Tíminn - 15.10.1969, Qupperneq 7

Tíminn - 15.10.1969, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 15. október 1969. TIMINN 7 KLÍKAN. Á fruinmálinu „Thc group“. Leikstjóri: Sidney Lumet. Kvikmyndari. Boris Kaufman. Handrit: Sidney Bueliman byggt á samnefndri skáldsögu eftir Mary McCarty. Tónlist: Charles Gross. SýningarstaSur: Tónabíó. Myndin er í litum og íslenzkur texti er eftir Loft Guðmundsson. Sýningartími 150 mín. Þetta er sérdeilis vel leikin og vel gerð mynd. Flestir kann ast við bók Mary McCarty um átita yfirstóttars túl ku r sem brautskráðust frá Vassar 1933. Þær eru allar mjög ólíkar og er yið skiljum við þær 1940, hafa fæstar stýrt heitu fleyi í höfn. Hér er mikið drepið á kynferðismá'l ag getnaðarvarn- ir sem vom bannaðar í ýmsum fylkjum Bandarikjanna á þess U'in tímum. Kreppan mikla kemur litið við þær flestar, nema Kay fJoanna Pettet) en maður henn ar Harald (Larry Hagman) missir afvinnuna. Við sjáiyn verkamenn með, kriifuspjötd bregða fyrir þegar Helena (Kathleen Widdoes) kemur frá Evrópu úr námsferð. Hver einasta þeirra á samúð áborfenda óskipta. Þó eru þær heldur leiðinleg fyrirbrigði nema Polly (Sirley Knight), sem er manneskjulegust. Libbv (Jessica Walter) er dauðhrædd við kynlíf en gefur samt karl- mönnum óspart undir fótinn. Lumet sýnir okkur breytingar á lífi hennar, þar til hún er orðin kjaftaskjóða í hópi rit- höfunda og Maðamanna nízk, og illkvittÍTi. Priss (Elisabeth Hartmann) gengur að því með oddi og egg að láta gott af sér leiða nieð ' því að vinna að umbótatillög- um Roosevelts. Hún giftist barnalækni en bæði hún og son urinn langþráði verða tilrauna dýr hans og í lokin sjáum við þessa ákveðnu stúlku, bælda og niðurbeygða af að eltast við kennisetningar sem henni fi'nnast ranigar. Pokey (Mary-Robin Redd) er feita, ríka stúlkan í bekkn- um. Við sjáum minnst af henni þar sem líf hennar er svo hver.sdagsleg't. Hún giftist og eignast trvíb'ura og lifir venjm- legu lífi yfirstéttarkonu. Dotte (Joan Hackett) geng- ur í eina sæng nveð málara (Richard Mulligan) og veit vel að hann er ekki að tæla hana, þó að í ölluni sögum sem hún hafði lesið. væri því þannig farið. Samtal þeirra í rúminu er bráðskemmtilegt. Polly fer að vinna á rann- sóknarstofu í sjúkrabúsi og á ástarævintýri með húsbónda Libbyar. Sá er dæmigerður menntamaður á þeim tímá, er í flokknum, giftur Gyðinga- konu og er í sálgreiningu. Það er bráðfyndið þegar hann út- skýrir sálgreininguna fyrir henni Seinna, þegar faðil’ hennar flytur til hennar, gift- ist hún lækni sem er óvenju- legur persónuleiki. Lakey (Candice Bergen) er sú fegursta í klíkunni, hún fer til Bvrópu tií að nema lista- s'ögu og kemur aftur í stríðs- byrjun með greifaynju. Hinar átta sig ekki strax, en ekki stendur á fordómiunum þegar ljiós rennur upp fyrir þeim. Kay á sízt heima í klíkunni. hú*n var með skólastyrk sem er þessum broddborgurum þyrnir í augum. Hún giftist fyrst og deyr fyrst, hún er metðnaðargjörn og ákveðin. Maðurinn sem hún velur upp- fyllir ekki óskir hennar, en hún á lika sinn þátt í að draga nið- ur hvern neista af framtaki sem í honum býr. Það kemur betur fram í bókinni, hvernig kuldi hennar og ísmeygileg frekja eyðiieggja sambúð þeirra, enda er Harald ekki sterkur persónuleiki. Tó'nlistin í myndinni er svo vel valin áð sjaldgæft er,' kór kvenna syngur og undirstrikar harmleik þeirra. Lokaatriði hennar er stór- brotið í einfaldleika sínum. þegar Harald spyr Lakey hvort Kay hafi tekið þáft í kynvilii hennar í skóla. og hún svarar þannig að hann getur ekki orð- ið viss í sinni sök. Helena rif.i- ar upp fögru fyrirheitin sem runnið hafa út í sandinn á þess um 13 árum, vegna linku þeirra. eigingirni og sjálfs- elsku. f HLJÓMLEIKASAL SINFÓNÍUHLJÚMLEIKAR Vetrarstarfsemi Siinfóníu- hljómsveitarinnar, færfet nú óðum í sitt fasta horf, og hefur sveitin fallið óvenjufljlótt inn í sitt hílutverk. Á öðrum tónleik um hennar. sem fram fóru s.l. fimjmtudag, gaatti naumast á- hrifa frá starfshléi sumarsins. Það telst tíl viðburða, þegar um fru'mflutning nýrra verka er að ræða í o'kkar hljómleika- sölum, en þegar við erum orð- in fyrst Evrópulanda til að koma