Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 12
ÍÞRÓTTIR
12 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Duncan Ferguson í
slagsmálum við þjófa
DUNCAN Ferguson, knattspyrnumaður hjá Everton, meiddist lít-
illega aðfaranótt sunnudagsins þegar hann lenti í átökum við inn-
brotsþjófa á heimili sínu. Ferguson kom að tveimur mönnum í húsi
sínu skömmu eftir miðnætti og viðskiptum þeirra lauk með því að
annar innbrotsþjófanna komst undan á flótta en hinn liggur á sjúkra-
húsi, enda er Duncan Ferguson með stærri og sterkari mönnum í
ensku knattspyrnunni. Sjálfur varð hann fyrir áverkum á andliti en
þurfti ekki að leita læknisaðstoðar vegna þeirra. Talsmaður lögregl-
unnar í Lancashire-sýslu sagði að húseigandinn hefði sýnt bæði hug-
rekki og ábyrgð í samskiptum sínum við hina óvelkomnu gesti.
Roma fékk óskabyrjun gegn nýlið-um Atalanta sem hafa komið
mjög á óvart í vetur. Marco Delv-
ecchio skoraði eftir aðeins 40 sek-
úndna leik. Damiano Tomassi kom
Roma í 2:0 fyrir hlé en þrátt fyrir að
Cristiano Zanetti fengi rauða spjaldið
um miðjan síðari hálfleik hélt topp-
liðið fengnum hlut í ausandi rigningu
á velli sem líktist moldarflagi.
„Mínir menn sýndu hvað í þá er
spunnið og spiluðu mjög vel gegn
sterkum mótherjum. Staða okkar er
góð í augnablikinu en það er löng leið
framundan,“ sagði Fabio Capello,
þjálfari Roma.
Lið hans var hið eina í hópi átta
efstu liða deildarinnar sem vann um
helgina. Leikur Juventus og Fior-
entina var sveiflukenndur því Fior-
entina komst í 2:0 og Juventus síðan í
3:2 áður en Enrico Chiesa jafnaði fyr-
ir Fiorentina með sínu öðru marki
þegar enn lifði tæpur hálftími af
leiknum. Filippo Inzaghi skoraði tvö
marka Juventus.
AC Milan og Inter skildu jöfn, 2:2, í
miklum nágrannaslag þar sem Inter
náði tvívegis forystunni með glæsi-
legum mörkum frá Hakan Sukur og
Luigi Di Biagio. Það voru Zvonimir
Boban og Oliver Bierhoff sem svör-
uðu fyrir Milan.
Angelo Peruzzi, markvörður Laz-
io, var rekinn af velli í lok fyrri hálf-
leiks þegar lið hans tapaði mjög
óvænt á heimavelli, 1:2, fyrir nýliðum
Napoli. Parma varð fyrir svipuðu
áfalli gegn Reggina, missti Stefano
Torrisi af velli með rautt spjald, og
beið lægri hlut, 0:2.
Sjöundi sigur Real í röð
Valencia og Real Madrid eru kom-
in fjórum stigum á undan næsta liði,
meisturum Deportivo La Coruna,
eftir leiki helgarinnar í spænsku
knattspyrnunni. Toppliðin unnu sína
leiki en Deportivo beið lægri hlut fyr-
ir Valladolid, 3:1.
Valencia þurfti að hrista af sér auð-
mýkjandi ósigur gegn botnliði 3.
deildar, Guadix, í bikarkeppninni í
síðustu viku, og tókst með því að
leggja Racing Santander að velli, 1:0.
Norski sóknarmaðurinn John Carew
hélt uppteknum hætti og skoraði sig-
urmarkið fyrir Valencia undir lok
fyrri hálfleiks.
Real Madrid, sem á leik til góða á
Valencia, vann góðan útisigur á hinu
sterka liði Alaves, 3:1, og hefur nú
sigrað í síðustu sjö deildaleikjum sín-
um. Raúl og Guti skoruðu tvö mark-
anna og eitt var sjálfsmark.
