Vísir - 04.11.1978, Qupperneq 5

Vísir - 04.11.1978, Qupperneq 5
VTSIR Laugardagur 4. nóvember 1978 Utanáskríftin Eins og getið var um i fyrsta þættinum um Kynferðismál og kynfræðslu i Helgarblaðinu fyrir viku eru lesendur hvattir til að skrifa þætt- inum ef þeir hafa fyrirspurnir varðandi kyn- ferðismál. Fullt nafn verður að fylgja, en þvi haldið leyndu sé þess óskað. Utanáskriftin er: Þátturinn „Kynferðismál og kynfræðsia” — Helgarblað Visis — Siðumúla 14 — Reykjavik. þú gleymir raðpillu eöa minipillu er vörn gegn þungun lltil. Þegar ein af siðustu pillunum gleymist er hættan ekki eins mikil. 23. Hvaða áhrif getur mikill niðurgangur eða uppköst haft? Kastirðu upp innan tveggja klst. frá þvi að þú tókst pillu nær hún ekki að leysast upp og verða virk. Taktu þá aðra. Ekkert gerir til þó mánaðarskammtinum ljúki fyrr en venjulega. Þú tekur þér bara 7 daga fri að honum loknum og byrjar síðan á nýjum skammti. Eáirðu svæsinn niður- gang, einn eða fleiri daga getur svo farið að éfni pillunnar mynd- ist ekki, nái ekki að sogast úr þörmunum. Þvi skaltu nota aðrar getnaðarvarnir samhliða henni á meðan þetta ástand varir. 24. Hve gömul þarf kona að vera til þess að geta fengið pilluna? Akveðið aldursmark er ekki til. Hafiröu haftreglulegar tiöir i 2 ár og læknir telur þig hafa heilsu til að taka pilluna á ekkert aö vera þvi til fyrirstöðu að þú fáir hana. Engar reglur eru til um aö leita beri eftir áliti eða samþykki for- eldra á þessu máli og læknar og aörar heilbrigðisstéttir eru bundnar þagnarheiti. Ef þér er I mun aö halda pillutöku leyndri er það aðeins þitt eigið vandamál. 25. Gefa allir læknar út lyfseðil á pilluna? Allir læknar hafa leyfi til þess. Kvensjúkdómalæknar, skóla- læknar, heimilislæknar og hér- aðslæknar eru vanir að gefa út lyfseðla á pilluna. 26. Þarf kona að fara i skoðun hjá kvensjúkdómalækni áður en hún fær piiluna? Aöur en læknir gefur út lyfseðil á getnaðarvarnapillu þarf hann aö ganga úr skugga um aö þú hafir enga sjúkdóma I móðurlífi. Þvi þarftu aö láta lækni skoða þig. Auk venjulegrar skoðunar er mældur blóðþrýstingur. 27. Er þörf á hvild frá pili- unni um tima á hverju ári? Um það eru skiptar skoðanir. Sértu mjög ung er þó taliö ráðlegt að þú hvilir þig frá henni um tima á hverju ári. Után þessa er ekki talin ástæða til að taka reglu- bundin fri frá henni árlega. Hvild frá pillutöku er ráölögð i þeim til- gangi að fylgjast með þvi hvort egglos og tiðir komi eins og venjulega. 28. Getur verið hættulegt að hætta inntökum I miðjum mánaðar- skammti? Gerirðu þaö byrja blæðingar oftast eftir nokkra daga. Venju- legar tiðablæðingar geta siðan komið á venjulegum tima. Þó máttu reikna meö þvi að óregla komist á tlöir hjá þér og að það taki nokkurn tima fyrir þær að komast I reglubundið horf. Það er ein ástæðan til þess að konum er ráðlagt að ljúka mánaöar- skammti áður en þær hætta notkun gernaðarvarnarpillu. önnur ástæða er sú aö öryggi pill- unnar minnkar ef hætt er i miðj- um skammti og rétt er að taka pilluna 2 sólarhringa eftir siðustu samfarir. Ef þú ert einhverra hluta vegna tilneydd að hætta áður en mánaðarskammti er lokið skaltu ráðfæra þig við lækni. 29. Hve lengi má taka piiluna? A tslandi hafa getnaöarvarnar- pillur veriö I notkun siðan um 1960. Ekki eru til upplýsingar um hve margar konur hér á landi taka pilluna en I Sviþjóð er reikn- að með að u.þ.b. 350-370.000 konur noti hana.Ef neyslan er svipuö á tslandi má gera ráö fyrir að um 10.000 konur notfæri sér þessa getnaðarvörn. Notkun pillunnar er ekki meö öllu áhættulaus og getur m.a. valdið blóötappa og hækkun á blóöþrýstingi. Ahættuna verður að vega og meta I hverju tilviki. Þaö verður þó að hafa I huga að meðganga og fæöing hefur tiltölu- lega meiri hættur I för með sér en taka pillunnar. PS. Hafa ber i huga að getnaðar- varnarpillur veita ekki vörn gegn lekanda. Lekandi hefur aukist mjög siðustu ár meðal ungs fólks hér á landi. Byrjunareinkenni lekanda eru oft harla væg meðal kvenna en afleiöingin er þvi miður oft örlagarik, þ.e. ófrjó- semi. Konum er þvi ráðlagt að treysta á aörar varnir, einkum verjur, við samfarir eftir skyndi- kynni. Innkaupastjórar *Gjaíavörur Jólavörur Erum að taka upp mikið úrval af jóla- og gjafavörum Úrvalið hefur aldrei verið meira Allt verð ó gömlu gengi Hringið eða lítið inn Heildverzlun ^"Pétur^Péturóóon Ul\ Suðurgata 14 Simor 2-10-20 og 2-51 -01 HAMRABORG 1 KÓPAVOGI, SÍMI 43711

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.