Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 9
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 B 9
að var mislétt yfir leikmönnum ís-
nska landsliðsins þegar þeir fylgd-
st með fyrsta leiknum frá hliðarlín-
nni, f.v. Óskar Jón Helgason
kraþjálfari, Davíð Björn Sigurðsson
ðsstjóri, Boris Abkashev aðstoðar-
lfari, Sebastían Alexandersson,
bert Gunnarsson, Valgarð Thorodd-
en, Heiðar Felixson, Julian Dura-
ona, Gústaf Bjarnason, Guðfinnur
ristmannsson, Róbert Sighvatsson
g Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari.
TÉKKAR, mótherjar Íslendinga á
heimsmeistaramótinu í Frakklandi, töp-
uðu öllum leikjum sínum á alþjóðlegu
móti sem lauk í Þýskalandi á sunnudag-
inn. Þeir biðu þá lægri hlut fyrir B-liði
Þjóðverja, 26:25, en höfðu áður stein-
legið fyrir Dönum, 24:15, og gegn A-liði
Þjóðverja, 29:23. Jan Filip, félagi Guð-
mundar Hrafnkelssonar hjá Nordhorn í
Þýskalandi, var atkvæðamesti leik-
maður Tékka á mótinu og skoraði t.d. 10
mörk í leiknum við A-lið Þjóðverja. Dav-
id Juricek var markahæstur gegn B-
liðinu með 6 mörk.
Þjóðverjar sigruðu Dani í úrslitaleik
mótsins á sunnudaginn, 26:21. Jan-Olaf
Immel skoraði mest fyrir Þjóðverja, 7
mörk, en Christian Hjermind skoraði 5
mörk fyrir Dani. Það var þó Chrischa
Hannawald, markvörður frá Essen, sem
gerði útslagið fyrir Þjóðverja með góðri
markvörslu.
Tékkar
töpuðu
öllum
leikjunum
Ég var mjög ánægður með minnleik og okkar leik fyrstu 40 mín-
úturnar. En því miður datt botninn
gjörsamlega úr leik okkar í síðari
hálfleik. Það gengur ekki gegn jafn-
sterku liði og Frökkum,“ sagði Einar
Örn Jónsson í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við hittumst fyrst allur hópurinn
degi fyrir leikinn og það er svo sem
eðlilegt að menn séu eitthvað ryðg-
aðir saman. Þessir leikir gegn Frökk-
um eru til þess að slípa liðið saman og
ég hef fulla trú að þetta komi hægt og
bítandi. Það var mjög gaman að spila
fyrsta landsleikinn hér á Ásvöllum.
Ég hef fundið mig vel í þessu húsi og
það var gaman að sjá allt þetta fólk
sem mætti. Því miður náðum við ekki
betri leik en ég lofa því að þetta fari
upp á við,“ sagði Einar Örn.
Margt sem þarf að laga
Guðmundur Guðmundsson, marg-
reyndur landsliðsmaður á árum áður
og þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins
Dormagen, var einn þeirra sem
fylgdust með leik Íslands og Frakk-
lands á Ásvöllum. Morgunblaðið hitti
hann að máli eftir leikinn og spurði
hann álits á leik íslenska liðsins.
„Það er erfitt að meta liðið eftir
þennan leik. Það er að prófa ýmislegt
en ég verð að segja að þetta var ekki
nógu gott. Seinni hálfleikurinn var
slakur af hálfu íslenska liðsins. Mér
fannst ánægjulegt að sjá til Einars
Arnar Jónssonar. Hann stóð sig vel
og Sebastian kom sterkur upp í
markinu þegar líða fór á seinni hálf-
leikinn. Það er auðvitað margt sem
þarf að laga en ég vil gefa þessu svo-
lítinn tíma áður en ég segir meira.“
Það hlýtur að vera áhyggjuefni að
liðið gerir aðeins eitt mark með lang-
skoti?
