Tíminn - 26.10.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1969, Blaðsíða 2
TIMINN í GUÐANNA BÆNUM Framhai'd ai bls. 13 lega í yfirheyrslu. Ég var lát- inn standa uppréttur á miðju gólfi og spurður sömu Spurn- inganna. Ég svaraði þvi sama og þúsund sinnum áður: „Ég er efcki njósnari og ég hef enga glæpi framið“. Yfirheyrzl an hélt áfram allan daginn og fram á kvöld. Þá var ég færð- ur aftur í klefann, þar sem ég féll örmagna niður á fletið og steinsofnaði á stundinni. En eftir fáeinar mínútur var ég vakinn aftur og dreginn út í yfirheyrzluálmuna. Aftur var mér skipað að standa upprétt- ur á gólfinu. f þetta skipti voru margar smáhvíldir í yfir- heyrzlunni, meðan Kínverjarn ir fengu sér vindlinga eða glas af víni. Alla nóttina stóð ég hreyf- •ingarlaus og stífur þarna á gólfinu. Undir morgun fór mér að líða ilia, það ætlaði að líða yfir mig og ég fór að slaga. Vörðurinn kom undir eins með stól og setti hann við hlið mína. En ef ég ætlaði að styðja mig við stólinn, sló vörðurinn mig utanundir og grenjaði: „Stattu á löpp- unum“. Nokkrum sinnum fóru þeir allir út úr herberginu og þá notaði ég tækifærið og hljóp um, til að reyna að koma blóð- inu á einhverja hreyfingu. Þeg ar klukkan var orðin hálf-sex um morguninn, var farið með mig enn í klefann minn. En mér var ekki leyft að sofna, held ur stóð vörður yfir mér, þar sem ég sat á fletinu og ef ég ætlaði að halla mér upp að veggnum. þreif hann miskunn arlaust í mig. Klukkan átta um morguninn var ég enn færð- úr til yfirheyrzlu og látinn standa við stólinn. Sömu spurningarnar — sömu svörin, allan daginn. Þá fékk ég að sitja á fletinu í eina klukku- stund, en síðan færður út aft- ur. Þetta var eins og þegar köttur leikur sér að mús. Aðra nóttina, líklega úm fimmleytið, gat ég ekki leng- ur staðið á fótunum og verð- irnir urðu að halda mér uppi, þangað til farið var með mig til klefans. Þeir ýttu mér inn og ég féll á andlitið á gólfið. Einn varð þó eftir, til að sjá um, að ég sofnaði ekki þarna. Hann smásparkaði í mig, ým ist með tánum eða hælnum á stígvélunum og mig logsveið um allan líkamann. Síðan var enn farið méð mig út og ég stóð upp á endann það sem eftir var næturinnar. Þá var það, sem mig byrj- aði að dreyma. Það var eins og hugurinn losaði sig og rynni út úr líkamanum. Það var eins og við værum tveir, ég stóð við hlið fangavarðar- ins og horfði þó á sjálfan mig svífa um herbergið. Allan þriðja daginn hélt kvalræðið áfram. Ef ég dottaði, þá sló vörðurinn mig einhvers staðar. En það var eins og ég væri kominn gegn um hreins- unareldinn, ég fann alls ekk- ert fyrir höggum hans lengur. Þriðju nóttina gat ég ekki stað ið lengur og féll á gólfið. Þeir drógu mig óðar á fætur aftur, en þegar þeir slepptu, datt ég. Þá náði yfirheyrandinn í fötu af köldu vatni, steypti þvi yf ir mig og skipaði mér að hafa mig á lappirnar. Ég klóraði mig á fætur, en steyptist enn. Önnur fata af köldu vatni, en í þetta sinn gat ég ekki stað- ið upp. Vöi'ðurinn sparkaði í mig, fastar og fastar, en ég fann ekkert. Eg var borinn til klefa míns og látinn sitja á fletinu, sem fyrr. í hvert sinn, sem ég féll útaf, var ég þrifinn upp aftur. Alla þessa nótt og fram á næsta dag, sem var hinn fjórði, héldu þeir áfram. Yfir- heyrandinn var nú hjá mér í klefanum og einhver hristi mig harkalega, svo ég sofnaði ekki. Endalaust spurðu þeir hins sama: „Hverjir starfa með þér? „Ertu njósnari?" „Segðu okk- ur allt, sem þú veizt“. Yfirheyrandinn beygði sig niður og starði í augu mér. „í guðs bænum, drepið mig“, tautaði ég. „Mér er alveg sama núna“. Þá held ég, að þeir hafi