Vísir - 13.11.1978, Side 7

Vísir - 13.11.1978, Side 7
VISIR Mánudagur 13. nóvember 1978 7 Fundurinn Heimtufrekja stundakennara HJI sendi línu: „Mikiö skelfing er gott aö stundakennarar Háskólans fóru i verkfall. Þá veröur kannski gert eitthvaö i þvi aö upplýsa hvaö þessir menn hafa i laun þvi þeir þegja sjálfir vandlega um þaö atriöi. Mér er kunnugt um að ýmsir vellaunaöir embættismenn hjá rikinu eru stundakennarar viö Háskólann og þiggja góö laun fyrir á meðan þeir eru á fullu kaupi á sinum vinnustaö. Aörir eru meö sjálfstæöan atvinnu- rekstur og enn aörir hafa kannski ekki aðrar tekjur en stundakennsluna. Það hefur hins vegar enginn neytt þessa menn út i kennslu. Þeir vissu að hverju þeir gengu þegar þeir réöu sig en nú heimta þeir laun fyrir þann tima sem þeir kenna ekki. Er þetta ekki hámark heimtufrekjunnar?” líktist fuglaþvargi S.B., Akureyri, skrifar: Vegna þáttar Ólafs Ragnars Grímssonar, Möllers og Co. i Kastljósi fyrir stuttu finnst mér .ekki úr vegi aö landsmenn láti ögn i sér heyra. Ólafur Ragnar Grimsson er einn óskemmtilegasti maður sem i' sjónvarp kemur. Ætiö er hann fullur vandlætingar og meö skitkast I aöra en ásjónan slétt og fin, eöa lik ásjónu frels- arans, eins og Bjarni á Efri-Mýrum komst aö orK um Ólaf á aöalfundi S.J.S. s.l. vor. Þó skal þaö viöurkennt aö Ólafur Ragnar komst einna skást frá þessum þætti. Honum tókst aö espa þá Möller og Sigurö upp og gera þá eins og reiöa „hana I hanaslag”, enda held ég aö þjóöin hafi sannfærst um þaö aö þessir tveir kumpán- ar hafi ekld hreint mjöl i poka- horninu, jafnvelþóttþeim takist að fela þaö fyrir rannsóknar- nefnd. Daginn eftir þennan þátt, vék séraömérkunningi minn ágötu og gaukaöi aö mér visum þeim er ég læt hér með fylgja. Óttars þáttur Möllers. Horfði á skjáinn landsins lýöur langaöi til aö heyra og sjá er Ólafur Ragnar undur frlöur Óttari Möller settist hjá. Fundurinn liktist fugiaþvargi, forstjórinn reiöur hvessti sig: Þriggjá'flokka þrjótur argi þú skalt ekki kæfa mig. Gramur sjónum gaut á dreng- inn: Geturöu ekki skiliö enn aö svona lagaö segir enginn og sist viö okkur heldri menn Helgi stjórn ei haföi á neinu, hugsaöi margt en sagöi fátt. En landsfólkiö man allt aö einu Óttars Möllers skemmtiþátt. Akureyringur hringdi: „Þaö er einkennileg þögn sem rikir i fjölmiölum um Fri- hafnarmáliö. Visir hefur ræki- lega skýrt frá ýmsum þáttum þessa máls en aðrir fjölmiölar þegja þunnu hljóöi. Þögn rikisfjölmiölanna er i fullu samræmi viö þögn þeirra um afbrot yfirleitt. Ef fólk heföi eingöngu fréttir úr þeirri átt mætti halda aö hér væri aldrei stolið spýtu hvað þá meira. En hvar eru fréttamenn ann- arra dagblaða? Hin blööin segja ekki orö um þetta. Ég hef fylgst meö skrifum Visis um þetta mál og þar kem- ur greinilega fram aö rikis- endurskoöun hefur itrekaö kvartaö yfir óeölilegri rýrnun og fleiru i Frihöfninni sem vek- ur grun um aö þarna hafi átt sér staö stórfellt misferli árum saman. Uppljóstrun Visis á þessu háttalagi er vel þegin og þyrfti blaöiö aö stinga á fleiri svona kýlum. Af nógu er aö taka.” UMSJÓN: STEFÁN KRISTJÁNSSON SÍMI: 86611 Þögnin um Frí hafnarmálið Bifreiðaeigendur ATHUGIÐ! I vetur höfum við einnig opið á laugardögum frá kl. 8-18.40. Komið reglulega með bifreiðina og við ÞVOUM OG BÓNUM meðan beðið er Bón og þvottastöðin Sigtúni 3 — Sími 14820 L ----------------------------- UTILJOS Verð 18.060,- Verð 12.060.- Hæö 45 cm. Verð kr. 18.060,- Hæö 45 cm. Verö kr. 16.330,- Hæö 47 cm. Verö kr. 26.020.- Hæö 40 cm. Verð kr. 7.860.- frá KONST SMIDE Sendum i póstkröfu / '^annai h.f. Étí ^ L S > Suðurlandsbraut 16 - Sími 91-35200 Kokkurmrr^*. i KOKKHÚSINU%^ sér um matínn Kokkurinn í Kokkhúsinu er alltaf meö eitthvaö gott á boðstólum t.d. hamborgara í miklu úrvali, fiskrétti og grillsteikur af ýmsu tagi, sam- lokur og margt fleira gott — og þar aö auki, hann er í miðbænum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.