Vísir - 09.10.1978, Blaðsíða 8
8
Mánudagur 9. október 1978
(
ömar Ragnarsson
skrifar um bíla:
D
1 þetta sinn er reynsluakstur á
dagskrá hér á síöunni annan
mánudaginn í röö. Þaö er alltaf
hætt viö þessu sföla árs, þegar
nýjar geröir fara aö lfta dagsins
ljós, hvaö þá, þegar um algerlega
ný ja og nýstárlega bila er aö ræöa
eins og Daihatsu Charade 1000.
Meö Daihatsu Charade 1000 bæt-
ist enn nýr bill i hóp japanskra
smábila i veröflokknum þrjár til
fjórar milljónir. Fyrir eru Honda
Civic, Toyota Starlet og Corolla,
Mazda 323, Subaru, ódýrustu
geröir Datsun og Mitsubishi
fyrirferð. 7,9 kgm er óvenju mikið
tog á ekki stærri vél og þaö við aö-
eins 2800 snúninga, 2-500 snúning-
um neðar en flestar nýtizku vélar,
og afliö, 55 hestöfl, er einnig
óvenju mikið, miðað við snún-
ingshraðann, 5500 snúninga á
minútu og þjöppu sem er 8.7:1.
1150 cc vél gæti veriö fullsæmd af
þessum tölum.
Það eina, sem ekki getur talizt
frábært, er gangur vélarinnar.
Hún er að visu mun þýögengari
en tveggja strokka vél og hávað-
inn er ekki meiri en i flestum
fjögurra strokka vélum. Gangur-
inn er hins vegar ekki alveg eins
jafn, þrátt fyrir sérstakan búnað,
jafnvægisás og hjól, sem jafna á
hann. Gangurinn likist nokkuð
ganginum i flatri ,,boxer”-vél,
fjögurra strokka vél, ein og i
Subaru, svolitið grófur.
Þegar vélin er köld fyrst eft-
ir kalda gangsetningu, er svo-
litill „hrollur” i henni og dálitið
lag þarf til þess að ná góðu sam-
spili við hana með benzingjöfinni.
Arangurinn i smiði þessarar
vélar er samt góður, og sá maður
er yfirmáta vandfýsinn, sem
hættir við að kaupa Charade
vegna þess að vélin er ekki
hundrað prósent eins þýðgeng og
Hva, þaö vantar eítt kerti? Nei, þetta á aö vera svona.
Lancer. 1 þessum veröflokki er
einnig aö finna ótal vestræna bila,
sem of langt yröi upp aö telja. A
Daihatsu Charade nokkurt erindi
i þessa höröu samkeppni? Viö
fyrstu kynni af bilnum er svariö
hiklaust jákvætt, og þvi er þegar
hægt aö slá strax föstu, aö hér er
kominn mjög skæöur keppinautur
bilanna, sem fyrir eru.
Fyrsta þriggja strokka
f jórgengisvélin
Sá timi er liðinn, að fjöldi
strokka i fjórgengisvélum þurfi
að standa á 'jafnri tölu, þ.e. tveir,
fjórir, sex eöa átta strokkar.
Fyrstur reiö Audi 100 á vaöið meö
fimm strokka vél, sem átti að
vera sparneytin eins og fjögurra
strokka vél og þýðgeng eins og
sex strokka vél. Og nú kemur
Daihatsu Charade með þriggja
strokka vél, sem á að vera spar-
neytin, fyrirferöalitil og einföld
eins og tveggja strokka vél, en
aflmikil og þýðgeng, eins og fjög-
urra strokka vél.
Af þessum fimm takmörkum
hefur tvimælalaust tekist að ná
fjórum, þ.e. sparneytni, afli og
einfaldri og fyrirferðarlitilli
byggingu.
