Vísir - 09.11.1978, Síða 10
10
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjári: Davfð Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaði: Arni
Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gisli
Baldur Garðarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson: Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns-
son, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón
Óskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: PáII Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingarog skrifstofur:
Slöumúla 8. Slmar 86611 og 82260. i
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611.
Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2400,-
á mánuði innanlands.
Verð I lausasölu kr. 120 kr.
eintakið
Prentun Blaðaprent h/f.
Friðrik forseti
Þær ánægjulegu fréttir bárust hingað til lands síðdegis
í gær, að Friðrik Ólafsson stórmeistari hefði borið sigur
úr býtum í kosningum um eftirmann Max Euves i for-
setastól Alþjóðaskáksambandsins. Vonir Islendinga um
kjör Friðriks höfðu dvínað nokkuð eftir að íslenski skák-
hópurinn kom til Buenos Aires í Argentínu, þar sem þing
Alþjóðaskáksambandsins er háð samtímis Ólympíu-
skákmótinu. ( Ijós kom að f jölmennt kosningalið vann
þar að framboði júgóslavneska stórmeistarans Gligoric,
sem talinn var helsti keppinautur Friðriks en íslend-
ingar voru fámennir. I samtali við Vísi í gær sagði Frið-
rik Ólafsson, að Júgóslavar hefðu notað utanríkisþjón-
ustu sína í meira en ár til þess að vinna að framboði
Gligoric og hefði hvorki verið sparað fé né fyrirhöfn i
þessu sambandi. Þá var einnig boðað einvígi Fischers og
Gligoric sem átti að verða kosningabeita, en allt kom
fyrir ekki.
Orslit kosninganna f gær sýna svo ekki verður um
villst, að Friðrik ólafsson nýtur mikils trausts og virð-
ingar í skákheiminum og er ekki að efa, að hann er vel
vaxinn því alþjóðastarfi, sem honum er nú fengið.
Það fer vel á því að sá maður, sem f yrstur íslendinga
náði árangri á heimsmælikvarða á skáksviðinu, skuli nú
hafa verið kjörinntil þess aó gegna æðsta embætti skák-
heimsins.
Skáklistin hefur veriðsamofin lífi Friðriks Ólafssonar
f rá því að hann lærði að tef la hjá f öður sínum átta ára að
aldri. Fyrsta stóraf rek sitt á skáksviðinu vann hann árið
1950, er hann sigraði í meistaraf lokki Norðurlandamóts i
skák, aðeins 15 ára, yngstur þátttakenda á mótinu. Síðan
varð ferill hans stöðugt glæsilegri og átti Friðrik og
frammistaða hans geysimikinn þátt í því að efla áhuga
íslendinga á skáklistinni, sem nefnd hefur verið vitræn-
asta dægradvöl, sem til er.
Augljóst er að skáklistin er í miklum uppgangi meðal
Islendinga um þessar mundir og ný kynslóð öflugra
skákmanna er að hasla sér völl. Helgi Ólafsson var
formlega útnefndur alþjóðlegur skákmeistari á Fide-
þinginu í Buenos Aires í fyrradag og þegar þetta er
skrifað vantar Margeir Pétursson aðeins herslumun til
að ná þeim áfanga, sem þarf til þess að hljóta þann titil.
Skemmst er svo að minnast heimsmeistaratitils sveina,
sem þriðji efnilegi skákmaðurinn í ólympíuliði Islands,
Jón L. Árnason, hreppti á siðasta ári. Útlit er nú f yrir, að
hann muni verða fyrstur til þess að hljóta nýja nafnbót
Alþjóðaskáksambandsins, en það er „FIDE-meistari".
Það er líka tímanna tákn, að nú höf um við fslendingar
i fyrsta sinn sent kvennasveit á ólympíumót í skák og
skipar hana meðal annarra tvöfaldur Norðurlanda-
meistari í skák, Guðlaug Þorsteinsdóttir.
Samtímis öllu þessu gerist það svo, að Alþjóðaskák-
sambandið mun flytja starfsemi sina hingað til lands,
fyrst alþjóðlegra samtaka og Islendingur veita sam-
bandinu forstöðu.
Forsetastarf Friðriks verður enginn dans á rósum, því
að í hans hlut kemur að útkljá margs kyns deilumál og
vinna að samlyndi skákþjóða heims. Aftur á móti mun
það auðvelda honum mjög stjórn þessara alþjóðasam-
taka, hve yf irgnæfandi meirihluta atkvæða hann hlaut á
þingi Alþjóðaskáksambandsins í Argentínu í gær.
