Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 11
KÖRFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 B 11
Eiríkur Önundarson tryggðiBreiðhyltinum sigurinn með
þriggja stiga körfu 38 sekúndum fyr-
ir leikslok en rétt áð-
ur hafði Mike Bar-
gen komið Hauk-
unum yfir með
glæsilegri þriggja
stiga körfu. Hreggviður Magnússon
fékk svo gott tækifæri til að gull-
tryggja sigur ÍR-inga þegar hann
fékk tvö vítaskot 18 sekúndum fyrir
leikslok. Hreggviði brást bogalistin
úr báðum skotunum og Haukar áttu
því öll tök á að jafna eða tryggja sér
sigurinn. Haukarnir náðu þremur
skotum að körfu ÍR á þessum loka-
sekúndum. Fyrst Bragi Magnússon,
þá Ingvar Guðjónsson og lokaskotið
átti Guðmundur Bragason en eins og
fyrri tvö skotin rataði knötturinn
ekki rétta leið. ÍR-ingar fögnuðu því
sætum sigri en Haukarnir sátu eftir
með sárt ennið.
Heimamenn áttu undir högg að
sækja nánast allan fyrri hálfleikinn
en undir lok hans komust þeir yfir í
fyrsta sinn en sú forysta var ekki
lengi því Haukarnir áttu síðasta orð-
ið og leiddu með einu stigi eftir fyrri
hálfleikinn. ÍR-ingar hófu síðari hálf-
leikinn líkt og þeir enduðu þann
fyrri. Þeir náðu undirtökunum og
höfðu átta stiga forskot eftir þriðja
leikhluta. Steinar Arason fór fyrir
sínum mönnum. Hann skoraði á
skömmum tíma þrjár þriggja stiga
körfur og í upphafi fjórða leikhluta
var forysta ÍR-inga komin í tólf stig,
70:58. Þá hrökk Haukamaðurinn
Mike Bargen í gang en hann hafði
haft frekar hægt um sig. Hann gaf
sínum mönnum vonina að nýju og
með baráttu og seiglu tókst Hauk-
unum að komast yfir, 75:76, með
þriggja stiga körfu Ingvars Guðjóns-
sonar. Það sem eftir lifði leiks var
spennan í algleymingi en ÍR-ingar
héldu haus og enginn betur en Eirík-
ur Önundarson, sem var mjög drjúg-
ur á lokakaflanum.
Cedric Holmes og Eiríkur voru
bestu menn ÍR. Sigurður Þorvalds-
son átti góða kafla sem og Hregg-
viður Magnússon sem lenti snemma
í villuvandræðum. Þá má ekki
gleyma þætti Steinars Arasonar í
síðari hálfleiknum.
„Þetta var háspenna lífshætta.
Það er óhætt að segja það. Sigurinn
hefði getað endað hvorum meginn
sem var en mínir menn héldu haus
undir lokin. Ég var mjög ánægður
með frammistöðu Steinars en liðs-
heildin var annars góð og menn
börðust vel. Ég á mér enga óskamót-
herja í undanúrslitunum og aðalmál-
ið er að fá heimaleik,“ sagði Jón Örn
Guðmundsson þjálfari ÍR.
Haukana skorti sigurviljann og
baráttuna og liðsheildin, sem ætti
undir öllum kringumstæðum að vera
sterk, náði ekki saman. Mike Bargen
var lengi í gang en kom sterkur upp
á lokakaflanum. Jón Arnar Ingvars-
son átti prýðisleik og Guðmundur
Bragason er hægt og bítandi að
nálgast fyrri styrk.
Skotæfing hjá meisturunum
Grindvíkingar sóttu 1. deildarliðÍA heim í 8-liða úrslitum bik-
arkeppninnar og er skemmst frá því
að segja að leikurinn var heima-
mönnum erfiður gegn skotvissum
bikarmeisturum frá Grindavík sem
sigruðu 129:45.
Það var aðeins á upphafsmínútum
leiksins sem hið unga lið Akurnes-
inga náði að láta eitthvað að sér
kveða og er líða tók á annan leikhluta
komu yfirburðir Grindvíkinga í ljós
og á þeim kafla skutu þeir ÍA í kaf
með þriggjas stiga skotum.
Í leikhléi var munurinn 36 stig,
29:65 og í 3. leikhluta héldu gestirnir
uppteknum hætti og skoruðu þá 37
stig gegn 6 stigum heimaliðsins.
