Tíminn - 26.10.1969, Blaðsíða 1
„Kvalirnar voru ægilegar. Mér fannst heilinn í mér sjóða og hljóðhimnurnar þenjast út og verða
að stórum blöðrum, sem bráðlega myndu sprengja utan af sér höfuðkúpuna.
Alla þessa nótt og fram á næsta dag, sem var hinn fjórði, héldu pyntingarnar áfram. Ég var orð-
inn máttfarinn af næringarskorti og illri meðferð." — George Volsky.
*
„I guðanna bænum
drepið mig heldur'7
í Nan-Tao búðunum í Shang-
ihai var sérstök álma bygging-
arinnar fyrir það sem rauðu
Kínverjarnir álitu ,,enfið“ mál.
Þegar ég hafði divalizt í Nan-
Tao í þrjá mánuði og verið
yfirheyrður daglega, án þess
að segja nokkuð, komust fanga
verðir minir að þeirri viður-
stöðu, að ég skyldi teljast „erf-
itt“ tilfelli.
Morgun einn í aprílibyrjun,
rétt eftir sólarupprás, var ég
sóttur í klefa minn í aðalbygg
ingunni og leiddur út og þvert
yfir garðinn, í átt til lágrar
byggingar, vinstra megin við
aðaihúsið.
Við gengum inn um dyr fyr-
ir miðju og þegar inn kom,
sá ég, að álmu þessari var
deilt niður í smáherbergi til
beggja handa og eftir endi-
löngu fyrir miðju var gangur.
Þakið var allt úr gleri og gegn
um það sá ég verði vopnaða
vélbyssum, spígspora um á ein
hverju grindverki og fylgjast
vel með hiverju herbergi niður
í gegn um þakið.
Mér var vísað inn í eitt her-
bergið hægra megin, nálægt
útgöngudyrunum. Framan við
mig var borð, sem stóð á upp-
hækkuðum palli, líklega tæpan
metra frá gólfi. Hinum megin
við borðið sat forljótur ná-
ungi. Framan við borðið, niðri
á gólfinu, stóð armstóll og var
gild járnkeðja fest milli arm-
anna. Ég var látinn setjast í
stólinn og vörðurinn tók keðj-
una, vafði hana utan um mig,
þannig að handleggirnir voru
rígfastir niður með síðunum.
Síðan festi hann keðjuna aftur
við arma stólsins og læsti öllu
saman með hengilás.
Nú kom annar náungi inn,
engu frýnilegri en hinn. Hann
bretti upp aðra ermi mína ög
festi litla járnplötu á fram
handlegginn á mér. Tvær
leiðslur voru festar við plöt-
una og lágu þær að innstungu
í veggnum við borðið. Yfir-
heyrandinn fyrir ofan mig,
hallaði sér fram yfir borðið:
„Við höfum verið mjög þolin
móðir við ■ yður, Volsky, en
þrátt fyrir það hafið þér ekki
viljað vera samvinnuþýður. Nú
fáið þér síðasta tækifærið. Ff
þér segið okkur ekki núna allt
sem þér vitið, skal ég sjá til
þess, að þér lifið nógu lengi
til að iðrast þess rækilega".
Ósjálfrátt endurtók ég það,
sem ég hafði ætíð svarað áð-
ur: „Ég er ekki njósnari og
ég hef ekki framið neina glæpi
gagnvart kínversku þjóðinni“.
Hann kinkaði kolli og hinn
ýtti á hnapp við innstunguna
á veggnum. Þegar rafstraumur
inn fór um mig, glenntust
jálkar mínir sundur og' kval-
irnar voru ægilegar. Mér
fannst heilinn í mér sjóða og
hljóðhimnurnar þenjast út, og
verða að stórum blöðrum, sem
bráðlega myndu sprengja utan
af sér höfuðkúpuna.
Þá rofnaði straumurinn. Ég
féll aftur á bak í stólnum,
hríðskjálfandi. Verkurinn í
augunum og höfðinu var að
gera út af við mig og ég hafði
klipið sjálfan mig til blóðs í
lærin.
Rödd yfirheyrandans heyrð-
ist eins og langt úr fjarska og
mér fannst hann mjóróma,
eins og kvenmaður. „Segðu
það sem þú veizt. Hverjir eru
samstarfsmenn þínir?“
Ég reyndi að svara ein-
hverju, en mér fannst tungan
fylla alveg út í munninn, svo
ég kom ekki upp nokkru orði.
Straumnum var hleypt á aft-
ur, og aftur. . . og aftur. Ljósa-
peran fyrir framan mig virtist
springa í milljón hluta, sem
þyrluðust um í hringiðu. Síð
an hivarf allt í myrkur og þögn.
Eg veit ekki, hiversu lengi ég
var þarna.
Mér var fleygt meðvitundar-
lausum inn í klefa minn og
Ling, hinn kínverski klefanaut
ur minn, vafði mig í teppi og
lagði mig á fletið. Þannig lá ég
til næsta dags, vafinn teppinu,
en hríðskjálfandi.
Þá komu þeir aftur og yfir-
heyrzlunum var haldið áfram.
Þeir fóru með mig í sama her-
bergið, en í þetta skiptið var
mér skipað, að setjast á stein
gólfið með krosslagða fætur.
Enginn sagði neitt. Yfirheyr-
andinn sat við borðið fyrir of-
an mig og reykti brúna kin
verska vindlinga í mestu mak-
indum. Tíminn leið, en ekkert
gerðist. Ef mér varð á, að hall-
ast fram yfir mig fékk ég
spark í bringuna frá fangaiverð
inum, ásamt hvæsi, sem átti að
vera skipun um að sitja upp
réttur.
Eftir fjórar til fimm klukku-
stundir, hallaði sá ljóti sér nið-
ur yfir borðið og hreytti út úr
sér: „Stattu >úPP“-
En ég var löngu orðinn stíf
ur af kulda og náladofa, svo ég
gat alls ekki hreyft mig.
„Stattu upp“ hivæsti fanga-
vörðurinn og þreif í axlirnar
á mér og kippti mér upp. En
þegar hann sleppti takinu, seig
ég aftur niður á gólfið. Hann
kippti mér upp aftur. Yfirheyr
andinn bandaði frá sér hend-
inni og vörðurinn fór með mig
aftur í klefann.
Þannig hélt þetta áfram í
fjóra mánuði, dag eftir dag.
Þá var þolinmæði Kínverjanna
á þrotum. Ég var orðinn veik-
burða af næringarskorti og
meðferðinni og átti orðið erf-
itt með að ganga yfir garðinn.
Morgun einn, seint í maí,
var ég vakinn eins og venju
Framhald á bls. 14