Vísir - 20.10.1978, Qupperneq 9

Vísir - 20.10.1978, Qupperneq 9
MOMMNGI TROTSKYS LÁTINN Ramon Mercader, Spán- verjinn dularfulli, sem myrti Leon Trotsky í Mexíkó 1940, andaðist í gær í Havana á Kúbu. Fjölskylda hans segir, að eftir líkbrennslu á Kúbu verði flogið með ösku hans til Sovétríkj- anna á sunnudaginn — að líkindum til greftrunar á einhverjum heiðursstað í Moskvu. Leon Trotsky Fyrr i þessum mánuöi sagöi yngri bróöir Ramons, Luis aö nafni, sem búiö hefur i Sovétrikjunum siöan 1938, aö bróöir hans, 64 ára aö aldri, heföi fariö til Havana snemma árs 1977 aö leita sér lækninga viö krabbameini.— Luis, 55 ára, er sagöur ætla aö flytja meö konu sinni og börnum til Spánar bráölega til aö setjast þar aö. Ramon Mercader (sem um hriö gekk undir dulnefnunum Jacques Mornard og Frank Jackson) hélt þvi alla tiö fram i öllum yfirheyrslum, aö hann heföi myrt Trotsky af persónulegum ástæöum. En flestir þeir, sem skrifaö hafa um þetta dularfulla morö, hafa veriö þeirrar skoöunar, aö hann hafi veriö á snærum Josefs Stalins, erkióvinar Trotskys. Telja þeir, aö Ramon hafi geng- iö sovésku leyniþjónustunni á hönd i spænsku borgara- styrjöldinni. Trotsky, sem var einn af aöal- leiötogum októberbyltingarinn- ar 1917 og siöan utanrikisráö- herra Sovétrikjanna, eftir aö Bolsévikkar komust til valda (einnig yfirmaöur Rauöa hers- ins) hraktist i útlegö vegna fjandskapar viö Stalin. Var Trotsky myrtur aö heimili sinu i Coyoacan i suöurhverfi Mexikó- borgar. Mercader haföi um nokkurra mánaöa tima áunniö sér trún- aöartraust Trotskys meö þvi aö þykjast andstæöingur Stalins. Einn daginn laumaöi hann ishaka fjallgöngumanna undir frakka sinum meö sér inn I hús Trotskys og vann á gestgjafa sinum meö þvi vopni. Hinn helsæröi Trotsky geröi vart viö sig og var Mercader handtekinn strax. Hann afplán- aöi 20 ár i fangelsi og hélt þvi ávallt fram, aö hann heföi veriö einn i ráöum. Þegar Mercader var látinn laus 1961, flúöi hann til Tékkóslóvakiu, en flutti skömmu siöar — eftir þvi sem Luis bróöir hans segir — til Moskvu. Sovétstjórnin hefur aldrei opinberlega viöurkennt, að Mercader hafi verið útsendari Stalins. En einhvern tima á fimmta áratugnum hermdu áreiðanlegar heimildir, aö Karídad, móöir Mercaders, 'heföi veriö kölluö fyrir Stalin, sem hafi heiöraö bæöi hana og son hennar. Ford í Evrópu í krögg- um of verkfalli Breta Fulltrúar starfs- manna Fordverksmiðj- anna i Evrópu komu saman til fundar i Falsarar í Lissabon Lögreglan i Lissabon segist hafa flett ofan af alþjóðlegum hring falsara. Hald hefur veriö lagt á prentsmiöju eina i Lissabon og sjö menn hand- teknir. Hringurinn prentaöi og dreiföi fölskum hollenskum gíró-ávisunum, fölskum skatt- frádráttarmiöum og persónu- skilríkjum. Þetta er fimmta fölsunar- verksmiöjan, sem flett er ofan af i Lissabon á tveim árum. London og lýstu yfir samstöðu með verkfalli starfsbræðra sinna i bresku Fordverk- smiðjunum. Verkfalliö I bresku verksmiöjunum hefur staöiö i fjórar vikur, og er áhrifa þess farið aö gæta I Fordverksmiöjum i V-Þýskalandi, Belgiu, Portúgal og Spáni. Skortir þar oröiö bilahluti, sem framleiddir eru I bresku verksmiðjunum. Framleiöslan hefur. stöövast i Fordverksmiðjunum í Portúgal og mun fyrirsjáaniega stöövast i Belgiu i næsta mánuöi. Skammt verður þá aö biöa þess, aö þýsku Fordverksmiðjurnar stöövist einnig. 