Meira að segja er leitun aö vél
með eins litra sprengirými, sem
skilar jafn miklu afli og togi
(torque) og hefur jafn lltið fyrir
þvi og eyðir jafn litlu. Verksmiðj-
urnar fullyröa, að 330 rúmsenti-
metra rúmtak á hverjum strokki
sé hið heppilegasta. Þvi fáist
mest út úr tveggja strokka vél,
sem sé 660 cc, þriggja strokka
vél, sem sé 1000 cc og fjögurra
strokka vél, sem sé 1300 til 1400
cc. Segjast framleiðendur hafa
miöað stærð bilsins viö 1000 cc.
vél, og þvi hafi þrir strokkar orðið
fyrir valinu.
Sem áöur sagði hefur frábær
árangur náðst aö fernu leyti, afli,
sparneytni, einfaldleika og litilli
Reynsiuakstur Vísis: Daihatsu Charade 1000
Skynsamlegur og
skemmtilegur, sprœk
ur og sparneytinn
fjögurra strokka vél. Til þess er
vélin of góö að öðru leyti.
Skemmtilegur í akstri
Japanskir bilar hafa verið i
stöðugri sókn á heimsmarkaðn-
um undanfarin ár, þótt ýmsum
hafi fundizt Japanir seinir að til-
einka sér nýjustu framfarir i gerð
bila, einkum hinna smærri.
Undantekningar frá þvi hafa
verið Datsun Cherry, Honda Civic
og þó einkum Honda Accord, allt
bilar meö þverstæða vél, fram-
hjóladrif og tannstangarstýri, og
Hondurnar þar að auki með yfir-
liggjandi kambás. Þaö eru að
mörgu leyti svipuö áhrif, sem það
hefur á mann að reynsluaka Dai-
hatsu Charade 1000 og Honda
Accord. Báðir þessir bilar eru
mjög vel hannaðir, og aksturs-
eiginleikarnir með þvi bezta, sem
gerist.
Honda Accord er þó stærri bill
og dýrari og fjöðrunin hefldur
dýpri og mýkri en á Charade, en
Charade er hins vegar miklu létt-
ari i stýri, svo undraléttur, fljótur
og nákvæmur, aö minnir mest á
Volkswagen Polo og Derby, sem
einnig hafa þessa frábæru stýris-
eiginieika. t þessum hópi er
einnig Ford Fiesta, álika léttur,
en ekki alveg eins undrafljótur.
Þaö eru þessir góöu stýriseigin-
leikar, ásamt mjög sprækri vél og
sportlegri fjöðrun, sem skapa þá
akstursgleöi, sem er helzta að-
dráttarafl Charade 1000.
Ekki dregur úr ánægjunni
ágætt framsæti, og prýðilega
skipulagt umhverfi ökumanns,
sem og rikulegur búnaður á dýr-
ustu gerðinni, sem reynsluekiö
var.
Það má finna áhrif frá Honda i
útlitinu, en Charade er ögn stærri
að innan, miöað við ytri mál, og
má að þvi leyti helzt likja honum
við Ford Fiesta. Fiesta og Mazda
323 eru að visu 3-4 sentimetrum
breiðari að innan og farangurs-
rýmiö örlitið stærra, en hjólskál-
ar skaga ekki eins mikið inn i
aftursæti á Charade 1000, og bill-
inn er skráður fyrir þrjá i aftur-
sæti, þótt þröngt sé um þrjá. Svo
að haldið sé áfram samanburð
viö Ford Fiesta, er gluggalinan
ekki eins lág á Charade, og aftur-
glugginn hefði að skaðlausu mátt
ná lengra niður og vera stærri.
Blinda horniö þegar horft er á ská
aftur er fullstórt.
Hins vegar skagar ekkert aftur
úr bilnum fyrir aftan afturglugg-
ann, þannig, að það er barnaleik-
ur að smjúga á þessum bil, bakka
i stæöi og aka af öryggi I þrengsl-
um. Þar hjálpar einnig firna-
krappur beygjuhringur, sem
hægter að taka, aðeins 9.2metrar
i þvermál, einn sá minnsti, sem
völ er á.
