Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 10
Busl og
barátta
Eins og segir í mótskránni er þaðekki endilega sá eða sú, sem
kemur fyrst í mark, sem vinnur besta
afrekið, heldur sá eða
sú sem nær bestum
tíma miðað við sinn
flokk og sína getu.
Það er því í anda
mótsins að Sjómannabikarinn, sem
Sigmar Ólason, sjómaður frá Reyð-
arfirði, afhenti fyrst 1984, skuli veitt-
ur þeim er vinnur besta sundafrek
mótsins samkvæmt stiga- og forgjaf-
arútreikningi. Því má segja að það
séu ekki allir mættir til að hampa
gulli, heldur til að vera með og
spreyta sig í vatninu undir fjörugum
og miklum hvatningarópum áhorf-
enda og stuðningsfólks, sem fjöl-
mennti á bakka Sundhallarinnar á
laugardaginn. Sérstaklega þótti
skemmtilegt að mikil aukning er í 25
metra sundi með frjálsri aðferð en
þar keppa þeir allra yngstu. Þá er
ekki lykilatriði að vera fyrstur í mark
heldur að komast alla leið og leyfilegt
er að nota hvers kyns kúta og sundfit
– jafnvel fá þjálfara eða foreldri til að
ýta aðeins við sér. Í þetta sinnið
kepptu 22 í þessari grein og hvatn-
ingarópin á bakkanum voru slík að
sumar af hetjunum í vatninu tók sér
stundum örlitla hvíld til að fylgjast
með hamaganginum á bakkanum og
virtust kunna nokkuð vel við þessa
umgjörð, sem gaf öðrum stórviðburð-
um ekkert eftir. Þar á meðal var hin
átta ára Aldís Ósk Björnsdóttir
Diego frá íþróttafélaginu Ösp, sem
keppti í þriðja riðli, en hún var að
byrja að æfa sund og að taka þátt í
sínu fyrsta sundmóti. „Það er svolítið
erfitt að bíða en mér finnst samt mjög
gaman hérna og ég ætla að keppa í
sundi lengi,“ sagði Aldís Ósk eftir sitt
sund þegar hún fagnaði með vinkon-
um sínum.
En markmiðið hjá öllum var ekki
að komast að lokum yfir á bakkann
hinum megin því keppni var mikil í
flokki þeirra sem hafa æft af miklum
móð í mörg ár. Þeirra á meðal var
Gunnar Örn úr Ösp, sem sigraði í Sjó-
mannabikarnum í þriðja sinn og hlaut
hann því til eignar. Hann lék þar með
eftir afrek Birkis R. Gunnarssonar úr
ÍFR, sem vann einnig bikarinn til
eignar með sigrum 1991 til 1994.
Gunnar Örn fékk 771 stig en Harpa
Sif Reynisdóttir úr Þjóti frá Akranesi
var næst með 395 stig og Alexander
Harðarson úr Íþróttafélagi fatlaðra í
Reykjavík í þriðja með 338.
Einmitt á þessu móti steig mikið af
íslenska sundfólkinu, sem staðið hef-
ur á verðlaunapalli stærstu mótanna
um víða veröld, sín fyrstu spor og
mikið af þessu unga fólki starfar við
mótið á hverju ári. Þeirra á meðal var
Kristín Rós Hákonardóttir, sem kom
hlaðin góðmálmi frá Ólympíuleikun-
um í sumar. „Ég keppti alltaf á þess-
um mótum á sínum tíma, alveg frá því
að ég var átta ára,“ sagði Kristín Rós.
„Það eru fleiri krakkar en þegar ég
var að synda hérna svo þetta er allt
að koma. Mótið er mjög skemmtilegt
þó að ekki séu slegin mörg met en
það eru margir hérna sem munu ef-
laust gera góða hluti í framtíðinni.“
Hinni tíu ára Sonju Sigurðardóttur
í ÍFR fannst mjög gaman á mótinu.
„Ég er búin að synda í dag og mér
gekk vel,“ sagði Sonja eftir sundið.