Visir óskar Friðrik Olafssyni til hamingju með sigur-
inn í því hinu tvísýna tafli,sem háð hefur verið um það,
hver eigi að stjórna samtökum skákmanna í 106 löndum
heims. Það er fslendingum mikill heiður að fulltrúi
þeirra hefur verið kjörinn forseti FIDE.
Fimmtudagur 9. nóvember 1978 VISIR
Uni kosningar
í Háskólanum
Hinn 21. október siðastliðinn fóru f ram kosningar i Há-
skólarium til 1. des. nefndar. Úrslit þessara kosninga
urðu skv. venju, VAKA tapaði, Verðandi, vinstri menn,
sigruðu, en kjörsókn var einungis 25%.
Meðal fólks hafa úrslitin vakið þó nokkurt umtal.
Flestum þykir miður, að vinstri menn skuli enn einu
sinni fá að útvarpa marxískum áróðri sínum út yfir
landsmenn. Ýmsir hafa varpað fram þeirri spurningu,
hvort ástæðan f yrir þessari lélegu kjörsókn sé ekki sú, að
stúdentar séu orðnir leiðir á hinum tveim stríðandi f ylk-
ingum.
Einn þeirra sem halda fram
slikri skoðun er laganemi nokkur,
Olafur Sveinsson að nafni. Hann
ritar grein i Visi, sem hann kallar
„Þrir af hverjum fjórum mót-
mæla meö þögninni”. Ólaf þenn-
an þekki ég ekki nema af afspurn
og þá af góðu einu, þvi þykir mér
það miður, að hann skuli draga
svo fljótfærnislegar ályktanir af
úrslitum kosninganna auk þess,
sem hann gerir sig beran aö mik-
illi vanþekkingu i ummælum
sinum um VÖKU.
Ólafur heldur þvi fram, aö úr-
slit kosninganna sýni það, að
grundvöllur 1. des. kosninga sé
brostinn og að 3/4 hlutar stúdenta
hafi alls engan áhuga, hvorki á
VÖKU né vinstri mönnum, þar
sem þessi fjöldi hafi setið heima á
kjördegi.
1 öðru lagi afhjúpar Ólafur
þekkingarleysi sitt á VOKU.
Hann heldur þvi fram, að VAKA
sé „samansafn bláeygra Heim-
dellinga”, sem blaöri um óvininn
i austri og kapitalisma.
Ég skil ekki tilganginn með
þessum orðum, nema þá að
/-----------V-----------\
Sigurður Sigurðarson
laganemi og ritstjóri
Vökublaðsins skrifar
-----------------------'
Ólafur setji þau fram til aö undir-
strika það, aö hann tilheyrir
hvorugum flokknum. Um leiö og
Hugmyndir manna um skatta-
mál hafa breytzt mjög á undan-
förnum áratugum. Þaö er alger-
lega eðlilegt, þar eð þjóðfélagið
sjálft hefur tekiö gagngerum
breytingum.
Liölega hundrað ár eru siöan
Islendingar fengu löggjafarvald
varðandi fjármál sin. Það gerðist
með setningu stjórnarskrárinnar
1874. Fyrsta fjárlagafrumvarpið
var lagt fyrir Alþingi áriö 1875 og
tók til áranna 1876-77. Það væri
skemmtilegt aö bera saman þessi
fjárlög og fjárlög nú á dögum. 1
sllkum samanburöi mundi blasa
við sú gifurlega breyting sem átt
hefur sér stað á Islenzku þjóö-
félagi á siðast liöinni öld. Slikt á
þó ekki við hér. En á það má þó
minna að hlutverk rikisins var þá
ekki talið annað en að halda uppi
almennri stjórnsýslu, gæta laga
og réttar og annast rekstur fá-
einna skóla. Framfarasinnaðir
menn tóku þó fljótlega að ætla
rikisvaldi og sveitarfélögum fleiri
verkefni. 1 þvi sambandi var
tekjuskattur lögleiddur þegar
1877 og á þvi nú i ár rúmlega
hundrað ára afmæli. Aukning
umsvifanna var þó ekki meiri en
svo að um aldamótin hefur verið
taliö að rikisútgjöldin hafi numið
tæplega 4% af þjóöartekjum. A
undanförnum árum hafa þau
numið um 30%. Annaö atriöi I
sambandi við opinber fjármál
fyrr á timum og þróun þeirra
siðan er og athyglisvert. Ariö 1890
er talið að útgjöld sveitarfélaga
hafi numið 80% af rikisútgjöldun-
um. Nú eru þau sem kunnugt er
um 20%.
