Tíminn - 15.10.1969, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1969, Blaðsíða 16
Bretar GS-ísafirði, þriðjudag. TVeir enskir togarar komu hingað inn í nótt. Nokkru síð ar brutust tweir brezkir sjó- menn af öðrum togaranum inn stela á í Raftaekjaverzlunina Neista. og stálu þaðan segulbandstæki og úbvarpi. Mætti lögreglan mönn unum með þýfið, og náði því af þeim. Situr annar Bretinn nú inni, og mun hafa játað s sig^ þjófnaðinn. í nótt var einnig brotizt um borð í Djúpbátinn og v. b. tíuö Framhald a bls 14 Hugmynda- samkeppni um íslenzk húsgögn til útflutnings Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um ný húsgögn. sem miðast skulu við útflutning. Rétt til þátttöku hafa allir, og eru fyrstu verð laun 30 þúsund krónur. Til- gangur samkeppninnar er að örva íslenzka húsgagnafram leiðslu og að reyna að fá fram íslenzk séreinkenni húsgagna. í fyrsta sinn verða íslenzk hús gögn á norrænni sýningu í Kaupmannahöfn í maí. Það eru Tímaritið Iceland Review og Útflutningssikrifstofa Félags ísl. iðnrekenda í sam- vinnu við Fé'lag húsgagnaarki tekta, sem efna til hugmynda samkeppninnar. Þátttakendur þurfa ekki að vera félagar í arkitektafélögunum, aðeins er sett það skilyrði, að hugmynd irnar séu nýjar og áður óbirt- ar. Til samkeppninnar á að skila hugmyndunum teiknuðum og nákvæmlega útfærðum sam kv. nánari reglum samkeppn- innar. en seinna munu þau húsgögn, sem athyglisverðust þykja, smíðuð í samvinnu við Fél. ísl. iðnrekenda, þau verða kynnt í Iceland Reviev og reynt verður að koma þeim á sýn inigar beggja vegna Atlantshafs ins. í dómnefnd mun m. a. eiga sæti erlendur alþjóðlega þekkt ur ankitekt og verðiaun fyrir beztu gripina verða samtais 60 þúsund, þar af helmingur- inn fyrstu verðlaun. Skilafrestur í samkeppnina ’er til 15. desember og eiga til- Framhald á bls. 14 Félagsvist í Kópavogi í kvöld, miðvikudag kl. 20. 30 heldur FUF í Kópavogi spila kvöld að Neðstutröð 4. Aðgang ur er ókeypis og allir velkomn ir. Góð verðlaun. Stjórnin. Aðalfundur FUF í Árnessýslu Aðalfundur FUF í Árnes- sýslu verður haldinn í fundar sal KÁ á Selfossi, miðvikudag inn 22. október kl. 21. Venju leg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin. FUF, Keflavík Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Keflavík verður haldinn í Tjarnarkaffi, fimmtudaginn 16. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Þetta er útlitsmynd af hinu nýja frystiskipi Sambandsins, sem jafnframt verður sérstaklega útbúið til kornflutninga. j Mæiifell kemur með full fermi af lausu korni Nýja fryíJiiskipið verður með korndælu um borð. KJ-Reykjavík, þriðjud,ag. í næstu viku er m.s. Mæli- fell væntanlegt ,hingað til landsms með fyrsta heila skipsfarminn af lausu korni, sem islenzkt skip flytur til landsins. en Mælifellið var sérstaklega byggt með það fyrir augum, að flytja laust kom. Lestaði skipið í dag 2500 tonn af byggi í Tonnay í Frakklandi. Það eru tveir fóðurinnflytjend ur, innflutningsdeild SÍS og Fóðurblandan h. f. sem kaupa byggið hingað, en upphaflega var ákrveðið að þrír innflytjendur yrðu um sendinguna en einn féll úr. Hjörtur Hjartar framkivæmdastj. skipadeildar SÍS sagði Tímanum i dag, að Mælifellið myndi leggja af stað frá Frakklandi á morgun, og myndi losa í Reykjayík, Þor lákslhöfn og hjá Kaupfélagi Héraðs búa á Reyðarfirði, sem hefur ný- verið koimið sér upp kornmyllu. Hjðrtur sagði að flutningur á lausu korni hefði sérstaklega verið hafð ur í huga þegar Mælifell var byggt 1964, vegna væntanlegrar eðlilegrar þróunar í fóðurflutninga má'lum. Var skipið búið sérstök um kornþiljum, og núna er Mæli- fell fyrsta íslenZka skipið sem kem ur hingað með heilan skipsfarm af lausu korni. Þá sagði Hjörtur Hjartar, að Sambandið hefði iátið útbúa Arnarfell Iíelgafell og Dís arfell til kornflutninga, og geta skipin futt 300 — 800 tonn af iausu korni. Enmennur verður hið nýja frystiskip Sambandsins útbúið til kornfliutninga, og mun verða um borð í því sérstök korn dœla, svo hægt sé að losa korn ið á ýtnsum höfnum úti á landi, þar sem búið verður að gera áð- stöðu til að taka á nióti Lausu korni. Þarf þá ekki að vera korn- dæla á hverjum stað, heldur mun ikorndælan um borð diæla korniou í laud. Þá saigði Hjörtur, að Mælifellið myndi lesta aftur heilan fárm af lausu korni í byrjun desember. Samfoandsskipin hafa að undan förnu flutt kögglað fóður frá Dan mörku, og þá aðallega til Þor lákshafnar, en þaðan hefur því verið dreift um félagssvæði Kaup félags Árnesinga og Kaupfélags Rangæinga í sénstökum kornflutn ingabíl Sfcendur nú til, að þessi kaupfélög og fleiri í viðbót. fai sér sérstaka kornflutningabíla, sem hægt verður líka að nota ti almennra vöruflutninga. VERKSMIÐJA K. JÓNSSON OG CO. Á AKUREYRI HEFUR FRAMLEITT MEIRA EN HELMING ÁR5ÚTFL UTNINGSINS Á NIÐURSUÐUVÖRUM TIL SOVÉTRÍKJANNA SB-Reykjavík, þriðjudag. Samið hefur verið um sölu á smjörsíld til Sovétríkjanna fyrir um 15 og hálfa millj. króna. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. á Akureyri framleiðir vöruna og á af- greiðsla að fara fram I nóvember. Á þessu ári hafa Sovétríkin keypt niðursuðuvörur fyrir um 75 milljónir kr. og þar af nemur verðmæti verksmiðju K. Jónssonar um 40 millj. f þessum nýjia samningi er um að ræða 23,500 kassa af smjörsíld. í viðtali við hlaðið i dag, sagði Kristján Jónsson. forstjóri, að um það bil þriðjungur þessa magns væri fyrirliggjandi og verður þvi afí^tlpeð í næstu viku — Þar sem en.i *■, rtíUi hefur veiðzt fyrir norð- an, .vaðrt Kristján reikna með. það sem uppá vantaði af sildinni að sunnan. Ekkert vildi hann segja um horfurnar á, að lokið vrði við að framleiða pönt ina a tilse'ttum tima. Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar á Akureyri hefur fraimleitt fyrir um 40 milljónir af þeim 75 milljónum kr., sem Sovétmenn hafia keypt niðursuðuvörur fyrir á þessu ári. Það eru gaffalbitar og smjörsíld. Engar sardínur hafa verið fram leiddar þar í surnar. þar sem ekki hefur veiðzt neir smásíld á „poll- inum‘ og munii nú sardinubirgð- irnar á iandinu -æra að ganga tii þurrðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.