Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 5
FIMLEIKAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 B 5
eins bogalistin á mínu uppáhalds-
áhaldi þegar mest á reyndi.“ Rúnar
segir að sér hafi liðið illa dagana eftir
keppnina í Sydney og hann hafi mik-
ið velt fyrir sér hvers vegna allt gekk
á afturfótunum. „Ég skildi ekki þá og
skil ekki enn hvers vegna ég féll
tvisvar sinnum af hestinum.“
Missti sjálfstraustið
Eftir leikana segist Rúnar hafa
misst sjálfstraustið um tíma og átt í
verulegum erfiðleikum með að ein-
beita sér í keppni og verið óstyrkur.
Hann hafi hins vegar ekki látið hug-
fallast heldur unnið sig út úr vand-
ræðunum. Nú vonast hann til þess að
hafa endurheimt fyrri sálarstyrk og
tekist að ýta frá sér að komast ekki í
gegnum æfingarnar án þess að falla
af hestinum, en sl. mánuðir hafi verið
afar erfiðir við að öðlast sjálfstraust
á nýjan leik.
Bestu árin framundan
Rúnar er 23 ára gamall og á kjör-
aldri sem fimleikamaður, en þeir ná
yfirleitt hvað bestum árangri á aldr-
inum 23 til 28 ára. Hann segir því
ekkert til fyrirstöðu að næstu fjögur
ár, fram yfir Ólympíuleikana í
Aþenu, geti verið sín bestu ár. „Ald-
urinn ætti ekki að vera mér fjötur
um fót á Ólympíuleikunum í Aþenu
árið 2004. Þrítugir fimleikamenn eru
jafnvel í fremstu röð, þannig að í
Sydney klúðraði ég ekki mínum eina
möguleika á að vera á meðal þeirra
bestu á Ólympíuleikum.
Árangur fimleikamanns ræðst
meira af hvernig hann er á sig kom-
inn en aldrinum. Ég er enn að bæta
við mig og lít því bjartsýnum augum
fram á næstu ár.“
Elti þjálfarann til Svíþjóðar
Rúnar hefur búið í Alvsbyn í N-
Svíþjóð undanfarið hálft þriðja ár, en
bærinn er 900 km norður af Stokk-
hólmi. Þangað flutti hann til þess að
geta notið áfram leiðsagnar Mati
Kirmes, þjálfara síns til margra ára.
Kirmes flutti til Svíþjóðar fyrir rúm-
um þremur árum eftir að hafa búið á
Íslandi og þjálfað hjá Gerplu um
nokkurra ára skeið. Fyrst eftir að
Kirmes flutti utan naut Rúnar leið-
sagnar hjá hvít-rússneskum þjálfara
sem tók við starfi Kirmes hjá Gerplu.
Rúnari líkaði lítt við eftirmann
Kirmes og ákvað að elta Kirmes til
Svíþjóðar.
„Öll aðstaða til fimleika er afar góð
í Alvsbyn, fullkomið fimleikahús. Þar
get ég æft mikið og vel og tekið fram-
förum.“ Ef þú hefðir ekki elt Kirmes
til Svíþjóðar, værir þú ennþá á Ís-
landi? „Alveg örugglega, en ég væri
ekki eins góður fimleikamaður og ég
er nú. Það er erfitt að æfa fimleika á
Íslandi ef menn ætla sér að vera á
meðal þeirra bestu í heiminum. Að-
staðan er því miður ekki nógu góð.
Einnig tel ég að Kirmes sé rétti
þjálfarinn fyrir mig. Við þekkjumst
vel og ég treysti honum algjörlega til
þess að gera mig enn betri.“
Fæðing sonarins
Í Svíþjóð kynntist Rúnar sænskri
stúlku, Helenu Gäls, en hún er ári
yngri en Rúnar. Þau hafa nú stofnað
heimili og á meðan Rúnar var í Sydn-
ey, nánar tiltekið 24. september,
eignuðust þau son sem nú hefur ver-
ið skírður Victor. „Helena er ekki í
fimleikum, hún er bara ósköp venju-
leg stúlka,“ segir Rúnar um sína
heittelskuðu.
Rúnar telur ekki að væntanleg
fæðing sonarins hafi truflað einbeit-
ingu sína á Ólympíuleikunum. „Fyrir
keppnina hugsaði ég ekki mikið
heim, en strax að henni lokinni lang-
aði mig að yfirgefa Sydney og kom-
ast til Helenu sem átti von á sér þá
og þegar. Ég komst hins vegar ekki
heim fyrr en tveimur dögum eftir að
drengurinn kom í heiminn.“ Með
bros á vör viðurkennir Rúnar að þau
hjónaleysin hefðu mátt velja sér ann-
an tíma til að eignast barn en á
miðjum Ólympíuleikum. „Tímasetn-
ingin hefði getað verið betri, en
svona var þetta nú,“ segir Rúnar og
loks brosir þessi alvarlegi ungi mað-
ur og bætir við að hann sé afar ham-
ingjusamur og ánægður með kær-
ustuna og drenginn sem sé afar
hraustur.
