Vísir - 25.11.1978, Blaðsíða 31

Vísir - 25.11.1978, Blaðsíða 31
Laugardagur 25. nóvember 1978 31 maöur og laumuskáld aO sögn Sveinbjörns. Ragnheiöur Steindórsdóttir leikkona var áöur komin i spiliö til aö syngja og lesa upp ljóöin Þessir þremenningar, sem voru reyndar „nafnlausir” komu fram opinberlega nokkrum sinnum á siöasta vori. Ljóöverkiö var ávipaö þvl sem þaö er á þessari piötu, en tónlistin I þvi hefur nokkuö breyst. „Efniö var þá I miklu minni umgjörö og stefnt var aö því aö hafa þetta sem einfaldast”. segir Kolbeinn. Plötuútgáfan Ljóöfélagiö kom fyrst fram fyrir 30 sjúklinga á Grensásdeild- inni. „Þaömá segja aö viötökurn- ar hafi veriö þaö góöar aö viö sá- um ástæöu til aö halda áfram. Flutningurinn var auövitaö tölu- vert frábrugöinn þvl sem hann er á plötunni. Þaö er allt annaö aö standa á sviöi fyrir framan áheyrendur, þar sem ekkert truflar hlustunina”. segir Kol- beinn. Ljóöfélagiö kom næst fram á Kjarvalsstööum, en þar voru mættir fulltrúar frá Almenna bókafélaginu. „Ég haföi nokkru áöur fariö og rætt viö Brynjólf Bjarnason hjá AB um þá hugmynd mlna aö gefa út plötu. Ljóöabókin min var gef- in úr hjá félaginu og mér þótti þvl rétt aö láta þá vita af þessu, þótt ég efaöist um undirtektir. Þaö var strax tekiö vel I þetta. Þetta var I vor en þá vorum viö Kolbeinn I prófum og þaö dróst þvlframi júni aö upptökur hæfust. viö ætluöum okkur 60 tima I studiovinnu. Þaö dróst og ýmis- legt gekk á suöur iHljóörita, þar sem platan var tekin upp. James , Kay,sem var aöalupptökumaöur, er sjálfsagt góöur á slnu sviöi, en hann geröi okkur hins vegar þann grikk aö hætta aö mæta þegar hljóöblöndun átti aö byrja.” Stjörnur i skónum? Hópurinn var nafnlaus, er upp- tökur hófust og þaö var reyndar ljóöverkiö einnig. Þremenning- unum bættist lika einn liösmaöur er ljóst varö aö bassaleikara vantaöi tilfinnanlega. Gunnar Hrafnsson, sem stundar nám viö tónlistarskólann var þá fenginn sem fjór.öi liösmaöur. „Viö þurftum að finna nafn þannig aö fólk vissi hverjir væru á feröinni. Þaö er ekki tiltfiljun aö Ljóöfélagiö rlmar viö þjóöfélagiö. Viö erum hins vegar fyrst og fremst aö undirstrika aö þarna er um ljóö aö ræöa.” sagöi Kolbeinn sem upplýsti jafnframt aö hann hefði komiö meö hugmynd aö heiti plötunnar. „Viö vorum ákveöin i aö þaö skyldi vera eitt- hvaö úr textanum og ég stakk upp á því aö viö kölluöum hana „Hundleiðinleg handklæöi”, ein- hvern veginn fékk þaö engar undirtektir.” segir Kolbeinn og glottir viö. „Viö lögöum heilann I bleyti og komum loks upp meö Stjörnur I skónum. Ég verö vist aö skýra hvaö átt er viö. Einhvern tímann þegar ég var lltill og fékk þennan fiöring I fæturna, sem kallast náladofi, sagöi ég viö móöur mlna, aö þaö væru stjörnur i skónum. Þetta nafn völdum viö meöal annars vegna þess, aö þaö sýnir vel muninn á hugarheimi barns og hinna fullorönu”. sagði Sveinbjörn. Veruleiki barnsins A plötunni er lýst veruleika barnsins I tengslum viö þann veruleika sem viö þekkjum. Þetta er sett upp sem draumur. Fyrsti og slöasti „prósi” er umgjörö um þetta. Þar er vlsaö til veruleikans I kringum okkur,” segir Svein- björn og bendir á aö útgáfa plöt- unnar sé hliöstæö viö aö gefa út aöra ljóöabók. „Ég nota form eins og hljómplötu til aö koma al- verlegum kveöskap á framfæri viö fleiri. Ekki þaö aö kveöskap- urinn sé neitt leiöinlegur heldur á ég viö aö allt sé sett fram I fyllstu alvöru. Ég er ekki meö þessu aö víkja út af ritferli mínum. Þetta er þvert á móti hluti af honum. „Stjörnur í skónum” er fyrsta platan sem er gerö á þennan hátt, ef til