Tíminn - 26.10.1969, Blaðsíða 10
22
SUNNUDAGUR 26. október 1969.
TIMINN
Norðurlandsáætlunin
Framhald af bls. 19
efnum eftir leiðum, sem Al-
þingi hefur ákveðið.
— Það virðist ljóst, að þú
hugsar Norðurlandsáætlun sem
alhliða þróunaráætlun. Hvað
viltu helzt benda á í því sam
bandi?
— Norðurlandsáætlun sem
slík er ekkert nýtt patent í
sjálfu sér. Hún er raunvætt
s'kipulagsátfiorm, til þess að
koma f ramf arahugstj ónum
Norðlenrlinga í framkvæmd.
Stefnu Norðurl a ndis á lætlu n ar-
innar markaði ég þannig m.a.
í tillögum mínum, að sam-
kvæmt fyrirfram gerðri áætlun
verði fjármagni, tækni og öðr-
um þjóðfélagsaðgerðum beint
að því marki að skapa þau skU
yrði á Norðurlandi, að þar ná
ist fuilt jafnvægi um húsetu
og hagþróun, svo og þau félags
leg skilyrði, að landshlutinn
nái fyllsta hlut í þjóðfélaginu
og alhliða jafnvægi í þjóðar-
búskapnum. Stefnt verði að fyr
irfram settum áföngum, með
Miðsjón af mismunandi tíma
mörkunum, eftir aðstæðum á
hverju stvæði og eðli verkefna
að þyí. Auk þess að miðast
við landshlutann sem heild.
miði áætlunarstefnan jafnhliða
við einstök sveitarfélög ein
sér eða í samvinnu við önnur
í byggðalögunum eða á héraða-.
svæðum, sem búa yfir fram-
leiðslu og þjóðfélagsskilyrðum
þannig að stefnt verði að því,
-—^að eðlileg búseta eigi að verða
tryggð. Norðurlandsáætlun
stuðli að verkaskiptingu um
staðsetningu framleiðslutækja
milli byggðasvæða, í atvinnu
jöfnunarskyni, með hliðsjón af
landkostum, og skapi þannig
eðlilegan byggðavöxt. Hlutazt
verði til með kerfisbundinni
áætlun, að komið verði á fót
á Norðurlandi þeim félagslegu
stofnunum og starfsskilyrðum
sem krafizt er að séu fyrir
hendi í nútíma þjóðfélagi. Enn
frernur benti ég á, að h lut
Norðurlandsáætlunar í heildar
þjóðhagsáætlun verði að
tryggja verkaskiptingu, um
staðsetningu veigameiri fram-
leiðslutækja og annarra stofn-
ana, á milli landshluta. Ekki
fer því á milli mála, að ef
Norðurlandsáætlun verður
gerð á grundvelli áður
nefndra ábendinga, verður um
að ræða víðtækar þróunarað
gerðir, sem spanna yfir öll
stanfssvið þjóðfélagsins.
TIL SÖLU
Wel með farin notnð hús-
gögn.
Selst allt mjög ódýrt.
Óska eftir tilboði í gamlan
ruggustól.
Upplýsingar
í síma 99-1413, Selfossi.
PENNAVINUR
Óska eftir að komast 1
bréfaskipti við stúlku á
aldrinum 15—17 ára.
Vaídimar Jón Guðmunds-
son, Bakkakoti, Éngilhlíð-
arhreppi. A.-Hún.
' — Hvert er hlutverk fram-
kvæmdastofnunar og Norður-
landssjó'ffsins?
— Hlutverk framkvæmda
stofnunarinnar er í aðalatrið-
um að gera kannanir eða rann
sóknir, vegna þróunar í Norð-
urlandi, sem áætlunargerðin
byggist síðan á. Hér er í
fremstu röð að gera könnun,
hverjar félagslegar og efna
hagslegar ástæður valda
byggðaröskuninni. Slík frum-
athugun befur ekki vqrið gerð
á Norðurlandi. Vitaskuld
mætti draga þýðingarmiklar á-
lyktanir af niðurstöðum slíkr-
ar könnunar. Ég geri ráð fyrir,
að framkvæmdastofnuninni
verði falin yfirumsjón með
rannsóknum t.d. á veðurfari,
gróðrarskilyrðum, beitarþoli og
jarðvegsrannsóknum, vegna
landbúnaðarins. I>á benti ég á,
að framkvæmdastofnunin geng
ist fyrir rannsóknum, vegna
nýtingar fallvatna og jarðhita.