loksins farið. Ég veit það ekki, bví það leið alveg yfir mig. Þegar ég vaknaði aftur, var miður dagur. Ling sat á stokkn um hjá mér og baðaði andlit mitt með horninu á handklæð inu mínu, sem hann dýfði of- an í vatnsskammtinn sinn. „Hví takið þér ekki sönsum, Volsky?" spurði hann. „Ég var njósnari, en ekki 'mikiLvægur þó. Ég sagði þeim aðeins iítið af því, sem ég vissi og þeir hafa Látið mig í friði síðan. Gerið þér það sama, segið þeim nóg til að þeir fari og Láti yður vera. Annars munuð þér bráðlega deyja hér, Volsky“. Meira að segja Ling. Ég var yfirkominn af vonbrigðum. Guð minn góður, trúði eng- inn mér. „Ég hef alls ekki frá neinu að segja“ sagði ég við Ling. Skömmu síðar var kallað á mig með númeri mínu, sem var 1604 og ég var færður til yfirheyrzlu á ný. Ég hafði haft uppköst og var mjög máttfar- inn, en ég reyndi að halda mér uppréttum og einbeitti mér að því að hafa fullt vald á hreyf- ingum mínum, þegar ég var leiddur inn í herbergið til yf- irbeyrandans. Mér til undrun ar, heyrðust engar skipanir, ég var ekki sleginn, heldur lát- inn afskiptalaus um stund. Yfirheyrandinn kom til mín og hristi höfuðið. „Jæja, þú vilt ekki tala við o'kkur, við er- um orðnir þreyttir á þér. Svo þreyttir, að við reynum ekki að hjálpa þér meira". Hann yppti öxlum og krosslagði síð- an handleggina. „Við ætlum ekki að tala við þig meira. Þú mátt fara út úr þessu herb-ergi, * en vertu viss, einhvern tíma, eftir eitt ár, eða jafnvel tíu, muntu vilja tala“. Hann klappaði mér á vang- ann og^ bxrosti. „Við bíðum, 1604“. Ég svaraði: „Þið megið hafa mig hérna alla mína ævi, en þið verðið einskis vísari, því-ég veit alls ekkert“. Hann leit undan, en benti síðan á dyrnar. Vörðurinn færði mig fram fyrir og síðan til klefa míns. Ég var aldrei yfirheyrður framiar. Þegar við komum inn í klef- ann, sagði vörðurinn Ling að pakka dótið sitt og koma með sér Þeir fóru. Ég var skilinn þarna eftir með hugsanir mín- ar og einmanaleikann og einu félagar mínir nú voru rauðu pöddurnar. Samt sem áður fannst mér þetta hreinasta himnaríki, eft- ir allar barsmíðarnar og há- vaðann. Þögnin var dásamleg. Mér tókst að klóra svolítið af málningunni af gluggarúðunni og undi mér löngum við þetta gægjíugat mitt. en gegn um það, sá ég út í garðinn bak við bygginguna. Einn morguninn, sem ég var á gægjum, sá ég hvar tveir kvenfangaverðir komu út í garðinn, með unga kínverska stúlku á milli sín. Stúlkan hafði mjög fallegt hár, sem náði henni niður undir mitti. Hún var klædd rauðbrúnum silkikjól, nælonsokkum og hælaháum skóm. Stúlkutetrið hélt varla höfði og hún skjögr- aði áfram, milli varðanna, sem vorú algerar ándstæður henn- : ar, Hvað útlitið snerti, mið aldra, feitar og snöggklipptar. Brunnur var í miðjum garð- inum. og þegar verðirnir komu að honum með stúlkuna, létu þær hana setjast niður. Ónnur varðkonan fór síðan inn í hús- ið lengra í burtu, en hin varð eftir hjá stúlkunni og fór að klæða hana úr skónum og sokk unum. Sú fyrri kom fljótlega aftur og hafði þá meðferðis eittbvert verkfæri, sem líktist mest garðklippum. Með þessu tók hún til við að skella hárið af stúlkunni. Stúlkan sat gjörsamlega hreyfingarlaus og mér leið helzt eins og ég væri að iiorfa á dramatískan sjónleik. Ég sá mkkana falla til jarðar og þeg- ar þessari ósmekklegu klipp- ingu var lokið tók önnur kon- an uadir handlegg stúlkunnar og hvarf með hana fyrir horn hússins. Hin varðkonan, sem var heldur ófrýnileg ásýndum, gild vaxin mjög og klædd síðbux um, sem stóðu henni á beini, beið við brunninn litla stund síðan leit hún í kring um sig, til að vera viss um að