57.000 starfsmenn bresku Ford- verksmiöjanna eru i verkfalli þessu. Krefjast þeir langtum meiri kauphækkana en 5% launa- takmarkanir bresku stjórnarinnar leyfa. Verksmiðjurnar hafa boöiö 8% hækkun, en aö þvi hefur ekki verið gengið. Tveir dátar úr Ródesluher á veröi viö þorp i noröurhéruöum Ródesiu f inn af „Bragða- refunum" fyrirfór sér og konu sinni Gig Young Verðlaunaleikarinn, Gig Young, virðist hafa skotið vesturþýska brúði sina (sem hann hafði verið giftur i þrjár vikur) og siðan fyrir- farið sér á eftir — samkvæmt þvi sem lög- reglan i New York greinir frá. Komiö var aö hjónunum látunum I svefnherbergi lúxus- ibúðar þeirra I Manhattan. Bæöi höföu veriö skotin I höfuöiö. Morövopnið lá i hendi Youngs. Hinn sextugi leikari gekk að eiga Kim Schmidt (31 árs) frá Treysa i V-Þýskalandi 27. septémber, en Ibúðina I Manhattan höfðu þau fest sér fyrir hálfu ári. — LÖgreglan segir, aö konan hafi einnig notaö nafniö Ruth Hannelore Schmidt og virðist eigandi aö Forum-sýn- ingarsölunum i Hong Kong. Gig Young haföi leikið i rúmlega 50 kvikmyndum, þegar hann vann til verölauna 1969 fyrir aukahlutverk I myndinni ,,They shoot horses, don’t they?”. Young, sem sídröur var Byron Barr, var einnig tilnefndur til verölauna fyrir hlutverk sitt I myndinni „Come fill the cup.” Hann þótti maöur feiminn á sínum yngri árum, og gegndi ýmsum störfum, eins og bilasölu- mennsku, áöur en hann lagöi leik- listina fyrir sig. I 40 ár lék hann ýmist á leiksviði, i kvikmyndum eöa sjónvarpi. I leikhúsum á Broadway vann hann sér tii viöur- kenningar fyrir túlkun á mikil- vægum hlutverkum I „Under the Yum-Yum tree”, „Tehúsi ágúst- mánans” og „There is a girl in my soup”. Islendingar munu kannski helst minnast hans úr sjónvarps- þáttunum ,, Bragöarefirnir”, sem hér voru sýndir viö vinsældir á fyrstu árum islenska sjón- varpsins. Nýtt morg- unblaðíNY Rupert Murdoch, ást*ralski blaða- kóngurinn, sem keypti i fyrra siðdegisblaðið New York Post og tvö önnur blöð sama útgáfu- fyrirtækís, segist ætla að hefja útgáfu á nýju morgunblaði innan fárra daga. Blaö þetta á aö heita „Daily Sun” og mun etjá kappi viö tvö stórblöð New York-borgar, „New York Times” og „Daily News”, sem hvorug hafa komiö út fráþvi snemma I ágúst vegna verkfalls. New York Post hefur verið einrátt á blaöamarkaönum siöustu tvær vikur, eftir að Mudoch náöi sérsamkomulagi viö prentarasamtökin. Árás á flótta- ri|['llll['D Ibúar Lusaka, höfuð- borgár Zambíu, sáu í morgun hina föllnu og særðu úr síðustu árás Ródesíuhers á skæruliða- og flóttamannabúðir þjóð- ernissinna blökkumanna aðeins 20 km frá Lusaka. Joshua Nkomo, leiðtogi þjóðernissinna i Ródesiu, hefur borið á móti þvi, að búðir þessar séu helstu lið- skráningar- og þjálfunar- búðir skæruliða hans. Segir hann, að þar haf i verið fólk of ungt til herþjónustu, og sjúkt flóttafólk frá Ró- desiu. Ódýrar Lundúna- ferðir Farið hvenær sem er alla daga nema sunnudaga. Lágmarksdvöl 8 dagar, há- marksdvöl 21 dagur. Dvalist á Hótel STRAT- FORD COURT — REM- BRANDT - WESTMORE- LAND, eftir eigin vali, CHESTERFIELD eöa ALBANY, öll i Miö-London. Verð frá kr. 104.000 á mann flug innifaliö, gisting, öll herbergi með baöi, WC,sjón- varpi og sima. Útvegum leikhúsmiöa, miða á kn a 11 s py r n ul ei k i, skoðunarferöir o.fl. Hagkvæmustu kjörin — hag- kvæmustu feröaskilmálarn- ir. Ferdaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Skolavörðustig 13 A Reyk/avik simi 29211 nú V*'r LYKUR 31. OKTÓDER

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.