Barcelona er í fjórða sætinu, fimm
stigum á eftir Real og Valencia, og
vann Real Oviedo á útivelli, 3:2. Pat-
rick Kluivert skoraði tvö markanna
og Rivaldo eitt en tvö mörk heima-
liðsins seint í leiknum voru nálægt því
að slá Barcelona út af laginu.
Þórður enn á bekknum
Þórður Guðjónsson fékk ekki tæki-
færi hjá Las Palmas sem vann
óvæntan útisigur á Celta Vigo, 1:0.
Hann sat á varamannabekknum allan
tímann og það hefur oft orðið hlut-
skipti hans í vetur. Nýliðar Las Palm-
as hafa komið mjög á óvart og eru í
níunda sæti eftir þennan sigur en
flestir spáðu þeim falli fyrir tímabilið.
Augljós batamerki voru á botnliði
Real Sociedad í fyrsta leiknum undir
stjórn Johns Toshacks. Það mátti þó
sætta sig við jafntefli, 1:1, við Zarag-
oza á heimavelli en hélt lengi eins
marks forystu, manni færri.
Reuters
Clarence Seedorf, framherji Internazionale, og Francesco
Coco, varnarmaður AC Milan, kljást í Mílanóslagnum á San
Síró á sunnudagskvöldið.
FÓLK
HOSSAM Hassan, knattspyrnu-
maður frá Egyptalandi jafnaði lands-
leikjaheimsmet Lothars Matthäus
frá Þýskalandi á laugardaginn. Hann
lék sinn 150. landsleik þegar Egyptar
sigruðu Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin, 2:1, í vináttulandsleik í
Kaíró. Í kvöld slær Hassan metið
þegar Egyptar fá Zambíu í heimsókn
og þar sem þeir spila fjóra leiki til
viðbótar á næstu vikum er ljóst að
hann getur bætt það verulega.
MARTIN Palermo, leikmaður
Boca Juniors og argentínska lands-
liðsins í knattspyrnu, hefur verið
dæmdur í tveggja stunda samfélags-
þjónustu í Uruguay. Hann er stadd-
ur þar í fríi og sló ljósmyndara sem
tók mynd af honum og unnustu hans
á diskóteki.
EDMUNDO, knattspyrnumaður-
inn litríki frá Brasilíu, er kominn til
Ítalíu en hann hefur verið lánaður frá
Vasco da Gama til Napoli út þetta
tímabil. Edmundo lék með Fiorent-
ina 1997–1999 en hélt heimleiðis eftir
alls kyns uppákomur, innan vallar
sem utan.
GABRIEL Batistuta, sem hefur
skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir
Roma í ítölsku knattspyrnunni í vet-
ur, gæti þurft að gangast undir upp-
skurð á hné. Fari svo, leikur hann
ekki meira á þessu tímabili, sem yrði
mikið áfall fyrir Roma. Án hans vann
Roma þó góðan útisigur á Atalanta á
sunnudaginn, 2:0.
DENNIS Bergkamp, leikmaður
Arsenal, er með helmingi hærra
kaup á viku en allir leikmenn og
starfslið Carlisle til samans. En mun-
urinn á liðunum var aðeins eitt mark
þegar upp var staðið.
NIGEL Spackman var í gær ráð-
inn knattspyrnustjóri 1. deildarliðs
Barnsley í staðinn fyrir Dave Bassett
sem hætti störfum í desember.
Spackman stýrði áður Sheffield Uni-
ted en hefur að undanförnu þjálfað
enska unglingalandsliðið.
ROMA náði átta stiga forystu í ítölsku knattspyrnunni á sunnudag-
inn þegar liðið sigraði Atalanta, 2:0, á útivelli í toppslag deildar-
innar. Sjö stig skildu liðin að fyrir leikinn og eins og staðan er í dag
virðist aðeins Juventus eiga möguleika á að fylgja Rómverjum eftir
í baráttunni um titilinn. Juventus varð að láta sér nægja jafntefli,
3:3, við Fiorentina á heimavelli en er í öðru sætinu.