Harður heimur
Rúnar byrjaði að æfa fimleika 5
ára. Þá var Eistland hluti af Sovét-
ríkjunum. Faðir hans fór með hann á
æfingu hjá fimleikafélagi í Tallinn
eftir að hafa séð auglýsingu í dag-
blaði. „Það var mjög stutt frá heimili
mínu á æfingar. Ég var afar heppinn
að komast að því að það þurfti að
þreyta inntökupróf. Ég stóðst það og
gat þar með mætt á æfingar.“ Þá tók
við afar harður og grimmur fimleika-
skóli að rússneskri fyrirmynd þar
sem ekkert var gefið eftir.
„Úff, já,“ segir Rúnar. „Þetta var á
tíðum alveg ólýsanlega erfitt. Það
var gríðarlega mikið lagt á börn til
þess að ná árangri, því án hans voru
styrkir ríkisins minni til fimleika-
félagsins. Fyrstu eitt til tvö árin voru
róleg með leikjum, en síðan fóru
kröfurnar að aukast. Þjálfararnir
lögðu meira og meira á þá sem æfðu.
Af þessu leiddi að það voru gerðar
gríðarlegar kröfur til okkar, bæði á
æfingum og í keppni. Mikil áhersla
var lögð á kraftþjálfun, án hennar
næst enginn árangur. Við krakkarn-
ir fengum svo sannarlega að ganga í
gegnum erfiða tíma með blóði, svita
og tárum.“ Þjálfararnir voru afar
grimmir við æfingarnar, jafnvel þótt
þeir væru með börn í höndunum?
„Já, þeir voru svo sannarlega ekkert
að gefa eftir þótt þeir væru að þjálfa
börn. Ef maður slakaði eitthvað á þá
komu þjálfararnir heim og töluðu við
foreldrarna. Fengu þá í lið með sér
við að halda börnunum við efnið.“
Þetta hefur því verið mjög erfitt?
„Þetta voru svo sannarlega erfiðir
tímar og mig langaði margoft til þess
að hætta, en ekkert varð úr því.
Þjálfarinn kom þá í heimsókn, talaði
við mann og foreldrana. Daginn eftir
var maður mættur á æfingu.“ Mynd-
ir þú láta son þinn ganga í gegnum
sama skóla og þú gekkst í gegnum
sem barn ef hann langar til þess að
æfa fimleika? „Aldrei,“ segir Rúnar
af miklum þunga. „Ekki undir
nokkrum kringumstæðum myndi ég
vilja leggja það á son minn sem ég
gekk í gegnum sem barn og ungling-
ur í fimleikum. Aldrei. Það var ein-
faldlega alltof erfitt. Og í raun vil ég
ekki óska neinum að kynnast þeirri
hörku sem ég kynntist.
Á hitt ber þó að líta að nú eru aðrir
tímar og langi hann að æfa fimleika
þegar fram líða stundir eru æfingar
og hugsunarháttur í kringum þær
með allt öðru sniði en nú er,“ segir
Rúnar.
Hertar kröfur
Eftir að heim var komið frá Ól-
ympíuleikunum tók Rúnar upp þráð-
inn á nýjan leik við æfingar. „Ég tók
ekkert frí, heldur hellti mér út í æf-
ingar, enda veitti ekki af að ná sjálfs-
trausti á nýjan leik. Auk þess er ver-
ið að breyta reglunum í fimleikunum
og ég verð að kynnast þeim til þess
að vera gjaldgengur á næstu mótum.
Það þýðir ekkert að slá slöku við.“
Rúnar segir reglubreytingarnar
vera allnokkrar en áhorfendur verði
ekki mikið varir við þær. Eftir hverja
Ólympíuleika er reglum breytt og
kröfurnar hertar þannig að það þarf
að gera erfiðari æfingar en áður til
þess að fá góðar einkunnir. Nú æfir
Rúnar fimm tíma á dag, sex daga
vikunnar. „Ég tek alltaf frí frá æf-
ingum á laugardögum.
Mestur tíminn á hverri æfingu fer
í æfingar á áhöldum og síðan eru allt-
af einhverjar lyftingaæfingar með.
Megináherslan er hins vegar á
tæknilegu hliðina og þá er um að
gera að æfa sem mest á áhöldum og
geta lokið æfingum óhappalaust.“
Lífið að ferlinum loknum
Rúnar viðurkennir að fimleikar
gefi ekki mikið í aðra hönd, verð-
launafé sé lítið sem ekkert á mótum,
en hann hafi notið styrkja frá Af-
rekssjóði ÍSÍ og Gerplu svo einhverj-
ir séu nefndir. Hann hafi sniðið sér
stakk eftir vexti og ætli sér að halda
áfram að æfa eins vel og kostur er á.
