Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 3

Morgunblaðið - 11.01.2001, Side 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 C 3 NÁMSKEIÐ Í ÓLYMPÍU Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþrótta- fólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 19. júní til 4. júlí nk. Flugferðir og uppihald eru þátttak- endum að kostnaðarlausu. Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góð- um árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinn- ar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ eða á heimasíðu sam- bandsins, www.isisport.is. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Reimarsson, ÍSÍ, sími 581-3377, netfang: kjr@isisport.is. Gunnleifur sagði að hann og Fjal-ar væru tilbúnir í slaginn, sem verður mjög erfiður. „Ferðin hingað var erfið og æfing- arnar hafa verið erf- iðar. Hitinn hér er mikill, þannig að það er mikið vatnstap á æfingum. Við verðum að hvíla okkur vel fyrir leikinn gegn Úrúgvæmönn- um, sem eru vanir að leika í svo mikl- um hita. Við markverðir megum þó ekki kvarta, þar sem við þurfum ekki að vera eins mikið á ferðinni og útileik- mennirnir, sem eru á hlaupum út um allan völl,“ sagði Gunnleifur. Verðið þið með höfuðfat í leikjun- um, til að vernda ykkur fyrir sólinni? „Nei, við erum ekki hrifnir af að vera með húfur – þær eru óþægilegar í leik.“ Gunnleifur sagði að það væri mikill heiður fyrir hann og aðra leik- menn að fá tækifærið til að leika fyr- ir hönd Íslands á Indlandi. „Hópurinn hér er mjög góður, allir samtaka að gera sitt besta. Það er létt yfir mönnum og við horfum óhræddir fram á veg.“ Gunnleifur sagði að þrátt fyrir að hann og Fjalar væru óreyndir með landsliðinu, væru þeir ákveðnir í að sýna að þeir standi undir nafni sem a-landsliðs- menn. „Ég er bestur þegar mest á reynir og flestir áhorfendur eru á staðnum. Því fleiri áhorfendur, því betri verð ég,“ sagði Gunnleifur, sem hefur staðið sig vel á milli stanganna sem markvörður hjá KR og Kefla- vík. Gunnleifur hefur oft mætt í skrautlegum búningum til leiks og vakti mikla athygli þegar hann mætti alhvítur í stuttermabol í markinu hjá Keflavík. Verður hann hvítklælddur í leikj- um hér á Indlandi? „Ég hefði valið það, ef ég hefði fengið að ráða. Markverðir íslenska landsliðsins eru aldrei hvítklæddir,“ sagði Gunnleifur brosandi. Gunnleifur verður faðir eftir nokkra daga. Eiginkona hans, Sig- ríður Hjálmarsdóttir, á von á barni – tímasetning er 24. janúar. Íslensku markverðirnir á Indlandi eru með 10 mínútna reynslu að baki Morgunblaðið/Einar Falur Á morgunæfingu landsliðsins í Cochin í gær grípur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður fyrirgjöf á sóknarmann. Hann byrjar í markinu í dag gegn Úrúgvæ. „Því fleiri áhorfend- ur, því betri verð ég“ MARKVERÐIR íslenska landsliðsins hafa ekki mikla reynslu að baki með landsliðinu. Þeir hafa samtals leikið í marki íslenska liðsins í tíu mínútur og var það Gunnleifur Gunnleifsson, Keflavík, sem lék þessar tíu mínútur, en Fjalar Þorgeirsson, Fram, er nýliði í landslið- inu. Gunnleifur lék síðustu tíu mínúturnar í vináttulandsleik gegn Möltu á Laugardalsvellinum í sumar, er hann kom inná sem vara- maður fyrir Birki Kristinsson. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi Indriði og Gylfi þurfa á stuðn- ingi að halda „ÞAÐ er ljóst að Indriði Sig- urðsson og Gylfi Einarsson þurfa á góðum stuðningi að halda þegar þeir bætast í hópinn. Þeir hafa lent í mikl- um hremmingum, sem hefur örugglega tekið á taugarnar hjá svo ungum mönnum – að þurfa að ferðast einir hingað til Cochin á Indlandi. Ferð þeirra hingað er miklu erf- iðari heldur en okkar,“ sagði Böðvar Örn Sigurjónsson, læknir landsliðsins. Indriði og Gylfi eru vænt- anlegir til Cochin í dag, sól- arhringi á eftir áætlun. Þeir héldu í gær frá London með viðkomu í Dubai og í gærdag fóru þeir þaðan til Bombay. Í dag halda þeir frá Bombay og eru væntanlegir á hótel landsliðsins upp úr hádegi. „Þeir koma langþreyttir eftir mikla óvissuferð frá Ósló. Það er ljóst að þeir verða ekki með gegn Úrúgvæ og það kemur síðan í ljós hvort þeir séu tilbúnir til að vera með gegn Indlandi á laugardag,“ sagði Böðvar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.