Vísir - 16.10.1978, Page 10
10
Mánudagur 16. október 1978VXSIR
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson
Ritstjórar: þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmutidsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. Utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Sföumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-^4 sími 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2400 kr.
á mánuöi innanlands.
Verö í lausasölu kr. 120 kr.
eintakiö.
Prentun Blaöaprent h/f.
Stjórnarondstoðan
byrjuð
Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra
gerði fyrir skömmu i viðtali við Vísi grein fyrir þeim
hugmyndum, sem ríkisstjórnin hefur um lækkun
vaxta. Á þessu stigi virðist margt óljóst í þessu efni,
en einsýnt er, að stjórnin ætlar að gera alvöru úr því
að koma hér á óraunhæfu vaxtakerfi, miðað við ríkj-
andi verðbólguástand.
Þessi áf orm eru ítrekuð á sama tíma og upplýsingar
eru birtar um verulegan samdrátt í innlánum í banka-
kerf inu. Það er ekki aðeins að aukningin sé hægari en
áður, heldur minnkuóu innistæðurnar í haust í krónum
talið. Gengisfellingin hefur átt sinn þátt í þeim
breytingum, en eigi að siður eru hér alvarleg teikn á
lofti.
Fái menn ekki sannvirði fyrir að leggja peninga í
banka, fara þeir annað. Óraunhæfir vextir geta ekki
haft annað í för með sér en hrun bankakerfisins. Á
hinn bóginn hafa menn getað ávaxtað sparifé sitt hjá
rikissjóði með f ullum verðbótum. Þannig hef ur ríkis-
sjóður smám saman verið að draga peninga f rá hinni
frjálsu atvinnustarfsemi í landinu.
Eitt af grundvallarstefnumálum Alþýðuflokksins
eru raunhæfir vextir, er samsvari verðbólgustiginu á
hverjum tíma. Ráðherrar Alþýðuflokksins vinna nú
gegn þessari grundvallarstefnu með því að taka full-
an þátt í ríkisstjórn, sem vinnur að því að lækka vexti.
Með hliðsjón af þessu er ánægjulegt að stjórnar-
andstaðan (innan Alþýðuf lokksins) skuli snúast gegn
stjórninni í þessum efnum. Vilmundur Gylfason hef ur
boðað að hann muni leggja fyrir Alþingi frumvarp
þess ef nis, að Seðlabankanum verði ekki heimilt að á-
kveða vexti lægri en verðbólgustigið er hverju sinni.
Segja má að Alþýðuflokkurinn skiptist í tvær deild-
ir. Önnur styður ríkisstjórnina, en hin sýnist vera í
grundvallaratriðum andvíg höfuðstefnumiðum henn-
ar. Tillöguf lutningur af þessu tagi miðar því að því
fyrst og fremst að vekja athygli kjósenda á þvi, að
Alþýðuflokkurinn hafi ekki í heild svikið hvern bók-
staf í stefnuskránni.
Að þvi leyti er þess tæplega að vænta að mikið komi
út úr f lutningi f rumvarps um raunvexti. En hvað sem
þvi líður, er ástæða til að vekja athygli á þessu máli og
frumkvæðiðer lofsvert. Fjármála- og lánamarkaður-
inn verður aldrei heilbrigður með þeirri lágvaxta-
stefnu, sem rikisstjórnin hefur boðað.
Talsmenn lágvaxtastefnunnar hafa lagt á það á-
herslu, að f yrirtækin í landinu risi ekki undir þeim háu
vöxtum, sem núeru rikjandi, þó að þeir séu verulega
lægri en verðbólgustigið. Það er vissulega rétt, að
vaxtabyrðin er mjög þung, bæði f yrir f yrirtæki og ein-
staklinga, sem eru að koma sér þaki yf ir höfuðið. En
það breytir þó ekki dæminu.
Á sama tíma og sagt er að f yrirtækin rísi ekki undir
vaxtabyrðinni telur rikisstjórnin, að þau geti greitt
miklu hærri skatta, af því að þau græði svo mikið. Að
réttu lagi ætti að draga úr skattlagningu, bæði að því
er varðar fyrirtæki og einstaklinga, en kref jast þess á
móti að greitt sé eðlilegt endurgjald fyrir afnot af
peningum.
Lágvaxtastefnan stuðlar að óarðbærri f járfestingu,
leiðir til spillingar og setur bankakerfið á hausinn.
Það væri þvi stórkostlegt afrek, ef Alþingi tækist að
bregða fæti fyrir framgang stjórnarstefnunnar á
þessu sviði, en til þess standa ekki miklar vonir.
—ÞP
GLEYMDIR
FANGAR
í YEMEN
Amnesty International var stofnuö árið 1961 til aö leysa ár
fangelsum cinstaklinga, sem þangaö væru komnir vegna kun-
þáttar sins, trúarbragöa eöa persúnulegrar sannfæringar og
samvisku. Þetta var tjáö meö oröum Peter Benensons, stofn-
anda samtakanna: ,,AÖ flytja „fieymdu fangana” úr dýflissun-
uin”.
Siöan þetta geröist I 17 ár, hefur Amnesty Internationai orðiö
alheimshreyfing meö rúmlega 200 þúsund félagsmönnum,
sistarfandi til frelsunar „samviskuföngum” og jafnframt til aö
Iræöa fólk um viöa veröld um ábyrgö stjórnvalda á vanhelgun á
grundvallaratriöum mannréttinda, sérstaklega gjörræöisfullu
gæsluvaröhaldi, misþyrmingum, óréttlátri málsmeöferö og
dauöarefsingu.
A siðustu árum hefur Amnesty International skjalfest slik
mannréttindabrot i meira en 110 Iöndum og sannaö yfir 5000 til-
felii sérstakra samviskufanga.
Samt sem áöur eru þessi fimm þúsund aðeins brotabrot þess
fjölda einstaklinga, sem almennt hafa veriö scttir saklausir í
íangelsi. Meö þvi hefur veriö brotin Mannréttindayfirlýsing
Sameinuöu þjóöanna um mannréttindi sem veitir hverjum
einstaklingi rétt til trúarskoöana og sannfæringar án ótta viö
ofsóknir.
Margir þessara fanga eru i afskekktum fangelsum án minnstu
snertingar viö umheiminn.
Aörir tilheyra undirokuöum þjóöabrotum eöa lltlum sveita-
samfélögum og vita ekki einu sinni sjálfir um réttindi sin eöa
mögulegan stuöning alþjóöasamtaka.
Margirhafa horfiöeftir handtöku. Fjölskyldur þeirra vita ekki
hvort þeir eru lifandi eöa liönir. Oft er lika þaggaö niöur I
ættingjum eöa vina meö ógnunum eöa þeir hafa engin ráð
fjárhagslega til aö leita hjálpar.
Vika samviskufangans 1978 er helguö þvi aö kynna
neyöarástand karla og kvenna, sem i dýflissum dvelja fyrir
trúarskoöanir og trúarbrögö, kynþátt eöa iitarhátt, „gleymd”
bæöi stjórnvöldum slnum og umheimi öllum.
Staða mannréttinda i
alþýöulýöveldinu Yemen vekur
litla athyglií Miö-Austurlöndum
fyrst og fremst vegna þeirra
takmörkuöu upplýsinga, sem
berast um flest frá þessu mjög
svo einangraða landi. Þaö er
hugmyndafræðilega einangraö
frá arabiskum nágrönnum, sem
lita það hornauga vegna
kommúnistiskra stjórnarhátta
og náinna tengsla við Sovétrik-
in. Það er einnig einangraö á
alþjóöavettvangi, aö nokkru
leyti vegna eigin einangrunar-
stefnu og einnig vegna litilla
viðskipta (vanþróaö land, án
oliuframleiðslu) viö önnur riki.
Til viöbótar má geta þess, aö
engin skipulögö stjórnarand-
staöa er til, utan lands né innan,
sem annist kynningu á afstööu
til mannréttinda, né dragi
athygli aö þeim tiöu mann-
hvörfum og handtökum, sem átt
hafa sér staö af pólitiskum
orsökum slðan landiö varö sjálf-
stætt árið 1967.
Einn þeirra, sem hafa horfiö
sporlaust, er Bahadin Ahmad
Muhammad. Hann er fæddur
1938, stundaði um árabil nám i
Englandi, en hélt heimleiðis til
Aden, vegna sjúkleika föður
sins, um það leyti sem landið
varð sjálfstætt. Hann var tvi-
vegis handtekinn og settur i A1
Mansura fangelsið. Þetta var á
árunum 1967 og 1968. Engin
ástæða var nokkru sinni gefin
fyrir þessum handtökum, en
hann var hvaö eftir annaö
spurður um sambönd og kynni
viö útlendinga, sérstaklega
Bandarikjamenn sem bjuggu i
Aden. Sagt var, aö hann hefði
veriö pyndaöur.
