Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 4
FIMLEIKAR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ruslan Ovtsinnikov var 17 áraþegar hann yfirgaf Eistland í ágúst 1994 og flutti til Íslands í fylgd með þjálfara sínum, Mati Kirmes, og fjölskyldu hans. Kirmes hafði verið ráðinn þjálfari hjá Gerplu í Kópa- vogi. Ruslan taldist til rússneska minnihlutans í Eistlandi, var án vegabréfs og sótti því íslenskan rík- isborgararétt fljótlega eftir komuna hingað til lands. Umsókn hans í árs- lok 1994 var hafnað en árið eftir var hún samþykkt og hann tók upp ís- lenskt nafn: Rúnar Alexandersson. „Eigum við ekki að tala saman á ensku?“ spurði Rúnar þegar hann hitti blaðamann Morgunblaðsins á dögunum. „Ég get alveg talað ís- lensku en ég er svo seinn og verð svo mikið að hugsa þegar ég tala ís- lensku að það er hætt við því að við verðum á spjalli í allan dag,“ sagði Rúnar sposkur á svip. Og enskan var samþykkt. Rúnar vildi hvorki þiggja vott né þurrt á meðan setið var og rabbað, en blaðamaður stóðst ekki mátið, fékk sér kaffi og jólaköku. „Árið 1992 var þjálfaranámskeið í Tallinn í Eistlandi og á það komu tveir Íslendingar, Heimir Gunnars- son og annar til sem ég man ekki lengur nafnið á. Í framhaldi af nám- skeiðinu var einum þjálfara frá Eist- landi boðið að koma til Íslands og síðan einum fimleikamanni. Þegar mér stóð til boða að koma lét ég slag standa þar sem þjálfarinn minn var þegar farinn til Íslands og fimleikar stóðu höllum fæti í Eistlandi,“ sagði Rúnar er hann rifjar upp ástæður þess að hann kom til Íslands. „Eftir að hafa verið á Íslandi um tíma var mér boðið að keppa fyrir Ís- lands hönd og um leið var athugað hvort ég gæti fengið íslenskan rík- isborgararétt. Þegar það virtist geta tekist sagði ég: já, takk.“ Var ekki erfitt að yfirgefa heimalandið? „Nei, það fannst mér ekki,“ segir Rúnar en vill að öðru leyti ekki mikið út á það gefa né viðurkenna að það hafi verið erfitt að kveðja fjölskylduna og standa á eigin fótum í ókunnu landi. Í Tallinn búa foreldrar Rúnars ennþá og einnig bróðir hans sem er þremur árum yngri. „Ég fer ein- stöku sinnum í heimsókn til þeirra í Tallinn og eins tala ég við þau í síma við og við.“ Móðir Rúnars er frá Hvíta-Rússlandi en faðir hans er rússneskur frá borginni Smolensk. Þar fæddist Rúnar 28. mars 1977. Þegar Rúnar var eins árs flutti fjöl- skyldan til Tallinn. Rúnar segist ekki fylgjast vel með framvindu þjóð- félagsins í Eistlandi. Hann hafi ekki lært eistnesku að neinu gagni og vin- ir hans og kunningjar í landinu séu allir afkomendur rússneska minni- hlutans. En þrátt fyrir að halda ekki miklum tengslum við landið segist hann geta hugsað sér að setjast að í Eistlandi í framtíðinni. „Ástandið í Eistlandi hefur skánað og hver veit nema ég setjist þar að þegar fram líða stundir.“ Líkar ekki veðrið Um komu sína til Íslands fyrir rúmum sex árum segir Rúnar; „Það var erfitt fyrst, en síðan jafnaði ég mig og fór að líka vel. Á þessum tíma langaði mig bara að komast að heima, standa á eigin fótum og halda áfram að þróast sem fimleika- maður.“ Rúnar segir að margt hafi komið sér spánskt fyrir sjónir á Íslandi. Auk þess hafi hann ekkert um landið vitað. „Tungumálið reyndist mér hvað erfiðast. Ég skildi ekki eitt orð í íslensku og auk þess skildi ég heldur ekki neitt í ensku og gat ekki mælt eitt orð. Þá líkaði mér lítt við veðrið og ég hef aldrei sætt mig við það. Fólk var hins vegar afar indælt við mig þannig að mér líkaði vistin vel.