Roma með átta
stiga forystu
Eftir Bosman-dóminn svokallaðafyrir fimm árum hefur verið
óheimilt að setja takmarkanir á fjölda
leikmanna frá löndum innan EB, en
ákveðinn kvóti hefur verið á leikmenn
utan þess. Það hefur verið undir
ákvörðun sérsambands viðkomandi
íþróttagreinar komið hversu marga
leikmenn frá Austur-Evrópu eða öðr-
um heimsálfum sé heimilt að nota.
Þeir leikmenn frá löndum utan EB
sem þegar eru samningsbundnir
þýskum félögum halda fullum rétti og
mega leika áfram í landinu, sam-
kvæmt þessum nýju reglum, en
þýska útlendingaeftirlitið mun vísa
frá umsóknum um atvinnuleyfi fyrir
nýja leikmenn.
Knattspyrnusamband sjálfsstjórn-
arhéraðsins Saxlands hefur þegar
samþykkt þessar reglur, forystu-
mönnum þýska knattspyrnusam-
bandsins til lítillar ánægju. Þar á bæ
vilja menn fá undanþágu fyrir 2.
deild, og jafnvel fyrir 3. deild líka.
„Knattspyrnan er ekki sambærileg
við aðrar íþróttagreinar,“ segir Hans-
Georg Moldenhauer, varaforseti
þýska knattspyrnusambandsins.
Tilgangurinn með þessum nýju
reglum er að gefa ungum leikmönn-
um í Þýskalandi betri tækifæri til að
komast að. Margir hafa áhyggjur af
því að með sífellt vaxandi straumi út-
lendinga til þýskra íþróttafélaga sé sí-
fellt meira þrengt að heimamönnum.
Heiner Brand, landsliðsþjálfari í
handknattleik, hefur lýst yfir mikilli
ánægju með nýju reglurnar. „Þetta
er mjög jákvætt og þýðir að okkar
efnilegu leikmenn fá fleiri tækifæri til
að þroska sig í 2. deild,“ segir hann.
Þess má geta að ítalska knatt-
spyrnusambandið setti sams konar
reglu fyrir 3. deildarkeppnina þar í
landi. Sú ákvörðun var hinsvegar
dæmd ólögleg af borgaralegum dóm-
stóli skömmu fyrir áramótin.
Vilja tak-
marka
fjölda út-
lendinga
ÍÞRÓTTAFORYSTAN í Þýskalandi hefur í hyggju að breyta reglum
um hlutgengi útlendinga í þýskum félagsliðum. Samkvæmt til-
lögum sem þar liggja fyrir verður félögum sem ekki eru í efstu deild
í viðkomandi íþrótt óheimilt að ráða til sín leikmenn frá löndum ut-
an Evrópubandalagsins.
FÓLK
HELGI Sigurðsson lék ekki með
Panathinaikos, sem gerði jafntefli,
1:1, við AEK í grísku deildakeppn-
inni í knattspyrnu á sunnudaginn.
RONNY B. Petersen, danski
knattspyrnumaðurinn, sem lék
með Fram síðasta sumar, er kom-
inn til sænska úrvalsdeildarliðsins
Trelleborg. Hann verður þar til
reynslu um skeið.
ENSKA úrvalsdeildarliðið West
Ham hefur komist að samkomulagi
við 1. deildarliðið Blackburn um
leikmanna skipti. Franski væng-
maðurinn Marc Keller fer frá
Lundúnarliðinu en skoski lands-
liðsmaðurinn Christian Dailly fer
til West Ham.
ÍTALSKI landsliðsmaðurinn
Christian Panucci mun leika með
franska meistaraliðinu Mónakó
það sem eftir lifir af keppnistíma-
bilinu. Panucci var upphaflega
lánaður til enska liðsins Chelsea
frá ítalska liðinu Inter Milanó en
hefur fengið fá tækifæri hjá
Chelsea að undanförnu.