enginn sæi til hennar. Þá beygði hún FÓDURBLDNDON HF. VERÐLÆKKUN Franskt bygg: af uppskeru 1969. Ómalað bygg, ósekkjað á bifreið Nýmalað byggmjöl, laust á bifreið Nýmalað byggmjöl, 45 kg. pr. sk. Dönsk kúablanda —A— köggluð ósekkjuð á bifreið Dönsk kúablanda —A— í 50 kg. sk. kr. 5.350,00 pr. tonn — 5.600,00 — — — 5.980,00 — — kr. 7.380,00 pr. tonn — 7.780,00 — — P.P.H. fóðurblöndur eru viðurkenndar fyrir gæði í Dan- mörku. Bændur verzlið þar sem úrvalið er mest og verðið hagstæðast. © FÓfiURBLANDAN HF. • GRANDAVEGl 42 SlMI 24360 SUNNUDAGUR 26. október 1969. sig niður og greip hendurnar fullar af hinu fallega hári, sem lá þarna fyrir fótum hennar. Með hárið í böndunum flýtti hún sér að opnum glugga á litla húsinu sem var beint á móti gægjugatinu mínu. Hún bar lokkana upp að höfði sér og speglaði sig í rúðunni, sneri sér á alla kanta og dáð- ist að því, sem hún sá. Hún sneri sér snögglega við, svo lokkarnir sveifluðust um axL- irnar, svo brosti hún yfir öxl- ina á sér framan í spegilmynd ina í rúðunni. Ekkert hljóð heyrðist í garð inum og ég stóð dolfallin og horfði á konuna dansa þarna fram og aftur við gluggann og hugsaði með mér, að þessir kvalarar hefðu þá mannlegar tilfinningar eftir allt saman. ALlt í einu tók varðkonan undir sig stökk í áttina að brunninum og fleygði hárinu á jörðina aftur. í sama bili bom hin fyrir hornið og sam an tíndu þær svo bárið upp aftur, tróðu því í poka og flýttu sér síðan burt og hurfu sjónum minum. Það var kominn júlí-mánuð- ur og ég hafði verið í Nan Tao í hálft ár. Dagarnir snigl uðust áfram og ég taldi þá á skorum, sem ég gerði í fletið. Ég sá aldrei neinn, nema vörð inn, sem fæi'ði mér matinn og ég fór að velta því fyrir mér, hvort öryggislögreglan hefði hreinlega gleymt mér. En þá. eitt sinn, sem oftar, þegar ég húkti uppí horni í fleti mínu, fannst mér ég heyra rödd. „Hver ertu? Hver ertu? Hver ertu?“ Ég spratt á fætur, orðin voru sögð á ensku og í fyrstu hélt ég, að þögn- in væri búin að gera mig rugl- aðann. Þá heyrðist það aftur. „Hver ertu? Hverrar þjóðar? Hverrar þjóðar? Hverrar þjóð ar?“ Röddin endurtók allt þris var. Hljóðið virtist koma frá salernisskálinni í horninu og ég skildi, að einhver í klefan- um fyrir ofan mig var að reyna að ná sambandi við mig með því að kalla niður í gegn um pípuna. Þetta var mál menntaðra manna, sem talað var og ég gat aðeins greint erlendan hreim. Ég læddist að skálinni og hvíslaði varlega: „Hver er þar?“ Þögn. Svo kom röddin aftur: „Hverrar þjóð- ar?“ var spurt þrisvar. Ég hall aði mér yfir skálina. „Rússi“. svaraði ég. „Hvers vegna ertu hér?“ spurði röddin. ,,Njósnir“. Þögn. Síðan: „Ertu njósn- ari?“ „Þetta var heim'Skuleg spurn ing“ svaraði ég. „Ef ég væri njósnari, myndi ég segja þér það, en það vill bara svo til, að ég er það ekki“. Síðan spurði ég, „hver ert þú?“ — Ekkert hljóð. Ég end- urtók spurninguna nokkrum sinnum, en það var gagnslaust. Röddin var farin. Viku síðar. heyrði ég aftur rödd í salernisskálinni, en í þetta sinn var það kínversk rödd og ég lét sem ég heyrði hana ekki. Ég þóttist viss um, að fanga- verðir mínir væru að reyna að beita mig einhverjum brögð um til að ég játaði. Þegar ég svaraði ekki röddinni í annað sinnið, heyrði ég ekki meira. Um miðjan ágúst opnuðust klefadyrnar allt í einu upp á gátt og vörður kom inn og skipaði mér að taka saman dótið mitt. „Flýttu þér, þú átt að fara héðan“, sagði hann. Ég varð ofsaglaður og þótt- ist viss um. að þeir hefðu nú loksins ákveðið að trúa mér. Ég safnaði saman hinum fáu Fraonihald a Ws. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.