nýsm'íðuðum verkum á framfæri, verður varla neinn ásakaður fyrir stöðnun. Það verður að teljia djarflegt fyrir- tæki á öðrum tónleikum starfs- ársins að tefla frarn hinni ný- fæddu sinfóníu Karls Haid- mayer, sem samin var og frum flutt árið 1968. — Stjórnandi þessara tónleika var Alfred Walter, og hefur höfundur til- einkað honum verkið. Sinfonia þessi er í fimm þáttum og eru tveir „Scherso“ þættir eftir- tektarverðir, og sá hægi „An- dante“ hefur til að bera falleg- ar „Cantilenur1, í blásarai-ödd- Píanótónleikar Fyrir um það bil tíu árum stóð hér á konsertpa'lli ung stúlka, og lék þá í fyrsta sinn fyrir Rey’kvíkinga. — Leikur hennar var þá strax, óvenju þroskaður og mótaður og lof- aði ennþá meiru. Nú er bes«i sama stúlka, Ann Schein, orðin fullþroska listakona. sem s.i. laugardag ék fyrir áheyrend- ur Tónlistarfélagsixis. Á þes-sum árum hefur Ann Schein þroskazt enn meir. og Kafað enn dýpra sem píanóleik ari. Tækni hennar virðast engin akmörk sett. ag úr hverri eld- raun. er sem hún komi rnarg- efld. — Þó situr tæknin ein aldrei í hásæt.i hjá henni með rnýkt í hverjúm 'ón — frá veik asta „piano" til hins sterkasta „forte", fer hún mildum en þó styrkum höndum um allt, en lætur þó aldrei sterka skap- gerð hlaupa með sig í gönur. í jafnólíkum ' verkum og són ötum Schuberts og Carter’s — dró listakonan upp eins konar samnefnara. mildi hins fyrr- nefnda var líka að finna innan bykkra veggja Carter’s-sónöt- unnar í sónötu Schumann’s tal aði listakonan annað mál, þar , á höfundur. sem svo oft * sín- um verkum einkaviðtal við sitt hljóðfæri. (nnri línur þess og iti dm An.n Schein fram af-sál rænum skilningi svo ævintýri líktist í hve'-fulu skini lækk- mdi hausteólar er sálarbót að slíkri gestakomu. Unnur Arnórsdóttir. um. Burðarás verksins — hinn sérstæði „rytmi“, fórst slag- verksmönnum mjög vel úr hendi, ag hl'jómsveitin fór með sigur af hólmi, ag sýndi jafn- framt tæknilegri getu, að sam- staða í heildarsvip er með góðu móti. Verkið er áðgengi- legt og var hressilegt undir stjórn Alfred Walters. Staðsetn ing þess á e-ftir umfangsmik- illi rómantik efnisskrár var ágæt tilbreyting: — Sinfoniska ljóðið „Tasso“ eftir Franz Liszt virgðist l'ítið annað en .,instruimien'terað“ píanó, og stenzt það að vissu marki ekki samjöfnuð við önnur sinfonisk verk Liszts. Hljómsveit og stjórnanda virtist samt láta vel að túlka hinar hástemdu línur. og var góð stígandi í verkin.u. Það þarf afburða túl'kanda. til að halda hlustand'a við efn- ið í píanó-konsei’timwn í D- moll eftir Sergei Rakhmanin- off, en einmitt það gerði Ann Schein. Með al'gjörum vfirburð um, lék hún þennan konsert. sem svo sannarlega gefur hvergi eftir tæknilega séð Stórum og breiðum línum safn aði Ann Sehein saman í aðdáan lega heildaiTnynd Hlutur hljómsveitar er stór í þessu verki. og fylgdi sveitin þar vel" hinni skapmiklu listakonu. sem ásanit stjórnanda hlaut mjög hjarta'nlegt lof. Unnur Arnórsdóttir. Á myndinni sjást, fyrsta frá vinstri: Polly (Shirley Knight), Pokey (Mary-Robin Redd), Libby (Jessica Waltcr) og Kay (Joanna Pettet), helniiugur klíkunnar. Það dylst eng'Uim að Lumet er mi'kill listamaður. Það er skemmst að minnast „Húmar hægt að kveldi“. sem var sýnd í Hafnarbíói i sumar. ,,Hæðin“, sýnd í Gamla bíói fyrir bveim- ur árum op „Veðlánarinn", sýnd fyrir fjórum árum í Laug arásbíói og „Tólf reiðir menn“, sýnd í Stjörnubíói (að mig minnir, fyrir nokkrum árum). Tvær nýjiustu myndir hans eru „The dead'ly affair“. byggð á sögu eftir John Le Carré og „Bye bye braverman", byggð á sögu eftir Wallace. Það ætti enginn að missa af þessari mynd, sýo sérstök er hún og vel unnin. Einnig er ástæða að benda fólki á Le bonheur (Hamingj- an) eftir Agnés Warda sem er eiginkona Jaques Demy er gerði „Les Parapluies de Cher bourg“. Önnur mynd frúarinn ar, „Cléo de cinq a’sept“ var sýnd í sjónvarpinu, en hún afl aði henni heimsfrægðar á sín- um tíma. P.L. $} Holland ervætusamt og þvf framleióaHollendíngar mjög é 9 fínt borósalt^sem þolirbetur 6 S rakaogrennur því alltaf jafn T 9 leikandi létt! (P \v *• f NEZO borósalt er ódýrast f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.