Tíminn - 15.10.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1969, Blaðsíða 1
SAMVINNUBANKINN Bretar hefja áætlunar- flug hingað næsta vor FB-Reykjavík, þriðjudag. Brezka flugfélagið BEA Hyggsf hefja fastar áætlunar- ferðir til íslands frá og með 1. maí næstkomandi. Verður flogið frá London til Reykja- víkur tvisvar í viku, og til ferðanna verða notaðar Tri- dent-þotur, sem taka 97 far- þega. BEA lagði inn umsókn um leyfi til að hefja þetta áætlunarflug til íslands, fyrir um það bil mánuði síðan, að því er Smith, blaðafulltrúi hjá félaginu í London, skýrði okk ur frá í dag. Sagði hann, að búizt væri við svari alveg á næstunni. yrði til Islands á mánudögum og miðvikudögum. Yrði lagt upp frá London kl. 12.35 og komið til Reykjaivíkur kl. 15:25. Reyndar hiefur féflagið sótt um að lenda annað hvort í Reykjavík eða á Keflaivíkurfluigvelli, en lítill mun ur yrði á flugtímanum á hvorum vellinum, secn lent yrði. fyrsta farrými, ferðamannafarrými, og srino væri einnig meiningin, að flogið yrði með vörur og póst tii íslands, ef leyfið fengizt. Smith sagði, að trúlega yrði ráðinn um- boðsmaður fyrir félagið í London og hefði hann síðan aðsetur hér. Aðspurður, hvort félagið bygg ist við stórum hópi farþega í ís- landsfluginu, sagði hann, að vissu lega vonuðu menn, að svo yrði, en í hreinskilni sagt, væri varia hægt að reikna með þvx til að byrja með, en allt yrði gert til þess að þeim fjölgaði sem mest og sem allra fyrst. Smith sagði, að ekki hefði ver ið hægt að hefja auglýsinga'her ferð enn vegna íslandsflugsins, en hann væri þess fullviss, að hægt yrði að gera ísland að vinsæiu ferðamannalandi. Ýrði þá allt gert til þess að fá ferðamenn, ekki að- eins frá Bretiandi heldur öllu meginlandi Evrópu til þess að leggja leið sína til íslands. Þess má geta, að í september í fyrra komu hingað til lands tveir ful'ltrúar BEA, Hanscombe, sem þá var frambvæmdastjóri félagsins í Danmörku, en nú er fluttur til Stokkhólms, og Carver sölustjóri í Danmörku. Sögðu þeir þá á fundi með blaðamönnum, að BEA undirbyggi áætlunarflug til Islands árið 1970 til 71. Hefur því* Framhald á bls. 14. Trident-þoturnar, sem notaðar verða til íslandsflugsins taka 97 Smith sagði, að í uppkasti að ; farþega í sæti. Þær fljúga með áætlunum félagsins á næsta 11000 km hraða á klukkustund. ári væri gert ráð fyrir,, að flogið Smith sagði, að í vélunum vrði FLUGVEL FESTIST k VELLI Í GRSISEY Sjómannaráðstefna haldin um helgina: Skorar á félögin að segja upp bátakjarasamningunum FB—Reykjaivík, þriðéudag. í sumar var grafið ræsi í gegn uim flu-gvöllinn í Grímsey í þeim tilgangi að þurrka hann upp, en völlurinn hefur verið svo blautur, að ekki hefur verið hægt með góðu móti að lenda á honum. í daig kom svo flug vél flugmálastjómarinnar til Grímseyjar, og var ætiunin að kanna, hvernig þessar fi'am kvæmdir hefðu reynzt. Fór þá ekki betur en svo að vélin festist í hinum blauta velli, og varð að hjálpa til við að losa hana aftur. Ræsisgröfturinn hefur ekki komið að tilætluðum notum, og er álit sérfræðinga, að nauðsyn legt verði að grafa skurð með fram vellinum öllum. Það verð ur þó ekki gert fyrr en næsta sumar, en talið er, að völiur inn verði vel nothæfur til lend inga, stifax og fer að frysta. KJ—Reykjavík, þriðjudag. Sjómannasamband ísl. gekkst fyrir sjómannaráðstefnu um síð- ustu helgi, og vonx þar rædd helztu mál