vill má tengja form hennar viö Sóleyjarkvæöi Jóhannesar úr Kötlum.” Fólk er hrætt við nú- timaljóð Sveinbjörn kvaöst hafa kosiö aö koma ljóöverkum sinum á fram- færi á hljómplötu vegna þess aö hún næöi til miklu fleiri. „Þaö er nauðsynlegt þvl fólk er svo hrætt viö nútimaljóö. Þau eru fyrir þvi eitthvaö þungt, hátlðlegt og torskiliö, sem sé fyrir ein- hverja „elltuklúbba”. Þetta hefur þó eitthvaö breyst og framtak Listaskáldanna vondu á nokkurn þátt I þvl.” Er hann var inntur eftir þvl hvort boöskapur ' erksins væri pólitiskur svaraði Sveinbjörn: „Ég er skáld en ekki trúboöi, þar sem lýst er I verkinu hugarhíeimi 5 eöa 6 ára barns, kemur pólitik málinu lltiö viö, sem betur fer. Islenskt barn hefur nú leyfi til aö vera barn, þar til þaö er 6 ára gamalt. Ríkiö tekur þá markvisst aö stefna aö því aö breyta barninu I eitthvaö annaö. Llta má á þetta verk sem varnarræöu fyrir þeim heimi sem barnið hefur fengiö aö búa sér til. Ég neyti ýmissa bragöa til aö draga upp mynd af þessum hugarheimi. Nokkur ljóð- anna eru rimuö I ljóöverkinu, en ég fer samt mjög frjálslega meö hragarhætti vegna þess aö I sum- um tilfellum er fráleitt aö fara aö snúa oröaröð viö til aö þóknast viöteknum reglum um skáldsakp. Ég er mest fyrir órlmuö ljóö. Mér finnst rímiö setja mér ákveönar skoröur og ég vil hafa eðlilegt mál á ljóöum.” Framtíð Ljóðfélagsins Ljóöfélagarnir eru allir á kafi viö sína iöju. Sveinbjörn og Kol- beinn stunda nám I bókmennta- sögu viö Háskóla Islands. Sá slö- arnefndi kennir jafnframt viö tónmenntaskólann. Gunnar er viö nám I Tónlistarskólann og Ragn- heiöur er fastráöinn leikari hjá • Leikfélagi Reykjavíkur. Þaö er þvl eölilegt aö spurning vakni um þaö hver sé framtlö Ljóöfélags- ins. „Samstarfiö er ekki mjög skipulegt, en viö höfum áhuga fyrir þvi að starfa áfram saman. Viö höfum reyndar ekki mikiö lagt heilann I bleyti um hvaö taki viö eftir aö platan er komin út.” segir Kolbeinn. Þaö er I ráöi aö gera sjónvarpsþáttum Stjörnur I skón- um, og uppi eru hugmyndir um aö koma á næstunni fram I skólum meö ljóöverkið „Stjörnur I skón- um” og sitthvaö fleira. Þaö er óvist um framtlö Ljóöfé- lagsins, en ég efast hins. vegar ekkert um aö viö eigum öll fram- tlö fyrir okkur,” sagöi Kolbeinn. — BA- Lagið um þrihjólið Ég á þrlhjól meö bjöllu og merki og bruna á þvi I rigningunni mér þykir gaman að þjóta hratt á þvl Framhjá húsunum framúr bllunum. 1 gulum galla með stóran sjóhatt ég svlf af staö. Hjóla og hjóla og hringi bjöllu og beygi sitt á hvaö onl pollana alla pollana. Upp aö horni og niöur aö horni nær gangstlttin. Ekki lengra ég þori aö hjóla þvi þar endar heimurinn , sem ég lifi I sem mig dreymir I. Sveinbjörn I. Baldvinsson Texti: Berglind Ásgeirsdóttir Myndir: iens Alexanderson Gunnar Hrafnsson sér um raf- bassa og kontrabassa Kolbeinn Bjarnason ber sig hér eftir ostinum en Helgarblaöiö og viömælendur þess fengu sér snæöing á meöan á viötalinu stóö Sveinbjörn er höfundur alls ijóö- verksins Ragnheiöi Steindórsdóttur náö^ um viö aö mynda þó ekki næöist i hana fyrr en viötaiinu var lokiö Bókmenntakynningin: Vatn á myllu kölska eftir Ólaf Hauk Símonarson. Árni Bergmann - r skrifar um tvær nýútkomnar bækur: Ég um mig frá mér til min eftir Pétur Gunn- arsson og Sjömeist- arasöguna eftir Halldór Laxness. Ingólfur Margeirsson lýsir húsunum í Stykkishólmi í texta og teikningum. sunnudag Efni m.a. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndina Vetrar- börn Helgar- viðtalið er við Jónu Sigurjóns- dóttur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.