Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 3
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 B 3
Já, raunveruleikinn blasti viðhópnum, sem var að koma til
Indlands í fyrsta skipti. Ungur betl-
ari var löðrungaður
fyrir framan strák-
ana og settur í
skammakrókinn inni
í flughöfninni, þar
sem hann var stöðugt látinn taka
hnébeygjur og var enn að því þegar
rútan sem sótti landsliðshópinn rann
úr hlaði flughafnarinnar.
„Það er hreint ótrúlegt að vera
kominn hingað eftir erfitt ferðalag.
Það var búið að segja okkur fá því að
við myndum upplifa margt sem við
höfum ekki gert okkur grein fyrir að
við ættum eftir að upplifa. Við höfum
kynnst mörgu nýju hér á stuttum
tíma. Ég hef til dæmis aldrei upp-
lifað það að menn séu byrjaðir að
bera á sig varnir við moskítóflugum
þegar beðið er eftir farangri,“ sagði
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari Ís-
lands, sem segir að það sé hans
fyrsta mál hér í Indlandi að ná ferða-
þreytu úr sínum mönnum og koma
þeim á réttan kjöl. „Hópurinn mun
hvílast hér í Bombay. Við erum stað-
ráðnir í að rífa þreytuna strax úr
strákunum, það er stutt í fyrsta leik
– við mætum Úrúgvæmönnum á
fimmtudaginn.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að
þessi ferð er ein mesta ævintýraferð
sem íslenskur íþróttahópur hefur
farið í. Það eru margar hættur að
verjast, ekki aðeins á knattspyrnu-
vellinum heldur í öllu umhverfinu,
sem við eigum ekki að venjast. Við
þurfum að vara okkur á mataræði og
miklum hitum á vatnasvæði, sem
Cochin er,“ sagði Atli.
Atli sagði að hann og strákarnir
myndu renna blint í sjóinn í sam-
bandi við keppnina sjálfa. „Við mæt-
um mótherjum sem við vitum lítið
sem ekkert um, eins og landslið Ind-
lands og Indónesíu. Við vitum að
Úrúgvæmenn eru sterkir, enda eru
þeir taldir réttilega sigurstrangleg-
astir í riðlinum. Við sjáum hver
styrkleiki Indlands og Indónesíu er
á fimmtudaginn þegar við sjáum lið-
in leika strax eftir okkar leik við
Úrúgvæmenn. Ég geri mér grein
fyrir að vandamálin eru mörg. Strák-
arnir eru ekki í mikilli leikæfingu á
þessum tíma, en tækifærið er kær-
komið fyrir okkur. Margir leikmenn
mínir eru að taka sín fyrstu skref í ís-
lenska landsliðinu. Þetta eru þó allt
strákar sem hafa farið í gegnum góð-
an skóla – hafa leikið með unglinga-
landsliðum okkar.
Eins og ég sagði er þetta ævintýri
fyrir ungu strákana okkar – að koma
hingað á framandi slóðir, kynnast
nýjum siðum og lifnaðarháttum.
Þetta er mikill skóli fyrir strákana
og mig sjálfan. Það er frábært að fá
að taka þátt í þessu ævintýri. Við er-
um ákveðnir, eins og alltaf, að standa
okkur og verða landi og þjóð til
sóma. Ég vona að við berum höfuðið
hátt þegar við förum héðan, hvenær
sem það verður,“ sagði Atli Eðvalds-
son.
Morgunblaðið/Einar Falur
Atli Eðvaldsson landliðsþjálfari og Ásgeir Sigurvinson gægjast út um glugga rútunnar sem flutti knattspyrnulandsliðið gegnum fátækrahverfið við alþjóðlega flugvöll-
inn við Bombay og heim á hótel eftir rúmlega sólarhrings ferðalag. Bakvið þá er m.a. Böðvar Örn Sigurjónsson læknir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Undir morgunn í flugstöðinni í Dubai voru landsliðsmennirnir Sigurvin Ólafsson, Bjarni Þor-
steinsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Valur Fannar Gíslason orðnir æði þreyttir.
Raunveru-
leikinn
blasti við
ÞAÐ má með sanni segja að raunveruleikinn hafi blasað við ís-
lenska landsliðshópnum þegar flogið var inn yfir Bombay og að
flugvellinum þar. Leikmennirnir sem sátu við gluggann í þotu Em-
irates hrópuðu upp er flogið var yfir fátækrahverfin. „Þetta eru
kassar...“ mátti heyra einn strákinn segja og þegar landsliðshóp-
urinn kom út úr flughöfninni streymdu að betlarar.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
frá Indlandi
ÞAÐ voru slæptir leikmenn íslenska
landsliðsins sem komu til Indlands í
gærmorgun, eftir erfiða og þreyt-
andi ferð frá Íslandi, sem hófst á
sunnudagsmorguninn. Landsliðs-
hópurinn komst ekki á áfangastað,
Cochin, eins og vonast var eftir held-
ur var gist á hóteli við flugvöllinn í
Bombay. Þegar landsliðshópurinn
kom inn á hótelið um klukkan tvö
fyrirskipaði Atli Eðvaldsson lands-
liðsþjálfari leikmönnum sínum að
fara upp á herbergi sín og leggjast
til hvíldar. „Þið verðið ræstir klukk-
an fimmtán mínútur yfir fimm. Þá
fundum við og fáum okkur göngu-
ferð fyrir matinn. Ykkur verður síð-
an gefnar svefntöflur klukkan ell-
efu, sem er hálf sex að íslenskum
tíma. Við hittumst síðan hressir og
kátir í fyrramáli þegar haldið verð-
ur af stað á áfangastað,“ sagði Atli.
Eins og fyrr segir lagði landsliðs-
hópurinn af stað frá Íslandi á sunnu-
dagsmorguninn. Flogið var til
Frankfurt klukkan 7.35 og lent í
Þýskalandi á hádegi. Frá Frankfurt
var haldið til Dubai í Sameinuðu ar-
abísku furstadæmunum kl. 14.25.
Flogið var yfir Austurríki, Ung-
verjaland, Rúmeníu, Búlgaríu,
Tyrkland, Kýpur, Líbanon, Sýrland,
Jórdaníu, Sádi-Arabíu á gömlu Sátt-
arströndina og Sameinuðu arabísku
furstadæmin.
Komið var til Dubai kl. 23.45 að
staðartíma, en tímamismunur eru
fjórir tímar á Íslandi. Upphaflega
átti að halda frá Dubai klukkan fjög-
ur um nóttina til Bombay, en það var
ekki lagt af stað fyrr en klukkan
átta um morguninn og flogið til
Bombay – yfir Óman-flóann og Ar-
abíska hafið. Lent var í Bombey
klukkan 12.15, eða stundarfjórðungi
fyrir sjö að morgni að íslenskum
tíma, en tímamismunur á Indlandi
og Íslandi er fimm og hálfur tími.
Atli sendi strák-
ana strax í koju