Vísir - 14.11.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 14.11.1978, Blaðsíða 6
Asmundur Björn Magnús Vísitala og kjaramál Verslunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, miðvikudaginn 15. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: Visitala og kjaramál Frummælendur: Ásmundur Stefánsson hagfræðingur Björn Björnsson viðskiptafræðingur Magnús L. Sveinsson formaður samninganefndar VR . Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna. Verslunarmannafélag Reykjavikur Þriöjudagur 14. nóvember 1978 Vlfi Umsjón Guðmundur Pétursson J 15 AR I FREMSTU RÖÐ Pierre Robert HERRASNYRTIVÖRUR PIERRE ROBERT hefur á boðstólum allt, sem karlmenn þurfa til daglegrar snyrtingar. ÁRATUGA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN. Svíar og meðókvörð- unarrétturínn Eitt af stærstu vanda- málunum, sem þykja blasa við Ola Ullsten, hinum nýja forsætis- ráðherra Sviþjóðar, er ný lagasetning á sænska vinnumarkaðnum og þá fyrst og fremst varðandi vinnuskilyrði trúnaðar- manna veritalýðsfélaga og rétt til að sinna félagsstörfum sinum i vinnutimanum. Gunnar Nilsson forseti ASl þeirra I SviþjóB, landssambands verkalýðsfélaganna,hefur ráöist harkalega gegn lagafrum- varpinu, sem hefur verið lengi i deiglunni, en ekki enn komiö fram á þingi. — ,,Ef nýja stjórnin leggur fram óbreytt þetta frum- varp eins og fjjrri rikisstjórn hafði orðið ásátt um, mun verka- lýðshreyfingin lita á það sem striösyfirlýsingu,” sagði Nilssoty en hann á sæti I Rigsdagen sem þingmaður sósialdemókrata. Og ekkieruundirtektirnar betri hjá atvinnurekendum. Curt Ni- colin formaöur sænska vinnuveit- endasambandsins hefur sagt um frumvarpiö: „Tillaganmun kosta atvinnurekendur mörg hundruö milljóna og leiöa til þess að 15.000, að minnsta kosti,missa atvinnu sina.” I höfuöatr»um gengur frum- varpið út á það að allir launþegar hafi rétt til þess aö verja átta launuöum vinnustundum á ári hjá fyrirtæki sinu til starfa að félags- málum sinnar stéttar. Trúnaöar- menn á vinnustöðum skulu hafa rétt til þess að taka sér 40 klukku- stundir ári fri til félagsstarfá án launaskerðingar. Þetta segja atvinnurekendur aö séalltofdýrt.enfyrir utan það er vitað aö ágreiningurinn ristir miklu dýpra en hvað varðar kostnaöarhliðina viö vinnutap vegna félagsstarfa launþeganna. Hann varðar i rauninni alla upp- byggingu vinnumarkaöarins i Sviþjóð. Meðákvörðunarrétt- urinn Þaö er sjálfur meöákvöröunar- rétturinn sem leiddur var i lög 1. janúar 1977 og hefur tvimælalaust veriö mál málanna I Sviþjóð þennan áratuginn því að um MABfflfflBTM Þ.Jónsson&Co SKEIFUNNI 17 REYKJAVIK SIMAR: 84515/ 84516 annaðhefurekki veriö meirarætt eða skrifaö. — Olof Palme lýsti þvi yfir 1976 i blaöaviötali aö meðákvörðunarrétturinn væri stærsta skref sem stigiö væri á lýðræðisbrautinni i Sviþjóð, siðan innleiddur var almennur kosningaréttur. Meö meðákvörðunarréttinum voruafnumin sérréttindi atvinnu- rekandans til þess að stýra fyrir- tæki sinu, deila út vinnunni og segja mönnum fyrir verkum. Stéttarfélögunum var veittur réttur til að hafa fullanaðgang að öllum upplýsingum varðandi rdcstur fyrirtækja og til þess aö taka þátt I samningum og vera meö i ákvöröunartökum. Lögin um meðákvörðunarrétt- inn voru þó einungis ramma- ákvæöi/ markandi heildarstefn- una meðan aöilum vinnu- markaðarins var látiö eftir að út- færa þau i stóru og smáu eftir samkomulagi. — Þaö hefur hins- vegar reynst þrautin þyngri og leitt til viðræöna, sem engan endi virðast ætla aö fá. Hvergi hefur fengist neinniður- staöa nema þá hjá starfsmönnum þess opinbera. En jafnvel þar virðist ekki hafa verið betur gengiö frá hnútunum en svo, að túlka megi samkomulagið á ýmsa vegu. Eitt smádæmi: Tveir lekt- orar við Stokkhólmsháskóla fengu fyrirmæli um aö fara og kenna heldur I einu úthverfi borgarinnar, en það töldu þeir ekki koma heim og saman við ráöningu sina. Þeir visuöu til meðákvöröunarréttarins og fengu sitt sjónarmiö viðurkennt. Starfsbræður þeirra ILundi, sem lentu isvipuðu, urðu hinsvegar að hlita fyrirmælum og flytja sig á milli skóla. I einkarekstrinum rikir hins- vegar alger ringulreið og óvissa og bólar hvergi á samkomulagi um, hvernig aö hlutum skuli staðið. Skriffinnskubáknið Verst af öllu þykir skriffinnsku- báknið sem meðákvöröunarlögin hafa leitt af sér. Skýrt dæmi um það er Volvo-samsteypan. Þegar Volvo þarf að taka ein- hverja mikilvæga ákvörðun um reksturinn veröur fyrst aö tala viö fulltrúa allra stéttarfélag- anna. Þar er um að ræöa hvorki meira né minna en 150 stéttar- félög viösvegar.-um Sviþjóö. Það kostar I peningum litlar 20 milljónir sænskra króna, auk svifaþungrar og umfangsmikillar skriffinnsku. Hvert stéttarfélag velur sér fulltrúa og þessir 150 fulltrúar skipa sér i fimmtán manna nefnd . En viö hverja spurningu sem vaknar, þurfa þessir fimmtán að snúa sér til fulltrúanna 150 og kynna þeim nýju hugmyndina, og þessir 150 fulltrúar þurfa aftur aö ráðfæra sig við stjórnir félaganna 150, sem taka afstöðu, kynna hana svo fulltrúunum 150 og fimmtán manna nefndin kemur svo loks meðsvariðá fundinum hjá Volvo. Ef svarið felur I sér einhverja breytingartillögu getur hugsast að málið fari þessa hringrás nokkrum sinnum. Meðákvörðunarlögin hafa veriö i gildi i hálft annað ár og á þeim tfma hefur Volvo þrisvar sinnum þurft að snúa þessari myllu. Vegna SAAB-Volvosamrunans, vegna endurskipulagningar innan fyrirtækisins og loks vegna samninganna viö Norömenn. — „Lýðræðislegt, seinlegt og drep- andi þunglamalegt,” lýsti vinnu- löggjafarráðunautur Volvos þvf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.