Tíminn - 26.10.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.10.1969, Blaðsíða 6
18 SUNNUDAGUR 26. október 1969. TIMINN Rætt við Áskel Einarsson, fyrrv. bæjarstjóra, um fjórðungssamtök Norðlendinga og áætlanagerð Nýlega er lokið Fjóröungs- þingi Norðlendiiiga. Þar voru skipulagsmál Fjórðungssam- bandsins til umræðu, en einnig voru lögð fram og rædd drög að Norðurlandsáætlun. As-kell Einarsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Húsavík, 'hefur sérstaklega kynnt sér þessi mál, og hefur lagt fram í tillöguformi hugmyndir sín- ar um það hvernig vinna á að gerð Norðurlandisáætlunar og hvað ætti að felast í slíkri áætl un. Leggur bann m.a. mikla áherzlu á nauðsyn þess, að Norðlendingar og samtök þeirra hafi mikil áhrif á gerð og framtovæmd þeirrar áætlun- ar. Blaðið hafði samband við Ás kel á dögunum og spurði hann ítarlega bæði um fjórð- ungssambandið, en einkum þó um þær bugmyndir, sem hann hefur gert sér um æskilega þróun mála á Norðurlandi og nauðsyn þess, að Norðurlands- áætlun verði alhliða þróunar- áætlun fyrir Norðurland, jafn framt því sem tekið verði upp umdæmisskipulag um dreif ingu ríkisstofnana þannig, að á Norðurlandi verði staðsettar umdæmisdeiWir helztu verk- efnaþátta ríkisins. Fer viðtalið við Áskel hér á eftir. — Er ekki fjórðungskenndin rótgróin með Norðlendingum? —■ Um allar aldir frá upp- hafi fslandsbyggðar hefur ver- ið sterk tilhneiging á Norður landi um fjórðungssamtök. Eft ir að biskupsstóll var lagður niður og ömtin numin úr lög um hefur ekki verið um að ræða sérstakt umdæmi í Norð. urlandi. Eigi að sí;. haia haldizt samtök, sem ná yfir all an fjórðunginn. Á mörgum sviðum fólags- og menningar- mála er um norðlenzkt sam stari áð ræða. Á síðustu ára tugum hefur mjög farið í vöxt tilhneiging í þá átt að sam eina Norðlendinga um fjórð- ungssamstarf. Fjórðungssam- band Norðlendinga, sem _ er samband kaupstaða og sýslu félaga í Norðurlandi er m.a. árangur þessarar viðleitni. — Svo virtist sem fjórð- ungssambandið væri að logn- ast út af. — Já, svo var reyndar kom ið 1965 áð telja mátti sam- bandið horfið úr sögunni. Meg in ástæðurnar voru þær, að fjórðungssambandið hafði ekki atvinnumál og almenn hagsmunamál á sinni stefnu- skrá og ennfremur, að sveita- félögin, að undanskildum kaup stöðunum, voru ekki aðilar að sambandinu. Þess vegna var svo komið, að fjórðungssam bandið var ekki virikur vett- vangur í samstarfsmálum Norð lendinga. Einmitt af þessum ástæðum fóru menn að leita annarra samsfcarfsleiða. Ráð- stefna um sj'ávarúbvegsmál, sem haldin var af full- trúum verkalýðsfélaga, út- vegsmanna, vinnslustöðva og sveitarfélaga á Akureyri árið 1964. var vottur um nýjar fé lagsmálahreyfingar á Norður- landi. Árangur þessarar ráð- stefnu varð miklu betri, en menn gerðu sér vonir um. Það virtist svo, að sameinaðir gætu Norðlendingar frekar fengið mólum sínum áorkað, en ein stök byggðalög eða byggða-. svæði. Telja verður, að þar með bafi gamla fjórðungs- kenndin verið vakin úr Örðinál' Næsti áfangi um aukið sam- starf Norðlendinga, var at vinnumálaráðstefnan á Akur- eyri 1965, sem sótt var af fuil' trúum toaupstaðanna og kaup- túnahreppanna. Þessi ráð stefna var vel heppnuð og