varðskipiö
Árvakur var aö draga
Hák frá Hólmavik, þegar
skipinu hvolfdi um
tuttugu sjómilur norð-
vestur af Akranesi. Stuttu
áður höföu skipverjar á
Arvakri tekið eftir þvi að
slagsiöa var komin á
dýpkunarskipiö og voru
farnir aö búa sig undir aö
fara með dælur yfir f
skipiö, ef kominn væri
sjór í þaö. Skömmu siðar
hvolfdi Háki svo snögg-
lega.
Var siglt með skipið á
hægri ferð aö Krossvik
við Akranes og hafnar-
prammi fenginn frá
Reykjavik til þess að
rétta það viö. 1 nótt var
komið með Hák í Foss-
vog. Kom i ljós aö loka í
þilfarihafði losnað á leið-
inni, eöa að henni hafi
ekki verið örugglega lok-
að áðuren lagtvar af stað
frá Hólmavik. Hafði sjór
komist þar inn i skipið og
einnig reyndist vera rifa
með suðu, þar sem skipið
tók lika inn sjó.
—EA
Oæsluvarðhald i bilasölumálinu
Fyrrverandi starfs-
maöur Bilasölunnar
Brautar h.f. hefur veriö
úrskuröaöur i gæsluvarö-
hald til 18. þessa mánaö-
ar. Er úrskuröurinn
kveöinn upp i framhaldi
af rannsókn, sem staöiö
hefur yfir aö undanförnu
á meintum svikum varö-
andi bilaviðskipti.
Gæsluvarðhaldsúr-
skurðurinn var kveðinn
upp á laugardaginn að
kröfu Rannsóknarlög-
reglu rikisins. Hún hefur
unnið að rannsókn á
kæru, sem barst á bila-
sölu i borginni fyrir
nokkru.
Sú rannsókn leiddi
ýmislegt fleira i ljós en
talið var i fyrstu og auk
þess bárust fleiri kærur á
bilasöluna og þótti þvi
ekki annað fært en krefj-
ast gæsluvarðhalds.
—SG
Kœrcnf tekin
fyrir í morgun
Fulltrúum útgefenda Dagblaösins h/f og Reykja-
prents h/f, sem gefur út VIsi, var I morgun gert aö mæta ->
fyrir Verðlagsdómi. Stjórnarmönnum þessara útgáfu-
fyrirtækja var og gert aö mæta.
Tilefniö var kæra verðiagsstjóra til Verðlagsdóms
þess efnis aö Dagblaöiö h/f og Reykjaprent h/f heföu
framiö verölagsbrot meö slöustu hækkun dagblaöa
sinna.
9. september siðastliðinn
heimilaði Verðlagsnefnd
öllum blöðunum aö hækka
áskriftargjöld og lausa-
söluverð um 10%. Blöðin
höfðu hins vegar tilkynnt
verðlagsstjóra að þau ætl-
uöu að hækka verð bæöi
auglýsinga og dagblaðanna
um 20%. Við þetta stóðu
Dagblaðið og Visir. Hafa
þau bent á það, aö verð-
lagsstjóri hafi hingað til
látið hækkunartilkynning-
ar blaðanna fara athuga-
semdalaust i gegn og að
með þessari ráöstöfun sé
vegið að prentfrelsi i land-
inu.
Gisli G. Isleifsson sem
ritar kæruna fyrir hönd
verðlagsstjóra kveðst fela
dómnum málið til viðeig-
andi meðferðar.
Sverrir Einarsson, saka-
dómari, formaður Verð-
lagsdóms kallaði af þessu
tilefni forráðamenn sið-
degisblaðanna fyrir sig i
morgun. —BA—
Menn voru óragir viö aö bjóöa vel I frimerkin á upp-
boöinu. Ljósm. GVA
10 aurar urðu
að IðOþús. kr.
A frímerkjauppboöi, sem haldiö var aö Hótel Loft-
leiöum á laugardaginn, seldust frimerki fyrir um 6,3
milljónir króna. Dýrustu merkin fóru fyrir 225 þúsund
krónur, en þau voru óstimplaö sett af hópflugi ltala. I
settinu er þrjú frímerki.
Mikil aðsókn var að
uppboðinu, sem var hald-
ið á vegum Hlekks s/f, og
seldust flest frimerkin
sem þar stóöu til boða.
Margir kaupendanna
gerðu góð kaup á almenn-
um merkjum, miðað við
það verð sem þau eru
skráð á i verðlistum.
