Vísir - 04.11.1978, Side 27
vism Laugardagur 4. nóvember 1978
27
næfti kosningu, og hefði mér ekki
þótt þaö neitt einkennilegt, ef
annað hefði ekki komið til. En
þegar lýst haföi veriö kosninga-
úrslitum, þá kvaddi einn hinna
nýkjörnu miðstjórnarmanna sér
hljóðs og benti þinginu á, aö svo
slysalega hefði tekist til, að i mið-
stjórnina hefði ekki verið kosinn
sá maður, sem falin haföi verið
forusta i landbúnaöarmálunum.
Hann þóttist vita, að allir þing-
fulltrúar væru sammála um þaö,
aö úr þessu yrði að bæta, og til
þeirra úrbóta gerði hann það aö
tillögu sinni, að fjölgað yrði um
tvo i miðstjórninni. Þvi var harð-
lega mótmælt á grundvelli
ákvæöa i lögum flokksins, og uröu
úr skörp átök i þinginu, sem lykt-
aði á þá leið, að þingforseti neit-
aði að bera framkomna tillögu
undir atkvæði. Þá rann það upp
fyrir mér, að verið var að berjast
um styrkleikahlutföllin milli rétt-
linumanna og tækifærissinna.
Sannarlega tók ég þátt I þróun
flokksins á þessu þroskaskeiöi
hans, og minningar minar frá
þeim timum eru i ætt viö æsku-
minningar. Sú fölskvalausa al-
vara, sem gagnsýrði allt okkar
starf, er það súrdeig, sem drýgst
hefur enst til þeirra sigra, sem al-
þýða Islands hefur unnið til þessa
dags undir forustu Kommúnista-
flokksins og arftaka hans, hvaða
nafn sem þeir hafa boriö hverju
sinni. Þaö voru gerðar strangar
kröfur til annarra, en einnig til
sjálfra sin. Ég var um skeið for-
maður einnar sellunnar i Reykja-
vik og bar ábyrgð á þvi, að kveðn-
ar væru niöur rangar skoðanir og
réttilega væri aö hverju verki
staðið. Ég man nákvæmar
skýrslugeröir stærri og minni ein-
inga i samtökunum, um framfar-
ir og ósigra, ástæöu fyrir hverju
skrefi þróunarinnar, til hvorrar
áttar, sem það leiddi, og það voru
ekki spöruö fundarhöld til að
freista aö ná einingu um niöur-
stööur, svo aö sem best mætti
samhæfa skrefin næsta spölin. Nú
vill svo til, að einmitt um þessar
mundir uppgötva ég, að um þessa
starfsháttu á ég I gömlu blaða-
drasli heimild, sem liklegt er, að
ég hafi átt minn þátt i aö móta,
eins og siöar kemur i ljós.
Ég hef fyrir framan mig á borð-
inu fundargerðir Kommúnista-
deildarinnar á Eyrarbakka. Ég
staðnæmist við 5. fund ’árið 1932,
haldinn 4. desember. 1 lok fundar-
gerðarinnar er þess getið, aö auk
félaga i deildinni hafi félagi
Gunnar Benediktsson setið fund-
inn. Sú fundargerð er ekki frá-
gengin að fullu og ekki undirrituð,
og næst er fundar getiö ári siðar,
11. desember 1933. Þar er ekkert
sagt, hver hann er I rööinni af
fundum ársins, en fundargerðin
hefst meö þessum orðum:
„Fundurinn settur af félaga
Gunnari Benediktssyni, sem var
fundarstjóri”. Þá var „lögö fram
ályktun fyrir deildina, sem
samin hafði verið sam-
kvæmt fyrirmælum sið-
asta fundar”, en um þann fund
er ekkert annað skráð i bók-
ina. Siðan segir: „Alyktunin var
lesin lið fyrir lið, rædd ýtarlega
og samþykkt að þvi undanskildu,
að greinin, sem fjallar um sjálfs-
gagnrýni, átti aö orðast ööruvisi.
Starfslinurnar áttu aö ræöast sið-
ar”. önnur fundargeröer dagsett
tveim dögum siðar, og milli
-f' - v--' A $ ' ''' ' ' ''
- "
* _ , , f - - '
Unuhús við Garðastræti
Læknishúsiö á Eyrarbakka - i fbúð i næsta húsi bjó Gunnar og fjöl-
skylda hans fyrsta kastið þar I plássinu.
ar, og er hann ófagur: „Hún hefur
á engan hátt verið þvi hlutverki
vaxin aö fylkja verkalýönum til
baráttu og leiöa hana”. Deildinni
er brugðið um tækifærisstefnu,
sem komið hafi fram i „átakan-
legum” skorti á ábyrgðartilfinn-
ingu, sjálfsgagnrýni og „siöan,
einkum siðast liðið ár, i starfs-
leysi”. Allt sem unniö haföi verið,
var unnið af tveimur mönnum,
sem ályktunin nafngreinir, en
hinir hafa ekki skipt sér af, þótt
starfið lægi niöri og gengi á tré-
fótum. En þessir tveir, sem unnu,
hafa sýnt „mjög mikla vanrækslu
i starfi sinu og skort á ábyrgöar-
tilfinningu sem leiðandi menn
deildarinnar og skilningi á misk-
unnarlausri sjálfsgagnrýni”.