„Já, það er hægt að taka undir það,
að minnsta kosti í þessum leik. Það er
spurning hversu langt menn eru
komnir í undirbúningnum. Ég sá já-
kvæða hluti í sókninni en aðrir voru
alls ekki nógu góðir og þá sérstak-
lega í síðari hálfleik. Patrekur og
Ólafur skiluðu ekki því sem þeir
verða að gera og mér fannst einkenn-
andi hversu mikil deyfð var í liðinu.
Þetta sló mig töluvert miðað við að
þetta var fyrsti leikurinn í langan
tíma og margt fólk mætt til að horfa
á,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
Mikil deyfð í liðinu
Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrver-
andi landsliðsþjálfari, var ekki sáttur
við leik íslenska liðsins frekar en
margir aðrir sem fylgdust með leikn-
um.
„Mér fannst einkennandi fyrir leik
íslenska liðsins hversu mikil deyfð
var í strákunum og það var ekki ann-
að að sjá en leikmenn virtust halda að
þeir væru á æfingu. Ég reiknaði með
að strákarnir hefðu gaman af þessu
en svo virtist ekki vera. Ég hélt að
strákarnir, sem hafa verið að spila
svo vel í Þýskalandi eins og Patrekur
og Ólafur, kæmu í þennan leik til að
sýna fólki hvað í þeim býr og að þeir
myndu smita út frá sér,“ sagði Þor-
bergur við Morgunblaðið eftir leik-
inn.
Værir þú áhyggjufullur fyrir
heimsmeistaramótið ef þú værir
landsliðsþjálfari?
„Ég myndi hafa talsverðar áhyggj-
ur af varnarleiknum. Hitt veit ég að
við getum klárað. Í dag er vörnin að
mínu mati mikið spurningarmerki.
Liðið nær alls ekki að spila 5-1 vörn-
ina. Leikmennirnir ná illa saman og
Frakkarnir skoruðu alltof fljótt og
auðveldlega. Við gerum ekki nema
eitt marki fyrir utan og þegar svo er
getum við ekki búist við sigri. Menn
töluðu um að óvissa væri með hægra
hornið en Einar Örn sýndi að hann
getur spilað þessa stöðu og frammi-
staða hans var ljósasti punkturinn í
leiknum.“
Hvernig nýta menn svona leiki?
„Menn verða að rannsaka sjálfan
sig og fara í naflaskoðun. Ólafur og
Patrekur voru til að mynda ekki að
gera neitt í þessum leik. Spurningin
er hvað veldur því. Eru þeir búnir að
æfa of mikið síðan þeir komu heim
eða er þetta partur af áhugaleysi.
Það er ekki langur tími til stefnu og
menn verða að taka sig taki ef ekki á
illa að fara,“ sagði Þorbergur.
Mjög ánægður
með minn leik
EINAR Örn Jónsson átti mjög góðan leik gegn Frökkum í fyrsta
landsleik þjóðanna að Ásvöllum á laugardaginn. Einar, sem hefur
leikið svo vel með Haukunum í vetur, nýtti tækifærið vel og fór
örugglega langt með að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu fyrir HM.
EINAR Örn Jónsson skoraði
fyrsta mark íslenska landsliðsins að
Ásvöllum og það fór því vel að
Haukamaður gerði það en þetta var
fyrsti leikur Íslendinga í þessu
glæsilega húsi Haukanna.
EINAR ÖRN, sem hefur farið mik-
inn í liði Hauka á tímabilinu, getur
ekki verið annað en sáttur við
frammistöðu sína í leikjunum tveim-
ur gegn Frökkum en þetta voru hans
fyrstu landsleikir. Einar skoraði 5
mörk í leiknum að Ásvöllum og fisk-
aði tvö vítaköst og skoraði 4 mörk í
KA-húsinu. Sannarlega góð byrjun
hjá Einari sem örugglega hefur
tryggt sér stöðuna í hægra horninu.