önnur merki voru seld
fyrir mun hærra verð en
þau voru skráð á. Til
dæmis seldist bréf með 10
aura frimerki frá þvi
fyrir aldamót á 160 þús-
und krónur, en lágmarks-
verð á þvi merki var
skráð á 36 þúsund krónur.
Mörg skrifleg boð komu
erlendis frá fyrir uppboð-
ið, en aðeins litill hluti
þeirra reyndist vera
hæstu boð. Þó þurfa is-
lenskir kaupendur að
borga 20% söluskatt ofan
á siðasta boð, en við það
sleppa erlendir kaup-
endur.
—SJ
Stálu 3 bílum
enduðu á slysadeild
Tveir ungir piltar,
sautján ára og fimmtán
ára gamlir, stálu þremur
bilum i fyrrinótt. Gjör-
eyöilögöu þeir einn bfl-
anna i árekstri og enduöu
sjálfir á slysadeild.
Piltarnir, sem báðir eru
réttindalausir og taldir
hafa verið undir áhrifum
áfengis, stálu fyrsta biln-
um á laugardagskvöldið
frá Stjörnubiói i Reykja-
vik. Á þeim bil komust
þeir austur undir Ingólfs-
fjall. Þar brotnaði drif
undan bilnum og skildu
piltarnir þá bilinn eftir en
komust á Selfoss.
A Selfossi stálu þeir
öðrum bil, en ætlun þeirra
mun hafa verið að komast
i Aratungu. Þeim bil óku
þeir i skurð og þriðja bil-
inn tóku þeir svo við Ira-
foss. Var sá bill svotil
nýr. En við Lögberg lentu
piltarnir á bilnum i
árekstri við annan sem
var á leið austur fyrir
fjali. Valt stolni billinn
við áreksturinn og er
gjörónýtur eftir. Hinn
billinn er einnig mjög
mikið skemmdur. Pilt-
arnir tveir voru fluttir á
slysadeild.
—EA
Visir i Drake-
leiðangrinum
Guöjón Arngrimsson
Guöjón Arngrimsson,
blaöamaöur á Vísi, er
farinn utan til aö taka
þátt i fyrsta áfanga
Drake-leiöangursins um
hverfis jöröina. Leiöang-
urinn er farin til aö minn-
ast þess aö fjögur hundr-
uöáreru siöanSir Franc-
is Drake iagöi upp i slika
ferö.
Farkosturinn er 150
tonna seglskip og auk á-
hafnar og visindamanna
verða um borð tuttugu og
fjórir ungir menn og kon-
ur, viðsvegar að úr heim-
inum, i' hverjum hinna niu
áfanga leiöangursins.
I fyrsta áfanga, sem
Guðjón tekur þátt i, verð-
ur iagt uppfráPlymouth i
Englandi og siglt með
viðkomu á ýmsum stöð-
um niður til
Suður-Ameriku.
Leiðángursst jóri er
John Blashford-Snell,
einn virtasti landkönnuð-
ur i' heiminum i dag, en
verndari leiðangursins er
Charles Bretaprins.
Nánar verður sagt frá
ferðalagi Guðjóns i blað-
inu á morgun, em hann
mun að sjálfsögðu senda
Visi greinar og myndir úr
ferðinni.
—ÓT.
Friðrik um einvígið
Friörik Ólafsson
FF Karpov virð-
ist vera
þreyttur"
„Þaö er alveg makalaust aö Karpov skyldi tapa þess-
ari skák og mér sýnist taflmennska hans benda til
þreytu”, sagði Friörik Ólafsson i morgun um nýjustu
fréttir af heimsmeistaraeinviginu i skák.
Kortsnoj vann 29. skák-
ina eftir harða baráttu og
hefur áskorandinn nú f jóra
vinninga en heimsmeistar-
inn Karpov fimm. Sá er
fyrr vinnur sex skákir
verður heimsmeistari.
„Auövitað er erfitt að
eiga við Kortsnoj i þessum
ham, sem hann hefur
greinilega verið i, en það er
eins og Karpov eigi erfitt
með að einbeita sér. Hann
stendur þó betur að vigi
með einn vinning yfir, en ef
hann er farinn að tefla illa
vegna þreytu er ómögulegt
að segja hvað getur skeð.
Ég á von á að þessu einvígi
ljúki innan 10 daga”, sagði
Friðrik Ólafsson.
Jóhann Orn Sigurjónsson
skrifar um skákina á blað-
siðu 23. —SG