Ennfremur drap ég á, sem
verkefni þessarar stofnunar,
að gangast fyrir könnun fiski
miða, á grundvelli iöghelgunar
landgrunnsins og skipulagn-
ingu veiðisvæða, með skiptingu
á milli verstöðva í huga. Ég
taldi eitt meginverkefni fram-
kvœmdastofnunarinnar, að
skipuleggja úrvinnsluiðnað hrá
efna frá sjávarútvegi og land
búnaði á sjálfum framtleiðslu-
svæðunum, þannig að hvert
svæði búið að iðnþróun vegna
hráefna, sem þar falla til. í
hlut stofnunarinnar .íátti að
koma gerð framleiðslúáætláha
fyrir landbúnað og sjávarútveg
á einstökum byggðasvæðum.
Aðalverkefnið mundi verða
könnun ög leiðir til iðnþróun-
ar bæði að því er varðar nú-
verandi iðnað og nýjar grein-
ar. Þá átti framkvæmdastofn
unin að gera samgönguáætlun,
sem í senn væru svæðabundin
og fyrir landshlutann allan.
Til viÆbótar þessu átti stofn
unin að gera skipulag um fram
tíðar verkaskiptingu fram-
leiðslutækja, bæði með al'hliða
nýtingu landkosta í huga og
til atvinnujafnvægis. Vitaskuld
er hægt að vinna þessi verk-
efni hjá stofnunum suður
Reykjavík. Hins vegar eru
miklu meiri líkur til þess, ef
íorðlenzkri stofnun verði fal-
in verkefnin og þeim stiórn-
að af heimamönnum, að starf
ið verði sótt fastara og pein •
norðlenzk sjónarmið marka
frekar áætlunarstarfið. Á þess
um sömu forsendum lagði ég
til. að stofnaður væri sérstak-
ur norðlenzkur byggðaiþróunar
sjóður. Ég lagði til að tekjur
sjóðsins væri 1% af brúttó-
tekjum sveitarfélaga, einstaki-
inga, fyrirtækja og opinberra
stofnana. sem hafa starfsstoðv
ar í Norðurlandi og sami hundr
aðshluti brúttótekna aðila, sem
eru staðsettir utan Norður-
lands, af brúttótekjum vegna
viðskipta í Norðurlandi. Ríkis-
sjóður skyldi leggja fram jafn
hátt framilag. Eg nef ekki
reikmað út, hve miklar ár-
legar tckjur sjóðurinn mundi
fá. Mér var ljóst að tryggja
þyrfti sjóðnum viðbótarfjár-
magn. Drap ég á í því sam-
bandi, að Seðlabankinn endur
iáni sjóðnum innllánsbundið
fjármagn banka, sparisjóða og
inniánsdeilda sem mynd
azt hefur og bætist við á Norð-
urlandi. Ennfremur benti ég á,
að Atvinnuleysistryggingasjóð-
ur framláni sjóðnum framlög
siveitarfélaga á Norðurlandi.
með sama fyrirkomulagi og urn
innlánisbindingarféð. Til við
bótar lagði ég til. að Fram-
•kvæmdasjóður íslands væri
skyldaður til að leggja
til sjóðnum hluta mótvirðis-
sjóðanna. Ennfremur að tekin
verði erlend eða innlend fram
kvæmdaián í samráði við ríkis-
stjórnina. Það er mjög þýð-
ingarmikið fyrir Norðlendinga
að ráða yfir eigin framkvæmda
stofnun og byggðasjóði.
— Hvernig hefurðu hugsað
þér útvegun fjármagns og ráð
stöfun þess?