samtakanna, s. s. skipu lagsmál, lífeyrissjóðsréttindi sjó manna, uppsögn kjarasamninga og fleiri mál. Skoraði ráðstefnan á öll þau félög, sem eru aðilar að bátakjarasamningum við samtök útgerðarmanna, að segja þeim samningum upp, miðað við að þau verði með lausa samninga um áramótin. Sjómannaráðistefnan ályktaði að skora á öll sjómannafélög og sjó mannadeildir innan ASÍ, sem enn þá standa utan Sjómannasambands ins, að ganga í sambandið nú þeg- ar. Bátakjarasamningar verði Iausir um nrnmót. „Ráðstefnan telur, að með hlið sjón af því sem gert var af hálfu Alþingis á s. 1. ári með lögunum um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna gengislækkunar ísilenzku krónumnar, þegar raunverulega var gengið á hlut sjómanna og tekin af þeirn 27—37% af samnings- bundnum hlut, verði ekki hjá þvi komizt að segja upp gildandi kjara samningum og skorar ráðstefnan því á öll þau félög, sem aðilar eru að bátakjarasamningum við sam tök útgerðarmana, að segja boini saiminiragum upp, rniðað við að þeir verði úr gildi um n. k. áramót. Jafnframt skorar ráðstefnan á hið háa Alþingi að endurskoða nú þegar framangreind lög mcð auknar kjarabætur til sjómanna fyrir augum, þar sem fyrir at- beina laganna og góð afiabröeð á yfirstandandi ári. nljóti afkoma útgerðarinnar að hafa hatnað svo, að hægt væri að lagfæra lögin sjómönnum í hag. Ráðstefnan telur, að viðhrögð og afstaða sjómannafélaganna til að- gerða um áramót muni mjög mikið mótast af því hvernig Alþ. tek- u.r áskorun þessari, en telur hins vegar nauðsynlegt að kölluð verði Sarnan ráðstefna að nýjiu í des ember n. k. til þess þá. að talka af- stöðu miðáð við ástand mála. Þá tel'ur ráðstefnan nauðsynlegt að geyðir verði samningar við útvegsmenn um kaup og kjör þeirra er færaveiðar stunda. svo og með nýjum samningum að skera úr um ágreining er orðið hefur um kaup og kjör þeirra manna er stunda grálúðuveiðar.” Um líeyrissjóð. Siómannaráðstefnan telur rétt og nauðsynlegt að allir islenzkir sjómenn verði i einum sameigm legum lífeyrissjóði og beri þannig allir sameiginlega áhættu af hinu Framhald á bls. 14 Voskhod eldflauginni, sem bar Soyus 6 á braut umhverfis jörðu, skotið á loft. Skotið átti sér stað í slæmu skyggni og rigningar úða. (UPI.mynd) uússneska geimskctiS Ekkert stað- fest um sam- tengingu geimskipanna NTB—Moskvu, þriðjudag. Sovézku geimskipin þrjú eru enn á braut um jörðu og í dag hefur lítið verið látið uppi um framkvæmdir geimfaranxia sjö f geimnum. Opinberlega var að- eins sagt, að þeir hefðu í dag gert fjölmargar tilraunir. Óopin berar heimildir segja, að Sojus 7. og 8. hafi verið tengd saman og Sojus-6 sé einskonar verk stæði þeirra, en ekkert hefur verið staðfest enn um það. Þegar áhafnir geimskipanna yöknuðu, um hálf fimm leytið í morgun, höfðu skipin farið 45,'29 og 13 hringi um jörðu. Stjói’nandi ferðarinnar, Vladim ir Sjatalov sagði, að þeir væru allir sjö við beztu heilsu og væru að hefja störf sín sam kvæmt dagskránni. Ekkert bef ur verið látið uppi um þær til- raunir, er fara áttu fram í dag, en Jelisjev sagði í sjónvarpsvið tali í gærbvöldi, að ekki stæði til, að neinn þeirra færi í gönguferð í geimnum, heldur ættu þeir að halda kyrru fyrir ailan tímann. Seint í kTOld var ekki opin berlega staðfest. að Söjus-7 og Sojus-8 hefðu verið tengd sam an, og sérfræðingar álíta, að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.