„Mig langar að stunda fimleika, ef
ekki þá verð ég að stunda vinnu og
þá er úti um fimleikaiðkun mína, það
er á hreinu.“ Rúnar hefur ekkert
verið í skóla síðan skyldunámi lauk
og enn sem komið er hefur hann ekki
í hyggju að setjast á skólabekk. „Það
fer ekki vel saman að vera í námi og
æfa og keppa eins mikið og ég geri.“
Það er líf eftir fimleikana, ekki satt?
„Rétt er það og áður en ferlinum lýk-
ur verð ég að leiða hugann að fram-
tíðinni og afla mér einhverrar
menntunar, það er alveg ljóst.“
Langar ekki að verða Svíi
Heyrst hefur af því að sænska fim-
leikasambandið hafi sýnt Rúnari
áhuga og viljað greiða götu hans
fjárhagslega gerist hann sænskur
ríkisborgari og keppi fyrir Svíþjóð.
Rúnar vill lítið gera úr því, segist
hafa heyrt af áhuga Svía, en hann sé
ekki lengur fyrir hendi. „Þeir höfðu
áhuga á mér fyrir Ólympíuleikana í
Svíþjóð, en ég veit ekki hversu mikil
alvara var á ferðum, að minnsta kosti
var aldrei haft beint samband við
mig.“ Rúnar segist ekki hafa mikinn
áhuga á að keppa fyrir Svía, auk þess
sem hann telji að þeir hafi ekki úr
miklum peningum að spila.
„Mig langar ekki að verða Svíi og
keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Ég er
Íslendingur og hef ekki í hyggju að
breyta því.“ Framtíðardraumar
Rúnars eru ekki skýrir, að minnsta
kosti vill hann sem minnst segja um
þá. Kemur til greina að þjálfa? „Ef til
vill einhverntímann í framtíðinni, en
það er ekki auðvelt að vera fimleika-
þjálfari á Íslandi og ég sé mig ein-
hvernveginn ekki í því hlutverki.“
Er ekki á leiðinni heim
Getur svo farið að þú flytjir ekki til
Íslands þegar ferlinum lýkur? „Ég
reikna alveg eins með því að búa á Ís-
landi þegar fram líða stundir. Þótt
konan mín sé sænsk er það ekkert
sem koma á í veg fyrir að við flytjum
einn góðan veðurdag til Íslands. En
eins og mál standa nú er ég ekki á
leiðinni heim. Aðstaðan til æfinga er
einfaldlega betri þar sem ég bý núna.
Ég hef hins vegar ekki útilokað Ís-
land um aldur og ævi, langt í frá. Um
framtíðina er hins vegar aldrei hægt
að spá.“
HM í fimleikum
framundan
Stærsta mótið hjá Rúnari á þessu
ári er þátttaka í heimsmeistara-
mótinu sem fram fer í Gent í Belgíu í
lok október og byrjun nóvember,
auk keppni á sex eða sjö heimsbik-
armótum, að ógleymdu Íslands-
mótinu í apríl.
„Ég er staðráðinn í að gera mitt
besta og sýna að ég er betri á boga-
hestinum en sýndi sig á Ólympíuleik-
unum. Ég er einn af átta bestu fim-
leikamönnum heims á bogahesti og
ég vil sanna það á HM.“ Af hverju er
bogahesturinn þér svo kær? „Hæfi-
leikar mínir sem fimleikamanns
henta vel til æfinga á bogahesti. Ég
er t.d. ekki góður í stökkum eða gólf-
æfingum, eins og kunningi minn,
Igor Vikhrov frá Lettlandi, ólymp-
íumeistari í gólfæfingum. Hann get-
ur ekkert á bogahesti. Ég hef alltaf
verið góður á bogahesti, hef haft
góða tilfinningu fyrir áhaldinu. Það
þarf að gera sömu æfingarnar aftur
og aftur og fínstilla þannig alla
tækni.“ Hvað þarf til þess að ná ár-
angri á bogahesti? „Fyrst og fremst
að hafa góða tækni, hafa tilfinningu
fyrir henni,“ segir Rúnar sem neitar
því að það sé erfitt að vera góður á
bogahesti.“ Þannig að hinar erfiðu
grunntækniæfingar sem þú gekkst í
gegnum sem barn og unglingur eru
grunnur að bogahestinum? „Já, rétt
er það. Hinn harði skóli sem ég var í
sem barn og unglingur veitti mér
ákveðinn grunn sem ég lifi á í dag.“
Rúnar setur kalk á tvíslána fyrir æfingarnar í Sydney.
Þetta var á tíðum alveg
ólýsanlega erfitt. Það var
gríðarlega mikið lagt á börn.