— Áætlun þjónar því aðeins
markmiðum, að framkvæmd
hennar verði studd með fjár-
magni. í þessu sambandi benti
ég á, . að endurskoða þyrfti
fjárlagastefnu ríkisins með það
fyrir augum, að framlög
greiddust í samræmi við ráð-
gerðan framkvæmdahraða.
Jafnframt taldi ég grundvall-
aratriði, að skylda þyrfti fjár-
festingarsjóði til þess að lána
til áætlaðra framkvæmda, inn
an lagalegra heimilda, í sam-
ræmi við áætlunaráfanga og
ennfremur að beina þyrfti út-
lánastefnu bankanna samsíða.
til að tryggja framkvæmd áætl
aðra verkefna. Þá er gert ráð
fyrir skipulegum fjárútvegun
um til stærri áfanga. Verkefni
Atvinnujöfnunarsjóðs á að
vera samikvæmt tillögum þess-
um. að veita lán til þess að
koma í veg fyrir tilfallandi at-
vinnuleysi og vinna bug á mis
gengi framleiðslustaða og
byggðalaga. Hann á að vera
viðlagasjóður eins og nú er.
Norðurlandssjóðnum er áætlað
að Hána fyrirtækjumi, sem
eru byggð upp eða endurskipu-
lögð, samkvæmt Norðurlands-
áætlun, viðbótarlán á eftir eðli-
legum stofnlánum. Annað aðal
Verkéfni sjóðsins eru lán til
sveitaiTélaga, Vegna félags-
legra framkvæmda. Sjóðnum
er einnig æfclað það hlutverk
að leggja fram fé, til að mynda
höfuðstól nýrra fyrirtækja, þar
sem eigin fjármagn skortir í
byggðalög'unum. Þá er sjóðn-
um ætlað að framlengja stofn-
lán til fyrirtækja, sem ekki
eiga aðgang að stofnlánasjóð
um. Ég gerði ennfremur tillög-
ur um. að sjóðurinn láni fé
til að endurskipuleggja at-
vinnuhætti og legði fram fé til
rannsókna á framleiðslu og
rekstrarskilyrðum, vegna
nýrra atvinnugreina. Hugsað
er að sjóðurinn hefði á hendi
fyrirgreiðslú um útvegun rekst
rarfjár til fyrirtækja á byrjun
arstigi og annaðist milligöngu
við viðskiptabankana. Þar sem
mikill hluti þróunarfram-
kvæmdanna verður á vegum
sveitarfélaganna taldi ég rétt,
að stofnuð væri sérstök deild
í jöfnunarsjóði, sem byggðist
á ríkisframlögum og sérstök
um tekjustofni og hefði það
nlutverk að veita aukafram-
lög til sveitarfélaga, sem stæðu
í miklum félagslegum fram
kvæmdum. þetta er einkum
nauðsynlegt sökum þess, að
margar framkvæmdirnar eru
meira miðaðar við framtíðina,
en við núverandi aðstæður ein
ar. Þessu til viðbótar benti ég
á að nauðsyn þess, að sveitar-
félögin fengju uppgerð ríkis-
framilög til þess að koma fjár
málum beirra á heilbrigðan
grundvöll.
— Hvernig viltu samhæfa
Norffurlandsáætluiiina efna
hagskerfinu?
— Ég hugsa mér Norður-
landsáætlunina, sem hluta af
heiidarþjóðhagsáætlun. Það «r
alveg vonlaust að koma í fram-
kvæmd iafn víðtækri þróunar-
áætlun eins og Norðurlands
aætlun á að vera, til þess ið
komi að fullum notum, nema
gerð verði þjóðhagsáætlun
sem geri ráð fyrir hlutverki
hennar. Allt áætlunarstarf,
sem á að ná tilgangi verður
að byggjast á víðtækri skipu
lagshyggju í efnahagskerfi og
um stjórnun þjóðfélagsins. Ég
tel það frumskilyrði, að sjálf
þjóðhagsáætlunin beini fram-
kvæmdafé þjóðarinnar, bæði
einkafjármagni og opinberu fé
inn á framkvæmdaleiðir lands-
hlutaáætlana, eftir efnahagsleg
um og stjórnunarlegum leið-
um. Um þessi atriði gerði ég
nokkrar tillögur til fjórðungs
ráðsins. Nefna má, að ég taldi
að í lögum þyrfti að vera al-
menn heimild, til þess að
binda ráðstöfun lánsfjármagns
við áætlunarleiðir, ennfremur
um íhlutunarrétt um staðsetn-
ingu fyrirtækja, sem nytu sér-
stakrar fyrirgreiðslu um fjár
mögnun. Til viðbótar drap ég
á nauðsyn lagaheimildar til
verndunar fyrirtækjum á byrj
unarstigi, sem stofnuð eru sam
'bvæmt Norðurlandsáætlun t.d.