Ekki sama, hvaöa hjól-
barðar eru undir
Sem áður sagði hefur Charade
mjög góða aksturseiginleika á
malbiki og góöu slitlagi, fór
kröppu malbiksbeygjuna mina á
70 kilómetra hraða, sem er jafn-
gott og á þeim beztu, sem ég hef
reynsluekiö. Sportlega stinn
fjöörun og höggdeyfar valda þvi,
aö billinn hallast litið i beygjum,
og enda þótt fjöörunin sé grunn og
fremur stinn og billinn skoppi að-
eins á öldóttum vegi, er ekki hægt
að segja, aö hann sé hastur.
Fyrstu tvo dagana, sem Dai-
hatsu var reynsluekið, var billinn
á stálþræddum þverbörðum, sem
voru mjög góðir á malbiki, en
þegar komið var út á malarveg,
kom annaðhljóð i strokkinn: bill-
inn var hreinlega eins og á hjóla-
skautum, og konan min, sem
haföi kunnað mjög vel við bilinn á
malbikinu, var ekki hrifin.
I lausamöl var billinn hreinlega
hættulegur á þessum hjólbörðum,
afturendinn fór á fleygiferð út til
hliðar, ef vikja þurfti snögglega
eða beygja.
Á venjulegum malarvegi var
billinn hvikur á þessum hjólbörð-
um og ógerlegt að aka alveg beint
áfram, jafnvel með itrustu at-
hygliog sifelldri hreyfingu á stýr-
inu. Þriðja daginn voru settir
venjulegir skábarðar undir bil-
inn, og hvilikur munurlÞetta var
eins og annar bill. Það er að visu
ekki ráölegt fyrir ökumanninn að
snúa sér mikiö við á ferð til þess
að kjafta viö aftursætisfarþega,
þvi að billinn er eftir sem áður
fljótur og hvikur i stýri.
En á þessum hjólbörðum er
hann nákvæmur og alveg ágæt-
lega rásfastur, og skvettir ekki
Qt afturendanum, nema teknar
séu hreinar rall-akstursbeygjur.
A malbiki missti billinn i engu
þá góöu aksturseiginleika, sem
hann hafði á þverbörðunum.
Niðurstaða: Ef mögulegt er, er
ráðlegt að skipta um nema menn
fari sjaldan út á mölina eða séu
vel á veröi gagnvart lymskuleg-
um hrekkjum þverbaröanna.
Þar að auki er billinn 1.5 senti-
metrum hærri frá jörðu á ská-
börðunum. A holóttum malarvegi
og grófum er Charade ekki ósvip-
aður flestum japönskum smábil-
um, fremur stinnur og fjöðrunin
grunn. Sem sé ekki eins sáttur við
slæma vegi og t.d. franskir smá-
bilar. Fyrir minn smekk hefði
fjöðrunin mátt vera heldur mýkri
og dýpri, en þetta er smekksatriði
og svona fjöðrun fullnægir þörf-
um meirihluta landsmanna
lengst af.
Fremur litið farangurs-
rými, en...
...sérlega auðvelt að stækka það.
Plús:
Sprækur.
Sparneytinn.
Léttur.
Fljótur, léttur og ná-
kvæmur i stýri.
Framhjóladrif.
Leggur vel á i beygjum.
Rikulegur búnaður.
Góður frágangur.
Auðvelt að fella niður
aftursæti.
Agætt rými miðað við
stærð.
Mjög góðir og öruggir ak-
Ksturseiginleikar á mal-
biki.
Gott að komast að vél.
Minus:
Hvikur á malarvegi á
þverbörðum
Farangursrými í minna
lagi.
Litið hanskahólf og pláss
fyrir lausa hluti.
Fremur grunn og stinn
fjöðrun.
Gangur vélar i grófara
lagi.
Fremur lágt aftursæti.
Leiðinleg öryggisbelti.