Allt til 1970 vann Muhammad
aö kennslu i tækniskóla, en
undirbjó för sina til Bandarikj-
anna eöa Bretlands til aö taka
þar doktorsgráðu. Stjómvöld i
Yemen voru andvig þessum
áformum og töldu Muhammad
á aö taka aö sér vélfræöistöf
fyrir hiö opinbera. Muhammad
kvæntist i mars 1970. Viku siöar
var hann staddur á heimili syst-
ur sinnar. Hann fór til dyra,
þegar bjöllu var hringt, en kom
ekki aftur inn. Siðast sást hann i
jeppabil, sem ekiö var um götur
Yemen. Sagt er að 18 manns
hafi horfið þessa nótt, en
ástæður fyrir hvarfi þeirra eru
ókunnar. Ættingjar Ahmads
hafa oft spurst fyrir um hann án
árangurs hjá stórnvöldum.
En stuttu eftir hvarf hans voru
fjölskyldu hans sendir 200 shill-
ingar á mánuði frá rikinu. En “
það er upphæö, sem veitt er aö-1
standendum þeirra, sem liflátn- _
ir eru. öllum nánari upplýsing-™
um varöandi Muhammad hefur g
rikisstjórnin neitaö aö svara. _
Siöan Yemen varð sjálfstætt*
riki hafa hundruð manna horfiö ■
algerlega og fjölmargir veriö^
handteknir og haföir i haldi. ■
Meðal þeirra, sem einkum hafa H
oröiö fyrir þessu, eru foringjar "
og félagar úr stjórnmálasam-1
tökum, sem störfuðu áður en m
núverandi rikisstjórn kom tilm
valda. Þá ber að nefna fólk, sem H
er I andstööu viö núverandi n
stjórnvöld, og er grunað um ■
skemmdarverk. Einnig er um |
aö ræöa menn, sem grunaöir _
eru um sambönd viö erlendar ■
rikisstjórnir eöa útlendinga ■
yfirleitt. Sumum hefur verið _
rænt af vinnustööum, heimilum ■
eða verið handteknir á förnum m
vegi. Sumir hverfa úr fangels-™
um, þar sem þeir höföu leyfi til |
að taka á móti heimsóicnum »
fjölskyldna sinna. Þrátt fyrir “
itrustu eftirgrennslanir ættingja |
hefur reynstókleiftað fánokkra r»
vitneskjuum, hvort hinn horfni ■
sé lifs eöa liöinn eöa haldiö i £j
fangelsi.
Vegna fyrirspurna Amnesty ■
International árið 1975 var þvi ■
yfir lýst opinberlega, að þetta _
fólk væri farið úr landi eða að B
þaö heföi verið skotiö i ■[
flóttatilraunum á landamærum "
Saudi-Arabiu eöa annarra ■
grannrikja Yemen. ósennilegt n
er, aö enginn þeirra hefði leitað m
sambands við ættingja eöa vin
erlendis áður en reynt var aöl
flýja. Sennilegt er aö margir af m
þeim, sem sagöir eru horfnir,
séu látnir. En orðrómur, m.a.B
frá þeim, sem látnir hafa veriÖH
lausir úr fangelsum, og segjast*
hafa séð þar einhverja hinnaB
horfnu, gefur þó vonir um aöa
sumir séu enn á lifi. Sá kvittur*
hefur flogiö fyrir.aöfjöldi fanga |
sé i haldi á Socotra eyju, sem er _
250 kilómetra frá megiríiandinu I
úti á Arabfuflóa. En þangað er |
óbreyttum borgara i Yemen_
ekki leyft að fara. Óvissan ■
óyfirstiganiegir öröugleikar i ■
leit að réttum upplýsingum
veldur angist og örvæntingu og I
liggur á þjóöinni eins og mara. m
Og f jölskyldur geta ekki fengið m
þá fjárhagshjálp, sem þær ættu |
rétt á, ef viðkomandi heföi hlot- m
iðdóm. Stundum,svosem i máli ■
Bahadins, er fjölskyldu þó boö- B
inn styrkur frá stjórnvöldunum, _
en það telst þó fremur til undan- ■
tekninga en algildrar reglu. Q
Bahadin Ahmad Muhammad hvarf sporlaust
i mars 1970.