Bandaríkjamaðurinn Kevin Daley í
liði Grindavíkur kann greinilega eitt-
hvað fyrir sér í íþróttinni og hálofta-
tilþrif hans ásamt gríðarlegri hittni
félaga hans fyrir utan þriggja stiga
línuna skemmtu áhorfendum ágæt-
lega, þrátt fyrir að flestir væru á
bandi heimamanna. Grindvíkingar
hittu í 22 þriggja stiga skotum af alls
36 skottilraunum, sem er rúmlega
60% nýting en körfu kvöldsins átti
Grindvíkingurinn Páll Axel Vil-
bergsson sem setti niður þriggja
stiga körfu í þá mund er þriðja leik-
hluta lauk og var Páll þá staddur
langt inni á varnarhelmingi Grinda-
víkur. Skagamenn áttu slakan dag.
Eiríkur skaut ÍR áfram
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið/Jim Smart
Cedric Holmes gerir tvö af 27 stigum sínum gegn Haukum. Guðmundur Bragason og Eyjólfur
Jónsson reyna að stöðva Holmes en Ingvar Guðjónsson fylgist spenntur með.
HAUKAR hafa ekki byrjað nýja árið vel í körfuboltanum. Í fyrstu um-
ferð úrvalsdeildarinnar eftir áramótin töpuðu Haukarnir fyrir Kefl-
víkingum á heimavelli og í fyrrakvöld voru þeir slegnir úr leik í 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar. Baráttuglaðir ÍR-ingar lögðu Haukana að
velli í æsispennandi leik, 81:79, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en
á lokasekúndunum. FALUR Harðarson lék í 11 mín-
útur með félögum sínum í Keflavík á
móti Þór á sunnudaginn. Hann hefur
verið frá vegna meiðsla og spilaði
síðast með liðinu í lok október. Falur
náði ekki að setja mark sitt mikið á
leikinn enda á hann eftir að komast í
betri leikæfingu fyrir lokasprettinn.
GUNNAR H. Stefánsson fékk
ásamt félaga í Keflavík, Sæmundi
Oddssyni, blómvönd fyrir að leika
hundrað leiki fyrir félagið.
25 mínútna seinkun var á leik ÍR
og Hauka í Seljaskóla á sunnudags-
kvöldið. Ástæðan var sú að ekki
tókst að koma klukkunni í gang.
Ákveðið var engu að síður að hefja
leikinn og var fyrri hálfleikurinn
spilaður við heldur frumlegar að-
stæður.
NOTAST var við hátalarakerfi
hússins þar sem boðum var komið til
leikmanna hvað eftir væri af skot-
klukkunni og áhorfendur voru upp-
lýstir reglulega um hver staðan í
leiknum væri. Undir lok fyrri hálf-
leiksins tókst svo að koma klukkunni
í gang og var leikið við eðilegar að-
stæður í síðari hálfleik.
LA CLIPPERS vann langþráðan
sigur á nágrönnum sínum, LA Lak-
ers, í NBA-deildinni í körfuknattleik
í fyrrinótt. Lakers hafði unnið 16
leiki liðanna í röð en Clippers
tryggði sér stórsigur með frábærum
endaspretti, 118:95. Lamar Odom
skoraði 29 stig fyrir Clippers en
Shaquille O’Neal 33 fyrir Lakers.
FÓLK
Það er ánægjulegur árangur aðvera kominn í 4-liða úrslit í bik-
arnum þar sem okkur var spáð
þriðja neðsta sæti
fyrir tímabilið. Það
kemur kannski á
óvart að við séum
komnir áfram. Það
er ekkert gefið í þessum efnum og
greinilega ekki í Hveragerði,“ sagði
Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars.
Mikið einbeitingarleysi hjá báðum
liðum einkenndi fyrsta leikhlutann
og menn greinilega ekki enn búnir
að ná sér á strik eftir jólafrí. Leik-
menn hjá báðum liðum misnotuðu
færin ítrekað en KR hafði þó betur
19:16. Framan af var annar leikhluti
nokkuð jafn. Í stöðunni 30:29 urðu
kaflaskipti en þá stungu Hamrarnir
af og skoruðu 14 stig á móti engu
stigi KR-inga sem voru gjörsamlega
heillum horfnir. Þar átti ekki síst
stærstan þátt Hamarsmaðurinn
Chris Dade sem tók leikinn í sínar
hendur og skoraði fimm þriggja
stiga körfur í leikhlutanum. Sóknir
KR runnu hinsvegar síendurtekið út
í sandinn á meðan Hamar komst í 12
stiga forystu. Í hálfleik var staðan
48:36 fyrir Hamar.