um tollvernd og skáttaívilnan-
ir. Enn drap ég á nauðsyn
lagafyrirmæta til tækni- og vís-
indastofnana um að láta rann
sóknir og tækniaðstoð við áætl-
unargerðina sitja í fyrirrúmi.
Ekki er það sízt að ég legg
til, að með lagafyrirmælum
verði stjórnsýslu og fjármála
'kerfið beint að sjónarmiðum
landshlutaáætlana. Alveg er
ljóst að raunhæfar þróunar-
áætlanir krefjast gerbreyttrar
þjóðfélagsstefnu, þar sem al-
menn skipulagshyggja mótar
þróunina í þjóðhagslegum til
gangi t.d. með því að
efla byggðaþróun.
— Nú er um það deilt, hvort
miða skuli byggffaáætlanir
fj'rst og fremst við einstök
svæffi, effa við landshluta í
heild. Hverjar vonx þínar til-
lögur um þessi efni?
— Norðúrlaniisáætliun hlýt
ur að verða tvíþætt, að því
er varðar einstök byggðasvæði
annars vegar og landshlutana
í heild hins vegar. Meginástæð-
urnar til þess, að ekki er hægt
að láta við svæðaáætlanir ein-
ar sitja, eru að þannig væri
ekki hægt að skipuleggja ný
svið í þjónustustarfseminni,
sem eru ofvaxin byggðasvæði,
en hefðu þróunarskilyrði á
Norðurlandi sem heiid, og enn
fremur með samræmdri lands
hlutaáætlun gætu byggðasvæð-
in stutt hvort annað þróunar-
lega séð t.d. með verkaskipt
ingu um staðsetningu stofn
ana. Varðandi landshlutamið-
stöðina, sem væri Akureyri,
benti ég á, að þar væru stjórn
sýslu og fjármálastofnanir, fyr-
ir umdæmið, sem ekki hefðu
nægilegt starfsrými á einstök-
um svæðum, og ennfremur að
þar' væru staðsettar menn-
ingar- og félagsmálastofnanir
fiyrir landshlutann. Ilins vegar
væri, að öðru leyti stuðzt við
svæðaskipulagið. þó með sam
hæfingu þeirra á milli. Ég
benti á, að byggðasvæðin ættu
landfræðilega að vera sex. Það
er Húnaflóaisvæði, Skagafjörð-
ur (ásamt Siglufirði) Eyjafj.
(Deggja vegna fjarðarins),
Húsavíkursvæði (frá Ljósa-
vatnsskarði að Keldubverfi),
Axafjarðarsvæði og Þistilfjarð-
arsvæði. Meginhlutverk hinn
ar samræmdu áætlunar er að
stuðla að jafnri þróun svæð-
anna eftir því, sem kostur er.
Ég benti á skipulagningu sam-
gangna bæði innan svæðanna
og við aðalsamgöngukerfið.
Ennfremur á skipulagningu
skólakerfisins og heilbrigðis
þjónustu innan hvers héraðs.