ár- angursrík. Niðurstöður henn- ar, ásamt greinagerðum þátt tökuaðila um atvinnuástandið og óskir um atvinnuúrbætur, var gefin út í skýrsluformi, og vakti afchygli. Á þessari ráð stefnu vaknaði áhugi fyrir því að mynda samstarfsheild sveit- arfélaganna í Norðurlandi. Framkvæmdarnefnd ráðstefn unnar var falið að kalla sam- an fund aðildarsveitarfé- laganna, til að ræða þessi mál, og ásamt atvinnumálunum. Á fundi þessara aðila í nóvem- ber 1965 var Ijóst, að vegna vænitanlegrar Norðurlands- áætlunar var þönf á samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi. Ég hafði, sem formaður fram- kvæmdanefndarinnar, átt um- ræður um þessi mál við for rá'ðamenn Sambands ísl. sveit- arfélaga. Lagði ég fram á fund inum frumvarp að bráðabir'gð-' arlögum fyrir samfcök norð- lenzkra sveitarfélaga, er gerðu ráð fyrir, að þau sveitarfélög, sem aðild áttu að atvirinumála ráðistefnunni, væru stofnend- ur, en síðar væri öllum sveit- arfélögum í Norðurlandi gef- in kostur að ganga í samtök in. Gert var rá'ð fyrir form legu þingi samtaka norð- lenzka sveitarfélaga um haust- ið 1966, að afloknum sveitar stjórnarkosningum. Því miður náði þessi hugmynd ekki fram að ganga á þessum fundi. Hins vegar réðist það, að þáverandi formaður Fjórðungssam bands Norðlendinga, Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri á Akureyri, kannaði þá leið að endurreisa Sambandið, sem sveitarfélagasamtök. — Hvernig var hagað und- irbúningi að enduireisri fjórð- ungssambandsins? — Eftir bausfcfundinn 1965 lágu samieiningarmálin í salti fram yfir sveifcarstjórnarkosn ingarnar. Um sumarið 1966 átti framkvæmdanefndin og stjórn fjórðungssambands- ins fund um málið. Niðurstað- an varð sú, að endurskipu ieggja fjórðungssamibandið með aðild kauptúnahreppanna, sem áttu setu á atvinnumála ráðsfcefnunni. Þannig voru þessar hreyfingar sameinaðar. Lengra var ekki hægt að ganga, ef halda átti fullu sam- komulagi um málið. Fjórðungs- sambandið var formlega endur reist á Siglufjarðarþingi haust ið 1966. Þá var kosið nýtt fjórð ungsráð, sem skipað er bæjar- stjórunum og sýslumönnum Þingeyinga og Skagfirðinga. — Markaði ekki Siglufjarð- arþingið nýja stefnu? — Því ber ekki að neita, að margir voru þeirrar skoðunar, að skipulag fjórðungssam- bandsins þyrfti að endurskoða fyrir næsta reglulegt þing, sem halda átti 1968, til þess að tryggja aðild allra sveitarfé- laga í Norðurlandi að samband ina. Eigi að síður hlaut það að verða höfuðviðfangsefni, að skipuleggja starfið og vinna að samvinnu Norðlendinga um sarneiginleg mál, einkum varð- andi þróunaráætlun fyrir Norð urland, sem ríkisstjórnin ’nét 1935. Krafan um sérstaka Norð urlandsáætlun kom fyrst fram á atvinnumálaráðstefnunni. Hún var síðar tekin upp í samningum við norðlenzku verkalýðsfélögin, sem stóðu vf- ir um Mkt leyti og ráðstefnan. Það er því rangtúlkun að eigna verkalýðsfélögunum heiðurinn að hafa hrundið þessari hugmynd frarn. Sam- tovæmt fyrirmælum ríkisstjórn arinnar til Efnahagsstofnunar- innar átti að gera Norðurlands áætlun í samráði við samtök norðlenzkra sveitarfélaga og Alþýðusamband Norðurlands. Meginhlutverk fjórðungsráðs var því að koma fram sam eiginlega gagnvart undirbún- ingi