Í upphafi fjórða leikhluta dró
strax til tíðinda. Með stífri pressu-
vörn minnkuðu gestirnir óðfluga
muninn en Hamar komst varla yfir
miðlínu. Dæmið snerist þá við og
KR skoraði 14 stig á móti engu stigi
Hamars á fimm mínútum og komust
gestirnir í fyrsta sinn yfir frá upp-
hafi leiks, 70:72.
En með seiglunni náðu Hamars-
menn hins vegar að rétta sinn hlut
og náðu aftur átta stiga forystu,
83:75. Hamar lék mjög góða vörn á
þessum kafla en KR-ingar virtust
vera sprungnir á limminu og gáfu
talsvert eftir í vörn og sókn. En leik-
urinn var langt frá búinn. Þegar 30
sekúndur voru eftir höfðu KR-ingar
aftur náð að minnka muninn í 2 stig
og leikurinn opnaðist upp á gátt.
Hamar varð þá fyrir blóðtöku sem
getur haft slæmar afleiðingar fyrir
þá en miðherjinn Ægir Jónsson
meiddist illa á hné og varð að bera
hann af leikvelli. Óljóst er hverskyns
meiðslin eru og hvenær Ægir getur
aftur byrjað að spila. Eftir að Ægi
hafði verið sinnt héldu KR-ingar í
sókn og freistuðu þess að jafna leik-
inn. Þeir misstu boltann klaufalega
og ruku Hvergerðingar þá í sókn.
Brotið var á Chris Dade og innsigl-
aði hann góðan sigur heimamanna.
Keflavík hristi Þór af sér
Minnugir þess hve þeir þurftu aðhafa fyrir sigri á Þór í deild-
arkeppninni í byrjun desember gáfu
Keflvíkingar allt sitt
þegar liðin mættust í
8-liða úrslitum bik-
arkeppni karla í
Keflavík á sunnu-
daginn. Það fór því svo að Þórsarar
náðu að halda þeim við efnið fram að
lokum fyrri hálfleiks en þá skildi
leiðir og Keflvíkingar eru komnir í
undarnúrslit eftir 112:90 sigri.
Fljótlega tóku Keflvíkingar við
sér og náðu góðu forskoti þar sem
Magnús Þór Gunnarsson lék á als
oddi en Óðinn Ásgeirsson sá um að
halda gestunum í leiknum með því
að skora fyrstu tólf stig þeirra.
Heimamenn gerðust værukærir eft-
ir þessa góðu byrjun og það létu
Þórsarar með Maurice Spillers í
broddi fylkingar ekki bjóða sér
tvisvar og linntu ekki látum fyrr en
þeim tókst að jafna 44:44 þegar tæp-
ar fjórar mínútur voru til leikhlés.
Það segir reyndar sína sögu um
varnarleikinn að bæði lið fóru yfir
fimmtíu stig í fyrri hálfleik.
Sama var upp á teningnum eftir
hlé nema hvað Keflvíkingar slógu
ekki af. Gunnar Einarsson, Albert
Óskarsson og Calvin Davis fóru mik-
inn en flest sig norðanmanna komu
eftir einstaklingsframtak Maurice
Spillers. Munurinn varð fljótlega um
tuttugu stig og ljóst að gestirnir
fengju litlu um það breytt.
„Ég var reyndar mjög ósáttur við
vörnina í fyrri hálfleik en hún var
betri í þeim seinni,“ sagði Sigurður
Ingimundarsson, þjálfari Keflvík-
inga, eftir leikinn. „Í fyrri hálfleik
hrundi vörnin þegar kom eitthvað
einbeitingarleysi um tíma en svo
hristist þetta saman hjá okkur. Við
skiptum ört inn svo að leikurinn var
hraður og þá er erfitt að eiga við
okkur hérna í Keflavík. Við höfum
samt ekki getað notað alla okkar
leikmenn í vetur vegna meiðsla en
vonandi verður það í lagi því við höf-
um ekki verið að spila neitt vel að
undanförnu en þetta er vonandi allt
á uppleið.“
KR-ingar
sprungu á
limminu
HAMAR í Hveragerði er kominn í 4-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ eftir
ævintýralegan 87:83 sigur á Íslandsmeisturum KR á sunnudags-
kvöldið. Chris Dade fór á kostum í liði Hamars og skoraði 46 stig og
munaði um minna fyrir heimamenn. Litlu munaði að KR-ingar næðu
að sigra, komust tveim stigum yfir þegar fimm mínútur voru til
leiksloka. Heimamenn náði hins vegar að klóra í bakkann á æsi-
spennandi lokamínútum, unnu og eru ósigraðir á heimavelli í vetur.
Helgi
Valberg
skrifar
Stefán
Stefánsson
skrifar