Kjarnann taldi ég vera, að hvert
svæði eða sveitarfélag, hafi eft-
ir þvi sem aðstæður leyfa. þau
þjónustu og viðskiptafyrir-
tæki, sem telja verður grund-
vallarskilyrði fyrir eðlilega bú
setuþróun, staðsett innan svæð
isins. í þessum efnum verði
beitt verkaskiptingu milli þétt
bvlisstaða Þá taldi ég nauð-
synlegt, að samliggjandi
byggðasvæði hefðu verkaskipt
ingu um stærri framleiðslu-
greinar urn veigameiri félags-
og menningarstofnanir og enn
fremur um þjónustuiðnað og
viðskiptaþjónustu. Þetta á að
stuðla að því, að Norðurland
þróist í áttina til þess að
verða samræmt framleiðslu og
viðskiptastæði, þar sem heima-
markaðurinn er skipulagður,
vegna framleiðslu og þjónustu
greina á Norðurlandi. Þessi
efnahagslega samihjálp er
grundvallaratriði, og er raun-
verulega eins konar markaðs-
bandalag innan landshlutans.
Það liggur í augutn uppi mið
að við skipulega beiningu fjár-
magnsins, að forðast verður of
setningu í vissum starfsgrein-
um. Skynsamleg sanwinna inn
an starfsviðanna um fram
leiðslufyrirtæki tryggir bezt
hagkvæma nýtingu fjármagns
ins og kemur í veg fyrir of-
setningu í sumum greinum og
vöntun á öðrum sviðum. Ein-
stefna um uppbyggingu ör
fárra þróunarkjarna getur or-
sakað nýja byggðaröskun. Mín
ar hugleiðingar gera ráð fyrir
bandalögum byggðanna og
samvinnu á eðlilegum grund-
velli, þannig áð einstök byggða
svæði og landshlutar þróist
samsíða.
— Hvernig hugsar þú áætl
unarstarfið innan héraffasvæff-
anna?
— Eg tel aö endurskipu
leggja þurfi sýslufélögin með
nýrri svæðaskiptingu, og enn
fremur með aðild kaun-
staðanna. Héraðasvæðanefnd
irnar, sem kosnar væru af
sveitarfélögum vinni að áæti-
unargerð fyrir svæðið f sam-
vinnu við fjófðungssáöitökin.
Meginverkefni þessara nefnda
er að stuðla að verkaskiptingu
innbyrðis á milli þéttbýlis
staða um viðskiptaþjónustu,
ýmis konar iðnaðar, menning-
arstofnanir og félagsiega að-
stöðu, sem þjóni öllu héraðs
svæðinu í heiid, þrátt fyrir
dreifða staðsetningu. Héraðs-
svæðanefndirnar munu að sjálf
sögðu að beita sér fyrir fram-
leiðsluáætlun á hverju svæði,
svo að landkostir verði bezt
nýttir. Þær hljóta að gæta liags
muna svæðisins og reyna að
koma í veg fyrir óeðliiegt mis
gengi á milli einstakra héraðs-
svæða. Með héraðasvæðaskipu
laginu er beinlínis barizt gegn
st j örnukenningunni að efla
einstafca staði sérstafclega og
leiða hjá sér hin dreifðu af-
komuskilyrði. Þetta er röng
stefna, sem jafngildir því að
valda byggðarö'skun innbyrð-
is á áætlunarsvæðinu.
— Hefurðu trú á því, að
gerð verði víðtæk þróunaráætl
un fyrir Norðurland?
— Ég er ekki bjartsýnn á
það. Kemur þar einfcum
tvennt til, engin áberandi vilji
stjórnvailda til annarra úrræða
en þeirra, að draga úr mestu
áföllunum og ekki sízt það, að
í Norðurlandi skortir sam-
hæfða forystu um hagsmuna-
mál landshlutans. Það er
óþarft að vera nokkuð bjart
sýnn á þessi mál. Augljóst er
áð myndun þróttmikils sam-
bands sveitarfélaga í Norður-
iandi er frumskilyrði um sam
virka forystu. Norðlendingar
hafa hér dregizt aftur úr. Ég
legg engan dóm á það hér,
hvers vegna svo er komið Um
tillögur mínar, sem hér hafa
verið raktar er það að segja.
að ég hef ekki hirt um að
flagga þeim, sökum þess að
ekki hafa verið til staðar nein
skilyrði til þess að hefja bró
unarstarf í anda þeirra, hvað
sem verða kann síðar. Fram-
tíðin mun skera úr um hvort
ég hef unnið með þeim gagn-
legt starf eða ekki.