„Þetta er þriðja mótið sem ég keppi á
og það er mjög gaman að vera með á
svona stóru móti, skemmtilegast var
samt á Íslandsmótinu sem var haldið
í Keflavík. Ég veit ekki hvað ég verð
lengi í sundinu en ætla að vera lengi.“
Þrátt fyrir að vera aðeins fjórtán
ára hefur Skúli Steinar Pétursson
mikla reynslu af Nýársmótum því
hann var að taka þátt í sínu sjötta
móti enda hóf hann að æfa sund um
átta ára gamall. „Það er mjög gaman
að taka þátt í þessum mótum og ekki
síst að vera á staðnum en mér gekk
líka vel í dag,“ sagði Skúli Steinar,
sem er í íþróttafélaginu Firði og mik-
ill keppnismaður. „Ég hef unnið 38
verðlaunapeninga en næst ætla ég að
reyna að fá bikar líka,“ bætti Skúli
Steinar við en hann æfir sund þrisvar
í viku með skólasundinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Íþróttafélagið Fjörðurinn tefldi fram rúmlega tuttugu kepp-
endum. Hér stillir hluti þeirra sér upp fyrir myndtöku.
Gunnar Örn Ólafsson úr Ösp vann Sjómannabikarinn í þriðja
sinn og fær hann því til eignar. Harpa Sif Reynisdóttir úr Þjóti
var í öðru sæti og Alexander Harðarson frá ÍFR í þriðja.
GLEÐIN var fölskvalaus þótt
stutt hafi verið í keppnisskapið
þegar Nýársmót fatlaðra barna
og unglinga fór fram í 18. sinn í
Sundhöllinni við Barónsstíg á
laugardaginn. Að þessu sinni
voru keppendur um 50 frá fjór-
um félögum og hafa aldrei verið
fleiri enda aukning á meðal
þeirra yngstu, sem reyndu að
komast eina ferð á milli bakk-
anna undir miklum og einlægum
hvatningarópum allra uppi á
laugarbarminum. Gunnar Örn
Ólafsson úr Ösp vann besta sun-
dafrekið í þriðja sinn og hlaut því
Sjómannabikarinn til eignar,
sem heiðursgestur mótsins, Ell-
ert B. Schram, forseti ÍSÍ, af-
henti honum í mótslok.
Stefán
Stefánsson
skrifar
BÖRN OG UNGLINGAR
10 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EYÞÓR Þrastarson, 9 ára, blindur
sundkappi í ÍFR, lét sig ekki muna
um að keppa í þremur greinum en
honum fannst þó biðin á milli stund-
um nokkuð löng. „Mér finnst mjög
gaman en ekki þegar maður þarf að
bíða mikið eftir að keppa því það er
þá skemmtilegra að vera að synda,“
sagði Eyþór, sem hefur þrátt fyrir
ungan aldur æft í nokkur ár og sett
sér markmið. „Ég hef keppt í mörg-
um mótum, veit samt ekki alveg hvað
mörgum en það hefur bara gengið
vel. Það er nauðsynlegt að æfa sig
vel, ég æfi tvisvar í viku en það getur
verið að það fari upp í fimm sinnum á
viku. Það er mjög gaman að synda og
ég ætla að vera lengi að – ætli ég
reyni ekki að koma mér á Ólympíu-
mótið einhvern tímann.“
Reyni að komast
á Ólympíumótið
Sandra Lind Valgeirsdóttir úr Firðinum tók á öllu sínu þegar
hún keppti í bringusundi.
Gunnar
vann
Sjómanna-
bikarinn
GUNNAR Örn Ólafsson
sundkappi vann Sjó-
mannabikarinn þriðja árið
í röð og hlaut hann því til
eignar en bikarinn var
upphaflega gefinn af Sig-
mari Ólasyni sjómanni á
Reyðarfirði 1984 og veitt-
ur fyrir besta sundafrek
mótsins samkvæmt stiga-
og forgjafaútreikningi.
Reyndar vann Birkir
Gunnarsson bikarinn til
eignar 1994 en þá gaf Sig-
mar nýjan bikar. „Ég er
mjög stoltur því ég var að
bæta mig í öllum greinum
sem ég keppti í. Nú á ég
bikarinn en þetta var í síð-
asta sinn vegna aldurs sem
ég get keppt á þessu móti
svo að það voru síðustu
forvöð á eignast hann og
ég hreinlega varð að vinna
aftur núna,“ sagði Gunnar
Örn eftir mótið. Slíkur ár-
angur kemur ekki af sjálfu
sér enda æfir Gunnar Örn
á hverjum degi á meðan
skólinn stendur yfir en á
milli jóla og nýárs æfði
hann tvisvar á dag. „Þetta
er mikil vinna en alltaf
jafngaman og ég er búinn
að keppa á mörgum
stórum mótum erlendis,“
bætti Gunnar Örn við.