Vísir - 13.11.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 13.11.1978, Blaðsíða 15
VJSIR Mánudagur 13. nóvember 1978 BÍHBIÉIHHHHiHHHHIHf ■ Mafíustríð innan fangelsismúra: Guðéaðirinn í einangrun m Foringja mafiu- foringjanna, Carmine Galante, guðföðurnum, hefur verið ógnað lifláti þar sem hann situr i Danburyfangelsi i Connecticut. Aðrar mafiufjölskyldur vilja losna við hann fyrir fullt og allt. Galante er vaktaður allan sólar- hringinn og er i einan- grun frá öðrum föng- um. FBI hefur aövaraö fangelsis- yfirvöldin um aö lif Galante sé i hættu. Er simtöl háttsettra glæpamanna voru hleruö kom i ljós aö veriö væri aö undirbúa aö myröa Galante og tvo aöra mafiuforingja. Galante er höfuö Bonnanno- fjölskyldunnar sem stjórnar glæpaheimi New York borgar. Hann er 67 ára gamall og iosn- aöi úr fangelsi áriö 1974 eftir aö hafa afplánaö 12 ár af 20 ára refsingu. í fyrra var honum aft- ur stungiö inn til aö taka út þaö sem eftir er refsingarinnar. Hann mun væntanlega losna úr fangelsinu áriö 1982. Tveir aörir glæpaforingjar hafa einnig veriö fluttir til oftar en einu sinni og eru nú i einan- grun eftir aö FBI haföi komist aö svipaöri hótun gegn þeim. Þessar hótanir eru liöur I mikl- um átökum á milli mafiu- fjölskyldnanna. Þessir glæpaforingjar eru John Franzese og Carmine Per- cici. Þeir eru báöir foringjar fyrir mafiufjölskyldum og koma sterklega til greina til aö hreppa guöfööurtitil Galantes. Galante hefur mótmælt þvi kröftuglega aö vera i einangrun frá öörum föngum. Er þaö vegna þess aö hann á þá i erfiö- leikum meö aö stjórna veldi sinu innan fangelsisveggja eins og hann hefur gert til þessa. Hann segir aö ekki megi taka hótanirnar of alvarlega og jafn- framt liki honum ekki aö vera vaktaöur allan sólarhringinn. Fangelsisyfirvöld halda fast viö sitt og vilja ekki hætta á aö mafiuforinginn veröi myrtur er hann situr inni. Þess vegna hefur meöal ann- ars veriö útbúiö sérstakt eldhús fyrir glæpaforingjana þrjá og maturinn rannsakaöur rækilega áöur en hann er borinn á borö fyrir þá. —KS AÐALATRIÐIÐ ER AÐ HAFA EITTHVAÐ FYRIR STAFNI — segir hinn blindi, áttrœði rithöfundur, Karl Bjarnhof Danska sjónvarpiö er nú aö fara aö taka upp sex viötalsþætti viö danska rithöfundinn Karl Bjarnhof, sem er blindur. Karl Bjarnhof er áttræöur aö aldri. Hann er þekktur hér á landi fyrir bækur sfnar. Hann er afar fjölhæfur maöur og er meöal ann- ars kunnur útvarpsmaöur I heimalandi slnu, Danmörku. Norska blaöiö Verdens Gang segir um hann: „Hinn stórkost- legi Karl Bjarnhof, skáldiö, lista- maöurinn, pianóleikarinn, hljóm- listarunnandinn, útvarpsmaöur- inn, sem er ótrúlega sjáandi á ýmsa fleti tilverunnar sem aörir koma ekki auga á, þó hann sé blindur.” Fréttamaöurinn spuröi hann um fyrirhugaöa viötalsþætti I sjónvarpinu. ,,Þeir vilja lxklega eiga mig á „lager”. Ég er ekki ódauölegur og minn timi fer aö nálgast, en ég hef ekki áhyggjur af þvi” sagöi Karl Bjarnhof. „1 gær afhenti ég Mogens Knudsen hjá Gyldendal handrit af nýrri bók eftir mig sem kemur út innan skamms. Aöalatriðiö er aö hafa eitthvað fyrir stafni. Tónlistin hefur ómetanlega þýðingu fyrir mig. Ég verö að spila á hverjum degi. En ekki nútíma tónlist, ég nenni þvl einfaldlega ekki. Ég hlusta hins- vegar gjarnan á hana, ekki slst tónlist eftir Nils Viggo Bentzon’.’ — Þú tekur enn þátt I umræöum á opinberum vettvangi? „Já ég er svo lánsamur aö ná eyrum fólks. Fyrir skömmu var ég i umræöum um hina vonlausu aöstööu sem gamalt fólk býr oft viö hér I landi. Gamla fólkiö sýnir þá ókurteisi aö deyja ekki. Þaö er lokaö inni á sjúkradeildum, oft án þess að hafa tækifæri til að umgangast annaö fólk. Þaö er af- ar slæmt”. — Þú tekur ekki þátt I pólitískum umræöum? „Nei, aldrei. Ég veit ekkert Hinn fjölhæfi áttræöi rithöfundur Karl Bjarnhof var aö leggja síö- ustu hönd á slna 21. bók. hvort þaö gengur vel eöa illa I Danmörku. Sjálfur er ég aldrei atvinnulaus og það eru kannski forréttindi. Ég hef alltaf haft nóg aö gera og núna er aö koma út min tuttugasta og fyrsta bók’.’ — Saknaröu ekki vinnu þinnar hjá útvarþinu? „Ég starfaöi hjá danska út- varpinu I heilan mannsaldur, fyrst sem hljóðfæraleikari. Ég varö lausráöinn áriö 1937, en fast- ráöinn frá árinu 1945 til 1965, og var meö mlna föstu þætti og viötöl við fólk. Ég hugsa oft til þess, en ég hef nóg annað að gera. Mér finnst lika vera kominn ópersónulegur blær yfir útvarps- vinnu, þetta er allt oröið svo skipulagt. Hver af dagskrárstjór- um útvarpsins I dag hefur persónuleika? Ég bara spyr. Vit- um viö eitthvaö um skoöanir þeirra sem starfa viö ui»^.p:’>? Hafa þeir ekki persónulegai skoöanir og hugmyndir? Hvernig finnst þeim starf sitt?” — Hlakkarðu til aö vinna aö s jón varpsþáttunum ? „Já ég geri þaö” sagöi Bjarnhof. Komið og skoðið ITT Schaub-Lorens litsjónvarpstcekin hjá Gelli, Brceðraborgarstíg 1. ITT litsjónvarpstcekin sýna raunverulega liti, hafa fallegt útlit og eru vestur-þýsk tcekniframleiðsla sem vert er að veita athygli. Forsenda góðrar þjónustu er tceknikunnátta sem tceknimenn okkar scekja beint til framleiðanda. Vestur-þýsku ITT litsjónvarpstcekin eru vönduð og vegleg eign. Þau eru gerð til að endast lengur Veljið varanlegt. Brceðraborgarstíg 1 Sími 20080 (Gengið inn frá Vesturgötu)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.