Annar þessara félaga haföi sýnt
mjög tækifærissinnaða sáttfýsi
við yfirstéttina og gengiö til sam-
vinnu við hana, og var dæmi þar
með látið fylgja. Hinn félaginn
hafði að mörgu leyti skilið hægri
villur félaga sins og gagnrýnt
þær. En báðir hafa þeir „vanrækt
aö rökræöa ágreiningsmál sin I
deildinni meö þvi takmarki að
komast að niöurstöðu”, og svo
höfðu þeir ekki heldur leitað til
miðstjórnar meö að fá hjálp. Svo
er þvi lýst yfir, að hinn tækifæris-
sinnnaði „hefur sýnt viðleitni til
sjálfsgagnrýni og viröist skilja
nauðsyn hennar”, og „hann hefur
viðurkennt ýmsar villur slnar, en
á þó enn langt I land, að honum sé
þaö fyllilega ljóst, að sósialdemó-
kratiið sé höfuðstoð borgara-
stéttarinnar og heyja þurfi opna
baráttu gegn þvi”. Hinn starfandi
félaginn hafði einnig gagnrýnt
sjálfan sig og „viðurkennir, aö
skapsmunir sinir hafi leitt sig út
af réttri linu og jafnvel út i
flokksfjandsamlega afstöðu, og
telur rétt, að hann dragi sig til
baka i starfi út á við um hrið”.
Hér viröist mér hreinlega til
verks gengiö, og allt er þetta
samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum eftir tveggja kvölda
fundarsetu, sjálfsagt fram á nótt,
fyrir utan meira og minna per-
sónulegar viðræður við og við alla
daga. Siöan er þvl lýst yfir, aö nú
„riði á, aö deildin taki til starfa og
hver einasti félagi verði virkur i
starfinu”. — Og svo setti deildin
starfinu á nýbyrjuðum vetri tak-
mark 18 liðum. Nú átti aö berjast
af alefli fyrir samfylkingu á Eyr-
arbakka, fyrir aö fá greidd ógold-
in vinnulaun viö lendingabætur,
vinna að samfylkingu verkalýðs-
félaganna á Suðurlandsundir-
lendinu I kaupgjaldsmálum, end-
urvekja ASV-deildina og sam-
fylkingarliðið á Eyrarbakka,
halda útvfkkaða deildarfundi með
róttækum verkamönnum, þar
sem rædd yrðu hagsmunamál
verkalýösins og barátta fyrir
framgangi þeirra, svo nokkuð sé
nefnt. Seinna veröur ef til vill rifj-
að upp, hvað úr framkvæmdum
varð.
Hjá Erlendi i Unuhúsi bjó
Gunnar uppi á lofti uns hann
fluttist til Eyrarbakka. Hér er
Erlendur við dyr Unuhúss.
þeirra fundargeröa er ályktunin
innfærð og neöan við hana ritað:
„Alyktunin lesin og rædd á tveim-
ur fundum og samþykkt með öll-
um greiddum atkvæöum”.
Og hvað er það svo, sem stend-
ur I þessari ályktun? Það er
ómaksins vert að renna augum
yfir hana sem dæmi um starfs-
háttu á þeim tima þegar öllum'
bar skylda til að gagnrýna alla og
ekki sizt sjálfa sig, hvort sem um
var að ræða einstaklinga eða
samtakaheildir. Mér ætti einnig
að vera þetta mikið áhugaefni
þar sem alltbendir tii þess, að héi
hafi það verið ég sjálfur, sem réð
ferðinni i umboöi flokksins.
lupphafi ályktunarinnar er það
tekiö fram, að flokksdeildin hafi
verið stofnuð haustiö 1931. Svo
kemur dómurinn um starf henn-
LAUSAR STÖDUR
A skattstofu Norðurlandsumdæmi eystra,
Akureyri, eru eftirtaldar stöður lausar til
umsóknar:
Staða fulltrúa með próf i viðskiptafræði
eða endurskoðun.
Staða skattendurskoðanda I. Æskilegt er
að viðkomandi hafi verslunarskólapróf
eða hliðstæða menntun.
Staða skrifstofumanns. Góð vélritunar-
kunnátta nauðsynleg.
Umsóknir er greini aldur menntun og
fyrri störf óskast sendar skattstjóra
Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnar-
stræti 95, Akureyri, fyrir 5. desember n.k.
FJARMÁLARAÐUNEYTIÐ,
2. NÓVEMBER 1978.
LAUS STAÐA
Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra við Raun-
visindastofnun Háskólans er framlengdur til 10.
nóvember n.k. Framkvæmdastjóri annast almennan
rekstur stofnunarinnar og hefur umsjón meö allri starf-
semi sem ekki heyrir undir einstakar rannsóknarstofur.
Umsækjandi skai hafa lokið háskólaprófi.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Nánari
upplýsingar um starf þetta veitir stjórn Raunvisinda-
stofnunar.
Umsóknir með itarlegum upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Rvk., fyrir 10 nóv. 1978.
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ,
31. OKTÓBER 1978.
Hjólaskófla til sölu
::::r
iiiii
Til sölu 18 tonna hjólaskófla með 3 rúm- jjjll
metra skólfu, liðstýrð, árg. 1973, i góðu j|jjj
ástandi. Mjög hagstætt verð. Uppl. i sima jjjjj
91-19460 og 91-32397 (á kvöldin).
m
Smurbrauðstofan
BJORIMIIMN
Njálsgötu 49 — Sími 15105
blaöburóarfólk
óskast!
Laugavegur Safamýri I. j>
Laugavegur frá 1-120 Ármúli
Fellsmúli
Siðumúli
Tunguvegur
t Ásendi
Byggðarendi
Sogavegur 103-212
u
Kóp. Aust II: >
Hlíðarvegur
Hrauntunga
Vogatunga
VISIR