ROBERTAS Pauzuolis, leikmaður
Selfyssinga, var markahæstur með 7
mörk þegar Litháen burstaði Sviss,
26:16, í undankeppni EM í hand-
knattleik í Kaunas á laugardaginn.
Sviss vann fyrri leik liðanna með
þremur mörkum og útlit er fyrir
harða baráttu þessara liða við Rúm-
ena um sigur í riðlinum.
RÚMENAR sigruðu Færeyinga
tvisvar í Færeyjum um helgina,
36:23 í Þórshöfn og 27:16 í Vest-
manna.
NOREGUR sigraði Alsír, 21:14, í
úrslitaleik á alþjóðlegu handknatt-
leiksmóti í Drammen á sunnudag-
inn. Frode Hagen skoraði 5 mörk
fyrir Noreg en Salim Nedjel 6 fyrir
Alsír. Mikil slagsmál voru í leiknum
og Alsírbúarnir fengu á sig 12 brott-
vísanir og þrjú rauð spjöld.
CHRISTER Magnusson, þjálfari
Norðmanna, var æfur eftir slakan
leik gegn Sádi-Arabíu á mótinu á
laugardaginn en hans menn unnu að-
eins 21:18. Leikurinn var sýndur
beint í norska sjónvarpinu og Magn-
usson sagði að sínir menn hefðu farið
illa með gott tækifæri til að sýna
norsku þjóðinni hvað þeir virkilega
gætu.
GUNNAR Fosseng, markvörður
og fyrirliði Norðmanna, var hinsveg-
ar ánægður með mótið í heild og
sagði að þeir væru núna tilbúnir að
sigra hvaða lið sem er. Þar með talið
heimsmeistaralið Rússa sem er með
þeim í riðli á HM.
NORÐMENN unnu alla fjóra leiki
sína á mótinu en þeir verða á meðal
mótherja Íslendinga á alþjóðlegu
móti á Spáni um næstu helgi. Magn-
usson þjálfari kallar mótið „Litla-
HM,“ enda verða öll þátttökuliðin
þar með á HM í Frakklandi.
JOHAN Pettersson, örvhenti
hornamaðurinn í sænska landsliðinu
í handknattleik, skrifaði um helgina
undir þriggja ára samning við
Þýskalandsmeistara Kiel. Petters-
son er samherji Guðmundar Hrafn-
kelssonar hjá Nordhorn og leikur
þar út þetta tímabil.
PETTERSSON hefur ekki verið
sáttur við lífið og tilveruna hjá Nord-
horn en hann hefur ekki átt fast sæti
í byrjunarliðinu þar. Hann hefur átt í
erfiðri baráttu um stöðuna við Jan
Filip, lykilmann tékkneska lands-
liðsins.
DAÐI Hafþórsson og félagar í
danska liðinu Skjern, sigruðu lands-
lið Grænlands, 28:22, í æfingaleik í
fyrrakvöld. Leikurinn var lengst af
jafn en Skjern var yfir í hálfleik,
13:11. Grænlendingar búa nú lið sitt
undir þátttöku í HM í Frakklandi
þar sem þeir verða með í fyrsta
skipti.
GRÆNLENDINGAR urðu fyrir
miklu áfalli á dögunum þegar lyk-
ilmaður þeirra, Hans Knudsen,
meiddist á hné og missir af HM.
Hann hefur leikið alla 27 landsleiki
Grænlands til þessa.
ÞORVALDUR Þorvaldsson, línu-
maður, sem skipti úr KA í Þór fyrir
tímabilið og gerði tveggja ára samn-
ing, er hættur að æfa hjá Þór og far-
inn að mæta á æfingar hjá KA.
Frá þessu er sagt á heimasíðu KA.
Þorvaldur mun þó vart geta leikið
með KA á þessari leiktíð.
FÓLK