Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Guðfinnur Kristmannsson, Eyja-peyi og nýliði í liðinu, kom inn í
vörnina um miðjan fyrri hálfleik og
stóð í ströngu allt til
leiksloka. „Við náð-
um að rífa okkur upp
og sýna betri leik
heldur en í gær. Við
vissum það náttúrlega að sóknar-
leikurinn yrði ryðgaður. Liðið er að
hittast aftur en þetta er allt að koma,
þetta small núna. Vonandi heldur
það áfram. Við þurfum að spila bet-
ur, þetta er bara fyrsti áfangi.“
Stígandi í leiknum
Björgvin Þór Björgvinsson,
Framari og fyrrverandi leikmaður
KA, var vinsæll meðal áhorfenda og
tók við heillaóskum og áritaði blaða-
snepla lengi eftir leikinn. Hann átti
mjög góðan leik og fann sig greini-
lega vel á fornum slóðum. „Það er
alltaf mjög gaman að spila hérna í
KA-heimilinu, sérstaklega þegar
maður er á heimavelli. Það var frá-
bært að vinna þennan leik. Frakk-
arnir eru með afbragðslið en við er-
um í rauninni á byrjunarreit þannig
að þetta var mjög jákvætt. Vonandi
náum við svo að vinna þá aftur á
þriðjudaginn. Það er stígandi í lið-
inu, á því leikur enginn vafi.“
Naut þess að spila
Róbert Julian Duranona var þó
vinsælastur allra en hann náði þó
ekki að skora en fiskaði þrjú víti.
Hann fór meiddur af velli snemma í
síðari hálfleik en var glaðbeittur í
leikslok eins og ávallt: „Það er mjög
gaman að vera kominn aftur til Ak-
ureyrar. Hér á ég marga vini og ég
naut þess svo sannarlega þegar ég
spilaði hér. Ég er mjög ánægður
með að hafa lagt Frakkana sem eru
með eitt sterkasta landslið heims.
Við spiluðum illa í fyrsta leiknum en
baráttan var mun meiri í kvöld.
Þetta var toppurinn.“
ÞORBJÖRN Jensson var
ánægður en ótrúlega rólegur
í leikslok. Aðspurður hvort
KA-heimilið væri besta húsið
til að spila í svaraði hann:
„Það er alveg greinilegt því
að við unnum allavega
Frakkana. Undirbúningurinn
fyrir HM heldur áfram og
auðvitað er alltaf kærkomið
að vinna.
Við lögðum náttúrlega
áherslu á sigur eins og
reyndar alltaf. Þetta tókst
ágætlega en við hefðum ekki
þurft að hafa þetta svona
naumt í restina en það ein-
hvern veginn þróaðist þann-
ig. Ég er mjög ánægður með
það að við skyldum þó skora
úrslitamarkið á síðustu sek-
úndunni.“ Um það hvort
hann hefði verið að fara á
taugum sagði hann einfald-
lega: „Nei, nei, það þarf
meira til en þetta.“
Frakkar skoruðu tvö fyrstu mörk-in í leiknum en Patrekur Jó-
hannesson minnkaði muninn eftir
4,26 mínútur. Þá kom afleitur kafli
hjá Íslandi. Patrek-
ur var með allt á
hornum sér og lét
reka sig út af í sókn.
Frakkar komust í
5:1 eftir 7,20 mín. og ekkert gekk hjá
Íslandi. Róbert Duranona skaut í
stöng úr vítaskoti, Róbert Sighvats-
son náði frákastinu en Gaudin varði
frá honum af línunni. Skömmu síðar
skaut Einar Örn Jónsson í þverslá
úr hraðaupphlaupi. Eftir 13 mínútna
leik skoraði Ólafur Stefánsson loks
annað mark Íslands. Gaudin varði
frá honum vítaskot en Ólafur fékk
boltann aftur og skoraði af línunni.
Leikurinn jafnaðist nokkuð, stað-
an var 4:6 um miðjan hálfleikinn en
Aron Kristjánsson og Björgvin
Björgvinsson fuku út af á 17. og 19.
mínútu og munurinn varð aftur fjög-
ur mörk, 5:9. Íslendingar hertu sig
seinni hluta hálfleiksins og jöfnuðu í
10:10 en staðan í leikhéi var 11:12.
Birkir Ívar Guðmundsson stóð í
markinu í fyrri hálfleik og varði 5
skot. Björgvin var í vinstra horninu,
Duranona kom inn á eftir að Patrek-
ur var rekinn af velli á 7. mín. og lék
áfram út hálfleikinn sem skytta
vinstra megin og einnig í vörn, Dag-
ur var leikstjórnandi, Ólafur hægra
megin, Einar Örn í hægra horninu
og Róbert á línunni. Sóknin gekk vel
á hægri væng hjá Ólafi og Einari
sem skoruðu 7 af 11 mörkum liðsins,
Dagur var lítið ógnandi, Duranona
slakur, Björgvin stóð fyrir sínu en
Róbert fékk lítið af sendingum inn á
línuna. Vörnin var 5-1 og voru
nokkrar tilfæringar í henni. Dagur,
Róbert og Aron fengu allir að
spreyta sig í „indíánahlutverkinu“
og Guðfinnur Kristmannsson kom
nokkuð við sögu í vörninni.