Norðurlandsáætlunar. Hvernig þetta starf hefur geng ið er miér ekki kunnugt um. Ljóst er þó, að seinagangur um frágang Norðurlandsáætl- unar hefur tatfið þinghald fjórðungssambandsins, um eitt ár. — Það hefur heyrzt, að þú hafir gert ítarlega greinargerð uim starfshætti sambandsins og framtíðarverkefni norð- lenzkra samtaka. — Pjórðungsráð fol mér að ferðast á milli sambandsaðil- anna og kynna málefni sam- bandsins og ræða um undir búning Norðurlandsáætlun ar. Þetta gerði ég haustið 1966. Ennfremur sat ég á fundi með sveitarstjóænum á ferðum mínum. Um haustið 1966 áfcti fjórðungsráðið fund með forráðamönnum Efnahags stofnunarinnar. Á þessum fundi kom í Ijós, að etoki yrði rasað um ráð fram við Norð- urlandsáætlun, og etoki virtist vera sterkur áhugi Efnahags- stofnunarinnar að gera fjórð ungssamibandið að þeim tengi- lið á milli sveitarfélaganna og þeirra, er gerðu áætlunina, eins og fyrirheit var um. Mér var því ljóst að brýn nauðsyn var, að sveitarfélagasamtök í Norðurlandi mörfcuðu sjálf stæða stefnu, bæði er varðaði samnorðlenzk mál og þróun'ar- áætlunargerðina. Með þessi sjónarmið í huga samdi ég um þessi efni skýrslu og tillögur til fjórðungsráðs. Sikýrslan var send fjölmörgum sveitarstjórn arfulltrúum á svæðinu. Ég hef ekki birt þessar hugleiðingar mínar, þar sem þær voru samd ar á vegum samtakanna. Hins veear er mér ljóst, að fjórð- ungsráðið hefur í fáu notfært sér tillögur mínar og ég sé ekki ástæðu til þess að líta svo á, að þær hafi verið ráðinu mikils virði. — Er þá nokkuð á móti því að drepið veríB á þessar tH- lögur þínar? — Eg veit efcki, bvort þser séu þess virði, að þær séu op- inberaðar. Efcki vil ég þó skor- ast undan að drepa á pað helzta. Ég skilaði af mér grein argerð og tillögum til fjórð ungsróðs í septemiber 1967. f tfjyrri Muta skýralu minnar eru hugleiðingax um ástand og úr- ræði í samstarfsmálum Norð- lendinga, en í síðari hlutan um eru beinar tillögur. Gefca verður þess, að tillögurnar voru miðaðar við ástand og íhorfur 1967. sem hefur að vísu breytzt síðan, þó er óhætt að segja að þorri þeirra getur enn átt við. — Hvað telur þú, að hái mest starfsemi Norðurlands samtafca? — TvímælaLaust sfcortir öfl ugt og þróttmikið starf fjórð- ungssamtakanna. GrunidivöH- ur þessa er samhæfing og kynning norðlenzkra viðhorfa. Ég gerði tillögur til fjórðungs ráðs um, að það gengist fyrir eins konar áróðri, með blaða- greinum og útvarpserindum, til þess að vefcja áhuga ein- stafclina og fél'agssamtafca á samstarfi Norðlendinga. f þessu sambandi benti ég á, að á _ Aikureyri yrðu staðsettar tfrétta- og dagskrárdeildir hljó'ðvarps og sjónvarps, sem öfluðu efnis í Norðurlandi og ennfremur, að deildir þessar fengju sjálfstæða frétta og dagskráríáma. Þá lagði ég til að efld væri útgátfa dagblaðs á Norðurlandi og að norðlenzk blöð nytu opinberrar fyrir- greiðslu, eins og aðaldagblöð- in í Reykjavik. Einnig gerði ég tillögur um, að fjórðungs samibandið beitti sér fyrir menningarstarfsemi í sam- vinnu við félagasamtök og bað gengist fyrir kynningarfund- um um félagsleg og mennlng arleg viðtfangsefni í Norður- landi. Hefði fjórðungssamband ið reynt þessar leiðir, er lík-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.