Þaö var algjörlega eölilegt
sjónarmið hjá forfeðrum okkar
þegar þeir vildu fá rikinu aukin
verkefni aö réttmætt og eölilegt
væri að afla til þess fjár meö þvi
að taka upp stighækkandi tekju-
skatt I stað þess að auka eigna-
skattana sem fyrir voru. Þegar
grundvöllur var lagður að núgild-
andi tekjuskattskerfi árið 1921
eða fyrir rúmum fimmtiu árum,
má og segja, að sú lagasetning
hafi veriö skynsamleg, miöað viö
aðstæöur þá og svipað má segja
um setningu tekjuskattslaganna
1934. Það var ekki fyrr en nokkru
siöar að lagöur var grundvöllur
aö almannatryggingum á Islandi,
en þær fóru brátt aö hafa áhrif til
LJ
'\
Dr Gylfi Þ. Gislason
skrifar fyrri grein um skatt-
heimtu rikisins og segir að á
næsta ári megi ekki auka
tekjuskattsheimtuna en
siöan eigi að afnema tekju-
skatt af aimennum launa-
tekjum um leiö og viröis-
aukaskattur veröur settur á.
Ónnur grein Dr. Gylfa um
þetta efni birtist á mánu-
daginn undir yfirskriftinni:
Neysluskattur er hag-
kvæmari en tekjuskattur.
tekjujöfnunar. A þeim fjórum
áratugum, sem siðan eru liðnir,
hefur islenzkt þjóðfélag ger-
breytzt svo I grundvallaratriðum
að það sem var rétt og skynsam-
legt þá getur hæglega veriö orðið
ranglátt og óskynsamlegt núna.
Og það á einmitt viö um tekju-
skattsheimtu rlkisins.
Tekjuskatturinn er launa-
mannaskattur.
Þegar löggjafinn fyrir fjörtiu
árum mótaði annan aðaltekju-
stofn rikisins tekjuskattinn, var
eðlilegt að hann léti hann vera
stighækkandi, meö sérstakri hlið-
sjón af þvi að þá voru I raun og
veru engar opinberar ráöstafanir
I gildi, sem höföu almenn áhrif til
tekjujöfnunar. Undir slikum
kringumstæöum var þaö fullkom-
lega eðlilegt og réttmætt sjónar-
mið að hinn tekjuhái greiddi mun
hærra hlutfall af tekjum slnum til
sameiginlegra þarfa en hinn
tekjulági. Þá varö lika sú raunin
á aö þeir, sem höfðu háar tekjur,
bæði fyrirtæki og einstaklingar,
greiddu verulegan hluta af tekj-
um rikissjóðs en tekjuskatturinn I
heild nam þá um þriðjungi rikis-
teknanna. Skyldi nokkrum detta I
hug I alvöru, að halda þvi fram,
að gildandi tekjuskattskerfi
tryggi þaö að hinir tekjuháu
greiði verulegan hluta af tekjum
rikissjóðs? Þótt tekjur launþega
séu auövitaö misjafnar og nokkr-
ir hafi háar iaunatekjur eru þeir
ekki mjög margir. Háu tekjurnar
eru eflaust, eins og viö er að búast
af atvinnurekstri, þótt hann geti
auövitað lika verið rekinn með
tapi. En hvað skyldu allir at-
vinnurekendur I iandinu hafa
greitt mikiö i tekjuskatt 1 fyrra?
Félög, sem stunda atvinnurekst-
ur, greiddu 1740 millj. kr., og ein-
staklingar, sem höfðu meö hönd-
um atvinnurekstur, greiddu 1200
millj. kr. Af öllum atvinnurekstri
sem 1976 var talinn velta um 300
milljörðum kr., var I fyrra
greiddur 2900 millj. kr. tekju-
skattur. Þeir atvinnurekendur
sem greiddu tekjuskatt voru jafn-
framt aöeins 55-60% af þeim aöil-
um, sem atvinnurekstur
stunduðu. 40%-45% þeirra
greiddu alls engan tekjuskatt.
Samtimis þessu greiddu launþeg-
ar i fyrra 6600 millj. kr. I tekju-
skatt til rlkisins.
Þeir, sem halda þvi enn fram
að innheimta tekjuskatts til rikis-
ins sé réttmæt og eðlileg vegna
þess, að hún jafni tekjur I þjóð-
félaginu hafa augljóslega ekki
fylgzt meö tlmanum. Tekju-
skatturinn var I fyrra rúmlega ti-
undi hluti rlkisteknanna. Megin-
hluti hans var greiddur af launa-
fólki. Geta skynsamir menn meö
hliðsjón af þessu i alvöru haldiö
þvi fram að tekjuskatturinn sé
virkt tæki til tekjujöfnunar?