“ Kom aldrei til greina að yfirgefa Ísland og halda heim? „Nei, ég vildi stunda fimleika og það gat ég gert á Íslandi, en ekki í Eist- landi. Hefði ég farið heim má telja sennilegt að ég hefði mátt gefa fimleikana upp á bátinn. Fyrstu misserin fóru í æf- ingar og aftur æfingar og ég kynntist fáum utan þeirra sem voru að æfa eða starfa fyrir Gerplu í Kópavogi. Ég dvaldi hjá Heimi Gunnarssyni þjálfara. Þegar á leið fór ég meira út á meðal fólks og kynntist landinu, kom meðal annars að Gullfossi og Geysi svo eitthvað sé nefnt.“ Eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt öðlaðist Rúnar keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Þar fékk hann dýr- mæta reynslu og árangurinn var við- unandi. Er kallaður Ruslan Þegar Rúnar fékk íslenskan rík- isborgararétt tók hann upp nafnið Rúnar, af hverju Rúnar? „Nafnið skipti mig ekki meginmáli þar sem allir mínir vinir og kunningjar kalla mig eftir sem áður Ruslan. Þegar ég varð að taka upp íslenskt nafn bentu margir á að Rúnar væri líkt Ruslan svo ég tók það upp. Ég spáði ekki mikið í þetta og mér fannst það ekki hafa mikið að segja.“ Hefðir þú viljað halda þínu nafni? „Ég veit ekki, hef ekkert velt því fyrir mér. Þegar ég tók upp íslenska nafnið Rúnar hafði ég ekki skapað mér neitt sérstakt nafn í fimleikaheiminum svo það hafði ekkert að segja upp á ferilinn. Ef nafnbreytingin hefði eitthvað haft með ferilinn að gera þá hefði ég reynt að halda upphaflegu nafni.“ Rúnar ætlaði sér að vera í fremstu röð í sinni uppáhaldsgrein, æfingum á bogahesti, á Ólympíuleikunum í Sydney, en vopnin snerust svo sann- arlega í höndum hans þegar hver mistökin ráku önnur og hann varð á meðal þeirra sem ráku lestina. Gífurleg vonbrigði „Ég varð fyrir gífurlegum von- brigðum á Ólympíuleikunum. Ég féll í tvígang við æfingar mínar. Það er nokkuð sem ekki hafði gerst í meira en ár og ég átti síst von á að það myndi henda mig þegar mest á reyndi. Þarna var ég að gera æfingar sem ég hafði gert dag eftir dag í að minnsta kosti eitt ár. Allt hafði gengið vel en þegar á hólminn var komið gekk mér allt í mót,“ segir Rúnar þegar hann rifjar upp þátttöku sína á Ólympíuleikunum í Sydney sl. haust. „Það að þetta skyldi koma fyrir olli mér mikilli undrun og um leið ólýsanlegum vonbrigð- um. Margra ára vinna fór fyrir lítið. Markmið mitt fyrir leikana var að verða á meðal átta efstu í æfingum á bogahesti. Ég spennti ekki bogann um of því ég er á meðal þeirra átta bestu í heiminum í þessari grein. Frammistaða mín fram að leik- unum benti ekki til annars en að markmið mitt væri raun- hæft.“ Í Sydney sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið að líklega hefði hann ætlað sér um of, verið of spenntur. Nú þegar nokk- uð er um liðið frá leikunum og hann hefur fengið tækifæri til að velta frammistöðunni á leikunum fyrir sér segist hann ekki sjá aðra ástæðu fyr- ir hrakförum sínum en þá sem hann gaf strax að keppni lokinni. „Ég var bara of spenntur og kannski of ákaf- ur að gera mitt besta. Eftir að hafa velt öllu fyrir mér finn ég enga aðra skýringu á að allt fór í handaskolum. Í Sydney var ég í eins góðri æfingu og kostur var á, fann ekki fyrir nein- um meiðslum eða þreytu. Því til sönnunar má segja að mér hafi geng- ið eins vel og vænta mátti á í öðrum greinum í keppninni. Mér brást að- Morgunblaðið/Sverrir Rúnar Alexanderson og þjálfari hans, Mati Kirmes spá í spilin. Rúnar segir Kirmes vera besta þjálfara sem völ sé á. „Ég er Íslendingur“ Rúnar Alexandersson í gólfæfingum sínum á Ólympíuleikunum í Sydney. Rúnar Alexandersson segist vera að jafna sig eftir að allt gekk honum í mót í Sydney. Hann ætlar að sanna á HM í fimleikum á árinu að hann sé meðal þeirra bestu í heiminum á bogahesti. Rúnar var staddur í stuttu leyfi á Íslandi á dögunum og Ívar Benediktsson not- aði tækifærið og rabbaði við Rúnar um fortíðina jafnt sem framtíðina. Svíar vilja fá Rúnar Alexandersson til liðs við sig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.