Í seinni hálfleik fóru hlutirnir að
ganga betur hjá Íslendingum. Guð-
mundur Hrafnkelsson varði mjög
vel, sérstaklega í seinni hlutanum.
Sóknin varð beittari eftir að Patrek-
ur leysti Duranona af, Ólafur sýndi
hvað í honum býr og þá small vörnin
saman á köflum. Aron og Róbert
skiptu með sér indíánahlutverkinu.
Þetta gerði það að verkum, samhliða
tilraunastarfsemi Frakka, að Íslend-
ingar komust yfir í 16:14 og síðan
18:15 á 11. mín. seinni hálfleiks.
Frakkar jöfnuðu í 19:19 en Íslend-
ingar virtust í góðum málum í stöð-
unni 22:20 með Ólaf á vítalínunni og
aðeins 5 mínútur eftir. En vopnin
snerust í höndum Íslendinga, víta-
skotið var varið, Guðfinnur rekinn út
af skömmu síðar og Frakkar skor-
uðu 3 mörk í röð og breyttu stöðunni
í 22:23 eftir 28,30 mín. Nú voru góð
ráð dýr. Hinn yfirvegaði nýliði Einar
Örn jafnaði þegar mínúta var eftir,
Frakkar misstu boltann í næstu
sókn og eftir æsilegar lokasekúndur
klíndi Dagur knettinum upp í skeyt-
in á síðustu sekúndunni.
Ólafur Stefánsson lék mjög vel í
þessum leik og var allt annað að sjá
til hans en á laugardaginn. Hann
skoraði 7 mörk, átti fjölda stoðsend-
inga, allmörg sláarskot og fiskaði
víti. Einar Örn var góður og gerði 4
mörk og þótt nýtingin væri ekki
100% eins og í fyrsta leiknum var
hún eðlileg og hann virðist ætla að
tryggja sér þessa stöðu. Guðmundur
varði oft stórvel í seinni hálfleik,
Birkir þokkalega í þeim fyrri. Björg-
vin stóð sig vel í vörn og sókn. Ró-
bert var sterkur í seinni hálfleik.
Hann og Aron voru báðir duglegir í
vörninni. Guðfinnur var sterkur í
varnarleiknum. Patrekur var sterk-
ur en stundum bráður, bæði í skapi
og skotum. Dagur hresstist er á leið.
Duranona komst ekki vel frá leikn-
um. Valgarð Thoroddsen, Guðjón
Valur Sigurðsson, Heiðmar Felixson
og Róbert Gunnarsson komu ekki
við sögu. Það má mikið vera ef línur
hafa ekki skýrst nokkuð í sambandi
við byrjunarlið Íslands eftir þennan
leik.
Frakkar leyfðu nánast öllum leik-
mönnum að spreyta sig. Markverð-
irnir stóðu sig bærilega og 10 leik-
menn skiptu mörkunum með sér.
Leikur liðsins byggist mikið á stór-
skyttunum enda skoruðu Frakkar
11 mörk utan af velli. Jéróme Fern-
andez og Joél Abati voru marka-
hæstir með 4 mörk hvor.
Batamerki á
íslenska liðinu
ÍSLENSKA handknattleiks-
landsliðið vann fyrrverandi
heimsmeistara Frakka í öðrum
vináttulandsleik liðanna í KA-
heimilinu á Akureyri síðastlið-
inn sunnudag. Lokatölur urðu
24:23 og skoraði Dagur Sig-
urðsson sigurmarkið sekúndu
fyrir leikslok. Íslendingar byrj-
uðu afleitlega en sóttu í sig
veðrið er á leið, dyggilega
studdir af áhorfendum sem
troðfylltu KA-heimilið alveg upp
í rjáfur. Fullyrða má að lætin í
húsinu hafi slegið Frakkana út
af laginu og blásið strákunum
okkar baráttuanda í brjóst en
vissulega mátti sjá mörg bata-
merki á leik liðsins.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
Morgunblaðið/Kristján
Einar Örn Jónsson skorar eitt af fjórum mörkum gegn Frökkum á Akureyri. Einar Örn lék vel í báðum leikjunum um helgina.
Alltaf kær-
komið
að vinna
Einar
Sigtryggsson
skrifar
Þetta er
fyrsti áfangi
!! !
"
#"$