Morgunblaðið - 09.01.2001, Side 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 B 7
Það var töluverður munur á leikliðsins í leiknum á Akureyri og
í fyrsta leiknum í Hafnarfirði. Fyrri
leikurinn var slakur
af okkar hálfu.Við
renndum auðvitað
svolítið blint í sjóinn
í þeim leik enda
menn að leika saman í fyrsta sinn í
langan tíma. Leikurinn var mun
betri fyrir norðan en þó svo að hann
hafi unnist voru kaflar í honum sem
voru alls ekki nógu góðir og því
þurfum við að vinna bug á. Við erum
meðvitaðir um að það er margt sem
við þurfum að laga. Við höfum ein-
sett okkur að taka eitt skref í einu
og bæta það sem okkur þykir vera
miður,“ sagði Þorbjörn í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hvað finnst þér vera helst vera að
í sóknarleiknum í þessum leikjum?
„Menn þurfa að ná betur saman.
Það var stirðleiki í sóknarleiknum á
köflum og það er kannski eðlilegt
þar sem menn hafa ekki spilað sam-
an í nokkuð langan tíma. Upprifjum
þarf að eiga sér stað því menn spila
oft öðruvísi með sínum félagsliðum
en landsliðinu. Patrekur, Ólafur og
Dagur koma til með að leika stórt
hlutverk í sóknarleiknum. Þeir
virka allir í góðu formi og þó svo að
Patti og Óli hafi ekki alveg fundið
sig í fyrri leiknum þá held ég að þeir
eigi eftir að standa sig.“
Þú hefur ekki ætlað þér að prófa
aðra menn en Dag í leikstjórnanda-
stöðunni í þessum leikjum?
„Ragnar Óskarsson og Aron
Kristjánsson geta báðir leyst þessa
stöðu. Ragnar er nýbyrjaður eftir
meiðslin svo ég veit ekki alveg hvar
hann stendur. Mér finnst Dagur
hafa staðið sig vel en það getur vel
verið að Ragnar eða Aron fái að
spreyta sig í þessari stöðu.“
Þorbjörn valdi 21 leikmann í æf-
ingahópinn en í leikjunum gegn
Frökkum voru það fjórir leikmenn
sem ekkert komu við sögu. Það
voru:
Erlingur Richardsson, Ragnar
Óskarsson, Gunnar Berg Viktors-
son og Þórir Ólafsson. Þorbjörn
segist eftir að meta það á æfingum
fyrir síðasta leikinn gegn Frökkum í
kvöld hvort hann notar einhverja af
þessum leikmönnum en endanlegur
hópur sem fer á HM verður ekki
valinn alveg strax.
Vill sjá betri
markvörslu
Hvað um varnarleikinn og mark-
vörsluna í þessum leikjum gegn
Frökkum?
„Varnarleikurinn var miklu betri í
síðari leiknum. Það sem aðallega
háði okkur í vörninni á laugardaginn
var æfingaleysi. Menn náðu ekki
saman og Frakkarnir fengu að
skora mikið af auðveldum mörkum
fyrir utan. Við fórum vel yfir þetta
atriði eftir leikinn og menn vissu
meira hvernig þeir áttu að vinna
saman. Við höfum verið að spila 5:1
vörn í þessum leikjum. Í leiknum á
Akureyri gerði ég þá breytingu að
láta Guðfinn Kristmannsson spila
miðjuna aftur og Aron kom í senter-
stöðuna. Þetta var meira gert til að
fá fleiri menn til að geta spilað í
þessum lykilstöðum í vörninni og
mér fannst vörnin koma ágætlega út
á köflum og hún vann betur saman
en í Hafnarfirði. Ég vil sjá mark-
vörsluna betri heldur en ég hef séð í
þessum leikjum og samvinnan milli
markvarðanna og varnarinnar þarf
að vera miklu meiri. Ég er sann-
færður að við getum bætt okkur á
þessum sviðum. Það sem okkur
skortir fyrst og fremst er samæfing
og þess vegna þurfum við að halda
áfram ótrauðir og koma liðinu í sem
best lag áður en við höldum til
Frakklands.“
„Ég á von á hörkuskemmtilegum
leik gegn Frökkum í Höllinni. Við
höfum sett þetta upp sem úrslitaleik
og það er mikilvægt að ná góðum
leik og sigra til að efla sjálfstraustið
í liðinu. Ég vonast eftir góðum
stuðningi og ég vil sjá að Reykvík-
ingar séu engir eftirbátar norðan-
manna sem studdu okkur frábær-
lega,“ sagði Þorbjörn.
Morgunblaðið/Kristján
Dagur Sigurðsson fyrirliði tryggði íslenska liðinu sigur á Frökkum á síðastu sekúndu leiksins á Akureyri á sunnudaginn. Dagur og
félagar glíma við Frakka þriðja sinni í Laugardalshöll í kvöld.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
senda þrjá íslenska kepp-
endur á heimsmeistaramótið í
alpagreinum skíðaíþrótta sem
fram fer í St. Anton í Aust-
urríki. Mótið hefst 28. janúar
og stendur fram til 10. febr-
úar.
Þau sem valin hafa verið til
keppni fyrir hönd Íslands eru
Björgvin Björgvinsson frá
Dalvík, Dagný Linda Krist-
jánsdóttir frá Akureyri og Jó-
hann Friðrik Haraldsson úr
KR, en þau eru öll í Evrópu-
bikarliði Íslands í alpagrein-
um. Björgvin og Jóhann
keppa báðir í svigi og stór-
svigi á mótinu en Dagný
keppir í stórsvigi og risasvigi.
Í haust voru gerðir samn-
ingar við önnur skíða-
sambönd sem gert hefur
skíðafólkinu kleift að æfa með
þeirra liðum. Undirritaður
var samningur við sænska
skíðasambandið vegna Björg-
vins og hefur Björgvin verið
erlendis við æfingar með sví-
um síðan í september. Jóhann
Friðrik hefur æft með Evr-
ópubikarliði breska skíða-
sambandsins frá því í sept-
ember og Dagný Linda hefur
æft með ástralska liðinu, en
áður var hún við æfingar í
Noregi.
Eins og áður hefur komið
fram er Kristinn Björnsson
frá vegna meiðsla, en hann
undirbýr sig nú af fullum
krafti fyrir næsta keppn-
istímabil.
Þrjú á HM
á skíðumÞað er mikið verk
fyrir höndum
ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að
mikið verk sé fyrir höndum að koma íslenska landsliðinu í rétt
stand fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Frakklandi eftir hálfan
mánuð. Íslendingar léku um helgina sína fyrstu landsleiki í sjö mán-
uði þegar þeir öttu kappi við Frakka og segir landsliðsþjálfarinn að
ýmislegt þurfi að slípa á þeim tveimur vikum sem eru fram að HM.
Þriðji og síðasti leikur Íslendinga og Frakka verður í Laugardalshöll
í kvöld og vonar Þorbjörn að höfuborgarbúar mæti og styðji jafn vel
við bakið á strákunum og Akureyringar gerðu á sunnudag.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar